Vísir - 13.01.1953, Blaðsíða 1
©
43. árg.
Þriðjudaginn 13. janúar 1953.
9. tbl.
Útvarpsstríðift
nær tíl íslands.
Kalda stríðið á öldum ljós-
vakans nær I einnig til ís-
lands, þótt ekkr se það hið
íslenzka útvarp, sem þar er
að verki.
í ræðu þeirri, er Gunn-
laugur Briem, yfirverkfræð-
ingur Ríkisútvarpsins, flutti
í fyrradag við opnun endur-
varpsstöðvarinnar á Akur-
eyri, lýsti hann því nokkuð,
við hverja örðugleika væri
að etja í sambandi við út-
varpsstarfsemi. á fslandi.
Bæði væri það, að til væru
stöðvar á meginlandi álfunn-
ar, sem útvörpuðu á sömu
eða nær sömu bylgjulengd
og okkar, en jafnframt væri
stöð ein í austurhluta Berl-
'íriar, sem hefði bað markmið
eitt að trufla útvarp Banda-
ríkjamanna í Vestur-Berlín
með því að senda frá sér væl
og annan hávaða. Þessir væl-
tónar kommúnistastöðvar-
ihhar hafa m. a. orsakað
verulegar truflanir hérlend-
is, og má því segja, að kalda
stríðið nái hingað einnig að
þessu leyti.
Ný ofscknaralda að risas
Rússneslfiir læknar eru sakaöír uni
að ráða forvígismenn af dögum.
~ ~~~ Gefa vísvitandi rangar sjúkdóms-
Befgir ssgra rrakka.
Belgir og Frakkar háðu
nýlega landsleik í knattspyrnu
og sigruðu Belgir.
Leikurinn var háðir í París,
o'g voru áhorfendur alls 40,000.
Settu Belgir mark á .6. mínútu
fyrri hálfleiks, en Frakkar kom-
ust oft í færi síðar, þótt ekki
tækist að skora.
Tíðindalaust i
sjómannadeilunni.
Enn hefur ekkert gerzt í
deilu vélbátasjumanna og út-
vegsmanna, er bent geti til
þess, að lausn hennar standi
fyrir dyrum.
Enginn fundur var með
deiluaðilum í nótt, né heldur í
gær, og ekki hafði verið boð-
aður fundur með þeim, er Vísir
vissi síðast til. Situr því 'alit
við saraa í þessu máli.
Sárafáir árekstrar þrátt
ir mikla hálku í gær.
ausir bílar áttu í erííftleikum.
fyr
Keojuk
I gœr, er líða tók á daginn,
myndaðist mikil hálka og ísing
á götum bæjarins, er olli marg-
háttuðum umiferðartruflunum,
en án þess að kæmi til meiri-
háttar árekstra eða slysa.
Víða varð að ýta bílum, sem
voru keðjulausir einkum í
brekkum og þar sem hálkan
var mest. Sama gegndi og um
strætisvagna, að farþegarnir
urðu að fara út og ýta á þá til
þess að þeir kæmust leiðar
sinnar. En ér séð varð að hverju
stefndi munu keðjur hafa ver-
ið settar á þá og úr því gekk
allt vel. Þettta olli samt nokkr-
um töfum á ferðum strætis-
vagnanna um stundarsakir
a. m. k. á sumum leiðunum.
Keðjulausir bílar létu illa að
stjórn og víða koma það fyrir,
er þeir voru hemlaðir, að þeir
snérust á götunum og töfðu við
það umferðina. Þótt undarlegt
megi virðast kom þó ekki tilj
meiri háttar árekstra, og flest-
ir þeirra urðu áður en hálkan
myndaðist^ Sýnir þetta ljóslega
að ef bifreiðastjórar sýna að-
gætni og varúð við stýrið er
hægt að forðast árektsra, jafn-
vel við hin örðugustu og verstu
skilyrði.
Einn árekstur varð þ.ó, og
áS nokkru sögulegur, í gær-
kvöldi, er tvær bifreiðar rák-
ust á á gatnamótum Víðimels
og Fúrúmels. Varð hann sögu-
legur fyrir þá sök, að annar
bifreiðarstjóranna kom sér
undan áður en tal næðist af
honum, en slíkt er brot á bif-
reiðalögunum. Hinsvegar náð-
ist númer bifreiðar hans og er
málið í rannsókn.
Verkfall á ífalíu.
300.000 ítalskar járnbrautar-
starfsmenn í félögum þeim, sem
kommúnistar og óháðir jafnað-
armenn stjórna, hófu sólar-
hringsverkfall í morgun til
stuðnings launakröfum.
Myndin er af Martin P. Durkin,
foresta sambands pípulagning-
armanna í Bandaríkjunum,
sem Eisenhower gerði að
verkamálaráðherra.
lýsingar, beita síðan röngum
lækningaaðferðum.
Andreí Zdlianov medal þeirra, er
drepiuu var med þessum hætti.
Einkaskeyti frá AP. — London í morgun.
Að undanförnu hafa borizt æ fleiri fregnir, sem sýna, að of
sóknir og „hreinsanir" eru að verða æ víðtækari í leppríkjun-
um austan járntjalds, en nú eru ofsóknirnar hafnar heima
fyrir í Ráðstjórnarrilijunum sjálfum, með ásökunum á hendur
læknum fyrir áform um að ráða af dögum kunna stjórnmála-
og hernaðarleiðtoga í Báðstjórnarríkjunum.
Vaxaudi flutningar
um Amsterdam.
Amsterdam (AP). Flutningar
og skipakomur voru meiri til
þessarrar borgar á árinu sem
leið en nokkru sinni fyrr.
Alls komu 4675 skip til
hafnar hér á síðasta ári, sem
voru um 26,5 milljónir smá-
lesta. Var þetta 320 skipum
fleiri — og 2,3 millj. stærri —
en hér komu árið 1951. Það,
sem einkum má þakka breyt,-
inguna, er það, að nýr skipa-
skurður hefur verið tekinn í
notkun, sem tengir Amsterdam
beint við Rín.
Brezk flugvél hrapaði til
jarðar á Súezeiði í morgun. Níu
manna áhöfri beið bana.
Eins og að líkum lætur, eftir
það sem gerst hefur í lepp-
ríkjunum, einkum Tékkósló-
vakiu, eru sökudólgarnir taldir
vera Gyðingar eða handbendi
þeirra. Segir að áform þessara
manna, sem flestir séu áhang-
Japan aövar-
ar Rússa.
Flugvélar Russa
fremja hiutleysisbrot.
Einkaskeyti frá AP. —
Tokyo í morgun.
Japanska stjórnin hefur var-
að ónafngreint erlent stórveldi
við afléiðirigum þess, ef flug-
menn þess haldi áfram ólögleg-
um flugferðum yfir hinar norð-
lægari Japanseyjar.
Er vakin athygli á að það
hafi orðið æ tiðara upp á síð-
kastið, að slík brot væru fram-
in með því að fljúga yfir Hokk-
aido. Væri Japan tilneytt að
grípa til gagnráðstafana, ef
framhald yrði á þessu, og yrði
stórveldið, sem flugvélarnar
ætti, að taka á sig alla ábyrgð
af afleiðingunum. (Án vafa er
hér átt við Ráðstjórnarríkin).
Þjóðverjar hvattir til að vinna sér
framtíðarísfiskmarkað í Bretlandli. :
Þa^ á aH bæta Bretunn missi íslenzka f isksins
endur félagsskapar nokkurs^
í greinárgerðinni er hamr ¦
nefndur alþjóðafélagsskapur
Gyðinga, hafi áformað að ráða
af dögum ýmsa kunna menn.
Bandaríkjamenn eru sagðir
hafa skipulagt félagsskapinn og
stutt hann fjárhagslega. Allir
læknarnir eru kallaðir laun-
þegar erlends veldís.
Aðferðin er sögð hafa verið
sú, að gefa skakkar sjúkdóms-
lýsingar og fyrirskipa á grund-
velli þeirrá alrangar lækninga-
aðferðir í þeim tilvangi að sjúk- ;
lingarnir bíði bana. Meðal
þeirra, sem nefndir i eru, og;.
losna átti við méð þessu móti,
voru hershöfðingjarnir Vassi- '
lievsky, sem fyrir 3 áruiri varð
hermálaráðherra, og Koniev,,.
sem stjórnaði suðurarmi hers
Ráðstjórnarríkjanna í innrás-
inni í Þýzkaland í síðari heims-
styrjöldinni. Báðir eru þeir
meðal kunnustu hershöfðingja
Rússa.
Meðal þeirra sem drepnir
voru með þessum hætti, að þvi
er segir í Moskvafréttum, var
fyrrveraridi framkvæmdastjóri
Kommúnistaflokksins, og einn'
af aðal skipuleggjurum Komin-
form, Andrei Zdhavov, er dó á'
sóttarsæng 1948.
í greinargerð Moskvuút-
varpsins eru forstöðumenn og
starfsmenn ýmissa félaga og
stofnana sakaðir um skort á
árvékni og sagt, að ef ekki'
væri sofið á verðinum, væri
ekki hægt að gera tilraun til
að framkvæma slík áform, og
alvarlega brýnt fyrir mönnum
að sjá að sér.
Þýzkir togarar hafa að und-
anförnu selt mikið af ísfiski í
brezkum höfaum og fengið gott
verð fyrir aflann, enda haft góð-
an fisk.
í brezkum blöðum kemur nú
fram í fregnum, sem vafalaust
eru runnar undan rifjúm tog-
araeigenda og fisksala, að þýzku
togui unum er vel tekið.1 Er bein
línis tekið': fraffi,. -að; þýzkum
togaraútgerðarmönnum ; diafi
verið gefin bénding um að baita
Bretura upp það, sem þeir
misstu "við' að söluferðir ís-
lenzkra togara hættu, og tekið
cr fram, að
þannig gætu Þjóðverjar
byggt sér upp framtíðar-
markað fyrir fisk í Bret-
landi.
Þessa afstöðú er svo reynt að
réttlæía meS því að löndunar-
bannið á íslenzka togara hafí
verið sett, vegna þess að brezk-
Jrh togurum sé meinað a3 veiða
þar sem þeir höfðu ávallt
fengið að veiða áður! ó
í tveimur heimsstyrjöldum
hættu íslenzkir sjómenn til lífi
sínu við að færa Bretum fisk
og fórust margir í þeim hættu-
ferðum. Bretar áttu þá i styrj-
öld við Þjóðverja, sem nú virð-
ist vera vel fagnað í brezkum
fiskibæjum, en gegn íslending-
timer þar haldið uppi áróöri
£ blöðum og málstaður þeirra
rangfærður.
Mvevjta, Egfjptar
stjfównur&hrán-n-i'?
Egypzka stjórnin hefur skip-
að 50 manna nefnd tií þess að
semja uppkast að stjórnarskrá.
Meðal þeirra, sem eiga sæti
í henni, eru Aly Maher fyrrv.
forsætisráðherra og 5 af for-
ystumönnum vrafdista.