Vísir - 28.05.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 28.05.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB OG LYFJABÍÍÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í I-yfjabúðinni Iðunn, sími 7911. LJÖSATlMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25— 3.45. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 21.35. Brezku atvmmiHðsnenflimir komu tii Reykjavíkur í gær. Fyrsti leikur þeirra í kvöld við úrval úr Reykjavíkurfélögunum. Brezku knattspyrnumennirn- ir frá Brentford komu hingað til Sleykjavíkur með Gullfaxa í gærkveldi og verður fyrsti leikurinn háður í kvöld, en þá Iteppa þeir við úrval úr Reykja- •víkurfélögunum. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu eru Brentfordliðið sterkasta knatt- Tveir brezku leikmannanna Grenwood og Dare. spyrnulið, sem hingað til lands liefir komið, enda eru allir leikmennirnir, 15 að tölu, at- vinnuleikmenn. Meðal þeirra eru nokkrir, sem eru þekktir um gervalt Bretaveldi fyrir leikni í knattspyrnu og einn leikmanna, Jimmy Bowie, er úr flokki 20 þúsund punda jnanna. Alls eru 20 menn með í för- ínni hingað 15 leikmenn, lækn- ir blaðamaður og þrír farar- stjórar. Brentfordliðið er í annarri deild og fyrsta liðið úr þeirri deild, sem kemur hing- að í heimsókn, en þar er valinn maður í hverju rúmi. Má gera ráð fyrir að Reyk- víkingar eigi eftir að sjá betri knattspyrnu í kvöld á íþrótta- vellinum, en þeir hafa nokkru sinni áður átt kost á að sjá. Um íslenzku knattspyrnumennina er það að segja, að þeir eru nú í betri þjálfun, en þeir hafa áður verið, og breiddin í liðunum talin meiri en hún hefir áður verið. í kvöld verður íslenzka keppnisliöið skipað þessum mönnum: Markvörður: Magnús Jónsson Fram, bakverðir: Guð- björn Jónsson K.R. og Karl Guðmundsson Fram, framverð- ir: Sæmundur Fram, Haukur Fram og Steinar K.R. útherjar: Gunnar Gunnarsson Val og Reynir Þórðarson Víking, innherjar: Einar Eyfells Val og Gunnar Guðmundsson K.R., miðframherji: Bjarni Guðna- son Víking. Gera má ráð fyrir skemmti- legum leik í kvöld og ekki að efa að mikið fjölmenni verður á íþróttavellinum til að sjá hevrnig okkar menn standa sig gegn brezku hetjunum. ^Margt er shritiðg \ Svíí varð hlutskarpastur í kappdrykkjunni. Næsta „alþjóðamór veróur í júnímánuói. Bio (AP). — Samkvæmt ^msum fregnum virðist „2. alþjóðlega koniaks-kapp- jdrykkjan“, sem fram fer í næsta mánuði í Cabedello í Paraiba-fylki, vekja talsverða athygli. Það, sem byrjaði sem sak- laust(?) gaman, virðist því vera að verða að föstum „,íþróttaviðburði“. Upphafið gerðist fyrir ári, þegar sex skip frá ýmsum þjóðum lágu í höfn í Cabedello, og skipverjar fóru á hverju kvöldi í land til að drekka í krám staðarins. Flaug þá einhverjum landkrabba í hug að stofna til kappdrykkju þeirra á meðal, og áður en varði hafði hann hjá sér skrá með ínöfnum enskra, sænskra, norskra, portúgalskra, spænskra, amerískra, argen- tinskra sjómanna, er voru fúsir til að keppa við sjómenn stað- arins. Þannig hófst fyrsta al- þjóða-drykkjan. Næsta sunnudag hófst svo drykkjan sjálf, og var drukkið jjCachaca" (frb. kasjassa), en það er koniak, sem gert er úr reyrsykri. Það er ærið sterkt, og menn týndu smám saman tölunni, unz Svíi nokkur stóð einn uppi. Hann hafði þá þeg- ar drukkið úr fjórtán flöskum — en þær voru litlar, það skal fram tekið — en bætti enn á sig tveim, og féll við svo búið — „blár sem hel“. Svíinn var þegar fluttur í sjúkrahús, og þar kváðu lækn- ar upp þann úrskurð, að maður- inn hefði fengið áfengiseitrun, en væri þó ekki í lífshættu. En skip hans fór áður en hann komst á fætur, svo að hann varð að elta það til Pernam- buco. Við brottförina frá Cabe- dello var hann kvaddur með miklum virktum, en nú er það komið á daginn, að ekki er vit- að um fullt nafn hans. Hann var aðeins skráður sem ,,01af“ til keppninnar. Nú verður enn meira um að vera en síðast, og hefir iðju- höldur í borginni gefið silfur- bikar til keppninnar. Sanigéiigiimlðsfilð fekur tll starfa i gömlu mfélkurstöðSnni Ágætur afli vii Grænland. Samvinna sérleyfishafa um kaup á varahlutum, hjólbörðum og nýjum bifreiðagrindum. íslenzku togararnir, sem eru á Bjarnareyjarmiðum, öfluðu vel í gær og fyrradag. Afli hefir verið nokkuð mis- jafn, tregt við og við, en þess í milli góður afli. Fiskurinn fremur smár. Jón Baldvinsson hefir verið í höfn í Norður-Noregi og fengið salt og olíu. Fylkir er nýlagður af stað á Grænlandsmið. Hann kom við á Patreksfirði til þess að taka stýrimann. Alls eru nú 5 ísl. togarar farnir á Grænlandsmið. Afli er þar ágætur. Fiskurinn fremur smár, en úrgangur eng- inn. íshrafl hefir verið nokkuð á miðunum og eins á leið á mið- in. Togararnir eru á svonefnd- um Bananabanka við Grænland vestanvert. -----, .... Tjón í gróðurhiís* um austanf jalls. Miklar skemmdir urðu á gróð urhúsum og kálplöntum í Laug- ardal og Biskupstungum í of- viðrinu sem geysaði á þeim slóft um í fyrrinótt. Á Syðri-Reykjum í Biskups- tungum, en þar er eitt af stærstu gróðurhúsahverfum landsins eyðilögðust unj 10 þús. kálplöntur sem nýlega hafði verið plantað út. Ennfremur auk þar lítilsháttar af gleri. Hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal fauk nokkuð af gleri ír gróðurhúsum og fleiri kemmdir urðu af völdum roks- ins. Langmesta tjónið varð samt að Laugarvatni því þar fuku gluggar úr gróðurhúsum og mörg hundruð rúður. Mikið af káli og öðru grænmeti sem bú- ið var að planta út í heita garða eyðilagðist og annað tjón hlauzt af óveðrinu. Á Laugarvatni var tjónið metið á 30—40 þús. kr. Á aðalfundi Félags sérleyfis- hafa í gærkveldi var rætt um sameiginlega samgöngumiðstöð í Reykjavík fyrir alla sérleyfis- liafa á landinu. Formaður félagsins, Sigurð- ur B. Steindórsson, hefir tjáð Vísi að nú standi yfir samninga umleitanir um að miðstöð þessi verði í gömlu mjólkurstööinni við Snorrabraut, og verði leigu tíminn fyrst um sinn 5 ár. Þetta er að vísu bráðabirgða- miðstöð en framtíðarlausnia er samgöngumiðstöð í grennd við Reykjavíkurflugvöll, og hefir áður verið skýrt frá því hér í blaðinu. Athafnarými við gömlu Mjólkurstöðina er eins og fcezt verður á kosið og er það hug- myndin að þaðan hefjist allar sérleyfisferðir út úr bænum í framtíðinni og að allir sérleyf- ishafar hafi þar bækistöð. Er nú unnið að þessum málum af miklum áhuga og verður reynt að hefja starfsemina þarna und- ireins og samningar hafa verið undirritaðir og tök eru á. Samgöngumiðstöðin virðist vera nauðsynleg lausn á aðkall- andi vandamáli, bæði hvað snertir skort á athafnarými í bænum, umferðina og loks er það til mikilla þæginda fyrir allan almenning að geta snúið sér á einn ákveðinn stað, líkt og er um járnbrautastöðvar er- lendis. Til þæginda fyrir fólk sem býr í Vestur- og miðbænum verður komið á sérstökum ferð- um þaðan og á miðstöðina. Á fundinum var ennfremur rætt um samt(5k sérleyfishafa um innflutning og kaup á vara- hlutum og hjólbörðum, svo og útvegun nýrra bifreiðagrinda til endumýjunar bifreiðastofn- inum. Ríkti mikill áhugi á fundinum að koma málum þess um í skipulegt horf og hafa sem bezta samvinnu um þau. Sérleyfishafar töldu sig vera afskipta um leyfi og skipulagn- ingu hópferða og hafa ákveðið að reyna að koma á öðru skipu- lagi í þeim efnum en verið hef- ir til þessa. Sérleyfishafar eru nú alls 50 —60 á landinu. Stjórn félagsins var endur- kosin og tveimur mönnum bætt í stjórnina. Stjórnina skipa nú: Formað- ur Sig. E. Steindórsson, Rvík, ritari Guðbrandur Böðvarsson, Selfossi, gjaldkeri Bjarni Guð- mundsson, Túni, og meðstjórn- endur þeir Guðbrandur Jör- undsson, Rvík og Magnús Kristj ánsson, Hvolsvöllum. — Vara- menn: Lúðvík Jóhannesson, Rvík og Guðmann Hannesson, Reykjavík. Sund- og skotkeppnf lögreglunnar. í gær fór fram í Sundhöllinni hin árlega boðsundskeppni lög- reglunnar í Reykjavík. Þrjár sextán manna sveitir kepptu og vai'ð sveit Pálma Jónssonar hlutskörpust á 7:41,6 mín. Önnur varð sveit Magnúsar Sigurðssonar á 7:52,8 mín., og þriðja sveit Matthías- ar Sveinbjörnssonar á 8:08,2 mín. Þá vann sveit Pálma einnig sveitarskotkeppni lögreglunn- ar og sömuleiðis einmennings- keppni í þeirri íþrótt. ------------ ISrw'ttirsin i»J/ — Framh. af 1. síðu. mánuði ef óvænt forföll koma ekki fyrir. En stærsta brúin sem unnið verður að á sumrinu er yfir Jökulsá í Lóni. Var unnið að undirbúningi hennar í fyrra og voru brúarstöplarnir þá steypt- ir, en nú er beðið eftir að annað efni til hennar komi. Er ekki búist við að það verði fyrr en upp úr miðju sumri, sem það kemur til landsins, en þá verð- ur strax hafist handa um að koma brúnni upp og á því verki að verða lokið í haust ef óvænt óhöpp eða tafir koma ekki fyrir. Með þessari brú er versta farar- tálmanum hrundið úr vegi á leiðinni úr Austur-Skaftafells- sýslu og yfir á aðalvegakerfi landsins. Jökulsá í Lóni hefir verið eitt með verstu vatnsföll- um landsins og ófært farartækj um mestan hluta ársins. Loks má geta þess að fyrir nokkuru er hafin brúarsmíði yfir Laxá í Kjós hjá Möðru- völlum, en sú brú hefir fyrst og fremst þýðingu fyrir innan- sveitarsamgöngur. Aðrar brú- arbyggingar hefjast svo síðar. Myndin er tekin af Grétari Oddssyni, ásamt foreldrum hans, skömmu eftir komuna hingað, en hann kom flugleiðis frá Bandarí k j umun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.