Vísir - 03.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 03.01.1953, Blaðsíða 8
liÆKN AB O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringiS í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. LJÓSATÍMI bifreiða er 15,00 til 10,00. Flóð er næst í Reykjavík kl. 19,35. Manntjón konmúmsta tífalt meira en Bandaríkjanna. Hafa misst á 2, milijón manna. Einkaskeyti frá AP. — Samkvæmt nýbirtum skýrsl- wm er manntjón kommúnista í :Kóieu nærri tífallt meira en JBandarikjamanna. Nemur það frá upphafi styrj- aldarinnar 1% milljón, en iBandaríkjamanna 127.000. Flugvélatjón Bandaríkja- ananpa í styrjöldinni nemur xúmlega 1680, en kommúnista lan 700, og er því flugvélatjón Bandaríkjamanna meira en Lelmingi meira. Stafar þetta af þiví, að það má heita næstum daglegur viðburður, að sprengju ilugvélar fari til árása á sam- jgöngumiðstöðvar og birgða- Ætöðvar, þar sem komið hefur *verið fyrir fjölda loftvarna- hyssna, en það kemur hins veg- •ar vart fyrir, að kommúnistar geri tilraunir til sprengjuárása, livað þá meira. Hins vegar birta jþeir talsvert MIG-orrustuflug- •vélum í varnarskyni og til á- xása á flugvirki og varnarflug- ■vélar þeirra. Sabre-þrýstilofts- orrustuflugvélarnar eru taldar taka MIG-flugvélunum fram og •er því haldið fram, að fyrir liverja eina Sabre-flugvél séu S MIG-flugvélar skotnar niður. Syngman Rhee vill sókn tii Yalufljóts. Syngman Rhee forseti Suður- .Kóreu sagði í nýársboðskop, að liin eðlilega varnarlína Kóreu væri við Yalufljót, og sókn þangað til björgunar Norður- Kóreumönnum væri sjálfsögð, yrði ekki dregin öllu lengur. Kvatti hann S. þj. til slíkrar Margt birtist lygilegt í er- lemdum blöðum, og skai hér sögð ein saga, sem vér seljum ekki dýrara en vér keyptum. Það skal tekið fram þegar, að tvö blöð í Róm birtu sam- tímis fregn af atburði þeim, sem frá greinir hér á eftir, og fullyrða bæði, að hún sé sönn. Sagan er á þá leið, að eitur- slanga hafi komizt inn í hús eitt í úthverfi Rómaborgar. Þar átti heima 19 ára kona, Caro- lina Audonzio, gift, sem sofnað hafði í rúmi sínu við að gefa barni sínu brjóstið. Skreið slangan upp í rúmið til kon- unar og tók að sjúga brjóst heimar, en hún svaf sem áður. Eiginmaðurinn, faðir barns- ins, kom heim litlu síðar; lá slangan enn á brjósti sofandi konunnai;, en barnið hafði ein- hvern veginn brugðið hala :slöngunnar upp í sig eins og •dúsu, og saug hann hið ánægð- asta. Maðurinn þorði vitanlega sóknar og kvað Eisenhower og Bandaríkjamönnum bezt að treysta til þess að knýja þetta fram, en ef það tækist ekki væru Suður-Kóreumenn reiðu- búnir að sækja fram þangað einir síns liðs. Nýir samningar V.R. undirritaðir. Aðfaranótt gamlársdags voru undirritaðir nýir samningar um kaup og kjör verz'unarfólks milli samninganefndar laun- þegadeildar V. R. og Verzlunar- ráðs íslands, Sambands smá- söluverzlana og Kron. Samningarnir voru í aðalat- riðum eins og fyrri samningar að því undanskildu, að inn í þá eru teknar þær breytingar á vísitöluútreikningi, sem gerðar voru í hinum nýju samningum verkalýðsfélaganna. En auk þess fengu verzlunarmenn 10% grunnkaupshækkun á byrjun- arlaun 3. flokks afgreiðslu- manna og 3% eftir árs starfs- tíma.-Að öðru leyti er grunn- kaup óbreytt. Um sumarfrí voru þær breyt- ingar gerðar, að verzlunarmenn fá 18 daga sumarleyfi eftir 12 ára starfstíma hjá sama fyrir- tæki í stað 15 ára áður. Nokkrar breytingar voru gerðar á lokunum verzlana, svo sem kl. 12 á gamlársdag í stað kl. 13 áður, og felld er niður heimild til að láta verzlanir vera opnar til kl. 16 á áðfanga- dag og gamlársdag. ekkert að gera, því að það hefði getað orðið bani konu og barns, og hann stóð hjálparvana á- horfandi að þessu í um það bil klukkustund, en þá var slang- an um síðir orðin södd, svo að hún skreið ofan úr rúminu aftur. Réðst maðurinn þá á hana með barefli, og vai’ð henni aB bana. Reyndizt hún 90 sentimetrar á lengd. Konan vaknaði við atgang- inn, og þegar það rann upp fyrir henni, í hverri hættu barnið og hún höfðu verið, fekk hún taugaáfall, eins og nærri. má geta. Já, saga þessi er harla ósenni- lég, en hvað segir ekki mál- tækið, að raunveruleikinn sé einkennilegri en skáldskapur eða eitthvað á þá leið. Að minnsta kosti viljum vér ekki væna kollega vora á Ítalíu um að hafa búið þetta til — svona að óreyndu. Þíðviðri um land allt. I fyrrinótt og fram efth* degi í gær gekk til suðaustanáttar með þíðviðri um land allt. Um suður- og vesturhluta landsins gerði töluverða rign- ingu, mældist, hún 10 mm hér í Rvík, 18 mm í Vestmannaeyjum og 6 mm á Þingvöllum. Þykir sennilegt að á vatnasvæði Sogsvirkjunarinnar hafi rignt 10—12 mm á sl. sólarhring og er það töluverð úrbót í þurrk- unum og vatnsleysinu að und- anförnu. Allhvasst var hér sunnan- lands í gær, hvassast 11—12 vindstig í Vestmannaeyjum, en vindhraðinn komst upp í 9 vindstig hér í Rvík. í morgun var hvarvetna hlý- viðri í byggð, yfirleátt 4—6 stiga hiti á láglendi, heitast 8 stig á Akureyri, en kaldast 2 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Búist er við suðvestan átt í dag og að veður fari heldur kóln- andi, en þó varla svo að frysti næsta sólai-hringinn. Hafís hefur sést langt úti á Halamiðum á að gizka 40—50 sjómílur út af Straumnesi. Á svipuðum slóðum sást hafís fyr- ir um það bil mánuði, en hvarf þá fljótlega aftux’. ------»........——. Eddie Fischer söng á Keflavíkurveíli. Eddie Fischer hinn. heims- kunni, ameríski dægurlaga- söngvari kom til Keflavíkur sl. mánudag. Fischer hefur verið á 2ja mánaða ferðalagi um Evrópu og sungið í herstöðvum Banda- íákjahers, þar sem hann hefur ferðast um. Söngvarinn stóð aðeins við um tvær stundir, en notaði tímann til að syngja fyrir hermenn í varnarliðinu. Söng Fischer í forsal gistihúss- ins. Munu um tvö hundruð manns hafa hlustað á hann. Fischer var á leið vestur um haf til Bandaríkjanna, þar sem hann mun syngja við innsetn- ingu Eisenhowers í embætti 20. þ. m. Rússnesk skip I Ameríkisferlum. * Moskva (AP). — Það hefur verið tilkynnt, að hafnar verði reglulegar skipaferðir vestur um haf á næsta ári. Verður þar um farþegaflutn-’ inga að ræða, auk vöruflutrí- inga, og verður siglt frá Odessa um Neapel og Gibraltar til New York. (í þessu sambandi er fróðlegt að minnast þeirra upp- lýsinga, sem gefnar hafa verið Sþ, að aðeins rúmlega 1800 manns hafa fengið vegabréf til að fara frá Rússlandi á árinu 1951). ), ■ ■■■■*.. .. am Clement Attlee fyrrum for- sætisráðheri’a er sjötugur í dag. Beið bana af byltu á rjúpnaveiðum. 30. þ. m. beið aldraður mað- ur bana af slysförum á rjúpna- veiðum uppi í Borgarfjarðar- dölum, Pétur Samúelsson að nafni. Pétur var heimilisfastur að Litla-Skarði í Stafholtstung- um, en mun hafa dvalizt tals- vert að undanfömu við vinnu á Suðumesjum. Hann var á sjötugs aldri. Fór Pétur í heim- sókn til skyldfólks í Borgar- firði yfir hátíðarnar og var seinast á Hreimsstöðum í Norð- urárdal, og fór þaðan á rjúpna- eviðar, þrátt fyrir frekar ó- hagstætt veður, einn síns liðs. Er dimma tók var leit hafin, sem, margir tóku þátt í, og fannst lík hans skammt frá Hvassafelli. Hafði hann hlotið áverka af byltu, en þrotið mátt áður en hann komst til bæjar, og lagzt fyrir. Gil em og ill- fært á þessum slóðum. Mun hafa verið komið nokkuð fram yfir miðnætti, er lík hans fannst. .■» .- Rene-Mayer reynir stjórnarmyndun. René-Mayer, leiðtogi radi- kalaflokksins, gerir nú tilraun til stjórnarmyndunar í Frakk- landi. í gær voru menn öllu vonbetri um árangurinn af tilraunum hans en þeirra Sousthelle og Bidault, sem báðir urðu að gef- ast upp. — René-Mayer vill að sögn fá Bidault fyrir utanrík- isráðherra. Franskir stjórnmálamenn að- hyllast nú almennt þá skoðun, að stjómarskrárbreyting sé nauðsynleg, til þess að rýmká nokkuð vald ríkisstjórna. -----».—— London (AP). — Hongkong nýlendan hefur gefið V-> millj. stpd. í ríkissjóð Breta og Singa- p'ore 1 millj., og er hvorttveggja gefið með tilliti til landvarna, sem Bretar annast úti um heim. — Erilsamt hjá lögreglumii. Frh. af 1. síöu. urinn var mjög bólginn í and- liti. Á nýársdagskvöld kærði kona á Grettisgötunni yfir því að þá um daginn hafi hún tvíveg- is fengið heimsókn óþekkts manns, er ekkert erindi hafi átt, en nokkru eftir að hann fór í seinna skiptið, saknaði konan kvenbomsa. í gærkveldi fékk lögreglan upplýsingar um, að stómm vöru bíl hefði hvolft á Melavegi og lægi þar mannlaus og yfirgef- inn. Rétt á eftir fékk lögregl- an fregnir af því að bílstjórinn myndi hafa meiðzt eitthvað og farið upp á læknavarðstofu til aðgerðar. Bíllinn var töluvert skemmdui’, en þó ekki mjög mikið. Um hálf ellefuleytið komu tveir bílstjórar sitt í hvoru lagi á lögreglustöðina og tilkynntu að þeir hefðu séð fólksbíl í skurðbrún á vegamótum Miklu- brautar og Suðurlandsbrautar. Hefðu þeir hvor um sig takið slasaðan farþega og flutt á Landspítalann. Farþegar þess- ir voru Rannveig Kristjánsdótt- ir, Elliðaárbraut 6, sem skrám- aðist í andliti og kvartaði und- an óþægindum fyrir brjósti, og Þór Pétursson, Hagamel 8, sem skarst á hendi töluvert illa. Bifreiðarstjórinn var farinn af staðnum, en skömmu síðar hringdi hann til lögreglunnar og kvaðst þurfa að tala við hana. Skýrði hann þá frá að hann hafi verið allmjög drukk- inn, er slysið vildi til. Um miðnætti í nótt vai’ lög- reglunni tilkynnt að bíl hafi verið ekið út af Hafnarfjarðar- veginum skammt frá Kapell- unni í Fossvoginum. Hafði bíll- inn lent þar á grjóti og stór- skemmst. Er lögreglan kom á staðinn var bílstjórinn horfinn, en brennivínsflaska með slatta í var í bílnum og auk þess stóð lykillinn í kveikjulásnum, er að var komið. ÞaS er margt gert til þess að fá áhangendur Mau-mau hreyf- ingarinnar til þess að snú baki við blóðsúthellingum. Meðal annars hefur brezlia stjórnin fengið töframenn í þjónustu sína, og verður þeim talsvert ágengt. Nota þeir frumstæðar aðferðir einsog að láta Mau-mau menn sleikja kvista af sjaldgæfum trjátegundum, er dyfið hefur verið í blóð til að lækna þá a£ ofstækinu. Hefur aðferð þessi gefist vel, en myndinni má sjá hana í framkvæmd. \Margt er shtítjÓ\ Slangan saug konuna. Dtrúleg saga, sem Itölsic h3öð skýra frá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.