Vísir - 09.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 09.01.1953, Blaðsíða 7
VISIR Föstudaginn 9. janúar 1953 • ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I ■ ■ ^ j TKOMAS 6. 00STA1N: ■ ■ ■ a a a | Ei má sköpum renna. ■ ■ [■■■■■■■■■■■■■■■■■■l ^"4 !»■■■■■■■■■■■■■■■■■ Frank gaf Wilson nánar gætur. Hann vissi hve sár vonbrigði honum höfðu verið það, er Wellington tók hann ekki með sér til lokabaráttunnar, eftir að Napóleon strauk frá Elbu. Þegar Wilson mistókst að fá herstjórnarstarf undir Wellington varð hann enn þunglyndari en áður og jafnan eitthvert vonleysi í svipnum. Frank var sjálfur í mikilli hugaræsingu. Hann var sann- færður um, að úrslitaorusta hafði verið háð, og að fregna af henni mátti vænta þá og þegar. Wilson lét nú þá skoðun í ljós og rökstuddi hana vel, að Wellington mundi sigra Napóleon, því að ef harrn notaði sér aðstæðurnar við Waterloo, mundi hon- um sigurinn vís. Caradoc. tók mjög undir með Wilson, en hafði nú ekki eirð í sér að bíða leng'ur, og bað Frank að gera sér að- vart þegar, ef hann fengi fregnir frá meginlandinu. Frank lofaði að senda hraðboða til hans með fréttirnar. Hálfri stundu síðar kom hraðboði sá, sem búizt hafði verið við með vatnsþétt hylki, en innan í þvi var skeytið. Frank tók við hylkinu og horfði til skiptis á Cope og Sir Róbert, hikandi, næstum skelfdur á svip. Hvaða fregn hafði þetta skeyti að færa? „Framtíð heimsins er undir efni þessa skeyti komið,“ sagði hann og var skjálfhendur mjög, er hann bjástraði við að opna hylkið. „Eru það slæmar fréttir?“ stundi Cope upp eins og móður hlaupari. „Það leggst í mig, að það séu slæmar fréttir. Við höfum verið sigraðir. Guð veri með okkur!“ „Láttu okkur ekki bíða lengur, Frank,“ sagði Wilson. „Það sem þarna er skrifað stendur óhaggað hvernig sem allt vilk- ist.“ Frank hafði loks opnað hylkið og lagði hið þunna pappírs- blað, sem innan í því var, á handarbak sitt, og sléttaði úr því. í fyrstu varð hann gripinn svo mikilli hugaræsingu að hann féklc engu orði upp komið, en svo hneig hann aftur í sæti sitt, gapandi af undrun. „Er það svona slæmt?“ spurði Cope. „Herrar mínir,“ sagði Frank lágt, hátíðlega. „Wellington hefir unniö úrslitasigur á Napóleon við Waterloo.“ Það var dauðahljótt í herberginu. Ekkert heyrðist nema þyt- urinn í trjálaufinu úti í garðinum. En allt í einu heyrðist þrumu- gnýr í fjarska og þeir Cope og Frank kipptust við, eins og skot- hríðin frá Waterloo hefði allt í einu borist til þeirra, en Wilson sat grafkyiT og varð í engu séð, að honum hefði brugðið. Tárin streymdu niður kinnar Copes og hann staklc hendinni í vasa sinn eftir vasaklút. „Ertu viss?“ spurði Cope, „alveg hárviss?“ „Er nokkuð meira?“ spurði Wilson. „Aðeins ein setning til,“ svaraði Frank. „Frakkar eru á hröðu undanhaldi og Prússar reka flóttann, en hvar Napoleon er niður kominn vita menn ekki.“ Nú fór þess að verða vart, að ró Wilson væri ekki eins mikil og virtist á yfirborðinu. „Hraðboðinn hefur verið afburða duglegur,“ sagði hann, „rið- ið dag og nótt. Jæja, herrar mínir, við höfum sigrað.“ „Erum við steingerfingar?“ æpti Cope og spratt á fætur. „Við ættum að fara út á götur og torg og æpa —■ kynna sigurfregnina. Öll þjóðin verður að fá vitneskju um það, sem gerst hefur. Öll þjóðin verður að fagna.“ Hann varð allt í einu sauðarlegur á svip, en svo glotti hann og mælti: „Eg gleymdi í svip, að við gefúm út blað. Við verðum að koma út blaðinu, Frank.“ ! í- I „Mér det-tur dálítið í hug, Cope,“ sagði Frank og leit á „him- intunglaklukkuna“ á veggnum, „við setjum upp fyrstu síðuna og notum hinar frá í gær. Fyrsta síðan dugar til þess að gera grein fyrir sigrinum. Þetta hefur alderi verið gert fyrr, en Gr réttlætanlegt til þess að koma blaðinu út í skyndi með þessari mikilvægu fregn. Við ættum að geta byrjað götusölu eftir tvær klukkus tundir. ‘ ‘ „Aukablað, aukablað," kallaði Cope, „við köllum það auka- blað — þetta mun verða kallað róttækt skref — en við höfum alltaf verið nýjunganna menn, áfram nú — aukablað, aukablað!" „Allar vara-pappírsbirgðir okkar fara í þetta.“ „Gerir ekkert. Það verður ekki nema ein orusta við Water- loo í allri veraldarsögunni.“ Wilson hafði ekki risið á fætur. Hann var mjög hugsi á svip. „Wellington virðist vera mesti járnkarl. Það var heppilegt fyrir England, að hann var við stjórn á þessum hættutíma. For- lögin hafa það til að grípa fram fyrir hendurnar á heimskum valdhöfum og velja rétta manninn, þegar mest á ríður.“ „Þarna höfum við fyrirsögnina,“ grenjaði Cope. „Járnher- toginn sigrar.“ Hann skipaði svo fyrir, að Topp skyldi standa á verði við dyrnar, svo að enginn kæmist inn og á snoðir um hvað um væri að. vera, og engum var leyft að fara út, fyrr en byrjað var að prenta. Skömmu eftir að blaðið kom út var þröng manna á öllum götum og það var blátt áfram barizt um, að ná í ein- tak af Tablet, sem eins og vænta mátti, var fyrst með frétt- irnar um úrslit orustunnar við Waterloo. Fagnaðarlátunum á götunum linnti ekki fyrr en undir morgun. Frank og Cope litu þögulir hvor á annan. Þeir voru þreytu- legir en ánægðir á svip — eins ánægðir eins og þeir hefðu átt eins mikinn þátt í sigrinum og Wellington. Og vissulega áttu þeir lika sinn þátt í honum. Jæja, Korsíkumaðurinn ósigrandi hafði gengið á hólm við járnhertogann brezka og beðið lægra hlut. Frank gat ekki um annað hugsað. Fyrst mörgum klukkustundum síðar hvarflaði það að honura, að þetta mundi verða harmafregn fyrir Gabri- elle. Og það hvarflaði einnig að honum, að þetta væri fyrsta hugsunin um Gabrielle síðan sigurfregnin barst. — Aldrei fyrr hafði hún verið fjarlæg huga hans svo lengi. V. BÓK. Frakkland. Hertoginn af Wellington hafði boð inni. Þetta var hin glæsi- legasta samkunda og voru þarna saman komnir gestir frá mörgum þjóðum. Samkvæmið var haldið í húsi Junot hershöfð- ingja, en Wellington byrjaði frægðarferil sinn með því að sigra Bonaparte-hershfðingja þennan í orustunni við Vimeiro. — Hertoginn lagði ekki allt of mikið á sig frekar venju við að sinna gestum sínum, og hafði setzt að úti í horni milli tveggja yndisfagurra kvenna, en það var herkænska af hendi hans, að vekja ekki á sér of mikla athygli með því að sitja á tali við eina og sömu konuna langa hríð. Allt í einu kom hertoginn auga á mann nokkurn, klæddan dökkum fötum, og var hann að fara yfir dánsgólfið. „Ellery,“ kallaði hann, „þér fenguð þá spjaldið mitt?“ Frank nam staðar og hneigði sig. „Já, hertogi. Það var vinsamlegt af yður að bjóða mér.“ „Þér áttuð það inni. Eg gerði yður allt öðru vísi boð einu sinni. Nú bæti eg um fyrir það. Það gleður mig að hitta yður. Mér er sagt, að þér séuð eini maðurinn, sem skrifaði af viti um orustuna. Mig langar til að sjá blaðið.“ „Eg hefi það hér og mun senda það til aðalstöðva yðar.“ „Hinir voru eitthvað að bulla um, að eg hefði ekki gætt þess ___________________f i'Dulrænar ifrásagnir Beinagrindin í Vatnsholti. (í þessum dálki hefur áður birst gömul þjóðsaga um svip- að efni. Báðar eru frá þeim tíma, er fjöldi manna trúði því statt og stöðugt, að menn gætu orðið fyrir gerningum ýmis konar. Hvað sem sannleiks- gildi slíkra sagna líður er ólík- legt annað en að sögusagnirnar byggis.t á einhverju, sem gerst hefur, svo sem beinagrindar- fundi í þessu tilfelli, hvað sem öðru líður). Þegar eg var að alast upp hjá foreldrum mínum, Þórði Ja- kobssyni og Halldóru Jónsdótt- ur í Vatnsholti í Flóa, var tví- býli þar á bæ, og hét sambýlis- maður okkar Þorleifur Jónsson. Ein var þar baðstofa, skilin sundur í tvennt af gangi í miðju, og bjó hvor í sínum enda. Löng göng lágu til aust- urs í eldhús Þorleifs, en út frá eldhúsinu var taðkofi, þar sem hann geymdi eldivið sinn. Vest- an megin kofans var undir garður, sem náði allt að hey- garði. — Vor eitt, er eg var 10—12 ára, kom í ljós, þá er klaka leysti úr jörðu, að vest- urveggur taðkofans var að falla út í húsagarðinn, og varð ekki hjá því komist að byggja hann aftur, áður en skán væri látin í hann á ný. Tók Þorleifur því til við þann starfa seint um vor- ið. Kvöld nokkurt, er hann var nýbyrjaður á verkinu og farinn að rífa niður liofavegginn, kem- ur hann til móður minnar og segist hafa fundið mannabein í veggnum og biður hana að koma og líta á þau. Fara þau nú út þangað, en eg fylgdist með þeim af forvitni. Þorleifur grefur nú betur til í veggnum, og kemur þá í Ijós beinagrind, er þau sáu við nánari athugun, að myndi vera af kvenmanni. Voi'U hin stærri bein, svo sem hauskúpa, kjálkar, leggir og herðablöð, eigi mikið skemmd, en flest hin minni bein voru orðin allmjög fúin. Beinagrindin lá frá norðri til suðurs, og hafði þurrt hey- torf verið lagt til beggja hliða ogtil höfða og fóta og einnig Framh. £ Sumufti. — TARZAN — /3/7 Björninn öskráði grímihdarlega, og tók undir sig stökk mikið, en þótt hann léti illa sleppti Tarzan ekki EiV in.trzán beið ekki boðahna heldur hóf upp hnífinn góða og keyrði á kaf í skrokk villidýrsins. ‘322?- ' Sriérist bjöíninn riokkra! 1 hrihgi1 með Tarzan og reyndi áð hri'sta af ■ sér, eða ná til hans með hramminum. 'Þegar þetta tókstiekllihök tjaann rás, og fór svo hratt að undravert var af svo stóru dýri. takinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.