Vísir - 03.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 03.01.1953, Blaðsíða 4
VlSIR Laugardaginn 3. janúar 1953. $ DAGBLAÐ Rltstjórar. Kxistján Guðiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Otgeíandi. BLAÐAÚTQÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvað er framundan? Yíst er mönnum hollt að gera upp reikningana um hver ára- mót, og láta sér þannig skiljast hvað unnist hefur og hvað tapast. Á meiru veltur þó, að á þeim grundvelli verði byggð áætlun komandi árs um lausn helztu vandamála, sem við aug- um blasa. Um þessi áramót eru vandamálin 'mikil og raunar mörg, enda vandséð hversu úr rætist um sum þeirra. Ekki verður á þeim sigrast með deifð og drunga, hangandi hendi eða aðgerðarleysi. Stjórnendur ríkis og samtaka, félaga og stofnana eiga framundan ár reikningsskilanna, enda ekki ólík- legt að hrykta kunni í sumum burðarviðum um það er lýkur. Brezki ísfiskmarkaðurinn er íslendingum tapaður í bráð og máske lengd. Bretinn er venjulega ekki viðbragðsfljótur í samningum, en þó allra sízt, ef segja má að brezkir hagsmunir séu í húfi, jafnvel þótt þeir varði aðeins eða aðallega fámenna mannhópa heimsveldisins. Raunin sannar að brezkir útvegs- menn eiga sér bakhjarl, þar sem brezka ríkisstjórnin er, sem þegar hefur gert þeirra mál að sínu og ber úr þessu alla á- byrgðina. Af hálfu brezku ríkisstjórnarinnar var því haldið fram fyrir fáum dbj jm á alþjóðlegum fundi í París, að ís- lenzka ríkisstjórnin hafi verið vöruð við þvi, að til löndunar- banns kynni að koma, í viðræðum, sem fram fóru um málið á síðastliðnum vetri. Bendir það til að löndunarbannið sé ekki mjög fjarskylt brezku ríkisstjórninni, þótt hún hafi svarið fyrir „faðernið“. Hinsvegar gaf slík aðvörun efni til íhugunar og viðbúnaðar af hálfu íslendinga varðandi útgerðar og fisk- sölumál, en almenningi er ekki ljóst hvað aðhafst hefur verið í því efni, þótt víkkun landhelginnar væri jafn sjálfsögð fyrir því. Um þessar mundir stendur yfir verkfall á vélbátaflotanum, en flestir togararnir veiða í salt, ef þeir Iiggja ekki í höfn eða þá „undir hamrinum". Útgerðin mátti ekki við miklum áföllum, en undan þeim verður ekki komist og hvað má þá til varnar verða? Um þetta spyrja menn og þótt spurningunni verði ekki svarað, má fullyrða að ekkert getur bjargað nema aukinn stór- hugur og stóraukið starf við markaðsleit. Samtök útvegsmanna fá nú færi á að sýna sig og standast prófraunina. Geri þau það ekki, leiðir af því aukið frjálsræði í útflutningsverzlunni, þar sem öllu verður tjaldað, sem til er. Afurðasölumálin hafa úr- slita þýðingu fyrir framtíð lands og þjóðar, enda byggist sjálf- stæðið á afkomunni út á við öðru frekar. í áramótagreinum tveggja ráðherra, er að því vikið að þessu sinni, að æskilegt sé að við tökum sjálfir einhvern þátt í ör- yggismálum þjóðarinnar, en þurfum ekki allt til annarra að sækja í því efni. Hér í blaðinu var því haldið fram, áður ,en hervendin kom til sögunnar, að þetta ætti þjóðin að gera, meo því að illt væri að eiga allan sinn hag undir annarra náð. Hefði verið hér vísir að varnarliði, áður en herverndin kom til fram- kvæmda, gat þjóðin samið sér stórlega í vil, en hitt er aftur vafasamara hvort gæfa glataðra augnablika ber aftur að dyrum. Lærum á reynzlunni. A llsherjarverkfall það, sem efnt var til fyrir áramótin, var leitt til farsælla lykta að því leyti, að horfið var að mestu frá beinum kauphækkunarkröfum, en stefnt að verðhjöðnun, sem getur tekist giftursamlega, ef með varúð er að farið og stórtruflanalaust. En verkfallið var í sjálfu sér mesta glæfra- fyrirtæki, sem dæmi eru til í íslenzkri sögu, og mun eiga sér aðeins eitt fordæmi í brezkri sögu árið 1926 eða þar um bil. Allsherjarverkföll og loftárásir eiga það sameiginlegt, að hvort- tveggja er glæpur gagnvart borgurunum, öldruðum mönnum og sjúkum, mæðrum og munaðarleysingjum, auk þess sem þau leiða af sér hörmungar fyrir einstaklinga, sem í verkföllum eiga og raunar þjóðina í heild. Núverandi forsætisráðherra Breta stóð einnig í eldinum, er allsherjarverkfallið var háð þar í landi. Hann túlkaði þá eðli slíks glæps fyrir þjóðinni á þann veg að verkalýðshreyf- ingin skildi fyllilega í hvert óefni var stefnt, enda hefur sagan ekki endurtekið sig. Allsherjarverkfall hefur ekki verið háð í Englandi síðan, og verður vonandi heldur ekki háð afíur hér á landi. Fyrsta ganga núverandi formanns Alþýðuflokksins var ill, en þó að því leyti góð og honum lærdómsrík, að hann mun lítillega hafa kynnst eðli kommúnista og gistivináttu þeirra, en mjög var hann hændur að þeim flokki áður. Það var hvorki honum að þalcka né hans liðsmönnum, að ekki kom til frekari vandræða, en aðeins lítilsháttar heræfingar af hálfu kommún- ista. Formaðurinn skilur nú væntanlega, að öryggi það, sem honum tókst að skapa, var ekki 30 Júdasar-peninga virði. l\iýársbo5skapur forseta Islands: Vér böfum yfír fleiru ai gleijast en hryggjast JLÍtmm ÍB'ÍEMM tii hins ntjija íiws. Fórseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávarpaði þjóðina í útvarpi frá Bessastöðum á ný- ársdag, og var það fyrsti ný- ársboðskapur hans til þjóðar- innar. Forseti þakkaði gamla árið, traust og vináttu, kveðjur og góðar óskir. „Þær eru mér fyrirbænir í nýbyrjuðu starfi“. Að svo mæltu óskaði hann þjóðinni árs, friðar og öryggis, og einstaklingunum góðrar af- komu og vaxandi trúar á lífið og framtíðina. Forseti minntist á hina víð- tæku vinnustöðvun sem varð í desember og kvaðst vart minn- ast meiri „feginsdags í verk- fallslok en að þessu sinni“, og að allir væru sammála um heppilega lausn, eftir því sem málum var komið. Síðan hefðu allir notið gleðilegrar hátíðar með einmuna veðurblíðu. Forseti sagði, að ekki væri ástæða til dvínandi trún- aðartrausts og vaxandi úlf- úðar — og að „vér höfum yfir fleiru að gleðjast en hryggjast“, og ræddi hann einkum hinar miklu framfarir á ýmsum sviðum síðan er Al- þingi var endurreist fyrir einni öld. Sjálfstæðisbaráttan hefði verið löng en farsæl. En í raun- inni væri henni ekki lokið. „Hún heldur áfram eins og sjálf lífsbaráttan.“ Forseti minntist Alexandrine drottningar í ræðu sinni, „síð- ustu drottningar yfir íslandi“, hlýlegum virðingarorðum, og manns hennar, Kristjáns kon- ungs X. Hann rakti landhelgis- deiluna, en í því máli stæðu allar Islendingar sem einn mað- ur, landbúnað, iðnað, kröfurnar um handritin o. fl. í niðurlagi ávarpsins kvað forseti svo að orði: „Góðir íslendingar, eg ávarpa yður héðan frá Bessastöðum. Vonandi hefur það nafn nú betri hljóm en fyrr á öldum. Hér hefur eins og víðar fátt varðveitst, sem minnir á for- tíðina nema húsið sjálft, en það er byggt fyrir atbeina fyrsta íslendingsins sem hlaut amt- mannstign, Magnúsar Gíslason- ar. Hann bjó fyrstur í þessu I húsi og að frátöldum fáeinum árum hafa íslenzkir menn búið hér og starfað. En Grímur Thomsen var hinn fyrsti ís- lenzki eigandi jarðarinnar eft- ir Snorra Sturluson. Samur er hann Keilir og söm er hún Esja og var á dögum Snorra, víð- sýni mikið og náttúrufegurð. Hér er ilmur úr jörðu af þýð- Á gamlársdag flutti Stein- grímur Steinþórsson forsætis- ráðherra ávarp til þjóðárinnar, eins og venja hefur verið til. Hóf hann mál sitt á að flytja öllum þeim, sem hefðu orðið fyrir ástvinamissi eða aðrar sorgir steðjuðu að, samúðar- kveðjur. Síðan fór ráðherrann nokkr- um orðum um tíðarfarið á ár- inu, veðrátta hafði verið köld og erfið fram á vorið 1952. Sumarið síðan kalt einnig, en nýting heyja varð samt góð og grasspretta. í meðallagi. í því sambandi minntist hann á mestu framkvæmd ársins, byg'g ingu áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, og þýðingu hennar fyrir landbúnaðinn. Þá ræddi forsætisráðherra um aflaleysi ársins og nauðsynina á fjölþættari atvinnuvegum. Ár efti'r ár hefur afkoma fjölda manna vérið undir síldveiðum komin, en nú hafa þær brugðist mörg ár í röð. Dýrar verksmiðj- ur hafa þess vegna ekki verið starfræktar og mikið dregið úr atvinnu af þeim sökum. Vegna þess meðal annars að síldveiðar hafa brugðizt hefur verzlunar- jöfnuðurinn verið óhagstæður um nokkur ár, en vinna yrði að því að, alefli, að verzlunar- jöfnuður við útlönd náist. Ein- asta ráðið til þess er að fram- leiða meiri vörur og betri vörur. Samkeppnin er sívaxandi og í þeirri samkeppni verður ís- lenzka þjóðin að standa sig. í því sambandi minnti hann á stórstígar framkvæmdir í land- inu á sviði raforkumála, aukna tækni, er gera ætti þjóðinni léttar fyrir með að framleiða og búa til verðmæti. En einmitt vegna aflabrests og síldarleysis ingum Sveinbjarnai- Egilssonar og kvæðimi Gríms. Úti sé eg ljós á gröf hins fyrsta forseta íslands, Sveins Björnssonar. sem á sinn þátt í að helga þennan stað. Hér er nú þjóðar- heimili með sérstökum hætti og hefur okkur hjónunum verið falin forstaða þess um skeið. Við lítum nú með viðkvæmum huga og þó vonglöð fram til hins nýja árs, og flytjum öllum heimilum og fjölskyldum lands- ins hjartanlegar nýjársóskir. Drottinn blessi fósturjörðina og haldi sinni verndarhendi yfir landi og lýð á komandi ári.“ yrði þjóðin nú að temja sér meiri hófsemi og sparnað. Þá ræddi forsætisráðherra um viðhorfið í alþjóðamálum og þær blikur er á lofti hefðu verið síðan síðari heimstyrjöldinni lauk. Vér íslendingar höfum vanizt því meir að meta and- leg rök en hervernd. Tilvera vor og annarra smáþjóða er undir því komin að rétturinn en ekki ofbeldið ráði í heim- inum. Vér viljum eiga frið og vin- samlegt samstarf við allar þjóðir, sagði ráðherrann. Þá ræddi ráðherrann urn landhelgismálið og rakti með fáúm orðum. Sagði hann að ís- lendingar bæru ekki ugg í brjósti að brezka þjóðin myndi innan tíðar skakka leikinn og létta af siðlausum þvingunar- ráðstöfunum, sem nokkrir tog- araeigendur hefðu efnt til m. a. til að bægja íslenzkum fiski frá brezkum höfnum, og losa sig þar með við skæðan keppinaut. Þá ræddi forsætisráðherra handritamálið og lýsti þeirri trú sinni, að Danir myndu skila íslenzku handritunum heim til íslands, enda ættu íslendingar marga skoðanabræður í því máli meðal merkustu og kunn- ustu Dana. Að lokum fór ráðherran nokkrum orðum um hinn sívax- andi þátt íslendinga í þjóða- samstarfi, réttindi þau og skyld ur, er því væri samfara. Benti hann á hve heimurinn væri lít— ill orðinn vegna tækniþróunar og að þess vegna gæti engin fullvalda þjóð einangrað sig, og allra sízt við íslendingar með þeirri legu er land okkar hefur. Forsætisráðherra lauk ávarpi sínu með árnaðaróskum til ís- lenzku þjóðarinnar. TILKYNNING frá ÁburðarverksnðjunRÍ h.f. Höíum ílutt skríístoíu Vora í Borgartún 7 (hús Almenna byggingarfélagsins) Símanúmer vor eru 81797 og 82385 Starfsmenn sem eiga hjá oss orlofsfé gjöri svo vel og' framvísi orlofsbókum næstu daga. Áburðarverksmiðjan h.f. Áramétaávarp forsætfsráBherra: Þjóðin þarf að sýna hófsemi og sparneytni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.