Vísir - 13.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 13.01.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 13. janúar 1953. Caradoc, sem var í þingmannanefnd, sem send hafði verið til Parísar, en Carr var hvergi sjáanlegur þarna. Gafst hann upp við að leita og ákvað að fara. í forsalnum rakst hann á Wilson, sem hafði varpað slái um sig og leit út um dyrnar á ljósum prýdda borgina. „Jæja, þú tókst það í þig að koma,“ sagði1 hann. „Kannske þig langi til að ganga. Það er hressandi. Og þar sem þetta er fyrsta kvöld þitt í París muntu hafa gaman af að kynnast borgarlífinu dálítið. Eg væri ekkert hissa, þó eitthvað óvanalegt kæmi fyrir þig.“ ________ Þeir gengu niður Rue de Rivoli og að torginu fyrír framan Palais-Royal. Þar var svo mikil þröng, að þeim vedttist örðugt að komast gegnum þröngina. Undrun Franks hafði vaxið með hverju andartaki. París var, þrátt fyrir allt, sigruð borg, og hann hafði búizt við að sjá lilera fyrir öllum gluggum og lok- aðar dyr hvarvetna, og herflokka erlendra þjóða á öllum götum. Erlenda hermenn gat að vísu hvarvetna að líta, en það var allt og sumt, Austurríkismenn, með lárviðarsveiga á höttunum, Prússa, sem alltaf gengu á miðjum gangstéttunum og viku ekki fyrir neinum, og Englendinga, sem klæddir voru skarlatsrauð- um einkennisbúningum, og innan um gat að líta Háskota í pilsum sínum. En hið einkennilega var, að það var eins og Parísarbúar þeir, sem úti voru að minnsta kosti, væru í hátíðar- skapi, og jafnvel klæddu sig í stíl við það sem tíðkaðist í lönd- um sigurvegaranna. Konur voru kátar og mjög vinsamlegar. „Maður skyldi halda, að þetta fólk væri að fagna unnum sigri,“ sagði Frank. . „Frakkar eru ' einkennilegir á stundum mótlætisins,“ sagði Wilson, er nam staðar til þess að kveikja«-sér í vindli. ,,Að sjálf- sögðu eru sumir þeirra að fagna sigri, en hve margir er erfitt að gera sér grein fyrir. Stundum held eg, að þeir sem fagni endurkomu konungdæmisins séu fáir. En allt þetta, sem gert er til þess að gera einskonar grímudansleik úr öllu saman, er að- eins á yfirborðinu, til þess að leyna tilfinningum sínum.“ •„Það lagðist í mig í dag,“ sagði Frank, „er eg gaf gætur flokki Háskota. Múgur manns, gramur á svip horfði á þá, eins og þeir væru reiðubúnir að koma aftan að þeim með kutana á lofti.“ „Konungssinnar og Bonapartesinnar hata hverjir aðra og Jakobínarnir báða, en Parísarbúar skiptast í þessa þrjá flokka — hata okkur — og skyldi því enginn trúa, sem er viðstaddur „grímudansleikinn“ í kvöld.“ Þeir lögðu leið sína inn í veitingasal Mmé Blanche og þar fengu þeir tækifæri til þess að ræðast við. Þeir voru þar vitni að því, að tveir enskir hermenn komu þar fram af lítilli kurt- eisi við eina frammistöðustúlkuna, og Wilson sagði: „Sagan um þetta fer eins og eldur í sinu um París — og án efa verður sagt, að tveir enskir hermenn hafi ráðizt á franska þernu. Wellington verður æfur af reiði. — Meðal annara orða, þú veizt, að „Papa Violet“, er enginn annar en Napóleon. Margir þeirra, sem fylltu þann flokk, veittu beina aðstoð við flóttann frá Elbu. Hinir djörfustu bera enn fjólur. Það kemur jafnvel fyrir, að maður sér þetta einkenni í fellingum kvenhatta.“ „Gabrielle var í flókki þeirra,“ hvíslaði Frank, „og eg er farinn að hafa áhyggjur af henni.“ VISIR „Hún verður að hætta því. Ríkisstjórnin ætlar að uppræta þennan flokk.“ „Bónapartesinnar eru vitnalega með einhver áform á prjón- unum um nýjan flótta hans.“ „í Faubourg St. Honoré — Bónapartehverfinu — er höfuð- stöð þeirra. Þeir koma þar saman á hverju kvöldi og ræða áform sín. Það kemur þeim ekki að miklu gagni. Hann hefir verið settur í búr, sem hann kemst ekki úr.“ „Og hvernig er tilfinningum þinum varið i hans garð nú, — þegar allt er um garð gengið?“ „Eg verð að játa, að þar hefir kviknað dálítil samúð í brjósti mínu, sem vitanlega er alls ekki réttlætanleg. Eg játa, að Það sé brýn nauðsyn, að hafa hann stöðugt í haldi — en ef eg hefi samúð með honum, hvað heldurðu þá um menn almennt, þegar menn fara að gleyma blóðsúthellingunum og grimmd- inni. Menn munu segja, að hann hafi verið grafinn lifandi á þessari eyði-ey og Bretum sé um að kenna. Bretar verða ekki vinsælir fyrir fangagæzlustörf sín.“ Wilson leit á klukkuna. „Við skulum fá okkur eitthvað að geta og drekka-og svo eg eg þér þangað, sem þú villt, á leið minni til Galignani, en þar les eg snku blöðin. Þú hefur vitanlega heyrt, að eg ætla að setj- ast að í París. Lafði Wilson sezt að hér með mér. Við ætlum að leigja okkur hús. Hún er ekki við góða heilsu, vesalingurinn. Hér er milt og sólríkt og eg vona, að loftslagið eigi betur við hana en suddoloftið heima.“ Frank gat ekki um annað hugsað en hvort Gabrielle mundi enn vera í París — og ef hún væri þar — hvernig gæti hann þá haft upp á henni. Hann hafði og áhyggjur af því hve Margot hafði hrifið hann. Hann hlakkaði ákaft til þess að sjá hana aftur - meira en eðlilegt var. Aftur og aftur skaut upp þeirri hugsun, að hann hefði aldrei litið fegurri konu. Hann reyndi að kenna því um, að Gabrielle hafði talað svo mikið um fegurð hennar og hrifni ’hennar af honum. En han nákvað að bæla niður, með hörku allar hugsanir um Margot, sem gátu fjarlægt hann Gabrielle. Næsta morgun lagði Frank leið sína í hverfið, þar sem Cara- doc hafði leigt sér herbergi. Frank hafði ákveðið að heimsækja bróður sinn. Hann víssi, að Caradoc var íaginn að afla sér ým- iskonar upplýsinga. Þár sem hann hafði verið í París mánaðar- tima var ekki ólíklegt, að liann hefði frétt eitthvað um hvar Gabrielle væri niður komin. Ellery lávarður var nýstiginn út úr gúmmíbaðkeri, sem var þannig' gert, að það mátti leggja það saman. Hann þurrkaði sér Dulrænav frásagnir Sígaunaspá. Þegar faðir minn, Hjálmar" Guðjónsson, var í förum rétt eftir 1900 þá er það einn sunnudagsmorgun, að skips- höfnin fékk landfararleyfi í Bergen. Mætir hún þar í Skipa- götunni gamalli Sígauna-kerl- ingu, sem ekki var beinlínis frýnileg á að líta. Er ekki að orðlengja það, að hásetarnir fóru að bekkjast til við hana og létu margt ófagurt fjúka við kellu greyið, svo að föður mínum þótti nóg um, og dró hann sig' í hlé. En svo fór þó, að hásetarnir feng.u nóg af þessu gráa gamni og héldu leið sína. og ætlaði faðir minn að skunda. á eftir þeim. En þá hafði kerla: komið auga á hann og bað hann að tala við sig og rétta gér* höndina. Fór hún þá að lesa f lófa hans, og honum til mikill- ar undrunar sagði hún honum svo margt, sem hafði gerzt- heima á íslandi og hvað mundi - gerast í framtíðinni. Hann mundi fara heim og eignast mörg börn og góða konu og. mundu þau öll verða mann- vænleg, en elzta dóttirin, end-- urtók hún, yrði fræg sem rit- höfundur, en það væri ein- hver skuggi sem skyggði á þá gleði. Ef til vill er ekki rétt af mém & Suf'wmkó. - TA R Z4 M - iszo Nú gengu þeir cnn lengi og komu frá lán'di mnm Þ.:ir virðast óyfir- „Straumurinn er þungur,“ sagði Þeir nálguðust bakkann hinum loks að klettabelt.i • mikfu. Þá sagði' stíganií-.u'i r i:Ci sjá, .en-vera má að við Tarzan. „Fylgdu mér, en gættu fóta meginn, og fylgdist Tarzan með Vol- Volthar: „Þessir kietfar skilja okkur getiun fundið einstig að fara um. þinna. Steinarnir eru sleipir.“ thar, sem var að ná landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.