Vísir - 15.10.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 15.10.1952, Blaðsíða 1
12. árg. Miðvikudaginn 15. október 1952 234. tbí. 250.000 manns í hættu af flóðum í Mexíkó. lÍEggheriiin asotaðeGt* við Isksaarstöi'L Einkaskeyti frá A.P. — Mex. City í gær. Flugvélar mexíkanska flug- hersins hafa verið önnum kafn- ar við bjcrgunar- pg líknar- störf síðustu daga. Fellibylur hefur tvívegis gengið yfir nokkurn hluta vesturstrandar landsins á skömmum tíma, og hefúr af þessu leitt, að flóð hafa orðið í næstum því þriðja hluta landsins. Kafa á annað hundruð manna farizt af völdum veð- nrsins og afleiðinga þess. Flutningaleiðir hafa rofnað á stórum svæðum, og er það þess vegna, sem flutningavélar méxíkanska flughersins hafa verið teknar í notkun. Hafa þær verið látnar fljúga vistum cg lyfjavörum til landssvæðis, sem sennilega er byggt um það bil fjórðungi milljónar manna. Hjálparsveitir hafa einnig far- ið fótgangandi, þar sem því hefur verið við komið, og auk þess fara margar sveitir á bát- um, þar sem flugvélum verður ekki komið við eða hægt að fara gangandi eða með öðru móti, og sums staðar hefur mat- vælum og öðrum nauðsynjum verið varpað niður í fallhlíf. Enn er engin leið að gera sér grein fyrir því, hversu mikið tjónið er, en það er lauslega á- ætlað 25 milljónir dollara, en ekki eru öll kurl komin til graíar í þessu efni, og líður langt þangað til. Bsbiidfngar gefa S| Aflahrota á Halamiðum. ftlÍB&mi míli tí$ íxB's&m immeS. Aflahrota er nú á Halanum, áð sögn, en þar hefur verið treg veiði að undanförnu. Fiska togarar þar nú allvel bæði þorsk og ufsa. Afli á karfamiðunum fyrir Vestur- landi er stöðugt góður, ef gæft- ir hamla ekki. Geir kom í .gær úr 10 daga veiðiferð með 280—300 lestir, og leggur aflann upp hér til flökunar. Á Grænlandsmiðum er ný- lega um garð gengið sunnan- rok, sem stóð nokkur dægur, en er lygndi var fiskurinn borfinn að mestu, og mun það ekki ótítt eftir sunnanrok þar. f>egar aftur færist til norð- lægrar áttar kemur fiskurinn aftur. aSir i HrellaMtli, London (AP). — Undan- ’gengna 12 mánuði hefur verið stolið eða rænt úr pósti í Bret- landi peningum að upphæð 280 þús. stpd., þar af 240 þús. stpd. í póstpokaráninu í London í maí síðastliðnum. íslendingar hafa gefið Sam- einuðu þjóðunum fundarham- ar fagurlega úískorin. Hamarinn mun hafa verið af- hendur í gær við setningu alls- herjarþingsins, en gripurinn er útskorinn af Ásmundi Sveins- syni með víkingsmynd. Góð aðsókn að kabarettinum. Alls hafa á 8. þúsund manns séð hinn fjölbreytta kabarett Sjómannadagsráðs í Ausíur- bæjarbíói. Hafa sýningar þó ekki staðið nema í tæpa viku, og veður ver ið mjög óhagstætt, eins og kunnugt er, og má því aðsókn teljast mjög góð. í kvöld og á morgun verða sýningar kl. 9, til þess að gefa þeim kost á að koma, sem ekki hafa komið því við á sýning- um kl. 7,30 og 10.30, en síðar í vikunni verða sýningar á sama tíma og áður. Géta má þess, að nokkrar skipshafnir á hafi úti hafa pantað miða á sýningarnar, svo og hópar skólafóíks utan af landi, og áhugi mikill virðist fyrir sýningunum í nærsveit- um.----Kabarettgestir virðast á einu máli um, að hér sé um fágæta skemmtun að ræða. ihurchiil óttast ekki Sveinbaraafæðingar tíðari en meybaraa hériendis. Árin 1041 -50 fæddust hér 428 tvíhurar og 5 þrííiurar N.A."bandalagið traustasti veggur- inn gegn ofbeldisárás. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Churchill ræddi í gær heimsstyrjaldarhættuna í ræðu sem vakið hefur geisimikla at- hygli. í gærkveldi var haldin í London hin árlega veizla Píla- grímafélagsins, sem hefur að markmiði aukin menhíngar- tengsl og efiing vináttu og sam vinnu Breta og " Bandaríkja- manna. Ridgway yfirhershöfðingi NA-varnarbandalagsins var heiðursgestur í samkvæminu. í ræpu, sem Churchill flutti, f»ví hefur löngum verið haldið fram, að meira væri um konur í heiminum en karla. Hvað okkar þjóðfélag snertir, virðast konur ekki þurfa að hafa áhyggjur af þessu, því samkvæmt mannfjöldaskýrsl- um Hagstofunnar hafa töluvert fleiri sveinbörn fæðzt hér á landi síðustu árin heldur en meybörn. Á ár<unum 1946—1950 fædd- ust á fslandi 19278 börn, þar af voru 10050 sveinar og 9228 meyjar. Af hverjum 1000 börn- um voru þannig 521 karlkyns en 479 kvenkyns. Á næsta 5 FyrirSestur u íslahd i Joseph H. Rogatnick, sem um skeið síarfaði við amerísku sendisveitina hér, hélt nýíega fyrirlestur ara ísland í Singa- pore. Rogatnick er nú ræðismaður þar í borg, og hefur með hönd- um stjórn viðskiptadeildar ræð ismannsskrifstofunnar ame- rísku. Flutti hann erindi sitt þann 27. ágúst síðastliðinn á|*j fundi Rotary-klúbbsins í borg- inni, og voru áheyrendur um 150, forvígismenn á ýmsum^j sviðum þar. Með fyrirlestrin-' ' um sýndi Rogatnick myndir, sem hann tók, meðan hann dvaldist hérlendis á árunum 1945—47. Hann eígnaðist fjölda vina, meðan hann dvaldist hér, Dg hefur jafnan haldið sam- bandi við þá síðan. ára tímabili á undan eða ára- bilinu 1941—1945, voru 514 ef 1000. Heíir andvana fæddum Af börnum, sem fæddust á árunurn 1946—1950 voru 340 andvana, eða 18 af hverjum 1000. Hefur vandvana fæddum börnum fækkað allverulega að tiltölu frá því á öldinni sem leið. Þannig fæddust 36 and- vana af hverjum 1000 börnum á árunum 1886—95, á árabilinu 1906—’15 fæddust 30 andvana börn af hverjum 1000, og á ár- unum 1936—’45 var tala and- vana fæddra barna 22 af hverjum 1000. Yfirleitt fæðast fleiri óskil- getin börn andvana heldur en skilgetin. Á árunum' 1941—1950 fædd- ust hér á landi 426 tvíburar og 5 þríburar. Fæðingar eru tíðari sumar- mánuðina heldur en vetrar- mánuðina. c? Toulon (AP). — Franskur sjóréttur mun nú reyna að ganga úr skugga um, hvort kafbáturinn La Sibylle hafi ekki verið haffær. Kafbátur þessi fórst sem kunnugt er á miklu dýpi í Mið- jarðarhafi, en skipverjar höfðu látið í Ijós þá skoðun í bréfum til ættingja, að báturinn væri stórhættulegur vegna aldurs og slits. teldí ólík- Gasfranleiðsla í ðron jarðar. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Tilraunir eru nú gerðar í Bretlandi til framleiðslu gass með því að kveikja í kolum í jörðu niðri. Hér er um kol að ræða, sem eru gæðarýrari en svo, að það svari kostnaði að vinna þau.úr jörð með venjulegum hætti. Hugmyndin um gasvinnslu með þessum hætti kom fyrst fram í Englandi áriö' 1912. sagði hann, að hann þriðju heimsstyrjöldina lega, vegna þess að þegar á fyrsta mánuði hennar myndu dynja yfir þjóðirnar þau ósköp, sem þær óttuðust mest, og þetta hlytu leiðtogar þeirra að vita og skilja. í kjölfar slíkra ógna mundi koma margra ára átök lamaðra þjóða. Churchill sagði, að reyndin gæti vel orðið sú, að A.-banda- lagið yrði sá hlífiskjöldur, sem varnaði því, að ráðist yrði í of- beldis- og árásarstyrjöld. Ridgway yfirhershöfðingi sagði, að NA-varnarsamsökin hefðu ekki helming þess liðs, er til þyrfti, ef stöðva ætti oí- beldisárás, ef árásarþjóðin beitti sér af alefli, en nægi- lega öflugt til þess að gera á- rásarþjóðinni slíkt fyrirtæki dýrkeypt. Mikið væri undir almenningi komið og hversu hann brygðist við, ef á reyndi. Ridgway taldi þátttöku Vest- ur-Þýzkalands í samtökunum nauðsynlega. Meðal annarra gesta voru þeir Alexander landvarnaráð- herra og Montgomery mar- skálkur, aðstoðar-hershöfðingi Ridgways. Sökum þess hve seint í gær- kvöldi ræða Churchills var flutt eh lítið á hana minnst í rit- stjórnargréinum brezkra blaða í morgun, en á fréttásíðum er sagt frá henni undir stórum fyrirsögnum. í ritstjórnargrein í Daily Telegraph segir, að orð Churchills muni vekja athygli manna um allan heim, þvi að það sé viðurkennt að hann sé framsýnn maður og vitur, og hafi það oft komið í ]jós. — Blaðið segir, að það verði aldrei tekið fram of oft, að A.-banda- lagið muni aldrei teíla fram liði til árásar. Hér hiríist mynd af áhöfn brezku flugvélarinnar, sem nauðlenti á Grænlandsjökli, og sem var bjargað a£ bandarískum björgunarleiðangri. Myn din var tekin af áhöfninni í Englandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.