Vísir - 15.10.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1952, Blaðsíða 2
VÍSIR Miðvikudaginn 15. október 1952 Hitt og þetta Amma situr hjá Ingu litlu, sem er lasin. Inga segir: „Eg setla að reyna að sofna svo- lítið. Þú mátt gjarnan sitja jjarna ef þú talar ekki mikið.“ Spádómur Einsteins. Albert Einstein prófessor var um það spurður, hvaða vopn hann héldi að menn myndu nota í heimsstyrjöldinni þriðju. Hann svaraði: „Það veit eg sannarlega ekki. Tækninni fleygir fram svo furðulega, að því er erfitt að svara. En eg get sagt yður hvaða vopn verða notuð í heimsstyrjöldinni fjórðu. Það verða sleggjur og steinaxir". © „Þetta er þróun menningar- innar,“ sagði fyndinn skóari. „Fyrrum gengu menn skólaus- ir, en nú vantar bæði hæla og tær á skóna.“ • Árið 1917 kom Ivar Kreuger, frá Svíþjóð, á eldspýtnaeinok- un og gerðist síðan hinn mesti svikahrappur er sögur fara af. Hann framdi sjálfsmorð árið 1932 í Paris. Hann samdi falsk- ar fjárhagsskýrslur frá eld- spýtnafélögunum, sem voru fjöldamörg og sum alls ekki til. Hann gaf út og seldi hlutabréf og skuldabréf fyrir stórkost- legar fjárupphæðir og greiddi vexti og arð af innborguðu hlutafé. Þegar fyrirtækið var orðið svo, stórt og fjölþætt, að hann réð ekki lengur við það, réð hann sér bana. Hafði hann þá sölsað til sín fé, sem nam 500 milljónum dala og kom helmingur þess frá Bandaríkj- unum. Hann var ókvæntur og átti þá og'hélt uppi landeign- um í þrem löndum, átti 7 heim- ili í 5 borgum og hafði sóað hér um bil 160 þusund dölum á viku hverri. 9 Þú getur ekki sáð hatri og öfund en uppskorið kærleilca og vináttu. Þú getur ekki sáð sviksemi og uppskorð ti'aust. CiHU Jítth/ fúK;., Einu sinni var. ............. Þessi grein birtist um Lúðra- sveitina í Vísi 15. okt. 1922. BÆJAR f^réttir Lúðrasveitin. Eg er einn af þeim, er fylgzt hefir með af miklum áhuga við- leitni Lúðrasveitarinnar til að koma sér upp húsi til æfinga. ■ Tel eg það vel farið, að menn hafa stutt það fyrirtæki með gjöfum og öðru. En því sárari vonbrigðum varð eg fyrir er einn meðlimur Olympíunefnd- ar knattspyrnumanna skýrði mér frá því, er nefndin hélt hlutaveltu sína, að Lúðrasveitin hefði ekki viljað spila á téðri hlutaveltu fyrir 100 kr., segi og skrifa eitt hundrað krónur um klukkutíma, og ástæður voru engaí’ færðar fram, hvorki for- föll né annað. Þetta finnst mér mjög illt til .afspurnar og mun það þýkja leiðinlegt, þeim, er stutt hafa sveitina í þeirri trú,að hér væri um verulega áhugamenn að ræða .... Knattspyrnumaður.“ Miðvikudagur, 15. okt. — 288. dagur ársins. Rafmagnstakmörkun .verður á raorgun, fimmtpdag-? inn 16. októbér, kl. 10.45—. 12.15 2. hluti. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3.15—4 og fimmtudaga kl. 1.30—2.30. — Fyrir kvefuð börn er einungis opið föstudaga kl. 3.15—4. Skógrækt ríkisins. Skógrælctarfélag íslands og Landgræðslusjóður hafa flutt skrifstofur sínar frá Borgartúni að Grettisgötu 8. Fnlltrúaráðsf undur sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu í kvöld og hefst hann kl. 8.30 e. h. Rætt verður: Verkefni ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Frummælandi: Bjarni Benediktsson, utanríkisráð- herra. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Ceuta 9. þ. m. til Kristiansand. Dettifoss fór frá Reýkjavík 12. h. m. til Grimsby,. London og Hamborgar. Goðafoss' fór frá New York 9. þ. m. til Reykja- víkur. Gullfoss fer frá Leith í gær til Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Rotterdam í gær til Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Selfoss kom til Reykjavíkur í gær frá Grundar- firði. Tröllafoss fer frá Rvík í kvöld til New York. Ríkisskip: Esja er í Reykja- vík. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er í Reykjavík og fer þaðan á morgun til Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Skaftfelling- ur fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Skip SÍS: Hvassafell lestar síld á Breiðafirði. Arnarfell wMfáta m 1 2 J3 4 BEBk wm 5 1 b 7 s °! 10 II ia Lárétt: 1 Guðsþjónustan, 5 smáfiskur, 7- verkfæri, 9' titill, 10 innilokaður sjór, 11 tíma- mæla, 12 fangamark, 13 slótt- ug, 14 notandi, 15 menin. Lóðrétt: 1 Tala, 2 himna, 3 lagði eið, 4 atvo., 6 bóksali, 8 hátíð, 9 dautt, 11 rándýri, 13 góð á bragðið, 14 fangamark. Lausn á krossgátu nr, 1742. Lárétt: 1 Sykurs, 5 úlf, 7 ræll, 9 bú, 10 nía, 11 bol, 12 að, 13 karl, 14 kol, 15 inntak. Lóðrétt: 1 Sárnaði, 2 kúla, 3 ull, 4 RF, 6 bulla, 8 æið, 9 bor, 11 foala, 13 kot, 14 KN. lestar saltfisk fyrir norður- landi. Jökulfell fór frá New York 11. þ. m. áleiðis til R.vík. Fimmtug er í dag : ; . ‘ iiO ! ! : ' : r -j frú Valdís Bjarnadóttir, Hof-’ teig 19, kona Sigurbergs Élías- sonar, verkstjóra. Illutavelta Kvennadeildar Slysavarnafélagsins. Konur þær, sem standa að hlutaveltu Kvennadeildar Slysavarnafélagsins hafa beðið blaðið, að biðja alla þá, sem hafa hugsað sér að styrkja hlutaveltuna með gjöfum, að senda munina á skrifstofu fé- lagsins eða gera aðvart í síma 4897. Útvarpið í kvöld: 20.20 Leiðbeiningar vegna manntalsins 1952 (Klemertz Tryggvason hagstofustjóri). — 20.30 Útvarpssagan: „Mann- raun“ eftir Sinclair Lewis; V. (Ragnar Jóhannesson skólastj.). 21.00 íslenzk tónlist: Lög eftir Emil Thoroddsen (píötur). .— 21.25 Frásöguþáttur: Svip- myndir frá Andalúsíu (Högni Torfason fréttamaðúr). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Désirée“, saga .eftir Anne- marie Selinko (Ragnheiður Hafstein) — VI. Kvenfélag Neskirkju hefir ákveðið að hafa basar og kaffisölu næsk. sunnudag 19. þ. m. í K.R.-húsinu við Kaplaskjólsveg. Sendir nú stjórn félagisns og basarnefnd tilmæli til félagskvenna, safn- aðarfólks og annara velunnara Nessóknar, um að syrkja bas- arinn með gjöfum. Gjöfum til basarsins er veitt móttaka hjá eftirtöldum konum: Frú Guð- rúnu Magnúsd., Hringbraut 85, sími 3502. Frú Ingibjörgu Thor- arensen, Ægisíðu 94, sími 5688. Frú Elísabetu Kristjánsdóttur, Reykjavíkurvegi 27, sími 1957. Frú Sigríði Sigurbjörnson, Garðavegi 4, Grímst.h., sími 4755. Frú Ingibjörgu Eiríks- dóttur, Grænumýri, sími 5698. Frú Marselínu Níelsen, Reyni- mel 52, sími 3275. Frú Helgu Gísladóttur, Víðimel 39, sími 5672. Frú Svövu Jensen, Blóm- vallag. 13, sími 2478. Frú Guð- björgu Andersen, Víðimel 38, sími 4710.. Frú HaHuóru Eyj- ólfsd., Bollagötu, sími 4793. Basarnefndin. „Lífið er dýrt“, heitir amerísk stórmynd, sem Stjörnubíó sýnir í kvöld og annað kvöld, samkvæmt mörg- jum áskorunum. Myndin er gerð eftir frægri skáldsögu, sem komið hefir út á íslenzku. VeSrið. Veðrið kl. 9 í morgun: Reykja- vík SA 3, 4ra st. hiti. Stykkis- hólmur S 3, 4. Siglunes SV 3, 8. Akureyri SV 2, 5. Grímsey SSV 1, 6. Dalatangi SSV 4, 8.' Ðjúpi- vogur SV 2, 6. Vestm.eyjar SSV 4, 5. Þingvellir SA 2, 4. Reykja- nesviti S 4, 6. Keflavík S 2, 3., Sr. Björn O. BjömsSoa, Einn úmsækjenda um Ká- teigsþrestakaH, hefir beðið blaðið að geta þess, að hann hafi ekki haft kosningaskrif- .stofu við prestskosninguna á sunnudaginn, eins og sagt var í blaðinu í fyrradag. Biður blaðið hann velvii’ðingar á missög'n þessari. Hekla, millalandaflugvel Loftleiða, kom í morgun kl. 7.30 frá Kaupmannahöfn með farþega og' póst. Flugvélin fór héðan iaftur kl. 9.30 til New .York og ei’ væntanleg aftur- hingað ■snemma á föstudagsmorgun á leið til K.hafnar og Stavang'urs. Kvenfélag Óháða fríkirkjusafnaðarins heldur félagsfund í Breiðfirð- ingabúð annað kvöld kl. 8.30. Þar verður upplestur: Sr. Emil Björnsson og ýms önnur skemmtiatriði, en konur eru minnta r á að taka með sér handavinnu. Katla lestar saltfisk í Vestm.eyjum. lánsýningin framfengd fl! sunnudagskvölds. Iðnsýningin verður fram- lengd til sunnudagskvölds, vegna fjölmargra áskorana. í gær höfðu yfir 60 þúsund manns séð iðnsýninguna, en að sókn verið mikil og stöðug síð- an um helgi. Helgi Bergs, fvam kvæmdastjóri sýningarinnar gat þess við blaðamenn í gær, að um dag'inn hefði ekki linnt fyrirspurnum um, hvort sýn- ingin yrði ekki framlengd. Vegna þessa, svo og hins að aðsókn fór vaxandi, var tekin sú ákvörðun að framlengja sýninguna til sunnudags. Á mánudag verður iðnþing svo sett í salarkynnum sýningax- innar. Iðnsýningin er þegar orðin fjölsóttasta sýningin, sem hér hefur vei'ið haldin. Bi-ezkt skip á leið frá Ástra- líu til Bretlands með 9000 lestir hveitis innanborðs hefur fengið fyrirskipun um að halda til Karachi í Pakistan, og verður hveitinu skipaS þar á land. .Hungursneyð var yfirvoíandi í sumurn héruðum landsins, en hefir nú verið afstýrt í bili með þessari ráðstöfun. Ricgmor byrjar dans- kennslu um helgina. Á næstunni gefst Reykvík- ingum tækifæri á að læra tvær helztu nýjungarnar í danslist- inni, mamba og square dansa, en dansar þessir eru nú helzt dansaðir um alla Evrópu. Hinn kunni danskennari, frú Rigmor Hansson, er nýkomin frá Kaupmannahöfn, þar <sem hún sat þing danskennai'a, seni haldið er á hverju hausti. Á þessu þingi mæta kennarar víðs vegar að og ræða um dans- kennslu, og nýjungar á því sviði. Frú Rigmor hefur dans- kennslu sína n. k. laugardag og fer hún fram í Góðtempl- arahúsinu. Þar verða kenndir samkvæmisdansar fyrir full- orðna á laugardögum og sunnudögum, en danskennslu barna er aðra daga vikunnar. Kennsluskírt. fullorðna gildir einnig á dansleiki í Góðtempl- arahúsinu fyrir sama tímabil. Bílstjórar vilja 3ja manna umferðadómstól. Samvinnufélagið Hreyfill, samtök bifreiðastjóra, hafa far- ið þess á leit við dómsmála- ráðherrann, að hann gangist fyrir setningu laga um sértsak- an umferðadómstól. Á fundi/ sem forráðamenn samtaka bílstjóra í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík héldu með blaðamönnum í gær, og skýrðu frá nýju gjaldmælun- um, sem komnir eru nú í allai' farþegabifreiðar, 5—7 manna, var rætt um þessa tillögu sam- takanna. Stjórn Samvinnufél. Hreyfils hefur skrifað dóms- málaráðherra og óskað eftir því, að hann flytji á Alþingi, er nú situr fi'umvarp til laga um þenna dómstól. Telja samtök bifreiðastjóx-a ófullnægjandi, að einn undir- dómari dæmi í þeim málum, og óska þess að með umfei’ðarmál fari dórnur skipaður þrem dóm- urum, og verði einn þeirra til- nefndur af samtökmn bifreiða- stjói'a á landinu. MAGNÚS THORLACIUS hæstar éttarlögmað ur Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. óskast til kaups. Tilboð merkt: „Nótabátur 51“ leggist inn á afgieiðslu blaðsins fyrir 1. nóvember. 2 herfoergi og eldhús óslcast á hitaveitusvæðinu. Má vera í góðum kjallara. Upplýsingar síma 81218 kl. 3—-7 í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.