Vísir - 08.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 08.01.1953, Blaðsíða 8
LffiKNAR OG LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. VISXK. Fimmtudaginn 8. janúar 1953 LJ ÓSATÍMI bifreiða 15,20 til 9,50. Flóð er næst í Reykjavík kl. 20,45. Ágæt aðsókn að félagsheim- ilinu á íþróttavellinum. Meðau rerkfallið stóð, komu |»ar iiiit 50 ungliugar á i&vöMi. Talsvert á fimmta liundrað unglingar hafa komið í félags- Jieimilið á íþróttavellinum síð- an það var opnað í nóvember- ibyrjun. Má þetta heita mjög góð að- ssókn, þegar við það er miðað, að hér er um tilraun að ræða. Geta má þess, að aðsókn var mest verkfallsdagana, og kom l>á fyrir, að 50 unglingar komu á kvöldi. Spáir þessi aðsókn igóðu um framtíð þeirrar starf- semi, sem nú er hafin á íþrótta- •vellinum. Félagsheimilið er í húsakynn nm íþróttavallarins, sem orðin eru hin vistlegustu, og mega ■eldri íþróttamenn muna tvenna "tímana. Annars er aðgangur að fé- lagsheimilinu engan veginn ibundinn við íþróttamenn held- Jur unglinga almennt. Þarna 4gefst mönnum færi á að leika íberðtennis á tveim borðum. Spil og töfl eru fyrir hendi, út- varp á staðnum, ennfremur nægur bóka og íþróttablaða. Þá má geta þess, að um leið geta gestirnir fengið afgreidd .gufuböð við niðursettu verði, en um hollustu þeirra eru víst flestir á einu máli. Ö1 og gos- drykkir fást á staðnum, setn er vistlegur og umgengni öll hin prúðmannlegasta. Er því óhætt að hv’etja reyk- vískt æskufólk til þess að sækja félagsheimilið á íþróttavellin- um. Það er rekið af Vallar- stjórn og íþróttabandalagi Reykjavíkur sameiginlega, en umsjón þar annast Baldur Jóns son vallarvörður. DeGasperi fer til Grikklands. Róm (AP). — De Gasperi forsætisráðherra og kona hans eru farin loftleiðis til Aþenu- borgar. Fara þau þangað í fjögurra daga opinbera heimsókn. De Gasperi mun ræða þar við Papagos hreshöfðingja og við utanríkisráðherrann. Þótt ekki hafi annað verið sagt um hinar fyrirhuguðu viðræður en að þær mundu fjalla um viðskipti, skaðabætur o. fl., er talið víst, að eitt höfuðumræðuefnið verði hið fyrirhugaða varnar- bandalag Grikkja, Tyrkja og Jugoslava, og hver skilyrði séu fyrir hendi til þátttöku ítala í því. Matyt er skrttiA Týndí ættliðurmn fundinn? Fisktepnd (með hendur og fætur), sem taiin var útdauð fyrir 50 milljðnum ára. Maður að nafni Alimed Hussein á eynni Anjouan, um 500 mílur frá Madagaskar, veiddi fyrir nokkrum dögum sjaldséðan fisk, sem hefur „liendur og fætur“. Fiskur þessi vegur um 100 ensk pund og er fimm fet á lengd. Talið er að fisktegund þessi hafi verið útdauð fyrir 50 milljónum ára. Einn frægasti fiskifræðingur * .heimsins, prófessor J. L. B. Smith í Suður-Afríku, ferðaðist 3300 mílur og svaf ekki fjóra sólarhringa samfleytt til þess að ná fiskinum og koma honum í varanlega geymslu, áður en hann tæki að rotna. Smith pró- fessor hefur lengi leitað hins „týnda ættliðar“ mannsins, sem hann nú telur sig hafa fundið í fiski þessum er kallast ^coela- canth“, með því að fiskurinn sé „liðurinn'1 milli mannsins og „forfeðra“ hans í sjónum. Próf. Smith sagði, að fiskur þessi væri einhver mest „hvalreki11, sem vísindunum hefði nokkru sinni hlotnast. Var Smith svo hrifinn af fundi þessum, að hann gat ekki tára bundizt. Fyrir fjórtán árum veiddist slíkur fiskur, að því er talið er, en próf. Smith kom þá of seint á staðinn. Fiskurinn var þá rotnaður og óhæfur til vísinda- legra rannsókna. Sá fiskur vóg 127 ensk pund. ... ......iB’Jtib FuSlkomnastí strætísvagn Norð- urlanda yfirbyggður í Rvík. Verður ftekinn ■ noftkun efftir helgina. Vísitalan lækkar um 5 stig. Vísitala framfærslukostnað- ar í Reykjavík 2. janúar 1953 reyndist 157 stig, skv. útreikn- ingi kauplagsnefndar. Er þetta 5 stigum lægra en 1. des. s.l. 343 br&B&ialtöil á sl. ári. Á árinu sem leið var Slökkvi- lið Réykjavíkur. kvatt út tæp- lega einu sinni á dag, eða sam- tals 343 sinnum. Er þess þó að gæta, að hér er um að ræða öll útköll liðsins, einnig þau, sem byggðust á gabbi, en sundurliðuð skýrsla er enn ekki fyrir hendi. Flest Urðu útköllin árið 1949, eða samtals 376, árið 1950 urðu þau 302, en árið 1951 sam- tals 320. —----»------ Ekki vitað um bát í hættu. Nokkur uggur var í fólki á Hvallátrum í gær, er það taldi sig hafa séð neyðarmerki frá báti eða fleka skammt undan landi. Sá fólk ljósi bregða fyrír nokkrum sinnum, og var þá skotið flugeldum, og talið, að þeim hafi verið svarað. Var hafin leit á þessum slóð- um, og tóku þátt í henni vél- bátur af Patreksfirði, svo og þýzka eftirlitsskipið Meerkatze, en menn urðu einskis varir. Var talið líklegast hjá SVFÍ, að þarna hefði verið vélbátur á ferð djúpt undan landi, en ljós af honum sézt öðru hverju til lands, eftir því sem alda reis eða seig. Veður var ágætt á þessum slóðum, og ekki kunnugt um neinn bát, sem þar gæti verið nauðstaddur. Flugvélar Flugfélags íslands fluttu á árinu sem leið samtals 37.970 farþega, en það er um 44% aukning, miðað við árið á undan, en þá voru fluttir sam- tals 26.443 farþegar. Birldge: Elnmenningskeppnf hefst á sunnudag. Óhætt mun að segja, að yf- irbyggingar Bílasmiðjunnar h.f. jafnist á við það bezta og full- komnasta, sem nú þekkist í yf- irbyggingum bíla á Norður- löndum. í gær var blaðamönnum boð- ið að skoða síðasta afrek Bíla- smiðjunnar, en það er yfirbygg ing á nýjasta etrætisvagni Reykjavíkurbæjar, og telja kunnugir að fegurri eða vand- aðri strætisvagn muni ekki vera í gangi á Norðurlöndum. Er þetta annar frambyggði strætisvagninn, sem byggt hef- ur verið yfir hér á landi til þessa. Þetta er bíll af Volvo- Hafborg seld Ii5 Vestfjarða. M.s. Hafborg er hér þessa dagana, og er verið að búa skip- ið til ferðar til Bolungavíkur. Hefur hf. Grímur selt skipið þangað, og er hinn nýi eigandi Einar Guðfinnsson útgerðar- maður þar á staðnum. Fer Haf- borg vestur innan skamms og mun hefja róðrar samstundis. Hafborg er 100 lestri. Af þessum farþegafjölda voru 32.662 fluttir innanlands, en 5308 ferðuðust milli landa. Sambærilegar tölur fyrir árið 1951 voru 22.062 og 4381. Þá fluttu flugvélar FÍ sam- tals 767.114 kg. af vörum, en 660.297 árið 1951. Er hér um 16 % aukningu að ræða. Innan- lands ' námu flutningarnir 666.973 kg., en milíi landa 96.141 kg. diesel-gerð og rúmar hann 37 farþega í sæti, en stæði eru á- ætluð fyrir 15—20 manns. For- stjóri Strætisvagna Reykjavík- ur hefur staðfest, að diesel- vagnar sem þessi séu einkar sparneytnir, og það svo, að þeir spara sem næst 75—80% á við benzínvagna, en það nemur um 60 þús. kr. á ári á hvern vagn. Þá má ennfremur geta þess að fjaðrirnar í vagngrindinni eru hafðar mýkri en venjulega með sérstakri hliðsjón af því að nota á vagninn sem strætisvagn. Vagn þessi verður tekinn í notkun eftir næstu helgi, senni- lega á hraðferðarleiðinni Vest- ur- og Austurbær, en fullráð- ið er það ekki ennþá. Forstjóri Bílasmiðjunnar h.f., Lúðvík Jóhannesson, sagði, að yfirbygging hins nýja vagns myndi vera sterkari og í öllu vandaðri en venja er til erlend- is um yfirbyggingar hliðstæðra bifreiða, enda allt gert til þess að gera vagninn sem bezt úr garði. Sæti eru öll klædd með íslenzkri nautshúð, sem er eitt hið sterkasta leður, sem völ er á, klæðningin að innan er að verulegu leyti úr plastik, loft- ræsting með nýtízku sniði og betri en almennt gerist í stræt- isvögnum og hitakerfið byggt meðfram sætum. Nú er Bílasmiðjan að byggja yfir stærsta farþegavagn, sem til þessa hefur verið fluttur til landsins, en það er bíll sem Steindór Einarsson á og mun ætlaður til Suðurnesjaferða. Rúmar hann um 60 manns í sæti. í Bílasmiðjunni vinna nú 42 manns, en 60 hafa unnið þar þegar mest er að gera. Mayer tókst það í morgun. F.í. flutti í' fyira sam- tals 371171$ farþega. Það er 44% aukning frá árinu áður. Einmenningskeppni - bridge hefst n.k. sunnudag í Skata- heimilinu við Shorrabraut, og verða spilaðar 3 umferðir. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna um þátttöku sína íyrir hádegi á laugardag í símum: 5089, 7038 eða 2392. Strax eftir einmenningskeppnina hefst sveitakeppni í meistaraflokki, eða 19. þ.m. Pósiflutningar FÍ á árinu námu samtals 71.594 kg., og er þa'ð heldur minna en árið áður (85.481 kg.). Flugdagar innanlands á ár inu voru 318, eða einum degi fleira en árið áður (317). FÍ á nú 10 flugvélar, sem samtals rúma 211 farþega í sæti. í vor verður tekin í notkun Douglas- vélin Gljáfaxi. París (AP). — Rene Mayer lauk ekki stjórnarniyndun sinni fyrr en árdegis í dag. Fréttaritarar segja, að mikla furðu hafi vakið hve eindreginn stuðning Gaulle-ista hann fékk j við alkvæðagreiðsluna um i traustyfirlýsinguna. Samfylk- ; ingin er sögð hafa stutt hann j þrátt 'fyrir skipun De Gaulle i sjálfs um hið gagnstæða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.