Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Miðvikudaginn 14. janúar 1953. 10. tbl. r Kasfast í kekki með Itöl- ihii og Jiígdslövum. Júg-éslavar reiolr de Gasperi effir AþenuförÍRa. Einkaskeyti frá AP. — Heldur virðist vera að kast'- ast í kekki með Júgóslövuni og ítlölum, eh sambúð rikjanna var mjög batnandi til skamms tíma. . Trieste-máíið hefur eðlilega verið helzti ásteytingarsteinn- inn frá stríðslokum, þar sem báðar þjóðirnar vilja fá borg- ina og svæðið umhverfis hana til umráða. Þó glæddust mjög vonir manna á síðasta ári um, að vinfengi gæti tekizt með þessum grannþjóðum, og unnt yrði að finna lausn þessarrar deilu, er báðir mættu vel yið una, því að ríkisstjórnir beggja virtust staðráðnir í að gera sitf tií þess að vingast. Nú hefur för Gasperi til Aþenuborgar hinsvegár haft þau áhrif, að Júgó- slávar bera ítölum á brýn, að ekki vaki annað fyrir þeim, ef gert yrði banda- lag Grikkja, ítala, Júgó- slava og Tyrkja, en að verða eins konar höfuðþjóð bandalagsins og foringi. S Eru Júgóslavar reiðir ítölum fyrir þetta, og óttast margir, að þetta kunni að verða alvar- legur þrándur í götu fyrir bandalagið, svo að dráttur geti orðið á stofnun þess. Ennfremur gerast Júgóslayar nú enn harðari í horn að taka en áður þegar ítalskir fiskibátar nálgast landhelgi þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. Um ára- mótin voru yfir 20 italskir fiskibátar teknir í landhelgi vi'ð Istriuskaga, og dæmdir í sektir. ítalir halda því franv að bátar þessir hafi verið utan landhelgi og krefjast skaðabóta íyr'ir veiðitap, en skipin leita yfir að skagarmm, því að þar er mest- ur afli. Þykir nú mörgum óvænlega horfa um sambúð ítala og Júgóslava. Sjdmannadeilan dleyst enn. Astandið er enn óbreytt í deilu vélbátasjómanna og út- vegsmanna. Engir fundir voru haldair með deiluaðilum í gær, né held- ur í nótt, og. ekki vissi Vísir til þess, laust fyrir hádegi, að von væri slíkra funda í dag. BaEivæeiuin vökva stolið úr tveim vélbátum. UmfeJrðíEwstys í m'orgwm. Síðdegis í gær tilkynnti Kon- ráð Gíslason kompásasmiður að banvænum vökva hefði verið stolið af tveimur bátakompás- um. Voru kompásar þessir í bát- unum Blakksnesi og Brimnesd, er lágu við Verbúðarbryggjurn- ar. Þótti Konráði helzt líkur til þess að menn myndu hafa stol- ið vökvanum í þeim tilgangi, að drekka hann, en það gatufc riðið á lífi þess eða þeirra er það gerá, því vökvinn er ban- vænn. Ekki hafa lögréglunni samt borizt fregnir um það, enn sem komið er, að neinn hafi sýkst af völdum eiturdrykkju. í morgun varð umferðarslys innarlega á Laugavegi. Kona sem var að koma úr strætis- vagni gegnt benzínstöð Stillis á Laugaveginum gekk aftur fyrir vagninn, en varð um leið og hún gekk út á götuna fyrir vörubifreið sem korh innan að. Afleiðingin af þessu varð sú að konan féll.í götuna og hlaut á- verka á höfði. Hann var þó ekki alvarlegs eðlis að talið var, því eftir að læknar höfðu gert að sárum hennar á sjúkrahúsi var henni leyft að fara heim. Kona þessi heitir Oddný Sig- mundsdóttir, til'heimilis að Há- vallagötu 44. í gær barst lögreglunni mik- ið um kvartanir út af sleða- ferðum barna í bænum. Sleða- ferðir þessar orsökuðu trufl- anir á umf erð og fyrst og f remst þó hættu fyrir börnin sjálf. — Lögreglan fór á ýmsa staði, þar sem kvartað hafði verið undan sleðaferðum barna og talaði um fyrir unglingunum. Tiío verður forsetL Belgrad (AP). — Tito mar- skálkur var í dag kjörinn fcr- seti Jugóslavíu. Stjórnarskrárbreytmg var samþykkt í gær þar í landi og það er samkvæmt henni, sem forsetakjörið fór fram. Var Tito síðan í morgun kjörinn.-forseti landsins af þinginu og hlaut öll atkvæði gegn einu. — Þingið verður í tveimur deildum. Efri deild skipa fulltrúar framleið'-- enda, en neðri deild fulltrúar héraðanna.- Fingraför allra karlmanna á Fá- skrúðsfirði og nágrenni tekin. Danski myndhöggvarinn Gern Nielsen, sem er annar dönsku listamannanna, er verða þátt- takendur Dana í alþjóðasam- keppni um bezta minnismerkið tim hínn óþekkta politíska fanga. Óvissar söluhorf- m á saltfsski. Samkvæmí upplýsingum, sem blaðið hefur fengið frá Sölusambandi íslenzkra fisk- framieiífenda verða afskipaðar síðari hlut-í þessa mánaðar 1500 Iestir af verkuðum fiski til Spánar. Hvaða skip flytja fiskmagn þetta til Spánar er enn óvíst. Fiskur þessi var seldur á fyrra ári og er hér að eins um afskipunaratriði að ræða. Mest- ur hluti þess saltfisks, sem þurrkaður hefur verið, mun vera seldur, en um áramót voru fyrir hendi um 5500 sxtiálestir af óverkuðum saltfiski, þar af seldar um ISOO.lestir. Saltfisk- birgðirí landinu eru þvi ekki mjög mikiar, en hinsvegar eru markaðshorfur mjög óviisar, því aS miklar saltfiskbivgðir eru nú fyrir hendi í sumum markaðslöndum, aðallega Italíu. Gullfaxi verður fyrir hreyfílbikn. Er. Gullfaxi átti að fara héð- an í gærmorgun, og var kominn á loft, kom í Ijós bilun á ein- cm hreyfli hans, og var því Isiit aftur íil þess að huga að þessu. Var lent í Keflavík, og þar gert við hreyfilinn, en bilunin mun hafa verið smávægileg. Gullfaxi kom síðan hingað aft- ur um kl. 1 í morgun, og átti að fara héðan til Prestvíkur og Hafnar í kvöld í för þá, sem fresta vai-@ í gær-.; Gullfaxi er fullskipaður far- þegum, éða 55 samtals. Tileffntð var sælg-ætisstuldur í Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar. Tveir kostir Þjóðverja. Bom (AP). — Adenauer kanslari flutti ræðu í gær og kvað stjórn sína mundu leggja áherzlu á að hraða fullgildingu varnarsamninganna. Hann kvað Vestur-Þýzka- land ekki eiga nema um tvennt að velja: Aðild að varnarsam- tökum, eða horfast í augu við það, að Bandaríkin hættu af- skiptum af vörnum Vestur- Evrópu, en það tefldi öryggi V.-Þ. í mikla hættu. Eyddu $ 210 mfflj. í Evrópu. Bandaríkjamenn eyddu meira fé í ferðalög um Evrópu á f yrstu níu mánuðum síðasta árs en á sama tímabili 1951. Á tímabilinu júní-septem- ber eyddu þeir 210 millj. doll- ara, en á. sama tíma á hinu helga ári 1950, sem var metár, eyddu amerískir ferðamenn 190 millj. dollara í sömu löndum. Herriot deildar- forseti enn. París (AP). — Herriot var í gær endurkjörinn forseti full- trúadeildar franska þjóðþings- ins. Hann var kosinn með ein- földum meirihluta í þriðju um- ferð. — Herriot er einn of for- ystumönnum radikalaflokksins, flokki René-Mayers, hins nýja forsætisráðherra. Hæstiréttur í Aden hefur úr- skurðað, að af henda skuli Brezk íranska olíufélaginu olíufarm skipsins Rosemary. Fyrir skemmstu var framið innbrot í verzlun Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar, en rannsókn þess hefur leitt til þess, að sennilega verða tekin fingraför allra karlmanna á staðnum og nærsveitum. Um þjófnaðinn sjálfan er fátt að segja. Þjófurinn eða þófarn- ir fóru inn um glugga, sem þeir brutu, og höfðu á brott með sér allmikið af sælgæti og sígarett- um, líklega fyrir um 3000 ki'ón- ur. Fingraför fundust á rúðu- brotum, og leiddi það til þess, að Axel Helgason, starfsmaður hjá rannsóknarlögreglunni hér, fór austur til þess að vinna að rannsókn málsins ásamt sýslu- manni, en Axel hefur notið sér- memrtunar í lögreglutækni, þar á meðal greiningu fingra- fara. Þegar Vísir átti tal við Guð- laug Eyjólfsson, kaupfélags- stjóra á Fáskrúðsfirði í morgun, tjáði hann blaðinu að rann- sókn málsins stæði þá sem hæst, en í morgun höfðu samtals um 50 manns verið yfirheyrðir vegna innbrots þessa. Guðlaugur Eyjólfsson taldi líklegt, að innbrot þetta yrði skjótlega upplýst, þar eð í ráði er að taka fingraför allra karl- manna á staðnum og í nærsveit- um, en íbúar eru alls um 900 manns. Er því, um nokkur hundruð karlmenn að ræða, sem Axel Helgason mun taka fingraför af, og bera síðan sam- in við förin, sem fundust á rúðubrotunum. Það mun frekar fátítt hér- lendis, að svo umfangsmikil fingrafararannsókn fari fram, sem hér um ræðir, en Fáskrúðs firðingar hafa að sjálfsögjðu ekkert á móti því að láta-taka fingraför sín, ef verða mætti til þess, að innbrotið yrði upplýst, en enginn kærir sig um að liggja undir grun, eins og nærri má geta. 7500 og m% fón milli IsSand! mánuðum. Hiikil! straumsir ivsifEi laetáa í fúlí e»g ágúst. Sumarmánuðina jútí og ágúst sl. ferðuðust sem næst 7500 manns milli ísiands og útlanda. Er þetta ívið hærri farþega- tala en frá sama tíma í fyrra, en þá voru það rösklega 7000 manns sem ferðuðust milli fs- lands og útlanda. f sranar sem leið skiptist í'-ir- þegaf jöldmn niður á mánuðina þannig, að í júlí-mánuði fóru 1885 manns til útlanda, en 2031 komu frá útlöndum til íslands.. í ágúst-mánuði fóru 1864 far- þegar héðan til útlanda, en 1698 komu í þess stað aftur. Af þeim 7478 manna hópi^ sem yoru í förum milli út- landa og íslands á þessu ári voru 2946 íslendingar, en 4532 útlendingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.