Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 4
VÍSIR Laugardaginn 23. ágúst 1952 D&GBL&B Kltftjórmr: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn FáLsfon. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fúnm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan buL Flokkun Faxasíldar. Tiltölulega skammt er síðan tekið var að salta Faxasíld til útflutnings, en til þess ráðs var gripið er norðanlands- veiðin brást, enda vissu útvegsmenn vel, að Faxasíldin var söltunarhæf og gat verið ágæt vara. Útflytjendur norðanlands- síldar töldu æskilegt og kröfðust þess raunar, að Faxasíldin bæri það heiti til aðgreiningar frá sumarsíld veiddri á norður- miðum, og í upphafi var þessa full þörf, með því að mjög var kastað höndum til verkunar, en þó einkum flokkunar Faxa- síldarinnar. Stórspillti slík vanhirða fyrir sölu Faxasíldar um langt skeið, enda var hún t.d. í Svíþjóð talin hálfgert ruSl, en eftir að óorð er komið á-útflutningsvöru, er hægara um að tala en i að komast, ef tryggja skal henni markað. Á seinni árum mun ríkt kapp hafa verið lagt á að flokka Faxasíldina og meta hana eftir gæðum, en þá er fyrst og fremst miðað við stærð og fitumagn. Sérfræðingar telja að eðlilegt væri að hafa flokkana marga, með því að stærð síldarinnar og gæði séu svo misjöfn, en ef til slíks ráðs yrði tekið, myndi reynast unnt að selja framleiðsluna á erlendum markaði og eftir því, sem kaupendum hen aði. Hér heima fyrir eru ýms vandkvæði á slíkri verkun sílaa^nnar, og má þá gera ráð fyrir að sjómenn telji hlut sinn skertan, ef flokksmat síldar verður upp tekið og verði hennar hagað eftir þvi. Sjómenn krefjast að fá sama verð fyrir alla síld, sem veiðist, alveg án tillits til hvort síldin er að verulegu leyti söltunarhæf eða ekki. Kjör á síldveiði- flotanum þyrfti vafalaust einnig að endurskoða, þannig að einhver líkindi væru til sæmilegrar afkomu, en allt er það flókið mál, sem þarf nákvæmrar athugunaf með. Þjóðarsmán er það hinsvegar, ef hér er unnt að auka fram- leiðsluna til stórra muna, en menn láta það undir höfuð leggjast vegna úreltra samninga um kaup og kjör eða önnur skilyrði til framleiðslunnar. Allir þeir aðilar, sem að framleiðslunni vinna, eiga hér sameiginlegra hagsmuna að gæta, en þjóðar- heildin þó fyrst og fremst. Við íslendingar erum ekki svo auðug þjóð, að við höfum ráð á að láta lands og sjávargæði ónotuð, ef áhkin framleiðsla getur tryggt öryggið inn á við, eða aukið á útflutningsverðmætin. Þótt norðansíldin þyki úrvalsvara, er ekki þar með sagt, að annar matur sé ekki bjóðandi, en víst er að Faxasíldin getur staðist samkeppni við skozka og norska síld, einkum er flokkun síldarinnar er samvizkusamlega af hendi leyst. Mætti einnig athuga vel í þessu sambandi, hvort ekki muni unnt að reykja síld til útflutnings, eða verka hana á annan og hentugri hátt, en tíðkast hefur. Hér er um verkefni að ræða, sem ráða þarf fram úr, en miða ekki allar aðgerðir við sumar- aflann nyrðra. íslenzk bókaútgáfa. ^á'STerdens Gang“, sem er norskt blað, að ýmsu kunnugt hér ’ á landi, hefur vakið máls á þeim skrælingjahætti, sem hér tíðkaðist til skamms tíma að því er bókaútgáfu varðaði. Útgef- endur kepptust við að koma erlendri þynnku á framfæri, án þess að greiða eyri íyrir til höfundanna. Ber íslenzk bókaútgáfa þess nokkur merki, með því að víst er að ýmsar bækur hefðu aldrei verið gefnar út hér á landi, ef greiða h'efði þurft. fyrir höfundarréttinn og eru því litlar líkur til að gildi bókanna sé ofan við meðllagið. Eftir að ísland gerðist aðili að Bernarsamþykktinni, varð- andi höfundarrétt, mun vera fyrir það tekið, að útgefendur gefi út bækur án samþykkis þeirra, eða án þess jafnframt að inna greiðslu til þeirra af hendi. Er þetta heilbrigt og eðlilegt, auk þess sem það eykur á líkur til að íslenzkir höfundar fái útgef- endur að verkum sínum, eigi þeir það skilið. Áður vildi það við bera að bókaútgefendur gáfu út erlend skáldrit frekar ís- lenzkum, sökum þess að greiðslu til höfundar þurfti ekki að inna af hendi. Hér skal ekki rætt um gildi þess höfundar, sem „Verdens Gang“ ræðir um, en guðsþakkavert er, að blaðið hefur vakið máls á mistökunum, með með að þá ætti að vera tryggt að samþykkis norska höfunda verður leitað til að koma á fram- færi bókum þeirra, sem einhvers virði geta talist og íslenzkum lesendum eru bjóðandi. Önnur verk væru svo betur aldrei út gefin, enda eigum við ekki að seilast eftir útgáfu annarra en úrvalsrita norrænna þjóða og erlendra. Hér er að ýmsu leyti óplægður akur að því er bókaútgáfu varðar, en einkum skortir á að heppilegar handbækur eða fræðslurit til handa aimenningi séu út gefin, með því að þau hafa verið látin sitja á hakanum Jyrir r.usli eða meðallagsbókmenntum. Hvemig líða dagarnir? Gallup-rannsókn á því efni í Danmörku. Galluprannsókn, sem gerð var í Danmörku nýlega á því, hvernig gamla fólkið eyðir tímanum, sýnir m. a. þessar niðurstöður. Gamla fólkinu leiðist yfir- leitt ekki lífið, rúmlega 90% voru ánægð með það, eins og það var, en aðeins 9 % sögðu að ánægjan væri upp og ofan. Karlmönnum leiddist meira en kvenfólki. Flestir eyddu tímanum við að dunda innan húss, í görðum og við skepnuhirðingu, eða alls 42%. Lestur var aðalá- nægjuefni 33%, en næst þessu tvennu komu gönguferðir og alls konar sarríræður. í 5. sæti var að spila á spil — það gerðu 11%. Fimm af hundraði hlust- uðu mikið á útvarp, en einn af hundraði (konur) höfðu ekk- ert fyrir stafni. Konur og karlar eyddu ekki tímanum á alveg sama hátt, Átta prósent fleiri karlar en konur eyddu tímanum við lestur, en hins vegar voru 58% kvennanna, sem unnu að handavinnu, en aðeins 2% karlanna. — Karlmennirnir reyndust vera mun greiðvikn- ari en kvenfólkið, því að 14% þeirra eyddu mestum hluta dagsins í að snúast fyrir aðra, en aðeins 4% kvennanna feng- ust við þessa sýslu. Kvenfólkið var ekki alveg eins duglegt við að fara í heimsóknir og spjalla og karlmennirnif. Við það undu einkum 12% kvenna en 14% karlmanna. Sveita- fólkið les meira en bæjarbú- ar. Þeir eru hins vegar mun meira á rölti. Flest gamla fólkið fæst við það, sem því var hugleiknast meðan það var í fullu fjöri, en þó nokkrir hafa þó farið að sinna handavinnu og marg- ir hafa líka gerzt bókamenn og hljómlistarunnendur á gam- als aldri. Allmargir vilja fá vinnu svo að hægt sé að auka örlítið tekj- urnar, sem hjá flestum er elli- styrkurinn einn. Vinnuóskir eru flestar meðal fólks á aldjs- aldrinum 70—80, en fækkar mikið úr því, þannig að aðeins tíundi hver maður milli 80 og -90 ára vill fá launaða vinnu. Vinnan, sem fólkið óskar eftir, er yfirleitt svipuð þeirri, sem það hefur sturidað áður en það fékk ellistyrk. Enska deilda- keppnin hefst í dag. f dag hefst enska deilda- keppnin, en það er eitt um- fangsmesta knattspyrnumót, sem háð er. Af þeim sökum, svo og af því, að fyrirkomulag og fram- kvæmd keppninnar eru skipu- lögð út í yztu æsar og öllum leikjum raðað niður fyrir fram, er hún eitt vinsælasta ,,hráefni“ getraunastofnana um alla Ev- rópu. íslenzkar getraunir munu að öllu leyti notast við enska leiki í vetur og fram á vor, því að á síðari árum hefur verið fylgzt með vaxandi áhuga hér með ensku deildakeppninni. Fyrsta umferð deildakeppn- innar fer fram í dag og eigast þá við í I. deild: Aston Villa — Arsenal Bolton — Derby Burnley — Middlésbrough Manchester Utd. — Chelsea Portsmouth — Blackpool Preston — Liverpool Sheffield Wedn. — Newcastle Stoke — Manchester City Sunderland —• Charlton Tottenham — West Bromwich Wolverhampton — Cardiff. 9Stimardansinii4 enn í ftlýja Bíó. Hin geysivinsæla sænska kvikmynd, „Sumardansinn“. verður sýnd enn um helgina í Nýja Bíó vegna stöðugrar að- sóknar, en húast má við að sýn- ingum fari nú að fækka. Hefur myndin vakið feikna eftirtekt, sem er mjög skiljan- legt, því þetta er tvímælalaust bezta kvikmyndin, er Svíar hafa nokkru sinni látið frá sér fara. Einkum þykir leikur Ullu Jacobsson og Folke Lundquist með afbrigðum góður. Efni myndarinnar verður ekki rak- ið hér, en því kynnast menn bezt með því að sjá hana. Ný aðferð vii lit- myndagerð. Undanfarinn hálfan mánuð hefur dvalizt hér Jörgen Juste- sen, formaður dönsku Ijós- myndastofnunarinnar. Hefur hann haldið hér nám- skeið í ljósmyndalitun fyrir flesta ljósmyndara, og er til- efnið það, að þýzku Agfaverk- smiðjurnar hafa nýlega full- komnað nýja aðferð í þeim fræðum. Dvaldi Justesen um skeið í Þýzkalandi, og kynnti sér hina nýju aðferð, en heldur síðan námskeið víða um Norðurlönd, og var þetta hið fyrsta. Nám- skeiðið sóttu 11 ljósmyndarar og einn efnafræðingur. Blaðamönnum voru sýndar í gær myndir, er unnar voru á námskeiðinu. Eru þær teknar á sérstaka filmu með litarefni, og fást réttir litir með því að nota sérstaka „filtera“, og er það í sjálfu sér mikil list að finna, hvað við á í hvert skipti. Munu atvinnuljósmyndarar hérlendis hagnýta sér þessa nýjung, en aðferðin er mun dýrari en hin venjulega. ♦ BERGMAL > Skákunnandi ræddi við mig í gær um frammistöðu fulltrúa okkar íslendinga á skákmótinu í Helsinki. Þótti honum, sem eðlilegt var, lítið hafa lagzt fyrir kappana að lenda í „tossa- flokknum“. Hafa skákmenn- irnir brugðizt vonum manna verulega, ekki síður en íþrótta- mennirnir. Gera margir skák- menn þó frekar ráð fyrir, að ís- lenzka sveitin verði efst í C- flokki á skákmótinu, en það myndi samt ekki þykja neinn skákviðburður, því að í þeim flokki eru þjóðir, sem við eig- um að öðru jöfnu í fullu tré við. Þá horfði málið öðru vísi við. Það var von flestra, og ekki að ástæðulausu, að íslendingar kæmust í miðflokkinn, en þá hefði verið gaman a8 fylgjast með keppninni. Það hefir nokk- uð verið deilt um val þeirra, sem sendir voru, en þessir menn urðu efstir á íslandsmót- inu. Sakna margir ýmissa eldri og þrautreyndra skákmanna, sem vanari eru að taka þátt í mótum á örlendum vettvangi. Um þetta’ er þó ekki að sakast eftir á, en ljóst ér að útkoman í Helsinki sýnir ekki rétta mynd af styrkleika íslendinga. Ohæfir sendimenn. Það hefur nú komið í ljós, að a. m. k. tveir íþróttamannanna, ér sendir voru á Ólympíuleik- ana í Helsinki, hafa gerzt al- varlega brotlegir við reglur þær, sem þeim voru settar og þeir höfðu undir gengizt. Það tíðkast með öllum siðmenning- arþjóðum, að fararstjórn fari með íþróttaflokka á opinber mót og hefur hún einræðisvald, meðan mótið stendur yfir. Ber öllum þátttakendum skilyrðis- laust að hlýða henni, jafnvel þótt draga megi í vafa fyrir- skipanir hennar, en þá yrði það mál tekið upp síðar, er heim væri komið. ..... .. 4 Óregla og annað verra. Fararstjóri: getur ákveðið á séiriustu stundu, hvort þátttak- andi tekur þátt í þessari eða hinni íþróttagreininni, og verð- ur viðkomaridi íþróttamaður að hlýða. Það, seiri einkum mun vera fundið hinum brotlegu íþróttamönrium til foráttu, er óregla og agaleysi. Mun hafa svo rammt hafa kveðið að ó- reglunni, að aðrir keppendur höfðu ekki svefnfrið. Og gat því agaleysið orkað á frammi- stöðu annarra keppenda á leik- unum. Slíkt agaleysi er orðið mjög títt hjá okkur íslending- um á öllum sviðum, og fer vel á því, að FRÍ taki stranglega á brotunum. Undir svipuðum kringumstæðum virðist einnig vera réttlætanlegt að vísa hin- um brotlegu frá keppní, og senda þá heim. Myndi það kannske hafa bezt áhrif. — kr_ Gáta dagsins. Nr. 222: Eina veit eg auðarlín iðju stunda þarfa, drjúgum rífur systkin sín, sízt vill annað starfa. Sv-ar við gátu nr. 221: Smiðjubelgur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.