Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 31. janúar 1952 Hitt og þetta A: „Hvaða ægilegi skarkali ■var þetta úti á götunni?“ B: „Það var bara bíll, sem var að fara fyrir horn.“ A: „Ekki er slíkur hávaði af því.“ B: „Jú, það var ekkert horn þar!“ ★ Hæsti blettur í Norður-Ame- •ríku er McKinley-tindur, sem er 20,300 fet á hæð, en sá lægsti er botn Dauðadalsins, sem er 280 fet undir sjávarmáli. ★ Hún (kjökrandi): „Einu sinni sagðir þú, að eg væri þér aUur heimurinn.“ Hann: „Já, en það var áður en eg keypti stóra landabréfið.“ ★ Kyrrahafið er að flatarmáli Um 165 milljónir ferkílómetra, og er meira en helmingi stærra en Atlantshafið, sem er tæp- lega 80 millj. ferkm. ★ Hann hafði verið lögfræð- ingur bezta vinar síns um langt árabil, og þótti því leitt að heyra, að hann væri að hugleiða Bkilnað. „Hvérs vegna eigirtlega?“ epurði hann. „Það liggur þannig í því, að Við hjónin getum ekki með neinu móti orðið ásátt um eitt atiiði,“ mælti eiginmaðurinn. ,,Og hvað er það?“ „Eg vil skilja, en hún vill það ekki.“ ★ Jörðin fer heilan hring um- hverfis sólina á 365 dögum, fimm stundum, 48 mínútum og 46 sekúndum. ★ Hvernig reynist útungunar- vélin þín, sem þú keyptir fyrir skömmu? Ó, minnstu ekki á hana. Það er ekki aðeins gallinn á henni að hún hafi ekki ungað neinu út — hún hefir heldur ekki orpið einu einasta eggi ennþá. €íhu Aimi tfar.... Vísir birti hinn 31. janúar 1922 eftirfarandi, undir aðal- fyrirsögninnil Smávegis frá Englandi: Háskóli íslands. Prófessor R. C. Cowl skrifar langa grein um háskólann í janúarblaðið af „Educational Times“. Segir hann þar sögu háskólamálsins og þýðir megin- ið af ræðu Björns Ólsens 17. júní 1911. Hann tekur upp nokkrar línur úr háskólaljóð- um Þorsteins Gíslasonar og er það sjaldgæft. að 'sjá íslertzkt mál í ensku blaði. Má telja víst, að greinin veki athygli ýmissá skólamanna á Fhglandi.' Einar Jónsson. Eitt af vönduðustu myndá- blöðum Englendinga, „The Sphere“, flytur mynd af ýmsum verkum Einars, og af húsi hans, síðastliðinn gamlársdag. Nokkr- ar línur fylgja hverri mynd til gkýringar. ___, ^ Fimmtudagur, 31. janúar, ,— 31. dagur ársins. SjávarföII. Árdegisflóð var kl. 8.30. — Síðdegisflóð verður kl. 20.50. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 16.25—8.55. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjud. kl. 3.15—4 og fimmtud. kl. 1.30—2.30. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. Kvöldlæknir L. R. er Esra Pétursson, Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturlæknir L. R. er Ólafur Tryggvason, Lækna- varðstofunni, sími 5030. Flugið. Loftleiðir: í dag verður flog- ið til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar,. Hellis- sands, Sauðárkróks, Siglufjarð- ar og Vestmannaeyja. Útvarpið í kvöld: 20.20 íslenzkt mál (Björn Sigfússon háskólabókavörður). 20.35 Tónleikar: Kvintett fyrir píanó, óbó, klarinett, horn og fagott eftir Beethoven (Fritz Weisshappel, Paul Pudelski, Egill Jónsson, Friedrich Gabler og Adolf Kern leika). — 21.00 Skólaþátturinn (Helgi Þorláks- son kennari). 21.25 Einsöngur: Karl Schmit-Walter syngur (plötur). 21.45 Upplestur: Guð- mundur Böðvarsson skáld les frumort ljóð. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dágskrár- lok. Atvinnuleysisskráning fer fram skv. lögum 57, 1928 frá Ráðningarskrifst. Reykja- víkurbæjar, dagana 4., 5. og 6. febr. í húsinu nr. 20 við Hafn- arstræti, efri hæð (gengið inn frá Lækjartorgi). Skráning fer UrcAAyáta h?. IS3) Skýringar: Lárétt: 1 fiskur, 6 tæki, 8 sérhljóðar, 10 lima, 12 ríki, 14 lík, 15 á flík, 17 hreinsa, 18 húðfletta, 20 talsmanns Rússa. Lóðrétt : 2 tveir fyrstu, 3 slit, .4 fósturjörð, 5 funi, 7 konungs, 9 mynna; 11 prettir, 13 fyrsti stafur, 16 talsvert, 19 forfaðir. "Lausn á krossgátu nr. 1536: Lárétt: 1 Jónas, 6 fel, 8 al, 10 tifa, 12 rós, 14 nón, 15 Omar, 17 la, 18 gor, 20 rakari. Lóðrétt: 2 óf, 3 net, 4 alin, 5 Karol, 7 manaði, 9 lóm, 11 fól, 13 Saga, 16 Rok, 19 Ra. fram kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. alla daga. Óskað er eftir að menn séu viðbúnir að svara eftirtöldum spurningum: 1) um atvinnudaga og tekjur sl. þrjá mánuði og 2) um eignir og skuldir. Listasafn ríkisins verður lokað frá 1.—20. febrúar vegna íslenzku listsýningarinn- ar, sem fram fer í Briissel í vor. Aðalfundur Sveinasambands byggingamanna var haldinn sunnudaginn 27. janúar í Kirkjuhvoli. — Fram- kvaemdaráðsstjórnina skipa nú eftirtaldir menn: Forseti: Þórð- ur Þórðarson, múari. Varafor- seti: Guðmundur Gíslason, pípulagn.maður. Ritari: Ásgeir Jónsson, pípulagn.maður. Fé- hirðir: Sigfús Sigfússon, mál- ari, er var endurkjörinn. Vara- ritari: Hans Arrboe Clausen, málari. Meðstjórnandi: Sigurð- ur Helgason, múrari. — Frá- farandi forseti Jón G. S. Jóns- son, múrari, baðst eindregið undan endurkosningu. Skíðamót veturinn 1950—’51. Stjórn Skíðasambands fslands hefir borizt skýrslur um 25 op- inber skíðamót s. 1. vetur. Voru mptin haldin á vegum 25 fé- laga og keppendur í þeim sam- tals 955. Fer mótafjöldi og keppenda fjölgandi með hverju ári. Gjafir til blindra. Hareldur og Þorgeir logi 100 kr. E. S. 30 kr. N. N. 118 kr. Á. S. 100 kr. G. B. L. 100 kr. Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Hannyrðaverzl. Refill, Aðalstræti 12 (áður verzl. Aug. Svendsen), í Bóka- búð Austurbæjar, Laugav. 34, Holts-Apóteki, Langholtsvegi 84, Verzl. Álfabrekku við Suð- urlandsbraut og Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61. Fundur Jöklarannsóknafélagsins. Jöklarannsóknafélagið heldur fund í Oddfellowhúsinu í kvöld og hefst hann kl. hálf-níu. — Ársritið verður þar afhent fé- lagsmönnum. Sýndar verða nokkrar jöklamyndir, en síðan verður rætt um jöklaferðir í vor og sumar. Tekið verður á móti nýjum félagsmönnum. Garðar í hættu. Nokkur brögð hafa orðið að því að börn, sem ærslast í snjónum eyðileggi af óvitaskap tré í görðum. Þegar snjórinn er orðinn þetta djúpur hefir alveg fennt yfir minnstu og veik- byggðustu tréin og geta börnin hæglega alveg eyðilagt þann trjágróður, ef þau fara ekki varlega. Óska garðeigendur að foreldrar minni börn sín á þetta. Útför forsetans Þau félagasamtök og félög, sem óska þess að heiðra útför forseta íslands með þátttöku að myndun fánaborgar, eru vinsamlega beðnir að haf a sam- band við íþróttafuUtrúa ríkis- ins, Fræðslumálaskrifstofunrd (Sími 81340) í dag. Veðrið á nokkrum stöðum. Yfir. Faxaflóa er alldjúp lægð, sem grynnist, önnur fyx- ir suðaustan land. Veðurhorf- ur: Suðvesturland til Breiða- fjarðar og suðvesturmið til Breiðafjarðarmiða SV og V- kaldi í dag, en vaxandi NA og N-átt í nótt. Snjókoma öðru hverju. Veður kl. 8 í morgun: Reykja vík A 1, -f-3, Sandur N 3, 0, Stykkishólmur SSV 2, 0, Hval- látur SA 6, Bornbjargsviti A 7, -j-2, Galtarviti A 7, Kjörvogur ANA 2, Hraun á Skaga A 8, -j-2, Siglunes ANA 9, 4-2, Loft- salir NV 1, -f-2, Vestmannaeyj- ar V 4, -e-2, Reykjanesviti VNV 4, -f-2, Keflavíkurflugvöllur V 3, h-3. Reykjavíkurbátar. Landróðrabátar . fóru ekki á sjó aftur í fyrrakvöld og voru því ekki á sjó í gær, en veður- spá var mjög óhagstæð, spáð sunnan stormi. Útilegubátar komu einnig að landi í fyrri- nótt vegna veðurs Og munu engir bátar frá Reykjavík hafa verið á sjó. Þegar landróðra- bátar hafa róið hefir venjulega verið farið á ellefta tímanum að kvöldi og komið aftur kl. 6—8 kvöldið eftir. Síðan er unnið að koma aflanum á land og bátarnir búnir út til næsta róður. Venjulega er tími svo naumur að bátverjar komast ekki heim til sín, þótt búi í bænum, nema þegar frátök eru og ekki gefur á sjó. Skip Eimskip. Brúarfoss var á Siglufirði í gær fór þaðan í gærkvöld áleið- is til Reykjavíkur, Dettifoss fer í kvöld héðan til Hull og Ála- borgar, Goðafoss er í Stykkis- hólmi á leið til Reykjavíkuc. Gullfoss var væntanlegur til Kaupmannahafnar í morgun frá Leith. Lagarfoss fer í dag frá Antwerpen til Reykjavíkur. Reykjafoss var í gær á Akur- eyri, fór þaðan í gær til Kefla- víkur og Reykjavíkur. Selfoss er í Gautaborg og Tröllafoss er í New York. Skip S.Í.S. Hvassafell er á leiðinni til Gdynia í Póllandi, fór héðan. frá Húsavík 27. þ.m. Arnar- fell kom í gær til Húsavíkur frá Stettin. Jökulfell er í Boulogne. Skipaótgerðin. Hekla var á ísafirði í gær- kvöld á norðurleið, Esja er enn í Alaborg, þar sem fram fer á skipinu 12 ára klössun, Herðu- breið er væntaleg til Reykja- v-íkur í dag. Þyrill er Norðan- lands, Skjaldbreið og Ármann eru í Reykjavík, Oddur er á leið til Reykjavíkur frá Húna- flóa. Togararnir. Elliðaey seldi ísfiskafla sinn í Hull í gær, 2824 kit, fýrir 7722 sterlingspund. Amerískar tengiklær (Stungur) Snúrurofar Tengifatningar Véla- og niftækjaverzlunin Barikastrœti 10. Simi 6456. Tryggvagötu 23. Simi 81279. Hinn 1. febrúar er allra síðasti gjalddagi álagðra: ■ útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1951, bæði sam-: n kvæmt aðalniðurjöfnun og framhaldsniðurjöfnun. : ■ ■ ■ m Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem hef-; D ir borið að halda efth' af kaupi starfsmanna til útsvars-í m greiðslu, en hafa eigi gert það, eru alvarlega minntir á,; að gera bæjargjaldkera fullnaðarskil nú þegar. j ’m m ■ ■m m Að öðrum kosti verða útsvör starfsinalinanna inn-S heimt með lögtaki hjá k^upgreiðendum jsjálfum, án: íleiri aðvgrana. , * S Borgarritarinn. i !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.