Vísir - 09.01.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 09.01.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Föstudaginn 9. janúar 1953 6. íbl. Rskaflinn frá áramótum til nóv- emberloka '52 317 þús. Sestir. Um 40 þús. festum minni, en á sama tíma árið á&ur. Fiskaflinn í nóvember 1952 varð alls 22.095 smál., þar af síld 80 smál., en til samanburð- ar má geta þess að í nóvember 1951 var fiskaflinn 16.012 smál. þar af síld 710 smál. Fiskaflinn frá 1. janúar til 30. nóvember 1952 varð 317.684 smál þar af síld 32001 smál. en á sama tíma 1951 var fiskaflinn 359.894 smál., þar af síld 84.617 smál. og 1950 var aflinn 297.567 smál., þar af síld 57.317 smál. Hagnýting aflans var sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1951): ísaður fiskur 28.025 smál. (47.448). Til frystingar 120.398 smál. (87.901). Til söltunar 113.677 smál. (62.750). Til herzlu 14.597 smál. (6.689). í fiskimjölsverksmiðjur 6.434 smál. (67.334). Annað 2.552 smál. (3.155). S í 1 d til söltunar 16.186 smál. (20.090), til frystingar 8.085 smál. (5.061), til bræðslu 7.677 smál. (59.466), til annars 54 smál. (—). Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að und- anskilinni síld og þeim fiski, er fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er óslægður. Skipting aflans milli veiði- skipa til nóvemberloka varð: Bátafiskur: Fiskur (annar en síld) 131.517 smál. Síld 31.314 smál. Samtals 162.831 smál. Togarafiskur: Fiskur (annar en síld) 154.166 smál. Sídl 687 smál. Samtals 154.853 smál. Ekkert skip í stað Laxfoss enn. Ekkert gengur enn við að afla skips í stað Laxfoss, að því er Vísir liefur frétt síðast. Svo sem menn rekur minni til, var leitað hófanna á Spáni í þessum efnum, en það mun nú komið á daginn, að þar sé skipasmíðastöðvar ekki sam- keppnisfærar vegna verðs. j Liggur málið því niðri um hríð, en verður þó haldið vak- andi. Persaþing andvígt einræðisvaldi Mossadeghs. Teheran (AP). — Dr. Mossa- degli fór fram á það í gær að hann fengi árs framlengingu á einræðisvaldi, og komst allt í uppnám á þingi, er rætt var um þessar kröfur hans. Dr. Maki, sem var til skamms tíma framkvæmdarstjóri olíu- nefndar þingsins, og var einn mesti stuðningsmaður þingsins, sagði af sér þingmennsku í gær, og þykja horfur í Prsíu nú enn tvísýnni en áður. Átta mánala fangelsi fyrir að slá eign sinni á sendibréf. Bréfberi dæmdur fyrir fjárdrátf og skjaiafals. konu þessarar aftan á ávísunina, Fyrir stuttu var í Sakadómi Reykjavíkur kveðirm upp dóm- ur í máli bréfbera eins hér í bænum fyrir að slá eign sinni á pcningabréf, sem honum hafði verið fengið í Iiendur og skjalafals í sambandi við það. Málavextir eru í stuttu máli þeir, að bréfbera þessum var afhent bréf með innlagðri ávísun til ákveðinnra konu hér í bænum. Bréfið var þó ekki á útburðarsvæði -bréfberans og tók hann bréfi heim til sín, 1557 börn fæddsist í FæðingadeÉldn s. I. ár. Samkvæmt upplýsingum frá Fæðingardeild Landspít- alans .voru fæðingar þar árið sem leið 1547, eða nokkru færri en árið 1951. Tvíburafæðingar voru 21. Sveinbörn vóru 832 talsins og 736 meybörn. framseldi hana síðan í banka og fékk peningana, að upphæð 3000 krónur greiddar. Þessum opnaði það og fann í því ávísun að upphæð kr. 3000, sem stíluð var á konu þá sem átti að fá bréfið. Bréfberinn ritaði nafn peningum eyddi bréfberinn síðan að undanteknum 500 kr., er hann skilaði þegar hann við- urkenndi brot sitt. Bréfberi þessi er, sem fyrr greinir, dæmdur fyrir fjárdrátt og skjalafals, en til þyningar refsingar hans kemur enn- fremur til greina að brotið er framið í sambandi við opinbera þjónustu. . Fyrir þetta var bréfberinn dæmdur í 8 mánaða fangelsi, sviftur kosningarrétti og kjör- gengi og loks var honum gert að greiða til póstsjóðs þær 2500 krónur, er hann ekki hafði sliil- að. en áður var póstsjóður bú- inn að greiða viðkomandi konu pessa fjárhæð. Stjérnir fslands og Bretlands hafa lönd- unarbannsmálið stöðugt til athugunar. 90 sviftir réttindum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni munu um 90 reykvískir bifreiðastjór- ar hafa verið sviptir ökuléyfis- réttindum á árinu sem leið. Langflestar þessara ökuleyf- issviptinga standa í sambandi við ölvun við akstur. Á árinu 1951 munu um þriðj- ungi fleiri bifreiðastjórar hafa verið sviptir ökuleyfi. Nægur fisktir fyr- ir Austfjörður. Fréttaritari Vísis á Eskifirði hefur símað að bar séu bátar sem óðast að búast á þorska- netaveiðar og munu væntan- lega 4 bátar verða gerðir út þaðan. Hraðfrystihúsið á Eskifirði hefur undanfarið haft v.b. Ás- þór frá Seyðisfirði á leigu og hefur hann verið í útilegu. Hann hefur aflað mjög sæmilega, fengið 9—10 skpd í lögn. Víðir frá Akranesi, sem nú hefur verið seldur til Djúpa- vogs veiddi fyrir nokkurum dögum 17 skpd á 24 bjóð, sem telja verður afbragðs afla. — Sýnir þetta að fislcur er nægur úti fyrir Austfjörðum. Austfirðingur er á veiðum og leggur hann afla sinn upp í frystihúsið á Fáskrúðsfirði. Nokkur uisaveiði hefir ver- ið í Eskifirði í vetur og hafa bátar stundað hana og lagt afl- ann upp til bræðslu í fiskimjöls verksmiðjunni. Tíðarfar er hið ákjósanlegasta j eystra, hreinviðri og því sem næst sumarblíða, aðeins fölvaði þó í nótt. Bifreiðasamgöngur eru enn við Héraðið, en Odds- skarð tepptist í s.l. mánuði. Málið er enn mikið rætt í brezkum biöðum ýmsar raddir eru vinsamlegar íslendingum. Orðrómur hefur verið á kreiki hér í bænum undanfarna daga um það, að eitthvað væri að gerast í löndunarbannsmálinu, og jafnvel, að bráðlega mætti vænta einhverra tíðinda í því efni. Blaðið hefur reynt að kynna sér hvort nokkuð sé hæft í þessum orðrómi og við þær eftirgrennslanir kom í ljós: Að ekkert hefur gerzt, sem bendir til, að neinar sölur á ís- fiski íslenzkra togara muni eiga sér stað í Bretlandi bráðlega, en eitthvað mun hafa verið um þetta rætt af togaramönnum „milli skipa“ á veiðum. Hins vegar munu standa fyrir dyrum sölur á saltfisksafla tveggja ís-. lenzkra togara — en það er ekkert löndunarbann á íslenzk- um saltfiski í Bretlandi nú frek ara en áður, enda fer löndun a Lögregfcjmenn gera uppsteit. Einkaskeyti frá AP. — N. Delhi í morgun. Aivarlegar óeirðir hnfa orðið í Madras, Indlandi, en í þessum óeirðum voru það lögreglumenn, sem hand- teknir voru — um 100 — en margir særðust — bæði ur hinni reglulegu lögreglu og varalögreglu. Óeirðir bessar urðu út af deilu, sem var bannig til komin, að tveir lögreglu- menn voru hafðir í haldi. og ekki sinnt kröfum fé- laga þeirra um að láta þá lausa. Gripu há lögreglu- menn til þess ráðs í mót- mæla skyni, að neita að taka við Iaunum sínum. Stjórn- arvöldin beittu herliöi í ó- eirðunum í gær. saltfiski ekki fram í „fiskdokk- unum“ svonefndu. Þrátt fyrir það, sem að ofan segir um, að ekkert bendi til neinnar skyndilegrar breyting- ar í löndunarbannsmálinu, er þess að geta, að stjórnarvöíd beggja landanna, íslands og Stóra Bretlands, hafa stöðugt þetta vandamál til meðferðar. Er og stöðugt mikið um það rætt í þrezkum þlöðum og heyr- ast þar enn allmargar raddir, sem eru málstað íslendinga í vil. Ólafur Thors atvinnumála- ráðhen-a, sem fór utan fyrir nokkru og gerði grein fyrir af- stöðu íslands í landhelgismál- inu og löndunarbannsmálinu á ráðherrafundi Efnahagssam- vinnustofnúnarinnar, er enn er- lendis. Hann mun hafa ætlað að koma heim um miðbik þessarar viku, en frestaði för sinni viku- tíma. Blaðinu er ekki kunnugt hvort hann hefur frestað heim- för sinni vegna landhelgismáls- ins eða annarra mála eða á- stæðna. Flughálka á Hellisheiði. Varla liefur komið snjóföl á HellisheiÖi fyrr en í nótt og fjallið oftast verið ágætt yfir- Mynd þessi var tekin á flugvelli í Kóreu, þegar Eisenhower var þar staddur. Á myndinni sjást Éisenhower og Song You Chan, hershöfðiugi lýðveldishers Kóreu. ferðar. Minnast þess fáir menn, að svo lítið hafi snjóað fram yfir nýár, að vegurinn á þessari leið hafi verið alauður svo lengi vetrar. Síðustu dagana var hins vegar mikil ísing á veginum, svo að hættulegt gat verið að aka um hann, ef ekki var gætt ítrustu varfærni. í fyrradag voru bílar til dæmis tvær klukkustundir frá Reykjavíle austur í Hveragerði, en sú leið er jafnan ekin á um það bil klukkustund. Var það einungis ísingu að kenna, að leiðin tók svo langan tíma, og segja bíl- stjórar, að oft hafi munað litlu, að þeir færu út af vegna hálk- unnar. Margir bílar munu hafa runnið alveg , út á vegarbrún, áður en tókst að hemja þá, en enginn orðið fyrir neinu óhappi af þessum sökum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.