Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 07.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. LJÓSATÍMI bifreiða 15,20 til 9,50. Flóð er næst í Reykjavík kl. 21,55. Kommúnistar hvarvetna gera sér mat úr Rosenbergmálinu. En vi5 málareksáuríiiiE er ckkert a5 athuga. í sambandi við málarekstur- inn gegn Rosenbergshjónunum, sem dæmd hafa verið til dauða I Bandaríkjunum fyrir kjarn- orkunjósnir, hefur hópur mik- ilsvirtra manna í Bandaríkjun- umí lýst yfir því, að ekki sé annað að sjá, en að málarekst- ur á hendur þeim sé sanngjarn- lega til orðinn. Þá er þess getið í fregnum að vestan, að í gær hafi verið birt Árásaræfing á Keflavíkurvelli. Árásaræfing fór fram á Kefla Vikurflugvelli í gær, eins og oft áður. Voru orustuflugvélar látnar gera ,,árás“ á Patterson-völlinn — það er minni flugvöllinn þar syðra — en um leið var heli- kopter látinn flytja „særðan“ mann frá vellinum til sjúkra- hússins. Lenti hún fyrir fram- an sjúkrahúsið. Liðu sjö mín- útur frá því að maðurinn „særð ist“, þar til hann var kominn í sjúkrarúm, en leiðin er 8 km., og var þó él, er æfingin fór fram. skýrsla um málsrannsóknina, sem undirrituð var af mikils- metnum Gyðingum (Rosen- bergshjónin eru Gyðingar), en auk þeirra af Manion, fyrrv. lögfræðiprófessor við Notre Dame háskólann, og síra Daniel Poling, ritstjóra Christian Her- ald. Virðist berlegt af skýrslu þessari, að kommúnistar hvar- vetna ætli nú að nota sér mál Rosenbergshjónanna til sví- virðinga um bandarískt stjórn- arfar og réttarframkvæmd. — Fleiri nefndir mikilsmetinna manna, sem enginn telur á- stæðu til að væna um „ofsókn- ir“ hafa og birt yfirlýsingar, þar sem segir, að réttarhöldin hafi farið fram með lögform- legum hætti, og að sekt þeirra væri sönnuð. Hins vegar reyni kommún- istar nú að vekja þá skoðun hjá almenningi, að náðunarbeiðn- in sé árangur af kröfum þeirra. — Vinna nú kommúnistar markvisst að því að gera sér mat úr máli þessara ógæfusömu hjóna, en fari svo að þau verði líflátin, munu þau að sjálfsögðu verða notuð af kommúnistum hvarvetna sem dýrlingar og píslarvottar. Fraxnleíðslaii er ol lítil og gjaldeyr ir a£ skornum skammtí. „Mörg er búmannsraunin“ segir fornt íslenzkt máltæki, sem sannast daglega eða því sem næsí. Þetta hefur Naguib, einvald- ur Egyptalands, fengið að sanna eins og margur annar, og sennilega er hann kominn að þeirri niðurstöðu, að ekki sé eins auðvelt að halda um stjórnvöl ríkis og hann áleit í fyrstu. Hann lætur þó engan bilbug á sér finna ennþá. Eitt fyrsta verk hans var — vitanlega — að lofa að bæta kjör almennings, og fyrsta skrefið í þá átt var að lækka verð á ýmiskonar matvælum. Verðlag hafði verið allhátt, en aldrei neinn skortur á hvers- konar nauðsynjavöru af þessu lagi. En þegar verðið lækkaði samkvæmt skipun stjórnarinn- ar, varð á þessu snögg breyting, því að þá gerðu menn svo mikil kaup, að alltaf var skortur á einhverri tegund matvæla. Var gengið ríkt eftir því af hálfu stjórnarinnar — sem lét herírrn hafa eftirlit með þessu við hlið lögreglunnar, að kaupm. feldu ekki birgðir sínar vegna hinnar lækkuðu álagningar, og varð niðurstaðan sú, að menn væru sem sagt eyðslusamari og mjög aukin neyzla ætti sök á því, hversu birgðir gengju fljótt til þurrðar. Þetta var svo sem allt gott og blessað út af fyrir sig, en þegar betur var að gáð, kom í ljós, að hér var vissulega úr vöndu að ráða. Það var enginn hægðarleikur að auka fram- leiðsluna á innlendum matvæl- um — einkum kjöti og fiski — svo að eftirspurninni yrði full- nægt fljótlega. Og það var heldur eklci fyrir hendi gjald- eyrir, til þess að kaupa meiri matvæli frá útlöndum, því að gjaldeyrir hefur alltaf verið af skornum skammti í Egypta- landi. Þarna kom því í ljós, að verð- lagið hélt vörukaupum manna innan ramma framleiðslunnar, og að Egyptar mega ekki stækka matarskammt sinn nema lítið eitt til að byrja með. Kóngur mei langaklippingu. Briissel (AP). — Fyrir nokkru fór mótmælabréfum að rigna yfir pósístjórnina belgísku frá mönnum víða í Belgíu. Allir mótmæltu hinu sama — myndinni af Baudouin konungi, sem var á nýjum frímerkjum, sem gefin höfðu verið ut. Var konungur gleraugnalaus á myndinni, og virtist fertugur en.er 22ja ára. Þá var klipp- ing hans eins og á fanga og nefið er skakkt í þokkabót. Hefur póststjórnin lótið hætta prentun frímerkjanna, en fullgerð frímerki verða ekki afturkölluð, svo að þau munu verða verðmæt með tímanum. Togarar flestir á saltfiskveiðum. Nokkrir veiða fyrir frystihúsin. Flestir togaranna eru nú á saltfiskveiðum, en nokkrir, sem hættu vegna verkfallsins, munu sennilega fara á salt. Nokkrir togarar veiða enn fyrir frystihúsin, m. a. 4 af 5 Hafnarfjarðartogurum, b. e. Bjarni riddari, Röðull og Sur- prise, og annar Bæjarútgerðar- togaranna, en hinn er á salti. Isólfur leggur upp í frystihúsin í Hafnarfirði. Þá munu Akra- riestogararnir enn veiða fyrir frystihúsin. Jörundur er enn á veiðum fyrir frystihúsin og leggur upp í Ólafsfirði og Dalvík. Um togara Bæjarútgevðar Rvíkur er það að segja, að Ing- ólfur Arnarson og Pétur tlall- dórsson eru á saltfiskvelðum. en Þorsteinn Ingólfsson er ný- búinn .að landa 150 lestum af saltfiski. Skúli Magnússon er á ísfiski. — Hinir togararnir eru í höfn til viðgerðar og eftirlits og fara á veiðar að því búnu. Marz er á leið til landsins frá Esbjerg, þar sem hann land- aði saltfiski. ....» Syngman Rhee fórseti Suður- Kóreu og Yoshida forsætisráð- herra Japan hafa ræðst við. Umhverfis jörðina á tæfsum 5 dögum. Paris (AP). — Franskur blaðamaður — Jean-M.arie Audibert frá Marseille- blaðinu Le Provencal — hefur nýlega sett heimsmet í flugi umhvcrfis jörðina — sem fariþegi. Lagði hann upp frá Orly-flugvelli við París og kom þangað aftur 4 dög- um 19,38 klst síðar. Fyrra metið sem farþegi í hnatt- flugi átti Bandaríkjamaður, en hann var 4.28 klukku- stundum lengur á leíðinni. Yfir 100.000 Þjóðleikhús gestir á síðasta ári. Sexlíu leikrit sýnd 214 símbbmiss. Yfir 101000 gestir sóttu Þjóð- leikhúsið árið sem leið, en alls voru leiksýningar 214 talsins. Sextán leikrit voru tekin til sýningar, flest þeirra erlend, en auk þess var óperetta sýnd, barnaleikrit, einir hljómleikar og loks ballett-uppfærsla. Ballettinn er fyrsta sjálf- stæða listdanssýningin, sem Þj óðleikhúsið hefur efnt til frá því er það tók til starfa. Sömu- leiðis efndi Þjóðleikhúsið í fyrsta skipti til hljómleika á sínum vegúm á árinu sem leið, en það var samleikur þeirra Árna Kristjánssonar píanóleilc- ara og Bjöms Ólafssonar fiðlu- leikara. Langmest aðsókn á árinu var Ráku fv. flokks- foringja. Einkaskeyti frá AP. — Genf í gær. Ókyrrð sú, sem gerir vart við sig í nær öllum kommún- istaflokkum Evrópu, bæði austan járntjalds og vestan, hefur nú einnig breiðzt til svissneska kommúnista- flokksins, sem kallar sig raunar verkamannaflokk- inn. Hefur miðstjórn flokksins samþykkt að Leon Nicole, fyrrverandi formanni flokksins, skuli vikið úr lionum fyrír að vera tæki- færissinnaður og íhalds- samur. að óperettunni „Leðurblalian“ eftir Strauss. Hún var sýnd 35 sinnum og tala. sýningargesta komst yfir 20 þúsund. Þessi mikla aðsókn riær þó ekki meti því sem íslandsklukka Hall- dórs Kiljans setti, því að sýn- ingargestr að henni eumi komst yfir 30 þúsund. Þjóðleikhússtjóri telur að- sókn á þessmn vetri mjög góða og m. a. hefur jólaleikrit leik- hússins „Skugga-Sveum“ ver- ið sýndur fyrir troðfullu húsi í hvert einasta skipti. í kvöld verður hann sýndur í 8. sinn. og.er útselt á-.þá sýningu. Imian skamms hefjast sýn- ingar á Stefnumóti, leikriti eft- ir hinn heimsfræga franska leikritahöfund Anouilhe og sömuleiðis má geta þess að undirbúningur er að hefjast á uppfærslu leikrits Davíðs Stefánssonar „Lainbið gleymda." -----+------ F egurðardrottning i stað konungs. Mynd af fcgurðardrottningu Svía prýðir nú 1000 krónu seðla, sem út hafa verið gefnir í Svíþjóð. Annars er það venja, að mynd konungs sé á peninga- seðlum sænskum, en út af þessu hefur verið brugðið, og verður mynd fegurðardísarinn- ar einnig á seðlum með minna verðgildi bráðlega. Stúlkan heitir Greta ’ Hoffstrom og er 25 ára gömul. Böndi kanpir hund báu verði til að verja æðarvarp sift Fær veiðihund hjá Carlsen fyrir 3000 kr. Víða um Iönd er bað ábata- samur atvinnuvegur að ala upp og selja lireinkynjaða hunda. Hér hefur ekki verið um þetta hugsað, en þó hefur það komið í ljós ekki alls fyrir löngu, að hundar af vissum kynjum geta verið verðmætir hérlendis eins og annars staðar. Er þess skemmst að minnast, er Carl Carlsen minka bani seldi einn liunda sinna vestur í Purkey á Breiðafirði fyrir hvorki meira né minna en 3000 krónur, en það verð var eins- dæmi hér á landi. Þó er verðið ekki svo tiltakanlega hátt, þegar það er haft í huga, að bóndinn í Purkey ætlar að verja dýrmætt æðarvarp með hundi þessum fyrir ágangi minks. Nú hefur Carlsen selt annan hunda sinna fyrir sama verð — 3000 krónur — norður á Skaga, en mikið er um mink beggja vegna hans. Er kaupandinn Jón Ben1ediktsson bóndi í Höfnum, sem hyggst m. a. verja æðar- varp í landi sínu, en það hefur gefið af sér um 150 pund af dún um langt skeið. Sjá allír menn, hvert tjón honum yrði að því, ef minkur kæmist I varpið, sem er í hólmum, sem vætt er út í um stórstraums- fjöru. Þarna hagar einnig .svo til, að erfitt er að veiða mink- inn, því að stórgrýti er mikið víða og gróið yfir, svo að minkurinn getur farið óra- leiðir neðanjarðar, og því ó- gerningur að vinna hann með „berum höndum“. Bar nafn með rentu? Nýlega sökk lítið hollenzkt skip skammt frá Rotíerdam eftir árekstur við allmiklu stærra skip enskt. Hollenzki skipstjórinn hafð'i haft alla fjölskyldu sína á skipi Síriu — konu qg þrjú börn — en.'íþau'-björg'uðust öll„ svo og akipverjar, En skir: hans hét Risieo.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.