Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1952, Blaðsíða 4
/ « V 1 S I R Fimmtudaginn 31. janúar 3952 D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján GuSlaugsson,. Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Samúðarkveðjur þjóðböfðiugja til forsetafrúarinuar. Fjöimörg félög og einstaklingar hafa einnig sent hl uttekni ngarkveöj ur. Baráttan gegn lömunarveikinni. ömunarveikin gengur sem faraldur í flestum héruðum lands- ins um langan tíma eða skamman á ári hverju. Skemmst er þar að minnast „Akureyrarveikinnar" svonefndu, og nú síð- ast faraldursins á Akranesi í haust, en auk þess munu nokkrir menn hafa sýkst af veikinni hér í bænum, þótt þar hafi ekki verið um faraldur að ræða. Læknar telja að helzta ráðið gegn alvarlegum afleiðingum lömunarveikinnar sé varúð og góður aðbúnaður sjúklinga, sem með því móti geti komist hjá lömun- um, en þreyta, vosbúð og erfiðar aðstæður geti leitt til varan- legs heilsuhnekkis. Talið er að lömunarveikin sé „virussjúk- dómur“, en lyf við veikinni munu óþekkt, þótt hjúkrunaraðferðir séu viðhafðar, sem gefið hafa góða raun. Er það einkum amerísk kona, sem stundað hefur hjúkrun slíkra sjúklinga í Ástralíu og víðar, sem tekist hefur að ná góðum árangri, en aðferð hennar er þó umdeild, svo sem ljóslega kom fram á læknaþingi, sem haldið var í Kaupmannahöfn á síðasta sumri. Hér á landi er fjöldi lömunarveikra, sem búa við erfiðan hag og veita þarf fyrirgreiðslu til sjálfbjargar. Fullvíst er talið að með réttri hjúkrun megi hjálpa þeim til betri heilsu eða jafnvel algjörs bata, en auk þess sé unnt að létta undir með þeim í lífsbaráttunni, þoitt batavonin geti talist vafasöm. Fram til þessa hafa sjúklingarnir sjálfir eða aðstandendur þeirra, reynt að leita út fyrir landsteinanna til þess að fá bót, en bæði er ærinn kostnaður því samfara og óvíst um árangur og loks eru flestir .íslendingar svo fjárvana, að þeir hafa ekki yfir nauðsynlegu fé að ráða til að standast kostnaðinn við utanlandsför, auk lang- dvalar erlendis og læknishjálpar, hjúkrunar og annarrar að- .stoðar. Hér á landi er ekkert hæli, sem miðar starfserni sína ■einvörðungu eða aðallega við þarfir lömunarveikra. Úm síðustu helgi beittu nokkrir áhugamenn sér fyrir því, að fundur var haldinn hér í bænum, er' tók þetta vandamál til umræðu og ákvað að beita sér fyrir stofnun félags til 'styrktar lömunarsjúklingum. Verður vafalaust boðað fljótlega til almenns fundar, þar sem mönnum gefst kostur á að leggja lið. sitt til málanna, enda má í rauninni furðulegt heita, að ekki skuli fyrr hafa verið hafist handa í þessu efni. Þeir eru þegar margir, sem þarfnast hjálpar og fyrirgreiðslu, en vafalaust verða þeir fleiri með hverju árinu, sem líður. Fræðsla um lömunarveikina og heilsuvernd hefur einnig sína þýðingu, og oft er betra að fyrir- byggja en lækna. Þeir menn og þær fjölskyldur, sem sloppið hafa við lömunárveikina eða afleiðingar henriar, ættu að leggja þessu nauðsynjamáli lið og létta með því byrðar meðbræðra sinna. ÁburðarverksmíHjan. „Qáuð þið hvernig eg lagði hann“ lætur Matthías grobbarann Jón sterka segja í Skugga-Sveini, en ekki er orðbragð Þjóðviljans ósvipað þessa dagana að því er áburðarverksmiðjuna vai'ðar. Er stjórn áburðarverksmiðjunnar hafði snúið sér til bæjarstjórnar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, varðandi stað-; setningu verksmiðjunnar og skilyrði til starfrækslu, kom fyrst af öllu til álita, hvort sprengihætta væri starfrækslunni samfara. Hafnarstjórinn í Reykjavík vakti þegar í upphafi máls á þessu, en síðar var skipuð nefnd þriggja sérfræðinga, er láta skyldi í té álitsgerð um málið. Er nefndin hafði skilið störfum og bæjar- ráð Reykjavíkur hafði fengið málið til endanlegrar meðferðar og afgreiðslu, hóf Þjóðviljinn fyrst baráttu sína gegn áburðar- verksmiðjunni, og duldist engum, sem skrif blaðsins lásu, að sá áhugi blaðsins beindist fyrst og fremst að því að spilla fram- gangi málsins. Þegar svo verksmiðjunni hefur verið valinn hentugur staður og henni ætlað nægjanlegt landrými, þannig að starfrækslan má teljast örugg að því er varðar slysahættu í nágrenninu, lýsir Þjóðviljinn yfir því, að allt sé þetta baráttu kommúnistaflokks- ins að þakka. Hinsvegar er vitað, að á þeirri baráttu hefur engin sæmilega sálarheill maður tekið nokkurt mark, og við afgreiðslu málsihs hefur engin hliðsjón verið höfð af málflutningi kom- múnistanna. Af litlu er því að láta og státa, en sumir virðast telja hentugt að skreyta sig frekar með fölskum fjöðrum en engum á neyðarinnar tímum. Þetta er .mannlegt, svo sem Ma’tthías greinir í Skugga-Sveini, en skelfing er það þó lítil- mannlegt að almannadómi. Hinsvegar munu menn fagna því, að áburðarverksmiðjunni hefur verið ætlaður hentugur staður í bæjarlandinu, og auk þess verður starfræksla hennar studd á marga-lund. Með því móti ættu framkvæmdir að hefjast fljót- lega og aukið öryggi að f ást til handa islenzkum landbúnáði og þjóðarbúskap. I samúðarskyni vegna and- láts forseta Islands, lierra Sveins Björnssonar, hafa for- setafrúnni borizt hluttekning- arkveðjur víðsvegar að. Kveðjur hafa horizt frá þjóðhöfðingjum nágrannaland- anna svo og ýmsu stórmenni víðs vegar í heiminum. Meðal annars hafa forsetafrúnni bor- izt kveðjur frá Friðrik Dana- konungi og Ingrid drottningu, Gústaf Adolf Svíakonungi og Louise drottningu, Hákoni Noregskonungi, Olafi konungs- efni Norðmanna og Mq^thu krónprinsessu. Ennfremur frá Forseta Finnlands, Eisenhower hershöfðingja, prins Viggo og konu, forsætis- og utanríkis- ráðherrum Danmerkur og Sví- þjóðar og fjölmörgum sendi- herrum. Auk þess hafa fjölmörg félög og einstaklingar hér á landi og erlendis sent forseta- frúnni samúðarskeyti og vottað henni hluttekningu við fráfall forsetans. Forseta sameinaðs Alþingis hafa og borizt samúðarkveðjur frá forsetum Póllands, ísraels- ríkis, Italíu, og Frakklands, Danakonungi, Hollandsdrottn- ingu, N. Shvernik, forseta æðsta ráðs Sovétríkjanna, Ríkisþingi Dana og fleirum. Þá hafa Al- þingi borizt kveðjur frá: Al- þjóða þingmannasambandinu og Danmerkurdeild þing- mannasambands Nórðurlanda. Forsætisráðherra hafa bor- izt samúðarkveðjur frá Georg Bretakonungi og Elisabeth drottningu, Friðrik Danakon- ungi, Harry S. Truman, forseta írlands, 'landstjóra . Kanada, forseta þings S.Þ., forsætis- ráðherrum Norð.urlanda, sendi- herrum íslands erlendis og fjölmörgum félögum og ein- staklingum. Palestínunefndin starfar áfram. Allsherjarþingið liefir sam- þykkt, að Palestinunefndin starfi áfram. Felld var með 48 atkvæðum gegn 5 tillaga Rússa um að nefndin hætti störfum. Samþykkt var með 49 at- kvæðum gegn 0 að verja 250 milljónum dollara til hjálp- ar arabiskum flóttamönnum. (Rússar og fylgiþjóðir þeirra greiddu ekki atkvæði). Boðið uitan á vegum ILO. Alþj óðavinnumálastof nunin í Genf (I.L.O.) ákvað í vor að veita manni frá Isiandi ókeypis dvöl erlendis, til þess að kynna sér ýms atriði, er snerta sam- band launþega og atvinnurek- enda. Skilyi’ði fyrir þátttöku var háskólapróf auk nokkurrar starfsreynslu. Sex umsóknir bárust og voru þær allar sendar til I.L.O. S. 1. haust barst fé- lagsmálaráðuneytinu tilkynn- ing um það, að framkvæmda- stjóri I.L.O. í Genf hefði valið Pál S. Pálsson, héraðsdómslög- mann, framkvæmdastjóra Fé- lags ísl. iðnrekenda, úr hópi hinna íslenzku umsækjenda. Ákveðið er að Páll S. Páls- son fari nú um mánaðamótin til Genf, til stuttrar dvalar, og fari þaðan til Englands. Alþj óðavinnumálastof nunin bér allan kostnað af dvölinni ytra og ferðakostnað að hálfu. Sækja námskeið Bandaríkjunum. Fjórir ungir íslendingar lögðu nýlega af stað vestur um haf, en þar ætla þeir að taka þátt í námskeiði á vegum hinnar gagnkvæmu öryggisstofnunar, sem nú er tekin við af efnalvags samvinnusttofnuninni. Munu menn þessir dvelja vestra um eins árs skeið og vinna við fyrirtæki og verk- smiðjur, er þeir hafa óskað að kynnast. Þeir munu jafnframt sækja háskólanámskeið, og eru þeir í hópi 2000 iðnaðarmanna frá ýmsum löndum V.-Evrópu, er vestur hafa farið sömu er- inda. íslendingarmr fjórir heita: Leifur Steinarsson, Hans Benja mínsson, sem ætla að kynna sér meðferð járnrennibekkja, Davíð Guðbergsson, sem kynnir sér viðhald jeppabíla og Bene- dikt Guðmundsson, sem leggur stund á teiknun og silfursmíði. Minningarsjóllur stofnaður. Stofnaður hefir verið innan Óháða fríkirkjusafnaðarins minningarsjóður. Hafa þegar borizt í hann tvær gjafir, 2000 krónur hvor, önnur frá Baldvin Éinarssyni aktygjasmiði, ■ sem jafnframt stofnaði sjóðinn, og frá Guð- rúnu Mensaldersdóttur, Þing- holtsstræti 8. Formaður sjóðs- stjórnar er Andrés Andrésson safnaðarformaður. Sjóði þess- um er ætlað að halda minnigu látinna á lofti, svo og að stuðlá að væntanlegri kirkjubygg- ingu safnaðarins. Minningár- kort hafa verið gefin út, og rennur hagnaður af sölu þeirra í sjóðinn. Þau fást hjá Andrési Andréssyni, Lgv. 3, Jóni Ara- syni, Lgv. 27B, Ingibj. ísaksd. Vesturg. 6, Baldv. Einarssyni Lvg. 53B, Guðjóni Jónssyni Jaðri v. Sundl.v. og Marteini Halldórssyni, Stórholti 18. B E R G M Æ. JL Fyrir skemmstu átti Iþróttasamband íslands fjörutíu ára afmæli, og var þess minnzt, svo sem vera bar, en þessi samtök íþrótta- manna hafa mjög aukið hróður íslands á undanförn- um árum, eins og alkunna er. Ber að þakka þeim mönn- um, sem þar hafa einkum lagt hönd á plóginn, en þar ber einna hæst Ben. G. Waage, sem helgað hefir þessum málum krafta sína um áratugi. Iþróttasamtökin minntust af- mælisins með samfelldri dag- skrá í útvarpinu á dögunum, og hefir hún fengið allmisjafnar undirtektir. Að vísu er auðvelt að finna að og setja út á flest það, sem gert er, en þó telja margir, og með nokkrum rök- um, að ekki hafi verið vandað til dagskrár þessarar er skyldi og er það í sjálfu sér leitt, þótt ekki tjái að sakast um orðinn hlut. Eg myndi fyrir mitt leyti ekki hafa minnzt á þetta hér í Bergmáli, ef ekki hefði borizt bréf frá manni, sem nefnir sig ,,Klagen“, en það skal tekið fram, að eg geri ekki orð hans að mínum, enda þótt ýmislegt sé þar, sem eg get tekið undir. Bréfið er annars á þessa leið: ,,Sælt og blessað Bergmál. Eg hefi í kvöld hlustað á 40 ára afmælisútvarp ÍSÍ, og orðið fyrir svo miklum von- brigðum, að eg get ekki komizt hjá því að segja cin- hverjum frá því. Þar var talað um sigra á alþjóðavett- vangi í frjálsum íþróttum, en gleymt sigrum okkar í lands- keppni í sundi, þótt ekki sé farið út í smærri atriði, eins og það, að Sigurður Þing- eyingur varð ekki alls fyrir löngu Norðurlandameistari í 209 m. bringusundi, og Sig- urður KR-ingur komst £ úr- slit í sömu grein á Evrópu- mcistaramótinu í Monte Carlo á sínum tíma. En látum þetta liggja á milli hluta. Hlustaðir þú á þáttinn? Ef svo er, hefir þú þá nokkurn tíma heyrt menn vera betur samtaka um að vera flámæltir? Þarna var talað um Veðey (en ekki sagt, hverjum eyjan væri veðsett), að menn hefði hög á einuhverju o. s. frv., en ekki nenni eg að telja alla vitleys- una upp. Nú spyr eg: Hvað er íþróttasigur erlendis mikils virði, ef íslenzkir íþróttafröm- uðir kunna ekki að bera móður- málið rétt fram? Hvað sjálfan mig snertir, þá svara eg því til, að eg met íþróttasigra einskis, ef móðurmálið á að krjúpa fyrir þeim. Þá má geta þess, að í þættinum var sett met í ræsk- ingum af mönnum, sem ekki voru að tala.“ Gáta dagsins. Hvað er það á fiskinum, iem þú mátt aldrei án vera? Svar við síðustu gátu: Bók.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.