Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 8
LÆENAB O G LYFJABÚÐIB V«nti yöur lækni kL 18—8, þá hringið í Lseknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. LJÓSAfÍMI bifreiða er frá kl. 20,00—6,40. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 21,35. Miðvikudaginn 24. september 1952. íSateSaÍeilisíB' z Hvítur heimsmeistari í þyngsta fíokki í 1. skípti í 15 ár. Marciano sigraði Walcott. í gærkveldi fór fram keppni|um) en mótstöðumaður hans, um meistaratitilinn í þyngsta j en hafði sýnilega ekki þrek á floklci í hnefaleik. Leikurinn var háður í Phila- delphia, og lauk honum með því; að ,,Rocky“ Marciano sigr- aði heimsmeistarann „Jersey Joe“ Walcott á rothöggi í 13. ! við Marciano. Síðan árið 1937 hafa þrír blökkumenn verið heimsmeist- arar í þyngsta flokki hnefa- leikamannan, þeir Joe IjOuís (12 ár), Ezzard Charles (2 ár) l'otu. — Jersey Joe er og Jersey Joe Walcott (1 ár). blökkumaður, en Rocky hvítur, af ítalsku bergi brotinn, og þyk- ir það nú tíðindum sæta, að heimsmeistaratitillinn féll nú í skaut hvítum manni í fyrsta skipti í 15 ár. Walcott er talinn 38 ára, og því kominn af léttasta skeiði í þessari íþróttaraun, en Marci- ano mun vera 10 árum yngri. Þá mun Walcott hafa verið all- miklu þyngri (28 enskum pund- Vín í morgun (AP). — Eden, utanríkisráðherra Bretlands, kom til Vínarborgar í gær, frá Júgóslavíu, og gekk á fuhd ríkisforseíans skömmu efíir komuna. Við fréttamenn sagði Eden, að hann væri kominn til þess að ræða sameiginleg hagsmuna- mál Breta og Austurríkis- manna. > Hann kvað brezku stjórnina mundu vinna áfram sem hingað til ósleitilega að því, að friðarsamningar yrðu'gerðir við Austurríki hið fyrsta. Nýlega varði Walcott titil sinn í keppni við Charles, fyrr- verandi heimsmeistara og sigr- aði óvænt á stigum. Agust H. Bjarnason, prófessor látimi. Agúst H. Bjarnason prófessor lézt í Landakotsspítala s. 1. mánudagskvöld eftir þunga legu, 77 ára að aldri. Hann var síðasti prófessor- inn á lífi, af þeim háskólakenn- urum, er skipaðir voru, þegar háskóli íslands tók til starfa ár- ið 1911. Ágúst Bjarnason var komnur rithöfundur og eru bækur hans um heimspeki kunnar um land allt og hafa verið mikið lesnar fyrr og síðar. Þær eru helztar Saga manns- andans (Austurlönd, Hellas, Vesturlönd og Nítjánda öldin), Sálarfræði og Siðfræði. Ágúst H. Bjarnason var kvæntur Sigríði Jónsdótíur, Ólafssonar skálds og ritstjóra, og lifir hún mann sinn. Genrðfgrhgusýmimgim z ECR-skáiinn verður eins og gréiursæli dalur. Þar verða m» a. sýndar 60 teg. af rósum og nellikum. Vestur í Kaplaskjóli, í .hin- j hefir verið reistur nýstárlegur um myndarlega íþróttaskála [pallur úr íslenzkum trjábolum Gin- og klaufa- veiki geisar enn. Gin- og klaufaveiki er enn mjög útbreidd á meginlandi álfunnar, svo að ekki hefir þótt fært að slaka neitt til að því er varúðarráðstafanir hér varðar. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá yfir- dýralækni Sig. E. Hlíðar, er veikin mögnuð í Frakklandi og jafnvel í Belgíu líka. í Þýzka- landi gaus hún upp með tals- verðum ofsa og fyrir nokkru kom hún upp aftur í Danmörku, aðallega á ýmsum smáeyjum, og mun hafa borizt þangað frá Þýzkalandi. Heldur mun nú farið að draga úr henni í Dan mörku. Á Bretlandi er hún að mestu horfin. Peron fer að hreinsa til. Vlrlsst óttast, að hann verði settur af. Var kominn inn í stofu. 9 í gær var ölvaður maður tek- inn fastur inn í Miðtúni. Hann var kominn þar inn í stofu í íbúðarhúsi einu og bú- inn að opna skáp, er að honum var komið. Sneri hann þá er- indi sínu upp í það að biðja um peninga, en húsráðanda mun hafa þótt heppilegast að af- henda hann lögreglunni. KR, voru starfandi hendur að verki í gær, ys og þys, en þar er nú sem óðast verið að undir- búa garðyrkjusýningu, sem opnuð verður á föstudag. Tíðindamaður Vísis brá sér vestur eftir síðdegis í gær, til þess að kynna sér svolítið það, sem þar er að gerast. Þeir Ingi- mar Sigurðsson og Stefán Þor- steinsson garðyrkjumenn voru þar fyrir og leiddu tíðinda- manninn í allan sannleika um sýninguna. Við austurgafl íþróttaskálans vann Það virðist einkenni ríkja, sem eiga við skefjalaust ein- ræði að búa, að þar er við og við hreinsað til innan hinnar líkjandi stéttar. Þekkist þetta frá öllum ein- ræðisríkjum vorra daga og fyrri alda, svo að óþarfi er að nefna dæmi, og nú hefir enn eitt einræðisríkið bætzt við, þar sem stjórnarherranum hef- ir þótt þörf á að gefa undir- i. llunum áminningu um að detta ekki af línunni. Fyrsta verulega hreinsunin innan Peronista-flokksins í Argentínu hófst fyrir skemmstu með því, að fyrrverandi héraðs- s 'jóri í Santa Fé-héraði, Hugo Caesar að nafni, var ákærður í rir „óstjórn, fjárdrátt og svik- :-emi í starfi“ m. m. Jafnframt bsnti margt til þess, að fleiri nundu senn verða kærðir fyrir £• ipaðar sakir. Öll teikn í þessum efnum eru é þá leið, að „vinstri“ menn í ílokki Perons sé að styrkja að- stöðu sína með þegjandi sam- þykki Perons. Þeir treysta m. a. aðstöðu sína í verkamanna- sambandinu, og reyna að auka veg þess, en hernum lízt ekld á það, þar sem hann óttast, að völd hans muni þá minnka. Innan hersins eru hinsvegar taldir margir menn, sem munu hafa hug á að bola Peron frá, eða taka stöðu hans, ef hann tekur sér orlof, sem hann þykist hafa hug á og þörf fyrir. Hreinsun Perons mun bein- ast að mönnum, sem þjóðinni mundi ekki á móti skapi að næðu æðstu völdum í landinu, og hefur það til dæmis vakið athygli, að náinn samstarfsmað- ur Velascos hershöfðingja, sem er þjóðfrægur þjóðernissiimi, hefur verið handtekinn, en annar náinn samverkamaður hans er horfinn með dularfull- um hætti. Er það spá margra stórblaða vestan hafs, að þetta sé þó að- eins lítil byrjun á víðtækri hreinsun einvalda, sem sé orð- inn hræddur um „stólinn sinn“. Steinn féli af húsþaki á bílþak. í gærdag féll steinn af þaki hússins nr. 22 í Hafnarstræti og niður á götu. Þar niðri stóð bifreið og lenti steinninn á þaki hennar með þeim afleiðingum að það skemdist nokkuð, en meiðsli á mönnum urðu ekki. Orsakir til atviks þessa voru þær að menn voru að vinna við stromp hússins, en misstu istein niður eftir þakinu. Var lögreglan kvödd á vettvang og gerði hún ráðstafanir til þess, að ekki yrði um frekara tjón að ræað af völdum steinhruns. V.« í gær voru talin atkvæði í Vestur-ísafjarðarsýslu og var frambjóðandi Framsóknarfl., Eiríkur Þorsteinsson kjörinn með 405 atkvæðum. Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, hlaut 273 atkvæði, Sturla Jónsson, alþýðuflokks- maður, fékk 233 atkvæði og Gunnar M. Magnúss, frambjóð- andi kommúnista, 34 atkvæði. Sex seðlar voru auðir og 7 ó- gildir. Á kjörskrá voru 1068 kjósendur, en alls kusu 958, eða 89,7 af hundraði. í Alþingis- kosningumum 1949 fóru kosn- ingarnar þannig, að Ásgeir Ás- geirsson var kjörinn með 418 atkvæðum, Sjálfstæðisflokkur- inn fékk 217 atkvæði, og hefur því bætt fylgi sitt, Framsókn- armenn fengu 336 atkvæði og kommúnistar 28. De Gasperi, forsætisráðherra Ítalíu, kom í gær í 4 daga opin- bera heimsókn til Bonn. og greinum, en þaðan er fögur útsýn yfir sýningarsalinn, sem er í þann veginn að taka á sig mynd gróðursæls dals. Er þeg- ar bersýnilegt, að þarna verður frumlegt og fagurt um að lit- ast, og nóg að sjá, því að þar verða m. a. sýndar einar sextíu tegundir af rósum og nellikum og sjálfsagt einar 30—40 teg- undir af grænmeti. Þá munu blómavinir geta skemmt sér við að skoða nokkur hundruð teg- undir skrautblóma, en pálmar og kaktusar og annar suðrænn gróður mun gefa hugmynda- fluginu byr undir báða vængi. Fremst í salnum, til hægri, þegar inn er komið, var Jónas S. Jónsson, garðyrkjumaður frá Fossvogi, að koma fyrir skraut- garði, en utar var unnið að jap- önskum garði, og var þar flest- í stíl, fagurlega gerð boga- mynduð brú úr birkibolum, gosbrunnur suðaði, en hann er í líki fiskjar, sem hefir barn á bakinu, og er þetta haglega unnið af Axel Helgasyni. Þá verður þarna búð eða söluskýli, þar sem til taks verða fjöl- margar bækur og pésar um garðrækt, ennfremur deild NLFÍ, sem auk þess mun gefa mönnum að smakka jurtafæðu. Blómabúðir hafa sérstaka deild, en á miðju gólfi verða hrauk- ar af ýmiskonar grænmeti, m. a. hvítkáls-pýramídi, „stétt“, sem lögð er gulrótum o. m. fl. í miðjum salnum hefir verið gerð svolítil tjörn, en í hana veða látnir á annað hundrað gullfiskar. Hér hefir aðeins verið stikl- að á stóru, en að lokum má geta þess, að Grænmetisverzlun rík- isins mun hafa þarna sérstaka deild. Uppgröftur á Hringbraut veldur þrem árekstrum. llinaa sáðasíi varð nm háelegið i gær. í gær, um hádegisbilið, varð harður árekstur milli bifreiðar og biíhjóls á gatnamótum Sól- eyjargötu og Hringbrautar. Var þarna um að ræða fólks- bifreið frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, en hún kom vestur Hringbraut og beygði jnn á Sóeyjargötuna. í sama mund kom maður á bif- hjóli austur Hringbrautina, en lenti fyrir bifreiðinni, er hún tók beygjuna, og kastaðist maðurinn á bifhjólinu í göt- una. Heitir hann Guðmundur Kristjánsson, tii heimilis að Bergþórugötu 16. Hann mun hafa meiðzt nokkuð og m.a. skorizt allmikið. Flutti bif- reiðastjórinn hann á Landspít- alann til aðgerðar. Hér er um þriðja áreksturinn að ræða á skömmum tíma á þessum sömu gatnamótum með meiri eða minni líkamsmeið- ingum, skemmdum á farar- tækjum og eignatjóni. Er or- sakanna fyrst og fremst að leita til uppgraftar í Hringbrautinni og að ökumennirnir sjá illa um~ ferðina í kring. Er bersýnilegt að þarna þarf einhverjar var- úðarráðstafanir, t.d. með því að loka einhverjum kafla götunn- ap á meðan þannig er ástatt í henni. í álanga frá fslandi til Kyrrahafs. SíðastliSiS laugardags- kvöld flaug C-124 Globe- masterflugvél 3850 milur viSkomulaust flug frá Kefla- víkurvelli til Mc Chord- flugvallar í Washington- fylki á Kyrrahafsströnd Bandarík j anna. Á leiðinni var flogið yfir Grænland, Labrador, Hud- sonflóa, Kanada og Banda- ríkin. Vélin var undir stjórn. Louis Geisendorf höfuðs- manns í ameríska flughern- um, og náði hún áfangastað sínum eftir 18 klukkustunda og 5 mínútna viðkomulaust flug. Flugleiðin er um 6200 km.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.