Vísir - 09.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 09.01.1953, Blaðsíða 5
Föstudagitvn 9. janúar 1953 VÍSIR Luigi Einaudi — tvífari Vikftors Emanúels. Forseti Itala býr semur sig að „Hásæti Ítalíu stendur í dag á Péturstorginu,“ sagði ítalsk- ur blaðamaður fyrir fimm ár- um, eftir að Umberto konungur hafði látið af völdum og hið nýja lýðveldi verið stofnað. Þessi sarai blaðamaðui' hélt því fram að hin ítalska þjóð, sem hafði allt frá 1871 litið • konunginn sem persónugerving ríkisvaldsins og stjórnarforyst- unnar, hefði ekki getað litið de Nicola þáverandi forsætisráð- herra sömu augum. í leit sinni að nýjum persónugerving þjóðarforystunnar hefðu augu almennings beinst til kaþólsku kirkjunnar. Hún hélt virðingu sinni óskertri, hún var hafin yfir dægurþras og hélt tryggð sinni við fornhelgar venjur. Fyrir henni er unnt að bera jafnmikla virðingu og sýna henni sama trúnaðartraust og trygglyndi sem ítalir höfðu frá öndverðu borið fyrir Savoia- konungsættinni. Auk þessa var páfinn ekki í augum ítalanna fyrst og fremst fulltrúi eða staðgengill Krists á jörðunni heldur miklu fremur biskupinn af Róm . og verndari allrar Ítalíu. Réttur maður á réttum stað. Ef við lítum aftur á liðna tíð, aftur í veldistíma Viktors Emanúels III., þá verður manni ljóst, að enda þótt hann yrði ekki kallaður neinn stór per- sónuleiki eða mikilmenni, og sízt af þeim sem ekki sáu annars staðar stærð en í per- scnu Mussolinis, þá var hann samt í augum velflestra ítala í höll konungs og siðum hans. hinn.rétti maður á réttum stað. Hann hafði til að bera flesta kosti rólynds en giftudrjúgs þjóðhöfðingja. Enda þótt hann væri að ytra útliti ekki neitt glæsimenni, lítill vexti og væskilslegur, með nauðrakað höfuð að hermannasið og með- fædda andúð á allri yfirborðs- mennsku og glysgirni, bjó samt sem áður í honum skyldu- rækni og stjórnsemi. Alla sína stjórnartíð fór hann á fætur kl. 6 árdegis, var byrjaður vinnu fyrir klukkan 8 á morgn- ana, var nákvæmur, samvizku- samur og orðheldinn, stundvís og sparneytinn, var vel heima í öllum stjórnmálaefnum og fylgdi dyggilega þeirri stjórn- arskrá sem hann hafði svarið eið, er hann tók við völdum. Þannig var hann ekki aðeins persónugervingur þjóðhöfð- ingjans, hann var þjóðhöfðing: í raun og veru. Enda þótt Viktor Emanuel 3. hafi nokkuð fallið í skugga fyrir ofstopa og einræðisbrölti Mussolinis, ber nánustu sam- starfsmönnum hans samt sam- an um það að hann hafi verið ákveðinn og dugmikill ef því var að skipta og ef hann talcii þröf á að beita sér. Um það er saga frá þeim tíma er konung- uiinn ákvað að láta til skarar skríða milli sín og einvaldsins. Handtaka Mússólínis. Hann hafði fyrirskipað hand- töku Mussolinis. Ceriga hers- höfðingi sem hafði fengið þetta hlutverk í hendur, samkvæmt fyrirskipan hirðmarskálksins,, Útför Alexandrine ekkjudrottningar fór fram sl. sunnudag o<; voru Kaupmannahafnarbúar í tugþúsundatali meðfiam ölluqi götum, þar sem líkfylgdin fór um tit ráðhússins, en þar fór fram kveöjuathöfn, áftur cn haldið var til Hróarskcldu. Myhdin sýnir líkfylgdina á leið til ráðhússins. neitaði að hlýða henni. Þá kallaði konungurinn Ceriga fyrir sig, mældi hann ineð fránum augum frá hvirfli til ilja og sagði síðan: „Eg skipa yður að taka einvaldan fast- an!“ Þá kom í ljós að kon- ungurinn hafði meira vald en einvaldurinn, því þessari skip- un hans var hlýtt. En svo maður víki að eTn- inu, að Luigi Einaudi, þá er það sá maðurinn sem hefur ítölsku stjórnartaumana í hönd- um sér um þessar mundir og það er hann sem daglega situr við skrifborð Viktors konungs í Quirinalhöllinni. Þessi arftaki konungsins í valdastólnum er honum í hvívetna samboðinn, enda að mörgu leyti undarlega líkur honum, Þetta fundu ítalir sjálfir og vissu er þeir völdu hann í valdastólinn íyrir fjórum árum. Það er ekki til- viljun ein að ítalska vikublað- ið „Europeo" birti ekki alls fyrir löngu myndir af báðum þessum mönnum og stillti þeim upp hlið við hlið til þess að sýna hve líkir þeir væru. Og sannleikurinn er líka sá að hinn látni konungur og nú- verandi forseti eru býsna líkir, ekki aðeins hvað væskilslegt út- lit og vaxtarlag snertir, heldur líka í framkomu allri og eðiis- háttum. Þannig hefur og Ein- audi sömu andúð á allri glys- girni og sýndarmennsku sem konungurinn, hann er álíka mikill vinnuhestur sem fyrir- rennari hans, er sparneytinn og áreiðanlegur í öllum stjórnar- athöfnum, og þekkir til þrautar öll vandamál hins ítalska ríkis. Hann breytir í einu og öllu eftir stjórnarskránni og er í einu orði sagt „réttur maður á réttum stað“ — hin ákjósan- legasti stjórnarleiðtogi. Litlu breytt frá tíma konungs. Forseti ítalska lýðveldisins, Luigi Einaudi, hefir auk þessa tekið upp að nýju ýmsar i.efð- bundnar venjur frá tímum konungveldisins og gert sitt til þess að votta fornum siðum og minjum virðingu. sína. Fyrstu árin eftir styrjöldina tóku amerísk kvikmyndafélög sér búsetu í konungshöllinni, sneru þar öllu við og úthverfðu aö eigin geðþótta í skraut- og við- hafnarsölum hallarinnar. Þeir minntu þá meira á upptökusal kvikmyndafélaganna heldur en á fornfrægt þjóðhöfðingjasetur. En þann dag sem Luigi Einaudi tólj við völdum, hreinsaði hann rækilega til í hinum verðandi bústað sínum, rak hyskið á dyr og frá þeim tíma hefur ailt verið þar í röð og reglu og haldið virðingu sinni í hví- vetna sem forðum. Hann mælti m. a. svo fyrir að skjaldarmerki konungsættai’innar skyldi vera á sínum stað í Quirinalhöllinni og þeim skyldi sýnd sama virð- ing og áður. Fyrirkomulag i móttökusal og öðrum viðhafnar- sölum hallarinnar var í engu breytt. Við opinberar móttökur hjá forsetanum og konu hans er notast við borðbúnað kon- ungs, sem enn er skreyttur skjaldarmerki ættar hans. — Þjónustuliðið er nær allt hið sama og var í tíð konungs við hirð' i hatns og búningur iþjón - anna og starfsliðsiris eru þeii- sömu og á. dögum konungsveld- isins. : . ■ i.-.. Mvuð ei* rituð um nhkur erlendis ? „Öngþveifti á íslandi“ Qrein í ..Fínancc Tiuies-J unt cfnahagsinát íslendinga. er aðal fjármálablað Breta og nýtur mikils trausts, birti 16. descmber grein á áberandi stað með ofangreindri fyrirsögn. Er þar skýrt frá, að mjög útbreitt verkfall standi yfir, sem geti haft víðtækar afleið- ingar. Ennfremur standi yfir deila í sambandi við landhelg- ina og enginn fiskur sé seldur til Bretlands. Landið hafi haft stöðugan greiðsluhalla við út- lönd síðan ófriðnum lauk og gengið hafi verið lækkað tvisvar. Segir blaðið, að komm- únistar standi fyrir verkfall- inu til þess að sundra hinu veikbyggða f járhagskerfi lands- ins. Síðan er rætt um, að ís- land sé góður viðskiptavinur Breta og þurfti mikið að flytja inn, en það eigi Við greiðslu- vandræði að stríða. Greininni lýkur með eftirfarandi hugleið- ingum: „Ekkert útlit er fyrir að landhelgisdeilan leysist bráð- lega. Brezkir útgerðarmenn hafa lýst banni á sölu íslenzks fisks, sem hefndarráðstöfun fyrir stækkun landhelginnar úr þremur mílum í fjórar. Sætt- ir gætu tekizt, ef annar hvor Allt þetta eykur vinsæidir forsetans í augum almennings, því að enda þótt fólkið telji sjálfu sér og öðru trú um að það sé lýðveldissinnar af guðs náð,- er ítalinn samt undir þá sök seldur að hann hefur gaml- ar minjar og siði í heiðri og honum þykir gaman að því sem er skrautlegt og viðhafnar- mikið. aðilinn færi með málið fyrir Haag-dómstólinn, en sú með- ferð tekur langan tíma. Af almenn&m stjórnmálaleg- um ástæðum væri æskilegt, acf samkomulag næðist fljótlega. ísland er meðlimur í Sterling- sambandinu og Atlantshafs- bandalaginu. Þótt einhverjir aðrir markaðir finnist fyrir fiskinn, þá er sííkt ekki auð- velt. Síðan ófriðnum lauk, hefir verðbólgu og greiðsluhalla við- útlönd verið haldið uppi með- fjárstyrk frá Bandaríkjunum, tveimur gengislækkunum og: rýrnun gjaldeyrissjóða. Margra. ára síldveiðibrestur hefir auk- ið erfiðleikana. Nú, þegar alls- herjarverkfall stendur yfir, ís- lenzkur fiskur er útilokaður frá brezku mörkuðunum og. frekari amerísk aðstoð ólíkleg, er mikil hætta á að allt fari hreinlega um þverbak." Pappírspokagerðin h.f. |Vitaatig 3. AUsk. papplrspokari Ullurgum hvítt, svart, alls 20 litir. Baby garn Vírofið gam Ulíar ísaumsgarn í mjög mörgum litum. Giasgotvbwíöin Freygjugötu 1. Sími 2902. ÞESS HEFUR áður veriö getið í dagblöðunum, og þá einnig rabbað um það í Kvöld- þönkum, að hafin væri bygg- ing Æskulýðshallar Reykja- víkur. Að vísu er því verki skammt á veg komið, en hálín- að er verk, þá hafið er, stendur þar. Er það vissulega ánægju- legt framtíðarútlit fyrir æsku- rrienn höfuðstaðarins að fá þar svo veglegan samastaó-. En á meðan, og fram til þ "Ss tíma, að svo veglegt hús opnar dyr sínar, ber að meta það, sem vel er gert, þótt í smæira sííi sé. é' Vitað er, að sum íþrótta- félögin hafa gengizt íýrir félagsheimilum, sem njóta þeg- ar veruleg'rá vinsælda. Slíkt er í rauninni merkilegur vottur þess, að mörgum iþrót'.aleið- togum er ljóst nauðsyn þ-:s:-, að : ekki er nóg að éfna til kappmóta fyrir unglinga, þótt góð séu, heldur og sja þeim fyrir skynsamlegri hat'díeiðslu utan þess tíma, sem ninar tdg- inlegu íþróttaiðkanir eru um hönd hafðar. Öllum ber. samata um,'-að- æskulýður lahdsins>:er- okkár verðmætasta eign, sú sem framtíð lands vors og þjóðar hlýtur að byggjast á'. Og þess vegna er því fé og. þeirri fyrirhöfn, sem til æsk- unnar er varið, engan veginn á glæ kastað, ❖ Fyrir skemmstu var opn- að enn eitt félagsheimili í Reykjavík, í íþróttavellinum suður á Melum. Þar hefur und- anfarið verið unnið að gagn- gerðum endurbótum á húsa- kosti og öðrum mannvirkjum,. og margir góðir menn lagt hönd á plóginn. Húsakynni þar eru nú hin vistlegustu og mikil áherzla lögð á þrifalega um- gengni og snyrtimennsku, án þess um óhófs-íburð sé að ræða. í þessum húsakynnum hefur nú verið opnoð fyrrnefnt fé- lagsheimili. é Þar er þegar fengin nokk- ur reynsla fyrir því, að æskulýðurinn kann að meta slíka starfsemi, því að suma dagana í desember komu hvorki meira né mimla en 50 ung'- lingar þángað, og undu við töfl spil, bbrðtennis, eða hlýddu 'á útvarp, eða lásu bækur og blöð um íþróttir og annað við hæfi tápmikillar æsku. Þetta framtak ber og að þakka, bæðr Vallarstjórn og IBR, sem standa. að þessari starfsemi. ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.