Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 4
VÍSIB Miðvikudaginn 24. september 1952, DKOBLXB Bltfltjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsaea, Skrifstofur Ingólfsstræti S. .,Sig. ! XJtgeíandi: BLAÐAÚTGAFAN VÍSIH HJP. W BSgttíSsla: Ingólfsstræti S. Símar 1680 (fimxa línurj, , Lausasala 1 króna, Félagsprentsmiðj an tx.f. Úrslitin vestra. Kosningaúrslit í Vestur-ísafjarðarsýslu eru nú kunn, en leikar fóru svo að frambjóðandi Framsóknarflokksins ■var kjörinn og bætti ríflega við sig fylgi, sem ætla má að persónuleg kynning og aðstaða hans að öðru leyti hafi skapað ‘honum. Kaupfélagsstjórarnir eru víða orðnir „hreppakongar“ úti um landið, og gerist þeir ekki sekir um sérstök afglöp í starfi, eiga þeir víða innangengt og greiðan aðgang að kjós- endum. Breytir þar engu um, þótt verzlun kaupfélaganna sé -á engan hátt hagstæðari en kaupmannaverzlanir. Allur þorri 'bænda hefur vanist að beina þangað viðskiptum, en lcaupfélögin •eru sterkasta stbð Framsóknarflokksins úti um landið. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins jók fylgi haná® nokkuð írá því, sem það var í síðustu kosningum, en flokkurinn hefur ávalt átt sterku fylgi að fagna í Vestur-ísafjarðarsýslu, þótt það hafi ekki dugað til sigurs. Má gera ráð fyrir að frambjóð- andinn, sem er ungur að árum, eigi eftir að auka fylgið verú- lega, enda mun hann vera maður fylginn sér og vel til forystu fallinn. Er því allsendis óvíst hversu langa setu hinn nýkjörni þingmaður kann að eiga á Alþingi. Um fylgi Alþýðuflokksins í Vestur-ísafjarðarsýslu er það ■eitt að segja, að ef telja má fylgi fyrrverandi þingmanns hér- aðsins til flokksfylgis, þá hefur það þorrið mjög skjótlega eins og aprílmjöll. Hinsvegar verður að telja að hér hafi verið svo að segja einvörðungu um persónulegt fylgi að ræða, og er þá ■ ósigur flokksins ekki eins ömurlegur og atkvæðatölur vitna um, og hefur frambjóðandi flokksins reynzt alldrjúgur við veiðarnar. Þess mátti vænta, þar sem vinsæll innanhéraðs- maður á í hlut. Frambjóðandi kommúnista gerði þarna „litla fígúru“, þótt hann sé einn úr hópi þeirra manna, sem flosna upp í öllum flokkum, og gætu skipað sér í fylkingu „Frjálsrar þjóðar“ og slíkra landvarnafyrirbrigða, sem enginn tekur al- varlega. Kosningaúrslitin í Vestur-ísafjarðasýslu sanna það ljóslega .að þeir flokkar, sem verið hafa við lýði síðasta aldarfjórðung- inn, eiga enn hugi fólksins, en utangáttamenn eiga litlu fylgi að fagna. Þó skyldu menn ætla að einhver ólga væri með kjósendum, ef eingöngu væri dæmt eftir þeirri blaðaútgáfu, sem hafin er hér í bænum síðustu vikurnar. Þar láta margir kallaðir ljós sitt skína og eru óánægðir með allt og alla. En þótt menn lesi þessi blöð „niður í kjölinn“ örlar ekki á nýrri hugsjón né nýju stefnumáli. En þeim mun furðulegri er ó- ánægja aðstandenda þessa málgagna, sem margir þeirra munu hafa velt sér einna kyrfilegast í stríðsgróðanum og verið verst haldnir af gullæðinu. En sök bítur sekan og vel sé þeim, sem snúa frá villu síns vegar, en þeim má enginn blanda saman við viðrinin, sem alltaf eru að snúast í hálfan hring eða heil- ann, og eiga upþhaf sitt að rekja til allra flokka, en endi utan við flokkana. íraustir homsteinar. ^fangreindar dægurflugur og • Alþýðublaðið hafa látið sér títt um yfirvofandi klofning í Sjálfstæðisflokknum, vegna afstöðu manna þar til kjörs forseta íslands, sem olli nokkru róti meðan á kosningahríðinni stóð. Ekki ber því að neita að svipaðar raddir hafa heyrst manna á meðal, en án undan- tekningar hafa þeir menn einir hvatt til refsiaðgerða og klofn- :ings, sem enga ábyrgð bera og-eru gersamlega áhrifalausir í þróun stjórnmálanna og að því er varðar örlagaferil einstakl- inga, sem þar koma við sögu. Öll sólarmerki benda til að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei igengið heilsteyptari til sigurvænlegri kosninga, en þeirra, sem fram fara á næsta sumri. Málefnin og ábyrgðartilfinningin móta starfsemi flokksiris, en þótt menn eigi þar ekki að öllu .-.sámleið í einstökum málum og þeim jafnvel þýðingarmiklum, . þá væri klofningsstarfsemi aðeins til að „skemmta skrattanum'* ;og efla- gengi öfgaflokkanna, eða sérhagsmuna flokka, sem aldrei hafa öðlast útsýni yfir meira en forina við hlaðvarp- ann. Sjálfstæðisflokkurinn einn er líklegur til að skapa fjöld- •anum lífvænleg kjör í landinu, og fyrir fjöldann vill hann fórna miklu og einstaklingarnir framar öllu persónulegum metnaði. Flokkurinn byggir stefnu sína á traustum hornsteinum hárra ,sala, og við þeim verður ekki rótað meðan þjóðin á sér metn- -3tð og íslenk tunga er töluð. Tekin upp trygging á farangri ferðamanna. 0r§of h.f. stofnar slíka trygglngadelld. Á næstunni tekur hér til starfa deild úr Evrópska vöru- og farangiírstryggingarfélag- inu, sem starfar í flestum lönd- um Evrópu. Félagið leggur sig sérstak- lega eftir tryggingum á far- angri ferðamanna og ýmiskon- ar vörusendingum. Hér á landi mun félagið starfa sem deild í ferðaskrifstofunni Orlof h.f. í Hafnarstræti 21. Tryggingarskírteini munu verða til sölu hjá flestum af- greiðslum farartækja um allt land, t. d. flugafgreiðslum, skipaafgreiðslum og stöðvum langferðabifreiða, svo að við- skiptavinirnir geta keypt skír- teini um leið og þeir kaupa sér farseðla með sömu farartækj- um. Tryggingarskírteini sem gilda í 15 daga, 1, 2, 3, 4, 5, 6 mánuði eða heilt ár eru svo haganlega útbúin, áð ekki tekur nema 1 mínútu fyrir afgreiðslumann- inn að útbúa þau og ennfrem- ur er hægt að tryggja fyrir næstum hvaða upphæð sem ferðamennirnir óska sjálfir. Úti um allan heim. Er þetta mjög til bóta og ör- yggis fyrir ferðamenn því að mjög kveður að því að ferða- menn glati farangri sínum og verði þannig fyrir tilfinnan- legu tjóni. Félagið tryggir farangur hvar í heimi sem ferðast er, jafnt hvort farið er milli bæja eða landshluta á íslandi eða feðast er í útlöndum. Sérstaklega er það athyglis- vert, a ðef ferðamaðurinn glatar frakka eða farangri sínum í út- löndum, getur hann gefið sig fram við skrifstofu Evrópska tryggingarfélagsins í því landi, sem ferðast er í, er þá bætir ferðamanninum tjónið á staðn- um. Þetta atriði er mjög ó- venjulegt í allri tryggingar- starfsemi, því að segja má, að félagið treysti blint á heiðar- leika viðskiptavina sinna, því að ekki þarf að gefa félaginu neinn lista yfir farangur þann, sem menn hyggjast hafa með sér. Er fréttamaður spurði Ás- björn Magnússon framkvæmd- arstjóra Orlofs h.f., sem jafn- framt er hérlendur umboðsmað ur tryggingarfélagisns, hvort þetta væri nú ekki heldur djarft teflt, því að hver sem væri gæti auðveldlega talið sig hafa tapað hluta af eða öllum far- angri sínum þótt hann hefði alls ekki haft hlutina með á ferðalaginu, taldi hann lítil lík- indi til að mikið kvæði að slík- um prettum, því að 99.5% manna væru strangheiðarlegir og mundu aldrei fá sig til að falsa skýrslu þá sem þarf að útfylla við tjón; þessi 0.5% manna, sem teljast mættu vara- samir væru yfirleitt ekki með- al þeirra sem ferðast. Ein ferð eða fleiri. Tryggingin öðlast gildi þann dag sem skírteinið er útgefið og fellur úr gildi kl. 24 síðasta gildisdag. Það skiptir engu máli um gildi tryggingarinnar, þótt tryggingartaki fari einu sinni eða oftar á trygginartímanum til hins fasta heimilisfangs síns og taki með sér annan farangur til nýrrar ferðar. Tryggingin öðlast gildi í hvert sinn sem farangurinn yfirgefur hið fasta heimilisfang tryggingartaka, og henni lýkur jáfnskjótt sem far- angurinn kemur þangað aftur. M&ridge: Tvímenningskeppni í Bridge hófst s. 1. mánudagskvöld á vegum Bridgefélags Reykja- víkur. Alls taka 42 „pör“ þátt í keppninni og verða spilaðar 5 umferðir. Næsta umferð verður spiluð á sunnudaginn kemur. Eftir 1. umferð eru stig 15 efstu paranna sem hér segir: Jakob Bjarnason og Jón Björnsson 101.5 Jóna Rútsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir 101 Kristj. Kristj. og Orla Nielsen 94 Arngr. Sigurjónss. og Pét- ur Halldórsson 93.5 Marinó Erlendsson og Ósk Kristjánsdóttir 92 Lúðvík Jóhannss. og Rafn Sigurðsson 89 Hugb. Hjartard. og Vigd. Guðjónsd. 86.5 Gísli Guðm. og Vilb. Jóns. 86.5 Karl Jónsson og Sveinn Helgason 85.5 Gunnar Vagnsson og Ól. Guttormsson 84.5 Karl Jóhannss. og Steingr. Þórisson 83 Carlotta Þórðars. og Þor- björn Þórðars. 81.5 Tómas Jóhannss. og Ingi- mundur 81.5 Dóra Sveinbj.d. og Laufey Þorgeirsd. 81.5 BERGMAL > Mér finnst ekki nóg að skoða iðnframleiðsluna, sem er til snýis á iðnsýningunni í Skóla- vörðuholti, einu sinni eða tvisvar. Eg hefi mest gaman að því að koma þar við og við, þegar eg á leið framhjá og skoða þá eina og eina deild fyr- ir sig. Þannig nýt eg mest sýn- ingarinnar og fræðist bezt. Litklæði fyrir æskuna. í gær leit eg inn í sýningar- deild Vinnufatagerðar íslands h.f. Þár ber fyrst fyrir augu — á miðju gólfi — líkan af hinni myndarlegu verksmiðju- byggingu í Þverholti. Á vinstri hönd, er inn er komið, verður fyrst fyrir sýningarstytta af dreng í skærlitum skjólfötum, einkar smekklegum, en þess konar fatnaður er nú mjög að ryðja sér til rúms, þótt ekki sé ýkja mörg ár, síðan framleiðsla á honum hófst hér. Það er gaman að virða fyrir sér, hve miklum stakkaskiptum þessi framleiðsla hefir tekið, og hve mikil áherzla er nú lögð á smekklegan frágang — atriði, sem lengi var gengið fram hjá. Vinnufötin. Þá sér maður næst VÍR-gall- ana, samfestingana, hentug vinnuföt karlmanna, en sú framleiðsla Vinnufatagerðar- innar er landskunn, enda sú tegund fatnaðar, er verksmiðj- an hóf fyrst framleiðslu á. Áður fyrr tíðkaðist það að verka- menn til sjávar og sveita stund- uðu sína vinnu í allskonar föt- um, en víðast munu nú sérstök vinnuföt hafa tekið við, og þykja sjálfsögð. Þarna eru sam- festingar, vinnuföt á fullorðna og börn, vinnubuxur í ýmsum litum fyrir konur, því að engin nauðsyn er á því, að öll vinnu- föt séu eins á lit. Skyríur allskonar. Vinnufatagerðin framleiðir augsýnilega mikið af skyrtum, því þarna eru líka sportskyrt- ur í ýmsum litum, vinnuskyrt- ur og fyrsta flokks kárlmanna- skyrtur -— Estrella. Þetta merki kannast eg vel við, en þær þykja ekki standa að baki er- lendum skyrtum, sem hingað hafa flútzt. Állt er þetta inn- lend framleiðsla, sem virðist sambærileg við það bezta, sem flutt er inn af sama tagi. Eg sé líka, að áletrunin á Ester- ella skyrtunum er á íslenzku, en of oft vill brenna við, áð enslca sé mál vÖrumerkjanna. Það á að vera ónauðsynlegt. ís- lendingum ætti að vera ánægja í því að kaupa innlenda fram- leiðslu, af því að hún er inn- lend, en stendur jafnfætis er- lendri. Kuldaúlpur. Þá erum við komin að kulda- úlpunum, sem eg held fram, að hljóti að verða framtíðar vetr- arklæðnaður hér á landi. Eins og veðurfar er hér á landi, virðist miklu skynsamlegra að ganga í úlpum, fóðruðum gæru- skinni, en venjulegum kápum og frökkum, nema við sérstök tækifæri. Úlpurnar eru líka vatnsheldar, góðar í snjókomu, og sérstaklega hentugar til ferðalaga. Þeir, sem hafa verið erlendis, og geta gert nokkurn saman- burð, sjá að ýmsar sýningar- deildir íslenzku iðnsýningar- innar gefa ekki eftir því bezta, sem á erlendum vettvangi sést. lcr. Nr. 248. Herðaioíinn, hnakkabrattur, hnappalítill tíðum, liggur stundum lima fatíur, lymskur úti í hríðum. Svar við gátu nr. 247: Hann var svo horaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.