Vísir - 29.09.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 29.09.1952, Blaðsíða 4
VlSIR Mánudaginn 29. september 1952 DAOBLIB S9tat]6rsr: Krlstján GuSlaugsson, Hersteinn FíIsmb, Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Otgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJT, BOjgroiSsla: Ingólísstræti 3. Símar 1660 (flmra Unur)'. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hl. . i ^ i f Starfsmenn í Héðni métmæSa árásum á Svein Guðmnmisson. Vfiriýsing á 2. hundrað manna. Einkenmlegar umræður. Hækkun verðlags landbúnaðarafurða á þessu hausti er nú rædd af blöðunum öllum, en þar syngur hver með sínu nefi. Kommúnistar kenna hækkunina Alþýðusambandsstjórn, — sem að vísu er ekki með öllu rangt, miði þeir víð eigin stjórnarsetu þar, — en Alþýðublaðið svarar því til, að sú stjórn eigi ekki sök á verðhækkuninni, heldur hafi fulltrúar neytenda þrykkt verðinu niður, frá því sem lögmæltur grundvöllur sexmanna- nefndarinnar réttlætti. Morgunblaðið vekur svo réttilega athygli á því, að lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins séu úrelt, og komi bændunum óþægilega í koll, vegna minnkandi kaupgetu og minnkandi sölu smjörs og osta. Fulltrúi Alþýðusambandsinsstjórnar getur þess í Alþýðu- blaðinu, að sarhkvæmt álitsgerð sexmannanefndarinnar hafi bændum verið ætluð aðkeypt vinna, sem svaraði 85%;af kaupi þeirra. Sexmannanefndin hafi ákveðið að mjólkurmagn meðal- bús næmi 12.650 lítrum, en fulltrúar neytenda hafi fengið þetta magn hækkað upp í 14.900 lítra. Telur fulltrúi Alþýðusam- bandsstjórnar að leiðréttingar þær, sem fengist hafi fram muni nema allt að 33% til lækkunar „og mundi súpukjötið kosta nú 23 kr. kg. og mjólkuiiíterinn um kr. 4,35, ef farið væri eftir verðlagningarreglum, sem kommúnistar samþykktu í sex- mannanefndinni nafnfrægu. Allt er nú þetta gott og blessað, en bendir það ekki eindregið til, að grundvöllurinn sjálfur þurfi nokkurrar endurskoðunar við, með því að væntanlega hefði fulltrúum neytenda ekki tefc- ist að koma ofangreindum k.röfum sínum fram, ef allt væri með feldu? Hér í blaðinu hefur því ávallt verið haldið fram, að bú- stofnseign meðalbúa væri of lágt áætluð af sexmannanefndinni frægu, nema því aðeins að reiknað væri með kragabúskap um- hverfis kaupstaði, þar sem „bændurnir“ hefðu aðalatvinnu af sjósókn og annarri vinnu, sem til félli, en tiltölulega lítinn bú- stofn. Ennfremur er ekki tekið tillit til annars en búskáparins sjálfs og hve afrakstur búanna þurfi að nema miklu að krónu- tali, þannig að bændur beri jafnt úr býtum og eyrarvinnumenn. Hvorki er tekið fullt tillit til hlunninda á jörðum, — sem ekki er unnt þegar miðað er við meðallag, og ei heldur til tekna, sem fljóta af márgskyns atvinnu bænda og skylduliðs þeirra utan heimilis, svo sem vegavinnu, margvíslegra styrkja vegna rækt- unar, byggingastarfs o. fl. í stuttu máli en þó sannleikanum samkvæmt mætti orða þetta svo, að grundvöllur sexmannanefndarinnar er kolsvört vitleysa og hún í þykkara lagi, enda áttu kommúnistar hlut að máli. Verðlagsgrundvöllurinn var ekkert annað en ný aöferð til að skipta stríðsgróðanum milli stétta og veita fjármagninu frá kaupstöðum og út til sveitánna. Þótt landbúnaðarvélar séu íluttar inn fyrir margar milljónir króna á ári hverju, og tækni við ræktunarstörf og önnUr verkefni í sveitum ætti því að draga úr framleiðslukostnaði, hefur ekkert tillit verið til þess tekið við ákvörðun verðlags landbúnaðarafurða, og ei heldur til styrkja í mörgum formi til framkvæmda í sveitum, sem ættu einnig að hafa þýðingu fyrir afurðavei-ðið. Styrkir eru ekki greiddir til þess eins að bændur geti hækkað verð afurðanna ótakmarkað, heldur miklu frekar til hins-að halda verðlaginu niðri og glæða framtak manna við framleiðslustörfin. Ef bændur ættu lögfullan rétt samkvæmt grundvelli sex- mannanefndarinnar, væru fulltrúar neytenda að bera rétt þeirra fyrir borð, er þeir stréitast gegn því að afurðaverðið sé ákveðið á þessum grundvelli óbreyttum. En grundvöllinn verður að endurskoða sem fyrst og áður en almenningur sveltur hér á eyrinni, en óseljanlegar landbúnaðarafurðir isafnast þó upp í birgðaskemmum kaupfélaga og mjólkurbúa, eða eru gefnar gripum „meðalbúanna“, eins og ostar, sem nú eru gefnar hest- unum. Þær einkennilegu umræður, sem nú fara fram, lýsa því vel, að menn hólfskammast sín fyrir vitleysuna, sem við höfum hlotið í arf frá niðurlægingartímanum. Sexmannanefndin getur huggað sig við að vitleysa hennar var ekki mun meiri en ann- arra, en nú súpum við seyðið af allri vitleysunni samanlagðri. Hækkandi kaupgjald og hækkandi verð afurðanna hér innan- fands á sinn ríka þátt í hækkun vísitölunnar. Nú þegar flestar vörur lækka erlendis, — og þar á meðal kjötmeti og feitmeti, -— sýndist full ástæða til að þróunin gengi hér í svipaða átt. Svo virðist þó, sem menn séu orðnir svo vanir því, að kippa fótunum undan eigin velferð, að þeir vilji halda áfram, þar til neyðin kennir þeim, að betra er að koma undir sig fólunum en höfðinu. Vegna blaðagreinar í Þjóð- viljanum í dag, laugardaginn 27. september 1952, óskum við unjdirritaðir stjórnarmeðlimir í starfmannafélagi Vélsmiðj- unnar Héðins og fleiri starfs- menn, að taka fram eftirfar- andi: Skrif Þjóðviljans í garð Sveins Guðmundssonar, for- stjóýa, hafa að undanförnu verið svo rætin og ærumeið- andi, að við töldum okkur ekki lengur geta unað þeim án mótmæla. Við ákváðum því að leita til vinnufélaga okkar til mótmæla gegn þessum fólskulegu skrifum, sem enginn kunnug- ur myndi láta sér til hugar koma, og létum því liggja frammi svohljóðandi lista til undirskriftar fyrir þá starfs- menn ,er óskuðu að rita á hann nöfn sín: „Við undirritaðir starfs- menn í Vélsmiðjunni Héðni h.f. leyfum okkur hér með að víta harðlega hinar ódrengi- legu aðdróttanir Þjóðviljans í garð forstjóra okkar Sveins Guðmundssonar og teljum þær í fyllsta máta ómaklegar og í óþökk okkar allra. Framkoma Sveins Guð- mundssonar, forstjóra í okkar garð hefur ætíð verið hin drengilegasta og teljum við Vélsmiðjuna Héðin h.f. undir stjórn hans jafnan hafa gegnt forystuhlutverki í öllu, sem er til hagsbóta fyrir okkur starfsmennina.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Sveinn Guð- mundsson forstjóri hefur á undanförnum árum hafa for- göngu um ýmsar framkvæmd ir til hagsbóta fyrir starfsfólk Héðins, sem gefið hafa öðrum fyrirtækjum fordæmi. Má þar til nefna fyrsta samkomusal, sem iðnfyrirtæki hefur látið reisa, fyrsta mötuneyti, sem starfrækt er innan iðnfyrir- tækis er einnig að finna í Héðni. Húsnæði látið í té fyr- ir pöntunarfélag og þannig mætti lengi telja. Ennfremur hafði • Sveinn Guðmundsson forgöngu um að gefa verkamönnum kost á námssamningi með óbreyttu kaupi og stofnaði sérstakan .iðnskóla innan fyrirtækisins fyrir þá. Mun hann hafa hugs- að sér að halda áfram á þeirri braut. — Þéssi drengilega við leitni til að hjálpa verka- mönnum til náms, er veitir þeim réttindi, sem fullgildum iðnaðarmönnum, er nýjung, sem Þjóðviljinn ætti að fagna og hvetja aðra til að taka upp frekar en.að eyða rúmi sínu í rakalausar dylgjur og' aðdrótt anir í garð Sveins Guðmunds- sonar. Þjóðviljinn í dag telur, að við starfsmenn í Héðni séum svo litlir fyrir okkur, að við látum kúga okkur til að mót- mæla 'skrifum Þjóðviljans um forstjóra fyrirtækisins. — Þessari aðdróttun í okkar'garð mótmælum við sem fullkomn- um ósannindum og má Þjóð- viljinn vita, að" þegar við and- mælum rógskrifum blaðsins um forstjóra fyrirtækisins, gerum við það ótilkvaddir og af fúsum vilja, vegna þess, að við getum ekki á nokkurn hátt unað því, að ummælum blaðs ins um Svein Guðmundsson og afstöðu hans til okkar sé ómótmælt. Torfi Þorsteinsson, Guðmundur Jóhansson, Rafn Sigurðsson, Jón Hallgrímsson, Geirmundur Sigurðsson, Ingimundur Bjarnason, Sigurður Steinsson, Sigurður Haraldsson. Yfirlýsingu þá, sem vitnað er í hér að framan, hafa þegar undirritað hátt á annað hurídr að starfsmenn. Margir starfs- menn hafa þó ekki átt þess kost að rita nöfn sín, þar sem þeir hafa verið við vinnu utan fyrirtækisins. Pappírspokag&rðln h.f. Vitastíg 3. Allsk. pappirspokar Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaöur. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. Barnlaus hjón óska eftir íbúð, einu eða tveimur her- bergjum og' eldhúsi. Tilboð merkt: „Ibúð — 901 — 490“ fyrir þriðju- dagskvöld. MAGNUS THORLACIUS hæsíaréttar lögm að ur Málflutnmgsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. austur um land í hringferð hinn 6. okt. n.lc. Tekið á móti flutn- ing'i til áætlunarhafnar miJli Djúpavogs og Húsavíkur á þriðjudag og: miðvikudag'. Far- seðlar seldir árdegis á laugar- dag. & Eins og áður hefur verið get- ið hér í dálkunum hefur lög- reglustjórinn í Reykjavík geng- ist fyrir því að strangara eftir- lit sé haft með því, að ungling- ar undir 16 ára aldri sitji ekki á veitingahúsum, og hafa í því skyni verið gefin út vegabréf handa unglingum. Vegabréf þessi geta unglingarnir fengið á lögreglustöðinni, og með þeim sannað, m. a. aldur sinn og með ^ því létt undir með lögreglunni ‘ að eftirlitinu verði framfylgt. Mikil útgáfa. Það ánægjulega hefur skeð, að mikill fjöldi unglinga hefur komið á lögreglustöðina og beð- ið um að útgefin væru handa sér vegabréf, og hefur. skóla- æska staðið framarlega í því. Það hefur ekki enn verið lög- boðið að unglingar hefðu vega- bréf, en þau eru samt skilríki, sem gott er áð hafa, einmitt þegar vafi leikur á um aldur- inn. En forráðamenn veitinga- húsa hafa rétt til að meina ung- lingum aðgang að veitingahús- únum, ef þeir eru ekki vissir um aldur viðkomanda, ,og sá hinn sami hefur ekkert skilríki til að sarína hann. Vínveitingar. Erfíðást er að framfylgja eft- irlitinu á þeim stöðum, þar sem eru vínveitingar t. d. á dans- leikjum. Sýnist þá kannske ekki vera ástæða til að meina yngra fólki en 21 árs aðgang, en aftur á móti leikur elcki vafi á því að óheimilt er að selja því áfengi. Það kemur til kasta veitingaþjónanna, en þeir eru líklegastir til þess að geta áttað sig á aldri þeirra, sem þeir af- greiða. Sé aftur á móti um ein- hvern: vafa að ræða, kemur til kasta vegabréfsins. Eina veitingahúsið. Þáð er skilt að geta þess hér, að eg hefi óyggjandi sannanir fyrir því að eftirliti þessu er mjög strangt fylgt fram á ein- asta veitingahúsinu í bænum, sem hefur daglega vínsölu. Setja þjónarnir á Hótel Borg metnað sinn í að framfylgja þeirri reglu, að yngra fólki en 21 árs sé eklci veitt þar vín. Veitingaþjónar eru manna gleggstir að geta sér til aldur fólks, enda þekkja þeir oft gest- ina og vita þá vissu sína í þeim sökum. Þetta eftirlit yrði heldur ekki nema nafnið tómt, ef samý starfs við þá nyti ekki. Pelafólk. Verst er, hefi eg heyrt, að unglingar undir lögaldri, reyna að sniðganga bannið á þann hátt, að koma með , vín með- ferðis, og þótt það sé skilyrðis- laus brottrekstrarsök, ef það verður sannað á einhvern, er oft mjög erfitt að varast það. Um inð aulcna eftirlit verður samt sagt, að það er spor í rétta átt. — kr. Gáta dagsins. Nr. 252: Margvíslegt mitt efni er, en eðli mitt er jafnan það, að óvörum eg að öllum ber, einkum þegar náttar að. Svar við gátu nr. 251: Sleggja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.