Vísir - 05.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 05.01.1953, Blaðsíða 4
'4 VISIR Mánudaginn 5. janúai- 1953 WXSlli ÐAGBLAÐ Bitetjórar: Kristján Guðiaugsson, Hersteinn Pálssom. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Varkföll fyrr og nií. Er verkalýðssamtökin tóku að knýja fram kröfur sínar með verkföllum, duldist þeim ekki að hér var um hættulegt vopn að ræða, sem beita varð með varúð. Fyrr á árum var verkföllum svo að segja einvörðungu beint gegn harðsvíruðum og tillitsláusum atvinnurekendum, en tiltölulega sjaldan gegn heilum atvinnugreinum, enda höfðu atvinnurekendur ekki samtök sín á milli, sem eðlilega leiddi af samkeppninni, er þá var í algleymingi. Tímarnir hafa breyzt og öldin er orðin önnur. Samkeppnin hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir samtökum innan einstakra atvinnugreina, og skipulagningin hefur sett svip sinn á flestan atvinnurekstur. Samtök auðhringanna og verkaskipting er sama eðlis og algjör þjóðnýting og ríkisrekstur. Slík skipulagning er lítt þekkt hér á landi, en erlendis mætli skírskota til olíuhringanna og fleiri auðfélaga, sem frjálslynd -og lýðræðisleg þjóðfélög telja að sér stafi beinn háski af. Er skemmst að minnast afskipta ríkisstjórnar Bandaríkjanna af starfsemi þessara hringa og málaferlum þeim, sem enn xnunu vera á dþfiin.i, en ríkisstjórnin höfðaði gegn félögum þessum, en sum hafa þegar verið dæmd til stórsekta fyrir ótilhlýðilega f járplógsstarfsemi. Jafn’nliða því sem samtök atvinnurekenda og skipulagning atvinnurekstrarins hefur ef-lst, hefur af því leitt að verkfölliun hefur verið beint gegn heilum atvinnugreinum, en afleiðingar slíkra verkfalla hafa orðið miklu víðtækari en áður þekktist, enda bitnað svo að segja á öllum stéttum og þjóðfélaginu í heild. Af þessu hefúr leitt að vérkalýðsfélögin hafa reynt að gæta frekari varúðar við að beita þessu háskasamlega vopni, enda er þeim mætavel ljóst að afleiðingarnar bitna engu síður á þeim, sem verkföllin gera og í þeim standa, en hinum, sem þau verða að þola að ófrjálsum.vilja. Algjör undantekning mun vera að allsherjarverkföllum sé beitt, en ef tilraunir hafa verið gerðar til slíks, má rekia upphaf þeirra til byltingaafla innan þjóð- félaganna og aðallega erlends erindisrekstrar, sem kommúnistar hafa með höndum víða um heim. Verkfall það, sem hér var háð og nýlega er afstaðið,_ var frá upphafi pólitísks eðlis, enda tóku kommúnistar þar forystuna og stjórnuðu raunar athöfnurn öllum, þar til meðreiðarmenn þeirra skildu háska þann, sem á ierðum var og gengu að samningum. Af hálfu kommúnista var um einskonar heræfingu að ræða, og álíka viðbúnaður við hafður og er brezka hernámsliðið ste hér á land sællar minningar. -Vegum í nágrenni bæjarins var lokað með görðum og götuvígi hlaðin, auk þess sem öðrum um- ferðarhindrunum var á komið. Rannsókn var gerð í bifreiðum og faraitækjum, án þess að við nokkur lög hefði að styðjast, ænda var hér um bein og óvenjuleg lögbrot að ræða, sem varða refsingu, þótt sakir hafi verið látnar niður falla við endaniega samningsgjörð. Er slík sakaruppgjöf mjög viðsjárverð og hvetur í raúninni til óhæfuverka, þegar ekki þarf að óttast refsinguna. JÞótt hagsmunasamtök einstakra stétta eigi fullan rétt á sér, méðan farið ef að lögum, er þó réttur ríkisvaldsins cngu síðri. Brjóti samtök stéttanna hinsvegar lög og rétt, ber ríkisvaldinu að- skerast í léikinn hlífðarlaust og hverjar sem afleiðingarnar kunna að verða. Á ríkisvaldinu hvílir ennfremur sú skylda, að gegna .þjónustu við sendiherra og stjórnarerindreka erlendra ríkja, en sé það hindrað með ofbeldi, er þar um alvarlegasta brot að ræða, sem getur haít mikla þýðingu út á við og^jafnvel stofnað sjálfstæði landsins í beinan voða, ef brot er þess eölis og svo alvarlegt. Þótt íslenzka þjóðin sé fámenn og því litlar alþjóðlegar lcröfur til hennar gerðar, væri henni sýnd mikil lítilsvirðing, ef henni væri ekki treyst til að virða alþjóðalög og rétt, og mega verkalýðsfélögin ekki skáka í því skjólinu. Hið víðtæka verkfall, sem Alþýöusambandsstjórnin hleypti af stað, en sem kommúnistar stjórnuðu, verður verkalýðs- hreyfingunni lærdómsríkt og til viðvörunar. Af því mættu verkalýðssamtökin einnig læra, að þeirra þagur felst ekki út af fyrir sig í hækkuðu kaupi að krónutölu, heldur atvinnu- öryggi og lífvænlegum kjörum. Verkföll lama allan atvinnu- rekstur, ganga mjög nærri lífskjörum og þoli þeirra, sem í þeim eiga, og tjónið sem af þeim hlýzt verður seint unnið upp til fulls. Vænta má að verkföllum verði hér eftir beitt af meiri varúð, cn tíðkast hefur, þannig að íslenzk verkalýðshreyfing skipi sér á bekk lýðræðis þjóða og siðmenntaðra starfsbræðra í hverri grein. Enn hefur ekki tekizt að leiða til lykta allar kaup- og kjaradeilur, sem á döfinni eru, en vonandi líður að lausn þeirra. Væri vel ef vinnufriður ríkti í landinu.næstu árin með því að nóg er nú aðgjört að því er verkföllin varðar. - MiNNiNGARDRÐ - Sígurgeir Gíslason fajrrtr&rantio fijfarisjáðsfjjaSiHirri. Látinn er á jóladaginn síð- asta Sigurgeir Gíslason, fyrrv. verkstjóri og sparisjóðsgjald- keri í Hafnarfirði, 84 ára að aldri. Lokið er hér langri ævi og dáðríkri. Hann var fjölhæf- ur athafnamaður, síungur í anda og ótrauður starfsmaður. Honum var það óblandin nautn að leggja hönd á plóg fram- kvæmdanna, og má með sanni segja, að honum félli aldrei verk úr hendi, meðan kraftar entust. „Lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í storznum sinna tíða“. Þessi vísuoro voru eins og kjörorð ins látna merkismanns. Hann sparaði aldrei kraíta sína, og hvert gott málefni átti vísan stuðningsmann, þar sem hann var. — Hann var fátækra manna, en varð efnalega sjáif- stæður með dugnaði sínum, for- sjá og iðj'usemi. Sá vegur, sem hann tróð í æsku, var örðugur og hrjúfur, en hann varð til þess með aldrinum að beina greiðfærar brautir landsmönn- um sínum, bæði í eiginlegum skilningi og óeiginlegum. Hann fluttist í Garðahverfið ungur að árum og lifði þar við þvöngan kost með fátækri móður sinni, en fátæki aðkomudrengurinn var síðar kosinn 1 sveitarstjórn Garðahrepps, og varð einn af beztu ráðsmönnum hans. — Inn ungi sveinn þráði menntun og brauzt í því að fara í inn ný- stofnaða Flensborgarskóla, og útskrifaðist þaðan með fyrstu læi'isveinum hans 1884. Að loknu námi gerðist hann barna- kennari, og' til Hafnarfjarðar iluttist hann árið 1889. Átti hann þar heima upp frá því til æviloka, og var einn þeirra manna, er gerði garðinn frægan 1 ,,Firðinum“, sem nú er þriðji stærsti bær landsins. — Sigur- geir varð bæjarfulltrúi, þegar Hafnarfjörður fékk kaupstað- arréttindi 1908, og sat hann síðan í bæjarstjórn nærfellt 18 ár. Sáttamaður var hann aldar- fjórðung. Þá var hann einn af máttarstólpum Sparisjóðs Hafnarfjarðar, í stjórn hans um 40 ár .og g'jaldkeri 15 ár. — Eins og fyrr segir, fékkst hann lengi við vegagerð, fyrst 6 ár sem verkamaður og eftir það verkstjóri 20 ár. Aðalstörf hans voru verksfjórn við vegagerð og stjórn og fjárvarzla spari- sjóðs, og fórst honum hvort- tveggja ið bezta úr hendi, því að áhugi, augnaður og sam- vizkusemi fóru saman. Þá var hann og í stjórn Kaupfélags Hafnarfjarðar frá stofnun. þess og- þangað til það var lagt niður, eða í 35 ár. Mörg fleiri störf innti hann af höndum í þágu samborgara sinna. — Sigurgeir var eitt mál sérstaklega hjárt- fölgið, og það var bindindis- málið. Hann gerðist templar 1889, og var hann jafnan fje- lagl st. Morgunstjarnan nr. 11, og lengi umboðsmaður stór- templars í stúku sinni. Ahuga hans á reglumálum og fórn- fýsi fyrir Góðtemplararegluna mun lengi verða viðbrugðið. Tryggð hans við málefnið var óbrigðul, og fáir eru þeir, sem farið hafa í fötin lians á vett- vangi bindindismálsins. Hann var heiðursfjelagi st. Morgun- stjörnunnar nr. 11, Umdæmis- stúkunnar nr. 1 og Stórstúku íslands af I.O.G.T., og var hann vel að þeim heiðri kominn. Hann var og sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar. Hann átti sæti á fjölmörgum Stór- stúkuþingum, og hlakkaði ég ætíð til að hitta Sigurgeir á þingum Reglunnar og heyra hann boða Regluna með einstökum áhuga. •— Sigurgeir kvæntist 22. maí 1892 Marínu Jónsdóttur bónda í Unnarholti Oddssonar, og lifir hún mann sinn háöldruð, á sjúkrabeði. Höfðu þau þannig verið 60 ár í hjónabandi, og var það með ágætum. Þriggja barna varð þeim auðið. Dóttur sína Mar- gréti, er gift var Þorvaldi Árnasyni, núvei'andi skattstjóra í Hafnarfirði, misstu þau fyrir milli 10 og 20 árum, og var það þeim þungur harmur, en syn- irnir tveir, Gísli og Halldór, lifa báðir, dugandi menn, kvæntir og góðir templarar sem þeirra góðfrægu foreldrar. Enn fremur ólu þaú upp tvö fóstur- börn, Svanhvítu Eigilsdóttur og Kristján Sigurðsson. Sigurgeir Gíslason verður borinn til grafar í dag í Hafn- aríirði. Vinir og samherjar votta elckju hans, sonum, barnabörn- um og tengdabörnum innilega samúð. Vjer vottum inum látna heiðursmanni hjartgróna þökk fyrir störf hans, hugljúfa sam- vinnu'og fagurt fordæmi. Fjöl- skylda ins látna hefir. misst ó- gleymanlegan og elskulegan maka, föður, afa og tengda- bróður, Hafnarfjörður einn af sínum nýtustu og.beztu borg- urum, Reglá Góðtemplara virðu legan aldursforseta og hugheil- an oddvita, og ísland einn af sínum beztu sonum. B. T. BERGMAL ♦ Þá hefjum við nýja árið með dálítilli gagnrýni á útvarpinu, en eftirfarandi bréf hefur mér borizt frá einum lesenda Berg- máls. Þykir mér bréfritarinn hitta svo naglann á höfuðið, að bréfið er birt í heild: „Kæra Bergmál! Eg get ekki látið hjá líða að láta í Ijósi óánægju mína út af fréttaflutningi ríkisútvarþsins á annan jóladag. Hlustað á frctth'. Eg sat, ásamt konu minni og börnum, og hlustaði á kvöld- fréttir þetta kvöld. Allt í einu fer þulurinn að segja fréttir af „fylliríi“ um jólin og voru fréttirnar þaér, að ölvun hafi verið lítil í Reykjavík um jólin og fáir settir í „kjallarann“. Þetta fannst okkur hjónunum heldur ósmekklegar jólafréttir í sjálfu ríkisútvarpinu, enda fæ eg 'ekki séð hvaða gagn eða nauðsyn sé til þess, að ríkisút- varpið sé'að flytja slíkar fréttir yíixleitt. Væri t. d. hægt að hugsa sér það, að brezka út- varpið færi að birta fréttir af „fyllMi“ í London um jólin. eða danska útvarpið fréttir af því hversu margir hefðu veidð settir í , kjallarann" í Kaup- mannaliöfn um þar? jólahátíðina Vafasamar fréttir. Sannleikuiinn er sá, að slík- ar „fréttir“ éiaa engan rétt á sér í íslenzká’ ríklsútvarþinu og sóma sér miklu betur t. d. í dálkum „Hannesar á horninu“ og annarra slíkra, sem dag eftir dag hafa ekki um annað að tala en drykkjuskap íslendinga, enda þótt hagfræðilegar tölur sanni, að áfengisneyzla fari minnkandi og sé minni en í öllum nágramialöndum okkar. Þá þyrfti sunianbuið við aðra staði. En ef íslenzka ríkisútvarpið telur hinsvegar sjálfsagt, að birta á jólunum fréttir af „fylliríi11 í Reykjavík, hvers vegna bii*tir það þá ekki einnig fréttir af „fylliríi“ á Akureyri, ísafirði, Hafnarfirði og öðrum stöðum á landinu og hversu marg'ii- hafi verið teknir úr um- ferð um land allt um jólin? Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda í þessu sambandi? Ef rílrisútvarpið telur endilega nauðsyn á, að birta slíkar frétt- ir, þá er ekki nema eðlilegt, að það flytji þá hlustendum sínum nákvæmar fréttir af „fyllirri* allra landsmanna á jólunum. Mættum við fá annað að heyra. Hinsvegar geri eg ráð fyrir, að meiri hluti hlustenda óski að vera laus við slíkar fréttir um jólin og trúi eg ekki öðru, én að fréttastjóri útvarpsins verði á sama máli,: v;ð nánari íhug- un. — Hlustandi.“ Þannig lýkur bréfi „Hlust- anda“ og býst eg fastlega við, að rnargir séu honum sammála í þessu efni. Það var auðvitað galli, að mér «kyldi ekki bcr- ast bréfið fyrr, því efni þess heyrir gamla árinu til. En á nýja árinu stendur allt til bóta. kr. Gáta dagsins. Gáta nr.. 331. Flennt framan, fer í munn. Svar við gátu nr. 330. Batt hest sinn við sjálfan sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.