Vísir - 10.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 10.01.1953, Blaðsíða 5
Laugardaginn 10. janúarl953 ’/tSIR Ímu ðtnurt itur Dawtúelsson : GERPLA. Hálldór Kiljan Laxness: Gerpla. Hélgaíell. 1952. Kápumynd gerði Svavar Guðnason. Bókin er 493 bls. og kostar í bandi 175 krónur. Það er í stytztu máli um þessa bók að segja, að hún er tröllaukin hvernig sem á hana er litið, einna fjærst því að vera miðlungsverk þeirra verka, sem eg hef í seinni tíð kynnzt. Tímatal atburðanna er fyrsti fjórðungur 11. aldar, og nöfn flestra persónanna höfum við áður séð í fornritunum. Við- burðasaga Gerplu er einnig að nokkru sótt í fornritin og mál hennar sömuleiðis. Málfar og stíll Kiljans sjálfs þó yfirgnæf- andi, og viðhorf hans einvöld. Þar af leiðandi dauft ættarmót- ið með Gerplu og Fóstbræðra- sögu þrátt fyrir sameiginleg manna- og staðánöfn. Það er andi miðaldrakristin- dóms og riddarasagna blandað- ur hinni gömlu víkingaaldar- rómantík, sem maður mætir þegar upp er flett Fóstbræðra- sögu, en frá blöðum Gerplu glottir við manni einhvers kon- ar nútímaheiðni, sem helzt svarar til Freysdýrkunar fornrar. Það er að minnsta kosti hinn friðsami og óvopn- aði búandmaður og hvalfangari sem nýtur hylli höfundarins. Virðist mér það frjósemis- og friðargoðin ein, sem lifa af ragnarökin í Gerplu, öll önnur eiga samleið með Butralda Brúsasyni, kúdrekk og brunn- míg, út fyrir heimsenda, þangað sem þau gera engum mein framar né verða lengur sótt til sakar. Gerpla er háðrit um víga- ferli og hetjudýrkun. Garpur- inn Þorgeir Hávarsson kveður sig aldrei munu drýgja þann glæp að fara með friði þar sem hægt sé að koma ófriði við, en vopn hans eru bitlaus og illa gerð og vígfimin fólgin í því einu að murka með kröftum lífið úr sér ósterkari og frið- samari mönnum. Sú skapgerð kvenskörunga íslendingasagnanna, sem skýr- ast er meitluð í hinni frægu setningu Guðrúnar: Þeim var eg verst er eg unni mest, verður lesendum Gerplu aðhlátursefni, þar sem hún birtist svo í orð- um Geirríðar úr Hrafnsfirði: En góðu heilli er nú Þorbrand- úr dauður, enda unni eg honum um aðra menn fram. Þeir fóstbræður hafa garps- hugmynd sína úr fornum kveð- skap og ýkjusögum frá víkinga- tímum og þjóðflutninga og vilja nú ólmir lifa samkvæmt henni. Þeir leggjast í víking norður fyrir Horn og hyggjast afla sér íjár og frægðar með vígaferl- um. En andi víkingaaldarinnar reynist þá kulnaður út í land- inu, jafnvel á Hornströndum, og lifir þar ekki lengur í ann- arra brjósti en flækingsins Buti-alda Brúsasonar, sem fer á milli kotbænda og hræðir út úr þeim mat og húsaskjól og launar þeirn jafnan nætur- . greiðann meö þvi að sfela ánáb- . nytunni -úr -kúnni óg míga í brunninn um leið og hann fer Þéssi maður er náttúrlegá ó- drepandi og lifir enn í dag. Síðar í bókinni rekst maður á aðalpersónugerfing þessa mórals, Ólaf Haraldsson digra (síðar helga), átrúnaðargoð þeirra fóstbræðra, hann fer með ströndum, tungusker og blindar menn til kristni og saltar kýr þeirra postulum sínum til mat- ar, og rekumst enn á hann löngu síðar, hvar hann stendur í ræðustóli andspænis her sín- um á Styklastöðum kvöldið fyrir bardagann og mælir svo meðal annars: Er það mín skip- an að þér þyrmið engu kykvendi er lífsanda dregur í Noregi og gefið eigi skepnubarni grið, þar til er eg hef fengið allt vald yfir landinu. Og hvar sem þér sjáið búandmann við hyski sínu á akri eða engi, á þjóðgötu eða eikjukarfa, þá gangið þar milli bols og höfuðs á, og ef þér sjáið kú þá leggið hana; og sérhvert hús, berið eld að, og hlöðu, látið upp ganga; og kvernhús, veltið því um koll; brú, brjótið hana; brunn, mígið í hann; því að þér eruð frjálsunarmenn Noregs og landvarnarlið — — En þarna er raunar svo til nákvæm lýsing á hernaðarað- ferðum okkar eigin kynslóðar: algert stríð, eins og það er kall- að — þegar her lætur að baki sér sviðið land. Þorgeir Ilávarsson er lengi í sjóræningjaher þessa konungs, en þar vinnur hann sér ekkert til frægðar fremur en á Horn- ströndum, nema síður sé, því að sannleikurinn er sá: það er ekki andi þessa hetjuskapar, sem hann hefur drukkið í sig úr fornkvæðum móður sinnar, heldur sá andi, þar sem maður gengur móti manni og frægðin er svo til jöfn hvort heldur maður stendur eða fellur og til- gangur manndrápsins er ekki annar en manndrápið sjálft, á- samt þeim orðstír sein aldrei deju’. Unz háðulegu lífi garpsins lýkur með jafnháðulegum dauða: hann er afhöfðaður í svefni af þeim Lúsodda og Butralda Brúsasyni, sem fara nú með hausinn heim að tún- garðshliði Þormóðar Kolbrún- arskálds og festa hann á níð- stöng. Þar næst tekur við sá þáttur skáldsögunnar, sem húðflettir þá dyggð fornsagnanna að efna gefið heit. Þormóður hafði lof- að að hefna Þorgeirs. Hann vaknar nú þennan morgun vestui- í Ögri, .þar sem hamingja hafði þróazt meiri en menn vissu dæmi annars staðar á Vestfjörðum, og flýr nú upp frá þessu hamingju. sína og sælu, eiginkonuna Þórdísi Kötludótt- ur, sem hann dýrkar umfram alla eign og henni næst dætur tvær, sem hún hefur honum alnar „og kennir hann þessar við tung‘1 og stjörnu“ —fleygiú nú þessu öllu í hendur þræli sínum og situr löngum á j tali við daunillan og uldinn haus Þorgeirs, unz Þormóður er horfinn skyndilega og segir ekki; af .'hanuin ,meir iyrr en honum skýtur upp í Grænlandi ffsíéhdingásö'gunum og anda þeirra, héfði Gerpla betur aldrei verið skrifuð. En ékki er nein ástæða til að óttast slíkt, enda lít eg ekki svo á að Gerpla sé skráð i þeim til- gangi. Tilgangur hennar er að ófrægja vopn og' vígáferli og þá menn sem með ófriði fara, frægja hins vegar þá, sem í sátt og samlyndi deila málsverði í „soðningarstöðum" sinnar veg- ferðar gegnum lífið. Guðmundur Danielsson. leitandi áð Butralda til þess að’ drepa hann. í Grænlandi má segja að skáldið og glæsimennið . gangi sér fullkomlega til húðar, án þess þó að ná Butralda, sem alltaf ber undan til norðurs og hverfur þá léið út úr veröld norrænna manna. Þormóður kemst til Noregs tannlaus, hárlaus, fingralaus og haltur á báðum fótum, og nú er aðeins eitt eftir: að flytja þeim konungi lofkvæði, sem verið hafði' höfðingi Þorgeirs, og fá síðan að þjóna honum. Hæddur og hrakinn af öllum, jafnvel beiningamönnum og þrælum, nær hann loks fundi Ólafs digra á Styklastöðum, en konungur vill ekki hlýða kvæðinu og segir: Sá mun ær, arminginn sem þar klifrar. Um nóttina þegar liðið er lagzt til svefns, sækir beigur að kóngi, líkt og Sál forðum í Endor, og hitth' þá enn skáldið uppi sitj- andi og vill nú styrkja sig á kvæði, en þá segir skáldið og nokkuð dræmt: Nú kem eg eigi lengur fyrir mig því kvæði, segir hann og stendur upp sein- lega og haltrar á þrott við lurk sinn og er horfinn bak hörg- inum. Tæplega verður um það deilt að Gerpla sé þrekvirki og höf- undur hennar gæddur fáheyrðri dirfsku, hugmyndaflugi og tækni, en hvort bókin verður öllum lesendum sínum til ó- blandinnar gleði, það er allt annað mál. Þess ber að minnast, að fornbókmenntirnir eru ásamt móðurmálinu okkar dýrasti menningararfur og án hans hefði þjóðin tæplega lifað af hörmungar svartadauða, ein- okunar og móðurharðinda. Yrði Gerpla orsök þess að við glöt- uðum virðingu okkar og ást á uvvvvvuuvvw'uuvvivsjvuvwvuwuv'wwv'wvvuvv'uvvvvu'uvvvfvvnj* ARK hafði 1,6 milljarð kr. úr að spila. N. York (AP). — Ameríski rauði krossinn og deildir hans — samtals 3727 — vörðu rúm- lega 1,6 milljarði kr. til líknar- starfa á sl. ári. Mest var starfað í þágu her- manna og uppgjafahermanna, en þar voru alls umiin 2,3 milljónir verkefna og varið til þess 600 millj. króna. Auk þess var um 32,000 fjölskyldum hjálpað á ýmsa lund vegna slysa og náttúruhamfara. -8K4K- Frá Haustmóti T. R. Hvítt: Lárus Johnsen. Svart: Birgir Sigurðsson. Skjólabúar. I»að er drjúgur spölur inn í Miðbæ, en til að koma smáauglýsingu í Vísi, þarf ekki að fara lengra en í Nesbúð* Nesiregi 39. Sparið fé með því að setja smáauglýsingn í Vísi. MWÚlLD/uthkar. Þessa dagana, eins og raunar I minnst, að við ættum að alla aðra daga ársins, einblín- reyna að gera eitthvað til þess um við öll á fiskveiðar, sjávar- að gera atvinnulíf okkar fjöl- útveginn, sem allt snýst um. breyttara, og sú vísa verður og allt veltur á. Ef veiði bregzt | ekki of oft kveðin. Að vísu í einhverri mynd er vá fyrir munu rísa af grunni á næstu dyrum, allt athafnalíf lands- árum voldug raforkuver hér, manna er í voða, verzlun og | sem munu skapa möguleika til ýmislegs iðnaðar, og er það vitaskuld mikið fagnaðarefni, sem landsmenn allir munu hafa hagnað af er fram líða stundir. En á meðan: Hví gerum við ekki eitthvað til þess að hlynna viðskipti dragast saman, og á- hyggjur þrúga hvern mann. Það liggur í augum uppi, og hefur verið .sagt hundrað sinn- um áður, að þjóð, sem á 99% útflutnings síns undir einum og sama atvinnuvegi, er illa á]að „ferðamanna-atvinnuvegin- vegi stödd, ef einhver þáttur | um“, sem árlega gefur Norð- hans bregst, og öryggi lands- mönnum og öðrum nágrönnum manna er harla lítið. j okkar, tugi ef ekki hundruð ♦ Þjóðir, sem fleiri stoðir milljónir króna í aðra hönd? 1. d2—d4 2. c2—c4 3. Rbl—c3 4. e2—e3 5. a2—a3 6. b2Xc3 7. Bfl—d3 8. Rgl—e2 9. e3—e4 10. Bcl—e3 11. 0—0 12. Re2—g3 13. Ddl—e2 14. a3—a4 15. e4Xf5 16. Dd2—f3 17. Df3Xa83) 18. Da8—d5f 19. d4Xc5 20. f2Xe3 21. HalXfl 22. Hf 1—f8| 23. Dd5—g8f 24. Hf8Xe8 25. Dg8—f8f 26. Df8—f4f 27. He8—e6 28. Df4—f8f Rg8—f6 e7—e6 Bf8—b4 c7—c5 Bb4Xc8f Rb8—c6 0—0 b7—b6 Rf6—e8 d7—d6 Rc6—a5 Bc8—a6 Dd8—d7 f7—f 5?1) e6Xf5 g7—g6-) f5—Í44) Kg8—h.8 f4Xe3 Hf8Xflt Ba6—b75) Kh8—g7 Kg7—h6 d6Xc5 Dd7—g7 g6—g5 Dg7—g6 mát. 1) Fram til þessa hefur skák- in teflst eftir þekktum leiðum, en hér er bezt fyrir svart að leika cXd4 og næst Ha—c8, með vel viðundandi stöðu. 2) Svart hlýtur að velja þessa leið, því ef B—b7 þá BXf5! og hvítt hefur peð umfram og sízt lakari stöðu. 3) Þessi leikur er allvafa- samur og ætti varla að leiða til vinnings, öðrum leikjum fremur. Svart svarar nú bezt með R—c6 og ef 18. d5 þá R—e5 og næst R—g7. Hvítt fær báða hrókana fyrir drottning- una, en ef til vill tapað tafl. Bezt mun vera fyrir hvítt að leika 18. dXc5, sem rífur upp stöðu svarts og opnar hún fyrir hrókana. Svart svarar þá bezt með R—g7, DXf8, KXf8 og úrslitin eru ærið tvísýn. 4) Svart velur heldur þann kostinn að láta skipta menn, það er þó sýnilega vonlaus leið, því við það opnast f-línan og sóknarmöguleikar hvíts magn- ast alvarlega við það. 5) Héðan af er sjálfsagt erf- itt að bjarga taflinu við, en réttara og eðlilegast var að gef- ast hreinlega upp strax, én að leika hinn gerða leik. TAFLLOK: Hvítt: Arinbjörn Guðmundsson. Svart: Birgir Sigurðsson. renna undir, geta frekar tekið því stillilega, þótt ein- hverri einni atvinnugrein henn- ar vegni illa eitt árið, eða jafn- vel um árabil. Frændur okkar ♦ Það vantar hótel, segja menn. Alveg rétt. En þá þarf að reisa hótelin, og fá til þess lán í stórum stíl. Þétta eru peningar, sem margborgar sig Norðmenn munar t. d. minna að taka að láni. Eða þá að fá en okkur um það, þótt þorsk- vertíð bregðist, eða síldin verði tregari eitt árið. Þeir eiga fleiri strengi á sinni hörpu: Skógar- högg með trjávöruiðnaði og pappírsvinnslu, fjölþættan út- fluthingsiðnáð, sem byggist á miklúm ráforkúverum, þriðja stsersta kaupskipastól heims, og ferðamannaaðstreymi til landsins, svo að eitthvað sé.tal- ið og landbúnaðinum sleppt, sem flestir liafa ífraínfæri af. ♦ Margolt heíur verið á erlend fyrirtæki, t. d. ferða- skrifstofur, til þess að leggja fram fé til þess að reisa hér viðunandi hótel, en ganga vit- anlega þannig frá hlutunum, að tryggt sé. Þessi aðferð hef- ur gefizt mæta vel víða um lönd, og ætti að gera það hér. ------En hvað sem öðru líður: Við verðum að freista þess að gera atvinnulífið f jölþættara. Það er 'okkuf lífsnaúðsyn.’ ’ ThS. ■ m « ■ fÉii A* wéí m í'j&'Wm m m | hb; n u o k i' g k Staðan eftir 30. leik svarts. 31. f2—f3 c6—c5! 32. d4Xc5 e4X.f3!! J “■33 D63Xe8 ■ TS.-M-f2t! ... 34. Hel—e4. Hf4Xe4!!.'. í Hvítt gaf?t upp. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.