Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 2
£ ' vísir Laugardaginn 23. ágúst 1952 .... •.. .. • . = .... • • • • .•-•. •;• ■• • • • ^ • ♦ ♦**»♦.♦» mmmm iflitt og þetta Leikari nokkur kunni fjöldá lilutverka utan að, ög einti :-sinni vildi baS til kvöld nokk- urt, að hann kom æðaiidi á fleygiferð inn í búningsher- bergið, skipti úm föt, farðaði : -sig á fá'einum mínútum, og fjaut svo inn á leiksviðið. Fyrsti þáttur gekk vel, og að honum loknum var léikár- inn ákaft hylltur. Þegar hann kom inn í búningsheribergið, spurði hann einn meðleikara : sinn: „Heyrðu annars! Hvaða leikrit erum við að leika núna?“ • í Hollywood kynnist fólk - ekki áður én það giftist. Það . giftist til þess að kynriast. • Maður nokkur var að segja ~4il um erfðaskrá sína, og lauk Tmáli sínu með því að leggja svo fýrir, að líkiði skyldi brennt: „Síðan á að taka öskuna, rsetja hana í umslág, senda það til skattstofunnar með áletr- uninni: „Hér hafið þið afgang- 5nn“.“ '• Syninum gekk heldur illa í .•skóla, og faðirinn hafði tals verðar áhyggjur af því. Þó hafði strákurinn lofað bót og betrun, svo að þegar hann kom heim í vikulokin, og sýndi föð- ur sínum einkunnabókina, þá bjóst hann við að nú hefðu einkunirnar hækkað. Faðirinn las yfir bókina, og efti'r því sem lengra dró, því meira þyngdist á honum brúnin. Að síðustU ;ságði hann: „Oft hafa einkunnirnar þín- ar verið slæmar, en aldrei eins • og núna.“ „Fyrirgefðu pabbi minn, en jþétta eru þínar einkunnir. Eg fann bókina uþþi á lofti áðan.“ <••••••••• ' Cihu JiHtfi Mk... Eftirfarandi fréttir voru í Vísi 23. ágúst 1922: l»ýzki skipstjórínn, Neumann, sem dæmdur var fyrir vínflutning hingað til lands, ætlar ekki að áfrýja dóminum og fór hann í gær að • taka út hegningu sína, — eins “mánaðar fangelsi. ' Laxveiðum í Elliðaánum verður lokið 31. Þ- m. Veiðin hefur verið með minnsta móti í sumar. — Sil- ungsveiðar á stöng verða leyfð- ar í ánum næsta mánuð, sem : sjá má af auglýsingu frá borg- ; arstjóra. Vísindaleg rán. í byrjun þessa mánaðar voru ■tveir innbrotsþjófnaðir framd- ir í París með stuttu millibili, • og þar rænt miklu gulli og . gimsteinum. Lögreglan hyggur, að sömu menn hafi framið bæði Þessi innbrot, sem gerð voru af svó mikilli „snilld“ og með : svo vísindalegri aðferð, að vafa- : samt þykir, að nást muni í ræn- 'ingjana. Að sumu íeyti þykja þessi innbrot mjög svipuð sams konar innbrotum, sem framin voru þar í borginni hvað eftir annað fyrir fimm árum síðan og varð aldrei uppvíst, hverjir framið hefðu. BÆJÁR M« • « »•♦♦.♦ » ‘ ►♦•♦•< Laugardagur, 23. ágúst, — 236. dagur ársins. Skólagarðar Reykjavíkur hafa fóreldradag í dag kl. 3.30 e. h. í tilefni 5 ára afmælis garð- ánha. Messur á morgun: Dómkirkjan: Messað kl. 11 f. h. Síra Óskar J. Þorláksson. Laugarneskirkja: Messað kl. 11 f. h. Síra Jóhann Hlíðar, einn umsækjenda um Langholts- prestakall. Nesprestakall. Messað í kapellu háskólans kl. 11 f. h. Sr. Jón Thorarensen. Fössvogskirkja: Messa kl. 2 e. h. Séra Lárus Halldórsson, sóknarprestur í Flatey, prédik- ar. Helgidagslæknir að þessu sinni er Ezra Péturs- son, Lönguhlíð 7. Sími 81277. Sá atburður skeði fyrir skömmu, að skurð- grafa steyptist í skurð við veg- inn hjá Ystafelli í Köldukinn. Var verið að flytja gröfuna á vagni, en hjól hans sprakk, með þeim afleiðingum er að framan greinir. Skurðgröfu- stjórinn gat með naumindum stokkið úr henni, og komst upp á skurðbakkann áðúr en hún steyptist. Er búizt við, að erfitt reynist að bjarga henni, en þyngdi hennar er um 13 tónn, og engin verkfæri nægilega sterk til þess, nærtæk. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er væntanlegt til Akureyrar á morgun, frá Stett- in. Arnarfell fer í dag frá Rvík, áleiðis til Ítalíu. Jökulfell fór frá Rvík 14. þ. m. til New York. Væntanlegt þangað á morgun. Nýlega var kosið í stjóm Sogsvirkjun- arinnar, og hlUtu þessir menn kosningu sem aðalmenn: Lárétt: 1 farartækin, 6 emja, 8 tónn, 9 þyngdareining, 10 á- kall, 11 eftir smíðar, 13 fanga- mark, 14 kall, 15 vex í sjó, 16 þáttur. Lóðrétt: 1 logi, 2 meðals, 3 fóðra, 4 fall, 5 garga, 7 veinaði, 11 fjall, 12 á skó, 14 til klæða, 15 tími. Lausn á krossgátu nr. 1697: Lárétt: 1 hafrar, 6 lotus, 8 óm, 9 nú, 10 ræð, 12 mal, 13 ÓT, 14 do, 15 hól, 16 kætina. Lóðrétt: 1 hafrót, 2 flóð, 3 Róm, 4 at, 5 ruiia, 7 súlúna, 11 ÆT, 12 moli, 14 dót, 15 hæ. Gunnar Thoroddsen, Guðmund- ur H. Guðmundsson og Einar Olgeirsson. Varamenn voru kjörnir: Tómas Jónsson borgar- ritari, Helgi H. Eiríksson og Björn Bjarnason. Frá Mæðrastyrksnefnd. Þær kohur, sem fara á vegum nefndarinnar á hvíldarvikuna á Þingvöllum, eiga að mæta n. k. mánudagsmorgun kl. 9,30 í Þingholtsstræti 18. — Lagt verður af stað kl. 10 stundvís- lega. — Allar frekari upplýs- ingar í síma 4349. Rauði Kross íslands. Börn á vegum R.K.Í. sem eru á Silungapolli komá í bæinn kl. 11 þann 30. ágúst, og þau börn sem eru í Laugarási koma kl. 6 þann 30. ágúst. Aðstand- endur komi á planið hjá Arn- arhólstúni til að taka við börn- unum. Eimskip: Brúarfoss er í London. Dettifoss er í Antwerpen. Goða- foss er í Kotka. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík 18. þ. m. til New York. Reykjafoss fór frá Kotka 20. þ. m. til Akureyrar og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Gautaborg 18. þ. m. til Rvíkur. Tröllafoss er í Reykjavík. Vísir. Nýir kaupendur fá blaðið ó- keypis til næstu mánaðamóta. Vísir er ódýrasta dagblaðið, sem hér er gefið út. — Gerist áskrifendur. — Hringið í síma Útvarpið í kvöld: 20.20 Gítar- og mandólíntón- leikar: Briem-kvartettinn leik- ur létt lög. — 20.45 Leikrit; „Dregur að því, er Verða vill“ eftir Hugrúnu. Leikstjóri: Arn- dís Björnsdóttir. 21.Q5 Ein- söngur: Fédor Sjaljapin syngur (plötur). 21.20 Ljóðskáldakvöld. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur) til kl. 24.00. Útvarpið á morgun: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 11.00 Messa í Laugarneskirkju (sr. Jóhann Hlíðar). 12.15— 13.15 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fossvogskirkju (séra Lárus Halldórsson prestur í Flatey). 15.15 Miðdegistónleik- ar (þlötur). 16.15 Fréttaútvarp til íslendihga erlendis. 16.30 Veðurfregnir. Útvarpað prédik- un, er séra Páll Þorleifsson á Skínnastað flutti í Laugarnes- kirkju sl. sunhudag. (Raf- magnsbilun hamlaði þá útvarpi á síðari hluta messugerðárinn- ar). 18.30 Barnatimi (Stefán Jónsson námsstjóri). — 19.30 Tónleikar (plötur). — 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar (plöt- ur). 20.40 Erindi: Friðarhöllin í Haag (Ragnar Jóhannesson, skólastjóri). 21.05 Horfnir snill- ingar: Claude Debussy, Maurice Ravel, Manuel de Falla, Arthur Nikisch, í erruccio Busoni leika á píanó. — 21.30 Upplestur: Smásaga eftir Kristján Bendér (höf. les). — 22,00 Fréttir og veðurfregnir. —■ 22.05 Danslög (þlötur) til kl. 23.30. — Blýnámið. Framh. af 1. síðu. á ári til Meistaravíkur. Éf af blýnáminu verður, þarf því að flytja um 50,000 lestir af málm- grýti þaðan á þessum stutta tímá, óg þangáð Verður að flytja á sama tíma um 10 þús. lestir af allskonar nauðsynjum, olíu, vélum og svo framvegis. Félag- inu er því nauðsyn á að hafa heppilega umhleðsluhöfn, þar sem hægt er að geyma blýið, unz það verður flutt á heims- markaðinn, og ennfremur að draga að sér birgðir þess, sem flytja þarf til Grænlands.“ „Koma íslenzkar hafnir til greina í þessu tilliti?“ „Fjarlægðin milli Meistaravík- ur og íslands er ekki meiri en svo, að íslenzkar hafnir geta komið til greina, en færeyskar i loft og sóll Pá fær húðin fljótlega litblæ sumarsins: Nivea brún! Ef þir viljiS verða brún á skömmum tíma þá notið Nivea > xj Itra»oliu & AC 110 Rösk og ábyggileg stillka óskast í matvöruverzl. Uppl. á Laugav. 76, uppi kl. 1—3 í dag. - £amkwur — JST. JF. Um ALMENN SAMKOMA annað kvöld kl. 8,30. Séra Magnús Runólfsson talar. Allir velkomnir. Islenzkur iðnaður sparar dýrmætan erlendan gjaldeyri, og eykur verðmæti útflutnings- ins. og norskar einnig. En sitthvað kemur hér til athugunar, svo sem dýpi hafna og hafnar- mannvirki o. þ. h., og svo er það vitanlega mikil- vægt skilyrði, að félagið þurfi ekki að greiða neina tolla af þeim varningi, sem lagður yrði á land vegna áframhald- andi flútnings síðár. Héf ýrði að vera um einskonar frí- höfn að ræða.“ Benzín með bifreiðaverði. Kampmann getúr þess í þessu sambandi, að hann sé gamall íslandsvinur, og þekki talsvert til hafnarskilyrða á ýmsum stöðum hér á landi, því að hann vann t. d. sjálfúr við að full- gera Reykjavíkurhöfn á sínum tíma. Og hann bætir við: „Við getum til dæmis ekki keypt hér benzín, sem við þurf- um á að halda, ef við eigum að borga sama' verð og til dæmis bifreiðastjórar. Annars höfum við orðið varir mikils áhuga ís- lenzkra aðila fyrir því, að slík umhleðsluhöfn yrði hér á landi, en því miður hefur gætt nokk- urs misskilnings, sem ég vona, að sé leiðréttur með því, sem ég sagði áðan. Félagið mun líta á þetta atriði — sem önnur — einvörðungu frá því sjónarmiði, hvað bezt muni borgá sig fyrir það.“ Agætt veður all- an ársins hring, Að síðustú bérst talið að veð- urfari í MeiStaravík, sem er á 72.° n. br. eða 1000 km. beint norður af íslandi. Berst talið að þessu, af því áð vérið er að gera flugvöll þár. „Veðurskilyrði eru ágæt,“ sagði framkvæmdastjórinn, „og raunar betri um vétur en á sumrin. í vetur sem leið voru áðeins 11 dagár svo slæmir, að ekki hefði verið hægt að lenda. Á sumrin er veður jafnvel ó- hagstæðara að þessu leyti, af því að þá gerir stundum þok- ur. Eg gæti trúað því, að flug- völlurinn í Kastrup sé oftar lokaður en flugvöllur þar nyrðra.“ Meðan Kampmann verk- fjæðingur hafði viðstöðu hér, , ræddi hann bæði við utan- ríkis- og fjármálaráðherra, og skýrði þeim frá því, að hvaða leyti framkvæmdir fé- lagsins gætu snert ísland. Væri það vissulega mikil hagsmunamál, ef hægt væri að koma því svo fyrir — ef af blýnáminu verður — að umhleðsluhöfn yrði hér á landi. Iðnskólínn í Reykjavík Innritun í Iðnskólann í Reykjavík hefst mánudaginn 25. ágúst kl. 5—7 síðdegis og lýkur í'östudag 29. ágúst. Skólagjald, kr. 700,00 og kr. 750,00 greiðist við ínn- ritun. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og prófun milli bekkja hefst mánudaginn 1. september kl. 8 ár- degis. Skólagjald fyrir námskeiðin er kr. 50,00 fyrir liverja nánisgrein. Skólastjórinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.