Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. janúar 1953 VlSIR Hvað hafa húngar í kaup? Sjo Evropuþfóðir greiða þjóðf bófðingfum síniGm um 80 millf. kró'na árSega. Eftir Ærthur Vesetj. Enda þótt völd og starf kon- unga sé nú engan veginn sam- bærileg við það, sem áður tiðk- aðist, lifa þó þeir sjö konungar — eða fimm kongar og tveir meykongar — sem enn eru eft- ir í Evrópu, sannkölluðu konga- líii. Úr ríkissjóðum þegna sinna fengu þeir samtals á síðasta ári um fimm milljónir dollara eða yfir áttatíu milljónir króna. Konungsfjölskyldu Bretlands — Windsor-fjölskyldunni — er greidd hæsta matan. „Tekjur“ hennar eru um það bil 42 millj. króna, sem teljast mega laun og vasapeningar. Auk þess hef- ur hún yfir einkaeignum að ráða, sem eru einhverjar hinar mestu, er um getur í heimin- um, og loks nýtur hún hvers kyns hlunninda, og mun skatt- frelsi teljast merkast þeirra. Ríkisstjórn Hollands greiðir fjölskyldu drottningar um 19 rnillj. króna á ári, og sér með því móti um það, að hún hefur næsthæstu slíkar tekjur í Ev- fópu. Svíar hafa fengið nýjan kon- ung, en árið 1950 var Gústaf heitnum 5. greiddar alls 11 millj. króna eða sem því svarar í sænskri mynt. Belgir hafa einnig eignazt rtýjan konung — Baudouin — en konungsfjölskyldan þar fær um það bil sem svarar 8 millj. króna, og þar að auki um hálfa þriðju milljón kr. til viðhalds á höllum sinum. Konungsfjölskyldan danska hefur um 4,5 millj. kr. í laun, en að auki ýrnis fríðindi og hiunnindi. Noregur greiðir Há- koni kbnungi og fjölskyldu hans sem svarar 10 millj. kr. og Grikkir greiða sínum kon- ungi um 7 mill.i. króna. Allir einkatekjur sínum. af ýmsum eignum Kóngur eða drottn- ing á allt. í Bretlandi er það konung- urinn, — eða drottningin, eins og nú er högum háttað — sem á að nafni til hvern ferþuml- ung landsins. í raun réttri er þó mestur hluti þess fyrir löngu orðinn eign annarra, svo að Elísabet drottning yrði sennilega hrakin úr höllum sínum og jafnvel úr landi, ef hún færi að krefjast þess að ,,réttur“ hennar til eigna sinna væri virtur. Georg 3. frarn- seldi ríkisstjórninni á 18. öld leifarnar af hinum fornu, kor.- unglegu landeignum gegn vissu árlegu gjaldi. Hann hélt, að hann hefði gert góða verzlun með þessu, því að tekjur hans voru meiri frá ríkinu en leig- an af lendunum. í dag eru tekjurnar af jarðeignunum hins vegar um það bil 80 millj. kr., eða sern *f>ví svarar og fær Elísa bet drottning 2. tekjur sínar af þeirri fjárhæð. Árið 1912 ákvað Bretastjórn, að mata konungs skyldi vera 470,000 sterlingspund (ca. 21 millj. kr. með núverandi gengi). Árið 1931, þegar kreppan var í almætti sínu, var hún lækkuð um 60,000 sterlingspund, sam- kvæmt ósk konungs. Síðan var engin breyting gerð á henni fyrr en á sl. ári, er hún var hækkuð verulega. Mata drottn- ingar svarar til 30 millj. króna samkvæmt gengi nú, en það er aðeins um helmingur þess, sem matan var árið 1912 miðað við dollara. Kaupmáttur hennar er hins vegar aðeins fimmtungur þessir konungar hafa að auki þess, sem hún var þá. í mörg horn er að líta. Konungur verður að greiða um fjórðung þessa fjár — eða sem svarar 7 millj. kr. — um 2000 starfsmönnum sínum og embættismönnum. Auk þess greiðir hann þjónustuliði sínu um 150.000 kr. árlega, en það sér um hallir hans. Annars er ríkisstjórnin broslega smásálar- leg að því er ræstingu hallanna snertir. í Buckingham-höll greiðir ríkissjóður til dæmis hreinsun allra glugga að utan, en konungur verður að sjá um, að þeir sé hreinsaðir að innan! Framfærslukostnaður kon- ungs var gerður heyrin kunn- ur árið 1937 í síðasta sinn. Þá varð hann að greiða um 3500 pund (150.000 kr) fyrir þvotta, yfir 12500 pund (ca. 600,000 kr.) fyrir hita og ljós og nærri 10,000 pund (450,000 kr.) fyr- ir alls konar veitingar. Bílar, geymslur fyrir þá og þar fram eftir götunum kostuðu hann þá 21,500 pund, eða um milljón króna. Á árinu 1950 námu laun Mary ekkjudrottningar 3 millj. króna og laun Elisabetar meðan hún var prinsessa 1,8 millj. króna, Philips bónda hennar 450,000 kr., en auk þessa voru þeim hjónum greiddar 225 þús. kr. til lífsframfæris þeirra. Hertoginn af Glouchester, bróðir Breta- konungs hefur 1,7 millj. króna laun. Margrét prinsessa hefur fengið 280 þús. kr. á ári, frá því hún varð fullveðja. Her- togaynjan af Kent, ekkja bróð- ur Geox-gs heitins 6. hefur ekki nema 17,000 kr. árstekjur frá ríkinu, og ekki vegna þess að maður hennar var úr konungs- fjölskyldunni, heldur vegna þess að maður hennar lét lífið sem foringi í brezka flughei-n- um. Þannig vii'ðist sem hetjrn- séu minna xnetnar en konung- ar. Játvarður fær ekkert. Elzti bi-óðir Bretakonungs, Játvarður hertogi hlýtur ekki einn eyri í laun, enda þarf hann ekki á því að halda. Um 25 ára skeið, meðan hann var prins af Wales, naut hann einn þeirra tekna, sem runnu inn fyrir leig- ur og rentur af eignum Corn- wall hertogadæmisins, en þær tekjur námu árlega 5—6 millj. króna. Þessum tekjum hafði Eðvarð ekki þurft að eyða nema að litlu leyti, fyrr en eftir að hann lét af konungdómi. Brezka konungsfjölskyldan hefur níu hallir til umráða, en rekstur þeirra og viðhald er kostað af ríkinu. Aðeins á einu ári nam viðhalds- og breytinga- kostnaður þeirra á 19. millj. króna. Auk framangreindra tekna og ókeypis húsnæðis eða af- notaréttar konungshallanna hefur brezka konungsfjölskyld- an meiri eða minni einkatekj- ur, sem að vísu eru mismun- andi miklar frá ári til árs. Tekj- ur drottningar af landeignum sínum í Sandringham og Bal- moral eru tvímælalaust allálit- legar. Auk þess er fullyrt, að konungurinn, faðir Elisabetar, hafi lagt allmikið fé í brezk iðju- og iðnaðarfyrirtæki. VeiSin var líka seld. Georg 6. Bretakonungur hafði jafnvel tekjur af tómstunda- iðju sinni, svo sem veiðiskap. M. a. skaut hann ásamt félög- um sínum 1000 fugla á einu veiðitímabili og megnið af veiðinni var sent til Lundúna og selt þar á 8—10 shillinga hver fugl. Konungurinn átti afbragðs veðhlaupahesta og tekjur hans af veðreiðum einum saman, námu á árunum 1946—49 nær 2 millj. króna. Listaverkasafn konungs var talið eitt bezta einkasafn í víðri veröld og séiri dæmi má geta þess, að 500 verðmætustu málverkin Vians voru metin á 130 millj. króna. Frímerkjasafn konungsins var metið á 25 milljónir króna. Allar tekjur Bretakonungs af jarðeignum, hlutabréfum svo og af tómstundaiðju hans KVÖLMÞþaHkah eru skattfrjálsar, og haim bætti árlega við einkaeign sína meira eða minna af jarðeign- um og hlutabréfum 1 arðvæn- legum fyrirtækjum. Við andlát hans þurfti erfiriginn, Elisabet drottning, ekki að greiða neinn erfðaskatt. Það leikur enginn vafi á því. að það er fyrst og fremst skattfrelsi konungsfjöl- skyldunnar að þakka hve eign- ir hennar aukast stórlega. Þeir voru skatt- skyldir áður. Á Viktoríutímabilinu var þjóðhöfðinginn skattskyldur sem aðrir þegnar og nam skatt- urinn sem næst 5% af tekjum. Eftir lát Viktoríu drottningar hélzt þessi venja áfram og Ját- varður VII. sonur hennar greiddi ríkinu skatta. En er skattaálögur margfölduðust í heimsstyrjöldinni fyrri taldi konungurinn sér ekki fært að missa svo mikinn hluta tekna sinna, og síðan hafa Bretakon- ungar ekki verið skattlagðir. Þegar drottning eða fjöl- skylda hennar ferðast með skipi eða flugvél, annast flot- inn eða flugherinn ferðir þeirra, þeim að kostnaðarlausu. Ferð- ist þau hins vegar með járn- braut verða þau að leigja sér einkalest og þá fyrir sína pen- inga. í Hollandi nemur mata Júlí- önu drottningar um 4,2 millj. króna, mata Bernharðs prins bónda hennar 840,000 krónum og mata Vilhelmínu drottning- armóður 1,7 millj. króna. Prins- essunnar fá ekki laun fyrr en þær verða fullveðja. Aft- ur á móti greiðir ríkisstjórn Hollands 5,25 millj. króna til viðhalds- og reksturskostnaðar konungshallanna og ennfremur hefur hún greitt 6,5 millj. kr. til að endurbyggja hina — að mestu —• brunnu konungshöll í námunda við Haag. Loks hef- ur allmiklu fé verið varið til þess að viðhalda ýmsum kon- Kopar er ennþá unninn i námum Salóinons, cn þó með nokkrum öðrum aðferðum, en á dögum einvaldsins. Námamennirnir nota nú rafknúna bora, og brautarvagna til þess að flytja málmgi-ýtið til koparverksmiðjanna í Elath í 1 srael. Myndin sýnir nokkra verkamenn við námugröft í námunum. Það er gamall og góður siður hérlendis og víðar, að óska ná- grönnum og vinum árs og frið- Ifir. Sumir hafa líka þann sið, a. k. meðan mest hátíðasið- ð er á gamlárskvöld og nýj- rsdag, að láta sér detta í hug, ð þeir verði betri menn og ^ýni bróðurlegra hugarþel til [náungans á hinu nýja ári. ð Islenzkir stjórnmálamann hafa bersýnilega ekki haft þennan hátt um þessi áramót, frekar en önnur. Ekki er hið nýja ár fyrr gengið í garð, en stjórnmálaforkólfar af flestum eða öllum flokkum, þurfa að láta úr hendi hastarleg skeyti til andstæðinga sinna, enda munu víst flestir skilja þetta á þann veg, að kosningar verði í sumar, og þegar kosningar eru á næsta leiti, þá verður að viðhafa sérstaka takta og til færirigar. ♦ Kommúnistar vissu e. t. v. bezt af því, að kosningar eru skammt undan, er þeir settu pólitíslcan stimpil á verk- fallið mikla. Þá átti sem sé að ganga milli bols og höfuðs á ríkisst.jórninni, þ. e. Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki. Alþýðuflokksmenn stigú einn- ig þenna kynlega fyrir-kosn- ingadans af mikilli list, og höfðu mikinn viðbúnað, skiptu meðal arinars um forustu flokksins og ritstjóra aðalmál- gagns hans. Það kemur svo síðar á daginn, hvort þessar fyrir-kosningabreytingar beri tilætlaðan árangur. $ Þingmenn stigu margir bráðsmellinn dans, er þeir felldu áfengislagafrumvarp stjórnarinnar, og segja kunn- ugir, að þessar danskúnstir stafi af kosningunum, sem fram undan eru í sumar, en það sé alveg öruggt, að frumvarpið verði lagt fyrir þingið á nýjan leik strax eftir kosningar. ♦ Eg hygg, að allur almenn- ingur taki lítið mark á öllum látalátunum vegna í hönd farandi kosninga, og að þau geti ekki haft þau áhrif, sem til er ætlast. Ennþá er ekki búið að æra með öllu almenn- » ing í þessu landi, hvorki til vinstri né hægri, og öruggt ef líka, að sefasýkishróp komm- únista eiga ekki þann hljóm- grunn í hugum fólksins, sem þeir vilja vera láta. — ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.