Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 7. janúar 1953 VISIR ■•■■■■■■■■•■HHUuiHHiHauaiHHaiuanuauiunuuiu I TH8MAS B. COSTAIN: ■ ! Ei má sköpum renna. 72 Tablet og biðu menn þar með óþreyju fyrsta blaðsins með skýrslu hans um viðburðina. í London var nú lítið rætt um annað en það, sem Francis Ellery skrifaði í blað sitt. Hann var maðurinn, sem hafði ferðast allt austur í Moskvu, og kynnt sér allt af eiginraun. — Það, sem hann sagði, var — hlaut að vera, — rétt, því að hann hafði verið þar og var maður gætinn og sannorðui'. Hið liðna virtist alveg. gleymt. Fulltrúi úr utanríkisráðuneytinu kom til hans og leitaði nánari upplýsinga um ýmis atriði og hlustaði á hann af athygli og alvörugefni. En hið eina, sem skipti nokkru máli fyrir FrarJ-i við heim- komuna, var það, að hann beið þar þréf frá Gabrielle, skrifað í Varsjá. Þar .hafði það verið sett í póst og hafði komist til Lon- don nokkrum dögum á undan honum. Skjáifandi hendi rauf hann innsiglið. Bréfið bar því vitni, að Gabrielle hafði haft áhyggjur þungar og stórar út af því, hvernig honum mundi hafa gengið á ferða- laginu. Var ekki óskaplega alt í þessu hræðilega fannfergi á leiðinni til Riga? Hún mundi ekki hafa neina ró fyrr en hún frétti, að hann væri kominn örugglega aftur til Englands. Hvað hana sjálfa snerti var hún kvefuð, með þrútin augu og rennsli í nefi, og lá í rúminu. Hún var ákaflega aum og hrelld og leið og gat ekki um annað hugsað en örvæntingartillitið í augum hans, er þau skildu. Var hann enn reiður henni? Margot var hjá henni. Það höfðu orðið fagnaðarfundir, en hún hafði brátt kom- ist að raun um, að Margot var sami þrákálfurinn, — og svo hafði hún leigt herbergi hjá fátækum Pólverjum til þess að komast af skuldlaust!! Gabrielle hafði látið hendur standa fram úr ermum og leigt viðunanai húsnæði. Þær höfðu ekki grænan eyri, en hún hafði slegið spr lán í pólskum banka. Var- sjá var ekki neinn gleðinnar bær. Öðru nær. Pólverjar voru þungir og leiðir og virtust halda, að ófarir Frakka. I Rússlandi hefðu eyðilagt allar vonir þeirra um sjálfstæði, „Eg hefi haft miklar áhyggjur af því, sem eg hefi heyrt, og það, sem þú hélzt fram, var ekki eins fjarstæðukennt og eg hélt. Skyldu nú Pól- verjar verða svo vanþakklátir að snúa baki við keisaranum og sömuleiðis íbúar þýzku ríkjanna? Eg er hugsjúk út af þessu öllu. Allir ráðleggja okkur að fara til Parísar strax og veður leyfir. Og vitanlega förum við að þeim ráðum.“ En það var augljóst, að hún hafði ekki glatað von sinni um, að Napoleon Bonaparte mundi sigur vinna að lokum, og hann gaf ekkert í skyn um, að hún vonaðist eftir bráðum endurfund- um. Hann las bréfið aftur og aftur og leitaði að einhverju, sem hann gæti byggt einhverjar vonir á, en hann fann ekkert, nema ef vera skyldi í lokasetningunni: „Þú verður að trúa því, hjartans vinur minn, að eg óslta þess af öllu hugslcoti mínu, að allt væri öðru vísi. Þín elskandi GabrieUe.“ Harrn skrifaði mörg svarbréf, en reif þau jafnharðan, því að hann gerði sér grein fyrir, að tilgangslaust væri að senda þau. Hann hafði enga hugmynd um hvenær hún mundi koma til Parísar, og hann gat verið nokkm’n veginn viss um, að bréf sem hann sendi nú lenti í annarra höndum en hennar. Og það lá við, að hann örvænti, yfir að geta ekki skrifað henni og sagt henni allt, sem honum faimst nú, að hann hefði átt að segja við hana, daginn sem þau skildu i pólsku landamæraborginni. 9. „Þetta mun koma Sir Robert Wilson nijög óvænt,“ sagði hinn ný-aðlaði Ellery lávarður af Caster, sem sat við æðri borðsenda, en sannast að segja hafði hann ekki verið aðlaður fyrir neitt af- rek, heldur mátti segja, að titillinn hefði verið keyptur fyrir fé Mary. Þjónunum veittist mjög erfitt, að venja sig við að titla Caradoc, eins og tign hans sæmdi, og Franlc veittist líka erfitt að venjast hinni nýju upphefð. Hann sat við mitt borð og mælti: „Þar sem þú hefur sagt okkur undan og ofan af, finnst mér, að þú ættir að segja okkur allt af létta.“ „Þetta er opinbert plagg,“ sagði Caradoc og lagði frá sér bréf, sem hann hafði verið að lesa, en eftir nokkra umhugsun bætti hann við: „Jæja, ætli eg verði ekki að hætta á það. Wilson verður látinn taka við öðru starfi og hætta sem hernaðarráðu- nautm’ i Austurríki.“ Frank,. starði á hann andartak, eins og steini lostinn. „Carr, þér hlýtur að skjátlast. Æðstu leiðtogar bandamanna meta Sir Róbert mikils. Manstu ekki effir fregninni um, að Zarinn sjálfur hefði tekið St. Georgskrossinn af brjósti sér og nælt hann á jakka Wilsons, eftir orustuna við Bautzen. Þetta gerðist á vígstöðvunmn. Og það var vegna beiðni Schwarzenbergs prins, að hann var fluttur frá Rússlandi til Austurríkis.“ Purdy bar fat með steiktu nautaketi aftur í kring og Mary horíði bænaraugum á mann sinn, eins og til þess að minna hann á, að hann mætti ekki taka of freklega til matar, þar sem hann væri á leiðinni að verða istrubelgur, en hann hafði betri lyst en svo á hinmn ágætu réttmn, sem fram voru bornir, að hann skeytti nokkru slíkum þögulum bendingum, og hann hélt áfram í sama dúr og áður, og var engu líkara en hann, vidli gera Frank sem gramast í geði. „Eg las skýrslu Trtunalls frá Leipzig í dag, en sannast að segja legg eg ekkert upp úr þessu. Að Schwarzenberg fari að ráðum Wilsons í öllu er vitan- lega hreinasta — fjarstæða.“ Frank heyrði aldrei þetta orð svo, að hann minntist ekki á Gabrielle, og ávallt varð hann þá gripinn þunglyndi, og' hugur hans beindist á brautir afbrýði og sárs trega. „Skyldi hún enn vera í París?“ hugsaði hann, „eða skyldi vera eitthvað til í því, að hún væri farin til Frankfurt, til þess að vera nálægt keisaranum?“ Hann hafði ekki fengið línu frá henni í misseri og ekkert frá Margot, og hafði því ekkert annað heyrt en allskonar Gróu- sögur frá París. Hún var enn — um það bar öllum saman — glæsilegasta konan við frönsku hirðina, og það var skrafað um það í hverju horni, að Napóleon hefði aldrei af henni aug- un. Maður hennar hafði hækkað í utanríkisþjónustunni, og var það þakkað áhrifum hennar, því að Jules Vitrelle hefði aldrei komizt hærra af sjálfsdáðum. Allt sem Franli heyrði hafði svipuð áhrif og þegar salti er stráð í opið sár. Caradoc hélt áfram að láta dæluna ganga. Og hugm- Franks til þess tíma, er bróðir hans var að snúa við henni baki, og hafði á orði, að hann mundi hafa getað haft hana að leikfangi, ef hann hefði viljað. — „Góður guð, hvers. vegna hugsa eg alltaf um þetta?“ hugsaði Frank. „Þetta sýrúr bara hverjum augum hann leit á sjálfan sig, hroka hans, eigingirni — og sarnt, samt — nei, eg má ekki missa trúna á hana.“ „Frank, ertu lasinn?“ spurði Mary, „þú ert svo fölur.“ Haim varð þess nú var, að kaldur sviti hafði sprottið fram á enni sér, en hann reyndi að svara sem hreinskilnislegast: „Mér líður vel, Mary. Það er eins og það sé svo þungt loft hérna.“ „Þungt loft,“ þrumaði Caradoc. „Hvaða endemis vitleysa — það er svalt hér og gott loft — en eg hefi kannske — óaf- vitandi — yljað þér um of.“ Að miðdegisverði loknum dró hann Frank til hliðar og mælti: WWWWWWWWWHWjljjl Dulrænar! frásagnir „Komáu sæll, nafni“. Þórður Sigurðsson hét mað- ur. Hann var vinnumaður á Ár— bæ í Holtum hjá Helga bónda- Jónssyni og síðan ráðsmaðmr hjá ekkju hans, þangað til Páll- Briem sýslumaður tók við jörð inni. Síðar fluttist Þórður til. Stokkseyrar, kvæntist þar og: bjó þar til dauðadags. Hann var" vandaður maður og áreiðanleg- ur og efaðist enginn um sann— íögli hans. Einu sinni var Þórður ráðs-- ’ maður við gegningar á ærhús— um að vetrarlagi. Ærhúsin frá Árbæ voru í rima mitt á millL bæjarins og upptaka Rauða— lækjar. Var Þórður að gefa át húsin og var að láta í laup £ kumli á bak við húsið, og var* innangengt á milli. Þegar hann lýtur niður til þess að láta yf— irtugguna í laupinn, heyrir- hann, að sagt er í kumldyrunum „Komdu sæll, nafni!“ Verðui'" honum þá litið upp og sér, að maðurinn, sem ávarpar hann er Þórður bóndi á Lýtingsstöð— um. Hann var þá dáinn fyrir nokkuru, og höfðu þeir nafnar- verið góðkunningjar. Verður* Þórði ráðsmanni hverft við, eins og nærri má geta,en svaraði þó kveðju hans. Talar svo hinn dáni Þórður dálitla stund við hann, en að því búnu kveður' hann álveg á sama hátt og hann - hafði heilsað og segir: „Vertu- sæll, nafni.“ Síðan gengur hann út og horfir Þórður ráðsmaður' á eftir honum út úr húsinu,- Eftir litla stund áræðir hann að< fara á eftir að sjá hvað af gest— inum hefur orðið, gengur út og: sér, að hann er kominn vestur’ undir lækinn. Þar hverfur hann. seinast niður í hallann, sem- liggur ofan að læknum, og kem ur ekki upp aftur. Sá Þórður' hann ekki síðan. Þórður sagði mér og mörgum- frá þessu, og var mikið um það: talað og þótti merkilegt, vegna þess að sá maður átti í hlut, er allir þekktu að áreiðanleik. Erx engum vildi hann segja hvað- þeir nafnar hefðu ræðst við. — Það leyndai’mál tók hann með sér í gröfina. (Frásögn A. J- Johnsons bankagjaldkera. ísL sagnaþ. Guðni J.). (Z Sumuqtu. — TARZAN — BI6 ÍOopr 190.r.U|!v: RlC»»mrough5.Jr.c,-.Tn..R<T V S Ftt.Off. ;Distr, hy Uniled Ftaiure Symiicate. Inc. Tarzan greip stóran hnullung og senti hann í hausinn á birninum, sem kom urrandi á eftir þeim fé- lögum. En bjfirninn hristi aðeins haus- inn og virtist ekki hafa orðið meint af. Harni reis upp á afturfæturna og bjó sig undir að stökkva á Tarzan, og ösliraði um leið mjög reiðilega. En Tarzan var nú viðbúinn. Hann stökk upp á bakið á villi- dýrinu og greip handfylli beggja handa í loðinn feldinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.