Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Fimmtudaginn 31. janúar 1952 25. tbJ. m m. 9 © ön. rei m En í Hornafir ma§t hér annkomn. é ferfaft meira Snjjódfjiptin r>nv 43 stn. hés* ntnrfgnn — ófmrir. ■ Meiri fannkomu gerði hér í Reykjavík í gær og nótt en dæmi eru til um margra ára skeið, og mældist sjódýptin 43 cm. kl. 8 í morgun. — Mest var fannkoman á tímabilinu frá kl. 5—10 í gærkveldi og um 10 leytið var snjódýptin orðin 35 cm. I morgun skiptist veðráttan um línu sem dregin er frá Hornafirði og vestur til Breiða- fjarðar. Fyrir sunnan þessa línu var yfirleitt 2—3 stiga fro'st og víðasthvar nokkur snjókoma, en norðán hennar var enn þýðviðri víðast frá 0 og upp í 4 stiga hita, hlýjast var á Akureyri, 4,2 stig. Inn til dala og í fjallabyggðum var þó frost, svo sem á Hólsfjöllum, og víðar. Vindur var um norð- anvert landið austanstæður, frá 6 og upp í 9 vindstig. í Reykjavík var 3 stiga frost kl. 8 í morgun og úrkoman í nótt mældist 14 mm. Þó var úr- koma sums staðar meiri en hér, og í Hornafirði mældist 50 mm úrkoma, eða nær ferfalt meiri en í Reykjavík. Geta menn þá getið sér til hvernig færðin hefir verið þar. Veðurstofan -spáir norðan og norðaustanátt og má þá búast við kólnandi veðri og skafhríð. Umferðartruflanir. Hin mikla snjókoma hér í bænum og nágrenni hans olli miklum umferðartruflunum og sums staðar blátt áfram öng- þveiti, því að bílar sátu fastir, gátu hvorki hreyft sig aftur á- bak né áfram og sátu þá jafn- framt í veginum fyrir öðrum bílum. í morgun voru bílar fenntir um allar jarðir, sem dagað höfðu uppi á ýmsum tím- um sólarhringsins. Bifreiðar komust ekki í morgun nema um einsfaka götur og þá um ein skora brautir, svo að útilokað var að bilar gætu mæzt. Lækn- ar gátu ekki sinnt útköllum nema það sem hægt var að kom ast fótgangandi og yfirleitt var umferð lömuð að verulegu leyti. Snjórinn náði fólki allt upp í mitti og erfitt að brjótast áfram þar til troðnar slóðir mynduðust. Slökkviliðið kallað út. Slökkviliðið var kallað fimm sinnum út 1 nótt til sjúkra- flutninga, og gat það annað þeim hindrunarlaust með Cari- ol-bifreið með tvöföldu drifi sem það hefir yfir áð ráða. -— Sömuleiðis var það kallað út vestur á Nesveg um hálffimm- leytið í nótt vegna eldsvoða. Hafði kviknað í út frá olíu- kyndingu og hefði sennilega illa farið ef slökkviliðið hefði Fsramh. á 6. sáðu. 1 f® ff v astita falli mðui á laugardag. Ríkisstjórnin mælist til þess að vinna falli niður hvarvetna á landinu — eftir því sem við verður komið — á útfarardegi, herra Sveins Björnssonar, forseta, laugar- daginn 2. febrúar n.k., svo og hverskonar skemmtisam- komur. Samband smásöluverzlana hefir þegar tilkynnt, að all- ar sölubúðir sambandsins verði lokaðar á laugardag regna útfarar forsetans. Vafasamt, að mjólkurbílar komist til bæjarins í dag. Weihnn fnnnfergi nnstnn fjaiís ntjj rnnnnr riðnr. Samkvæmt fregnum frá Sel- fossi var sama veður þar í gær- kvöldi og nótt og hér í Reykja- vík, feikna fannfergi, svo að klofsnjór var hvarvetna á göt- um og vel það svo að varla varð komist milli húsa. Feikna fannkoma var á lág- lendi eins langt austur og til spurðist, en minna mun hafa fennt í uppsveitum. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóra Mjólkursamsölunnar var áformað, að mjólkurbílarn- ir legðu af stað í morgun og færi snjóplógur fyrir, en mjög vafasamt yrði þó að telja, að þeir kæmust leiðar sinnar. Hér í bænum tókst að koma mjólk í allar aðalbúðir við mikla erfiðleika. Samkvæmt viðtali við frétta- ritara Vísis í Borgarnesi byrj- aði að fenna þar 2 klst. síðar en hér og mun hafa verið um 15 cm. snjór jafnfallinn um kl. 10 í gærkvöldi í Borgarnesi og grennd, en fannkoma minni í uppsveitum. Horfur voru þær, að mjólkuri:)!.freíðar . myridu KaBa|isf!4EoBEfíssB í gangí í IlretliSEfiíli. Kaupgjald í'Bretlandi hefir á undangengnum mánuðum hækkað meira en dæmi eru til áður eða um 10%, en verðlag á nauðsynjum enn meira eða 12% áð meðaltali. i © 23& tnnmns rinnut' nð swujówmnkstri í dt§sj — smeð 30 híinwm. Samkvæmt upplýsingum bæjarverkfræðings hefir verið unnið að snjóruðningi á götum bæjarins í allan morgun og eru ýmsar helztu umferðárgötur bæjarins orðnar færar bílum. komast leiðar sinnar í Borgar- nesi í dag, ef veður spilltist ekki. Kl. 6 í gær lagði bifreið af stað úr Borgarnesi út á Akra- nes með mjólk, sém var flutt sjóleiðis þaðan til Rvíkur, þar sem Eldborgin fór ekki í Borg- arnes í gær vegna dimmviðris. Voru þetta um 6000 1. — Eld- borgin á að leggja af stað til Borgarness kl. 3,30 og mun hún flytja hingað 7—8 þús. 1. Bifreiðarfært mun vera úr 3orgarnesi allt til Ferstiklu að ninnsta kosti, og bíll úr Döl inum á leið suður hélt áfran; terð sinni, í von um að kom- ast alla leið. Mjólkurbílar af Kjalarnesi lögðu af stað síðdegis í gær, en bílstjórarnir urðu að yfirgefa þá í Kleifunum, og héldu áfram gangandi að Móum, en það er um 3ja km. leið og voru þeir 3 klst. á leiðinni þangað og komu þar undir fótaferðatíma og höfðu þá verið um 12 klst. á leiðinin úr Reykjavík. Áætlunarbifreið frá Selfossi fór héðan úr bænum kl. 6 í gær síðdegis og kom að Selfossi kl. 5 í morgun. —• Mikinn hluta leiðarinnar frá Krýsuvík urðu menn að ganga á undan bílnum til öryggis, svo að ekki væri ekið út af. Á milli 80 og 100 manns hafa unnið að snjómokstri í morgun, en eftir hádegið átti að bæta við allmiklum mannafla, þann- ig að um 250 manns vinni þá að mokstri og það sem eftir er dagsins. Þá verða ennfremur 50 bílar í gangi við snjóruðning, 6 ýtur og 3 heflar. Ef veður fer versnandi í kvöld eða nótt verða ráðstafan- ir gerðar að nýju í fyrramálið eftir því sem þá þykir hlýða og ástæða er til. Sjóþyngslin hafa að sjálf- sögðu valdið miklum erfiðleik- um á strætisvagnaleiðum, og sumsstaðar féllu ferðir niður með öllu í morgun, fram undir kl. 11—12. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá eftirlitsmanni SVR, voru engar ferðir í morg- un á Njálsgötu-Gunnarsbraut- ar-leiðinni, né Bústaðahverfis- og Lögbergsleiðinni. Sogamýr- arvagnar gengu að Langholts- vegi, Seltjarnarnesvagnar að Lambastöðum, Sundlaugavagn- ar fóru ekki í Teigahveríiö, Fossvogsvagnar óku um Hlíð- arnar, en hraðferðavagnar gátu ekki haldið uppi ferðum í morgun. Hinsvegar var búist við, að strætisvagnaferðir innan bæjar yrðu með eðlilegum hætti síðax- í dag, ef ekki spillist færð frá því, sem nú er, enda var unniö að snjóruðningi á öllum strætis- vagnaleiðum fyrir hádegið. Banka Breta í Iran lokað. Brezka bankanum í Teheran, höfuðborg Irans, verður lokað á þessu ári, svo og öllum úti- búum hans. Eins og kunnugt er voru sett lög í Iran, á. s.l. ári sem settu miklar hömlur á gjaldeyris- verzlun bankans, og eru þær syo miklar, að ekki er talið fært að halda starfseminni áfi’am. Öldungadeild Bandaríkjanna he£ir staöxest aðild Tyrkja pg Grikkja að A.-bandalaginu.. Vantraust á Bretastjórn kemur til atkvæða í dag. ÆJhiéí wnn ewjðn wneirn en ;ufiust9 segjn íhuidswnenn. í dag verður haldið áfram umræðunni í neðri málstofu brezka þingsins um efnahags-' málin. Að henni lokinni fer fram atkvæðagreiðsla um breytingartillögu frá jafnaðar- mönnum, sem telst vantraust á ríkisstjórnina. Breytingartillaga frá frjáls- lynda flokknum er í samræmi við aðaltillöguna frá íhalds- flokknum, sem fyrir liggur, en nokkru orðfleiri um nauðsyn aukinnar framleiðslu til eíling- ar útflutningsviðskipta. Gaitskell fyrrv. fjármálaráð- herra, sem flutti aðalræðuna í gær af hálfu stjórnarandstöð- unnai’, kvað stjórnina hafa náð völdum undir fölskum forsend- um, gagnrýnt jafnaðarmenn fyrir að eiga sök á erfiðleikum, sem heimsástandið hefði skapað én það myndu jafnaðarmenn. ekki gera. Um tillögur Butlers sagði hann að þær væri ekki fallnar til þess að leysa vand- ann, ófullnægjandi og ósann- gjarnar sumar, svo sem að tak- marka fjárveitingu til félags- mála svo að þeim fyrirsjáanlega yrði til hnekkis. Thornycroft verzlunarráðherra sagði, að sannleikurinn væri sá, að ef brezka þjóðin héldi áfram að eyða meira en aflað væri leiddi; það til öngþveitis og hörmunga. Hún yrði að þrengja að sér og koma öllu á efnahagslegan. grundvöll og framtíð hennai- væri beinlínis undir auknum. útflutningi komin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.