Vísir - 11.09.1952, Page 7

Vísir - 11.09.1952, Page 7
t Firarotudaginn .11. septemher. 1952 VtSIR mmmmmmmz MARTHA ALBRAND: Hún unni honum einum síhækkandi alda — Thiolat, Thiolat, Thiolat. Hann minntist gamals félaga, sem hafði sýnt honum mynd af forkunnar fag- urri stúlku og sagt: „Marie-Anne Thiolat. Það er hennar rétta nafn. Fallegt nafn — finnst þér ekki. Við lögðum á flótta, eins og systkin, og ef hún er á lífi er hún .enn í Póllandi. Anna Rodasky. Sjáðu til, það var okkar eina von, að halda lífinu. Við hefðum getað feng- ið fölsk, þýzk vegabréf, en þau eru skoðuð svo oft, og sem Frakkar mundum við —“ Þetta var í fyrsta skipti, sem Sim sýndi honum myndina af henni — fjársjóðinn, sem hann hafði í leynivasa á treyju sinni innanverðri. Hann ætlaði aldrei að komast áfram fyrir fólki, sem vild> komast út á dansgólfið. Hvað var hún að gera í Berlín? Ro- dasky og hún. í Berlín á sama tíma — hvernig gat staðið á því? Ekki gat tilviljun ráðið neinu þar um. Hafði hún komizt að raun um hver hann var? Og hvers vegna hafði Slada ekki sagt honum, að hún væri hérna líka? Eða hafði Slada ekki vitað það? Rauðhærða stúlkan, félagi hans, togaði í ermi hans — fannst víst, að hann væri noklcuð annars hugar, og vildi beina huga hans frá stúlkunum tveimur, en Paul hafði alltaf ráðið fram úr hverjum vanda. Hann hneigði sig og mælti kurteislega og eins og með dálítilli furðu blandinni þakklætisrödd: „Megum við setjast við borð ykkar — einhverjir aðrir virðast hafa fengið okkar.“ Hann kynnti hina rauðhærðu fegurðardís sem Helene og dró fram stól handa henni. Helene var auðsjáanlega í slæmu skapi, en það varð að hafa það, hugsaði Paul, — mikið gat verið í húfi. „Franskar?“ spurði hann um leið og liann settist og leit á Anne. „Já,“ svaraði Anne, „en eg tala þýzku.“ „Og eg tala yðar mál,“ sagði hann á frönsku. Einhvern veginn kom það notalega við hana, að heyra sitt eigið mál í þessu annarlega umhverfi, og hún brosti. „Viltu ekki panta eitthvað Fritz?“ sagði Helene, „eg er þyrst.“ Og Paul — eða Fliege — veifaði til þjónsins, og er hann kom sagði hann: „Þetta vanalega.“ Svo leit hann á Mink, sem var farin að naga neglur sínar. „Eg veit hvað þér eruð að hugsa, hen-a Fliege,“ sagði hún. „Yður finnst, að eg ætti ekki að koma hingað eða á slíka staði, svo skömmu eftir andlát Valentins. Þér hafið vafalaust heyrt, að hann er látinn? Og eg hefði ekki komið, ef vinstúlka mín hérna, hefði ekki brýnt fyrir mér að eg yrði sjálfrar mín vegna, að hætta að vola og víla — eg yrði að fá einhverja tilbreytingu. Og þá bjó eg mig upp á og fór út með henni.“ Fliege hallaði sér að Mink. „Það hryggir mig mjög, að heyra um það, sem gerst hefur. Eg frétti það ekki fyrr en í gær. Eg var hálft í hvoru að hugsa um að hringja, til þess að spyrjast fyrir um líðan yðar.“ „Ó, þéj- eruð blátt áfram himneskur — og eg bjóst varla við, að þér munduð vita hvernig eg liti út — hvað þá meira, Þér hafið aðeins séð mig einu sinni eða tvisvar." „Eg er minnugri á andlit en nöfn.“ * „Eg er köiluð Mink.“ . —. . , _.s , . ... „Jæja, Mink, sé nokkuð — geti eg orðið yður að liði á einhvern hátt —“ ~ „Við skulum dansa, Fritz,“ sagði Helene snögglega og stóð upp. Anne veitti því athygli, er Fliege leiddi Helene fram á gólfið, — að hún hallaði sér þétt að honum og virtist segja eitthvað við hann í reiðitón, og bera ótt á. „Hann dansar alveg yndislega,“ sagði Mink, „og er hann ekki „sætur“. Nú skil eg betur hvers vegna öllum geðjast að honum. Hann bauðst í rauninni til þess að sjá fyrir mér — eða svoleiðis skildi eg hann. Finnst þér, að eg gæti dansað?“ Anne hristi höfuðið og Mink yppti öxlum, dálítið súr á svipinn. Þegar Fliege og Helene komu aftur kom þjónninn með kampa- vín í kælikrukku. Þegar Fliege lyfti glasi sínu beindi hann orð- um sínum til Anne: „Afsakið, Mademoiselle mér gleymdist að spyrja hvort þér vilduð eitthvað annað. Helene kýs alltaf kampavín.“ „Það geri eg líka,“ greip Mink fram í. Hljómsveitin fór allt í einu að leika Vínarvals. Anne rétti fram hönd sína eftir vindlingahylki sínu og fann, að Fliege snerti við handlegg hennar. „Má eg biðja um þennan vals — það mætti segja mér, að þér dansið vel?“ „Eg vildi síður —“ Mjög varfærnislega fjarlægði hanri vindlingahylkið og lagði það á borðið. „Mér hefur alltaf verið sagt, að franskar stúlkur hafi ánægju af að dansa —“ „Það er Sims vegna, sem eg kom hingað,“ hugsaði Anne. „Hans vegna verð eg að reyna að komast að —“ Hún reis á fætur. Um stund dönsuðu þau án þess að ræðast við. En þegar þau voru hinum megin á dansgólfinu og eins f jarri hinum og unnt var tók hann til máls: „Eg hefi aldrei séð tvær stúlkur eins ólíkar — og yður og Mink. Er það ekki fullmikið sagt, að þið séuð vinstúlkur, eins og Mink kvað að orði?“ „Það er löng saga,“ sagði Anne, „og hyggilegast, að fara ekki að segja hana í þessu umhverfi.“ Það var eins og birtan í stóru, skæru augrmum dofnaði. Fliege hugsaði eitthvað á þá leið, að hann hefði aldrei dansað við konu, sem var honum eins fjarlæg í dansinum og hún - og.köld. „Þér eruð raunamæddar á svip, Mademoiselle?“ Anne svaraði engu. Hún hlustaði á hina þýðu rödd þessa gaga IV.) manns sem talaði frönsku svo vel, að tæplega varð vart nokkurs ‘ erlends hreims. Það hlaut að vera brjálæði að ætla, að þessi maður hefði þekkt Slada nema sem viðskiptavin. Mink hafði vafalaust sagt satt um það, að kunningsskapur þeirra væri allur á viðskiptum byggður. „Kannske andlát Winter’s hafi verið meira áfall fyrir yður en vinðíúlku okkar, Mink?“ „Eg hitti hann aldrei,“ langaði Anne til þess að segja, „en samt kom andlát hans —,“ en hún áttaði sig og sagði brosandi: „Eg þekkti hann lítið.“ Og svo festi hún á hann augum. „Þekktuð þér hann vel?“ Hann hristi höfuðið. „Eg aðstoðaði hann fjárhagslega. Eg legg það fyrir mig, megið þér vita, að lána fé þeim, sem stofna iðnað í smáum stíl, sé allt á heilbrigðum grundvelli. Winter var iðinn og þolinn — og áreiðanlegur. Verksmiðjurekstur hans var farinn að skila dá- góðum hagnaði.“ Þau héldu áfram að dansa og ræddust ekki við frekara í bili. Hún var köld og stirð, og eins og það væri henni erfitt að dansa. „Reynið að vera eins og yður er eðlilegast,“ hvíslaði hann hlý- lega. „Fæst er eins slæmt og það virðist vera, hafi menn áhyggj- ur — er bezt að —“ Dulrænai ífrásagnir Andlát OJikulásar. Nikulás Buck var undirkaup- maður í Húsavík, ættaður frá Hafursey í Noregi. Vel metinn maður og unnað af öllum, sem hann þekktu. Seinustu ár ævi sinnar dvaldist hann hjá ein- hverju barna sinna í Tröllakoti á Tjörnesi og þar lagðist hann banaleguna. Þá var það einn fagran sumarmorgun, að smal- inn á bænum var að reka ærnar til mjalta ofan úr Tunguheiði, sem liggur á rnilli Tjörness og Kelduhverfis. Sér. hann þá þrjá menn í gullnum klæðum á fannhvítum hestum fljúga gegn um loftið. Á alfaravegin- um fyrir ofan túnið í Tröllakoti hafði hann séð ferðamenn með nokkra áburðarhesta, saman- tenglaða í lest. Sér smalinn nú að loftreið þessi rekst á sein- asta lestarklárinn og féll hann flatur á sömu stundu. Svo hratt fór loftsýn þessi, að hann gat tæpast fylgt henni með augun- um og hvarf hún honum við bæinn Tröllakot. Á sama tíma andaðist Nikulás. Til jarteikna er það, að hesturinn lá dauður , á brautinni. Smalinn var álit- I inn ráðvandur til orða og verka, i en enginn vitsmunamaður. — (Sögur úr Bárðardal um 1860, Huldufólksbærinn. Guðlaugur prestur Svein- bjarnarson, dáinn litlu eftir 1870, sagði frá því að þegar hann var ungur, þjónaði hann brauði á Vestfjörðum, þar sem var strjálbyggt mjög og því langt á milli bæja. Eitt sinn var hann á ferð síðla dags á heimleið úr embættis- ferð. Leið hans lá með hárri fjallshlíð, með klettahjöllum neðra. Dimm slydduhríð var á. Vegurinn var slitróttur og sein- farinn. Lét hann því hestinn fara í hægðum sínum. Af því að frostlítið var, varð hann votur af slyddunni og tók honum því að kólna. Allt í einu sér hann bæ hlíðarmegin við sig. Ríður hann því heim að bænum. Þeg- - TARZAN - *** ODiatr. by Unlted Feature Syndicate, Inc.r m*m Þar sem Tarzan lá hulinn laufinu, sá hann að hliðið var opnað og Lupo gekk inn fyrir, þegar hann hafði gefið varðmanninum leynimerki hlé- barðamanna. Tarzan hafði nú hraðan á og. var von bráðar kominn upp í annað tré, sem slútti inn yfir girðinguna. Hann heyrði að Lupo bað um að fá að tala við höfðingjann, Golta. Lupo var leiddur milli vopnaðra varða -til Golta, þorpshöfðingja. Er Lupo hafði numið staðar fyrir fram- an höfðingjann, heyrði Tarzan að hann sagði: „Það bíða hundrað Utenga menn hér fyrir utan þorp yðar og þeir ætla að gera árás á þorp ykkar. Eí þið hafið hraðan á og safnið liði, þá getið þið komið þeim að óvörum.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.