Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 8
XiÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Laeknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. WfSKÍÍ. LJÓSATÍMI bifreiða er frá kl. 22,00 til 5,00. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 20,45. Laugardaginn 23. ágúst 1952 íslenzkur arkitekt finnur upp nýja gerð steypumóta. Spara timbur, vinnu og peninga. llekamót bau, sem Aðalsteinn Richter arkitckt hefur fundið upp. Til vinstri á myndinni sést áferðin á steyptum vegg, cftir að mótin hafa verið tekin burtu. Hægra megin sést grind inót- anna og hvernig hún er sett saman. — stærðarkerfi flekamótanna mjög smátt riðað, en það hef- ur hins vegar þann ókostí för með sér, að verða dýrt í notk- un. Mót það, sem ég hef notað við að byggja hús mitt í Nökkvavogi, er flekamót, sem bzyggt er á 50 sm. stærðar- kerfi, en það vill segja að öll herbergi í húsinu verða að hafa vegglengdir, sem ganga upp með sentrimetratölunni 50. — Stærð flekanna verður einnig að vera deilanleg með 50 cm. Flekunum er brekt saman á grind, sem einnig er háð sama stærðarkerfi og \ flekarnir. — Grind þessi er þannig gerð, að í henni eru langbönd, sem staðsetja uppistöður. Langbönd þessi liggja ávallt saman tvö og tvö og eru þau dregin sund- ur eða saman, eftir stærð her- bergisins. A þenna hátt verð- ur komizt hjá því að skera niður timbur að óþarfa og einnig stefnt að því, að auð- velda sem allra mest uppsetn- ingu mótanna“, V iiHtil ri») stein ttichter nrkiteht. Ungur íslenzkur arkitekt, Aðalsteinn Richter, hefur fyr- ir noklcuru fundið upp sérstaka gerð af fleka-steypumótum, og 'í sumar voru þau notuð í fyrsta sinn. Við þessa fyrstu reynslu virðist sýnt, að flekamótin hafa mikla kosti til að bera framyfir venjuleg steypumót. í»au spara stórlega timbur, flýta fyrir allri vinnu og gera hana bæði hagkvæmari og létt- .ari um leið. Jafnframt þessu 'spara þau að sjálfsögðu pen- inga til stórra muna. Á starfsárum sínum í Sví- þjóð 1944—46 fékk Aðalsteinn Richter hugmyndina að þess- um steypumótum sínum og vann þá jafnframt að rann- -só.knum í því sambandi og að þvi að koma hugmynd sinni í : framkvæmd. Eftir að hann Minnkandi stálfram- leiðsla. Brezki íhaldsflokkurinn mun hafa í hyggju að nema lögin um þjóðnýtingu brezkra járn- og stáliðnaðarins úr giidi. Hefir komið í ljós að á þeim 7% mánuði síðan þjóðnýtingin kom til framkvæmda hefur stálframleiðslan verið 4 af hundraði minni, en á sama tíma árið, er einkafyrirtæki sáu um reksturinn. Sérstök nefnd var skipuð til þess að sjá *um Tekstur 298 járn- og stáliðnað- arfyrirætkja og hefur fram- leiðslan á tímabilinu orðið 15^2 millj. lestir, en nær 300 þús- undir manna vinna við iðnað- ánn. Hagnaður af stálframleiðsl- unni varð einnig minni og mun stjórnin því líta svo á að rétt sé að láta fyrri eigendur taka við á ný. Hagnaður á 7M> mán- uði varð 4Vj millj. punda. kom heim hélt hann tíiraúnum sínum áfram og í ársbyrjun 1949 fékk hann einkaleyfi á þessari uppgötvun sinni. Nú hefur hann notað fyrsta fleka- mótið og héfur steypt með þvf íbúðarhús, sem hann á sjálfur að Nökkvavogi 52. í' Aðalsteinn Richter hefur tjáð Vísi, að reynslá sín af fleka- mótinu hafi farið fram úr öll- um vonum, enda kvaðst hann hafa unnið áð stöðugum énd- urbótum á því frá því er hann fékk einkaleyfi fýrir þessari uppfinningu sinni, fyrir rösk- um þremur áriimi í viðtali Við blaðið komst Richter m. á.f áð orði: „Telja má vjst, að ollu bygg- ingarfólki komi saman um það, að vöntun er'‘á hentugUm steypumótúm við byggingu venjulegrá' íbúðarhúsa. Og þá ekki sízt í sambandi við hin fjölmörgu' smáibúðarhús,' sém nú eru á dagskrá'hér í baénum. Flekamót af þeirri gerð, séni eg hef fundið upp, eiga að mínu áliti að hafa þá kosti til að bera að véra ,,'standárdmót“, þ. e. a. s. mót af éinni og sömu gerð, 'sem unnt ér að nota' æ ofan í æ, éri er þó unrit að nota við byggingu húsa af mismunandi stærðum ög gerð- um. Þannig verðá möguleik- arnir tli þess að skapa fjöl- breytni í byggingarlistinni til- tölulega lítið skertir, enda þótt sömu mótin séu notuð aftur og aftur. Þessu væri enn auðveld- ara að ná með því, að hafa Amman og mamman sigruðu! í Bandaríkjunum er ár- lega efnt til kappflugs fyrir konur frá Kaliforníu til New Jersey. Þegar keppni þessi fór fram um daginu, urðu sigursælar konur tvær, sem báðar eru giftar flugmönn- um. Flugu þær 4300 km. leið á hálfri 18. klukkustund. En það þótti tíðindum sæta, að önnur flugkonan var amma. Hin var „aðeins“ mamma! Schacht er stór upp á sig. Bonn (AP). — Hjalmar Schacht, fyrrum ríkisbankastj., vill ekki vinna fyrir hvern sem er. Hann hefur skýrt frá því, að stjórnir frans og Egyptalands hafi beðið hann að taka að sér störf sem fjármáíaráðgjafi þeirra, en hann hafnaði báðum. Schacht vill stofna banka und- ir eigin nafni í Hamborg, en borgarstjórnin vill ekki veita honum heimild til þess. Rafveitufundur á Bsafirði. ísafirði í gær. Þessa dagana stendur hér yf- ir aðalfundur Sambands ís- lenskra rafveitna og hófst hann. I fyrradag. Fundinn sækja alls 25 fulí- trúar og gestir viðsvegar af landhur; og‘ stendut 'hann fi-átn ’að helgi; Fiutt hafa verið erindi á fundxnum, og nefhdir fjalla um mál, sem fram hafa komið. ■ ; — Hermánn. Kynnisför til Spánar með Heklu ív næsta mánuði. 19—20 daga fer5 fyrir 2700—3950 kr., en ferllr f Sandi 500 krónur. Ferðaskrifstofan og Skipa- útgerð ríkisins ráðgera Spán- arferð með ms. Heklu í næsta mánuði, og hefur verði verið stillt mjög í hóf. Leyfi gjaldeyrisyfirvalda hef- ur fengizt fyrir förinni, enmjög hagkvæmt þykir nú að ferðast til Spánar og verzla við það land, eins og kunnugt er. Má gera ráð fyrir, að væntanlegir þátttakendur geti fengið nægi- legt af spænskum gjaldeyri, en pesetinn jafngildir því sem næst 44 aurum. Gert er ráð fyrir, að lagt verði af stað héðan 8. næsta mánað- ar, og komið til Bilbao þann 13. Þar verður Hekla um kyrrt í tvo daga, en síðan haldið til San Sebastian, en hann er einn kunnasti baðstaður Evrópu. Þar verður um viku viðstaða, en Ferðaskrifstofan mun skipu- leggja ferðir til ýmissa borga og fagurra héraða á Spáni, en auk þess gefst mönnum kost- ur á að skrepþa yfir til Biarr1 itz á Frakklandi, án þess að aukagjaldeyris þurfi að afla. Geta má þess, að þeim, sem þess óska, mun gefast kostur á að skreppa til Madrid eða Barcelona. Búið verður um borð í skipinu meðan á dvöl- inni á Spáni stendur. Væntanlega verða tveir far- arstjórar með í förinni, og að líkindum verður Þórður Al- bertsson, sem er þaulkunnug- ur þar syðra, með í förinni héð- an, en hann býr í Bilbao. Mun Þórður þá aðstoða ferðalang- ana og veita ýmsar upplýsing- ar þeim, er þess óska. Hekla getur tekið um 160 farþega í þessa ferð, en fargjald verður frá 2700—3950 krónur, og er fæði þá innifalið. Loks má geta þess, að hagkvæmt er að kaupa sér ýmislegt á Spáni miklum mun ódýrara en víð- ast hvar annars staðar og gæti það komið sér vel fyrir hina íslenzku ferðamenn. — Hekla mun taka saltfiskfarm, ef unnt verður að koma því við, en skipið getur tekið um 359 lest- ir af þeirri vöru. Ferðir í landi munu kosta 500 krónur. Oceanus reyn- í 2. sinn. . Hollenzki dr áttar bát urinn Oceanus var að týgja sig til brottferðar með Liberty-flakið síðdegis í gær. Skipstjóri dráttarbátsins ætl- ar að gera lokatilraun til að draga skipið út, en tvívegis áð- ur hefur það verið reynt, eins og kunnugt er. — í flakinu eru um 1000 lestir af brotajámi, og hefir farmurinn ekki verið færður til í því, eins og skip- stjóri dráttarbátsins taldi ráð- legt, enda væri það geysimikið og kostnaðarsamt verk. Héðan mun Oceanus, sem er traustur úthafsdráttarbátur frá Haarlem, freista að draga flák- ið til Forth-f jarðar í Skotlandi, Höfðingleg gjöf til S.V.F.Í. Slysavarnafélagi íslands hef- ur nýlega borizt stórhöfðingleg gjöf frá konum á Djúpavík í Reykjarfirði. Halda konur þar árlega peysu- fatadag hátíðlegan með skemmtun og fjársöfnun til mannúðarmála. Seinustu árin hefur fjáröflunin beinst til byggingar björgunarskútu Norðurlands, og færðu þær SVFÍ að þessu sinni kr. 3.185.00. Gjöfin er til minningar um Val- geir Valgeirsson frá Árnesi, þar í sveit, sem fórst með m.b. Grindvíking. Valgeir var ungur og efnileg- ur dugnaðarmaður. íslandsmeistaramót í friáisum íþróttum hefst í dag. IVIíkil þáttfaka, ekki sízt utan af landi. íslandsmeistaramótið í frjáls- um íþróttum hefst kl. 5 síðdeg- is í dag og eru þátttakendur margir. Meðal keppenda verða Hörð- ur Haraldsson, Ásm. Bjarnason, Toríi Brýngeirsson, Kolbeinn Ki-istinsson, Sigfús Sigurðsson, Tófn'as Lárussön, én éinkum er það athyglisvert á þessu móti, hve utanbæjarménn eru þ'ar fjöhnenriir. M! a. serida KeÓ- vikingar fríðán flokk til. móts- ins, en annars eru þátttakend- ur úr flestum landshlutum. f dag verður keppt í þessum greinum: 200 m. hlaupi, há- stökki, kúluvarpi, spjótkasti, 5 km. hlaupi og 400 m. grinda- hlaupi. Aðgangseyri hefur .verið stillt í hóf. Kostar aðgangur 1Q kr. fyrir fullorðna, ‘hvar sem er á veílinum (einnig í stúku) j en 2: krónuf fyrir börn. — Síðari hlúti- niótsins vérðúr á morgun. og hefst kl. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.