Vísir - 14.01.1953, Side 1

Vísir - 14.01.1953, Side 1
43. árg. Miðvikudagmn 14. janúar 1953. 10. tbl. Kastast í kekki með Itöl- um og Júgósiövum. Júgéslavar reiðir de Gasperi effir Agsenuförina. Einkaskeyti frá AP. — Heldur virðist vera að kast- ast í kekki með Júgóslövum og ftlölum, en sambúð ríkjanna var mjög batnandi til skamms tíma. Trieste-málið hefur eðlilega verið helzti ásteytingarsteinn- inn frá' stríðslokum, þar sem báðar. þjóðirnar vilja fá borg- ina og svæðið umhverfis hana til umráða. Þó glæddust mjög vonir manna á síðasta ári um, að vinfengi gæti tekizt með þessum grannþjóðum, og unnt yrði að finna lausn þessarrar deilu, er báðir mættu vel við una, því að ríkisstjórnir beggja virtust staðráðnir í að gera sitt til þess að vingast. Nú hefur för Gasperi til Aþenuborgar hinsvegar haft þau áhrif, að Júgó- slavar bera ítölum á brýn, að ekki vaki annað fyrir þeim, ef gert yrði banda- lag Grikkja, ítala, Júgó- slava og Tyrkja, en að verða eins konar höfuðþjóð bandalagsins og foringi. Eru Júgóslavar reiðir ítölum fyrir þetta, og óttast margir, að þetta kunni að verða alvar- legur þrándur í götu fyrir bandalagið, svo að dráttur getr orðið á stofnun þess. Ennfremur gerast Júgóslavar nú enn harðari í horn að taka en áður þegar ítalskir fiskibátar nálgast landhelgi þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. Um ara- mótin voru yfir 20 ítalskir fiskibátar teknir í landhelgi við Istriuskaga, og dæmdir í sektir. ítalir halda því fram,- að bátar þessir hafi verið utan landhelgi og krefjast skaðabóta fyrir veiðitap, en skipin leita yfir að skaganum, því að þar er mest- ur afli. , Þykir nú mörgum óvænlega horfa um sambúð ítala og Júgóslava. Sjómamiadeifan óleyst enn. Ástandið er enn óbreytt i deilu vélbátasjómanna og út- vegsmanna. Engir fundir voru haldnir með deiluaðilum í gær, né held- ur í nótt, og ekki vissi Vísir til þess, laust fyrir hádegi, að von væri slíkra funda í dag. Banvænum vökva sfoiið úr fveim vélbátum. UmfeiröarsMys í m&rgun* Síðdegis í gær tilkynnti Kon- ráð Gíslason kompásasmiður að banvænum vökva hefði verið stolið af tveimur bátakompás- um. Voru kompásar þessir í bát- unum Blakksnesi og Brimnesi, er lágu við Verbúðarbryggjurn- ar. Þótti Konráði helzt líkur til þess að menn myndu hafa stol- ið vökvanum í þeim tilgangi, að drekka hann, en það getur riðið á lífi þess eða þeirra er það gera, því vökvinn er ban- vænn. Ekki hafa lögréglunni samt borizt fregnir um það, enn sem komið er, að neinn hafi sýkst af völdum eiturdrykkju. í morgun varð umferðarslys innarlega á Laugavegi. Kona sem var að koma úr strætis- vagni gegnt benzínstöð Stillis á Laugaveginum gekk aftur fyrir vagninn, en varð um leið og hún gekk út á götuna fyrir vörubifreið sem kom innan að. Afleiðingin af þessu varð sú að konan féll.í götuna og hlaut á- verka á höfði. Hann var þó ekki alvarlegs eðlis að talið var, því eftir að læknar höfðu gert að sárum hennar á sjúkrahúsi var henni leyft að fara heirn. Kona þessi heitir Oddný Sig- mundsdóttir, til heimilis að Há- vallagötu 44. í gær barst lögreglunni mik- ið um kvartanir út af sleða- ferðum barna í bænum. Sleða- ferðir þessar orsökuðu trufl- anir á umferð og fyrst og fremst þó hættu fyrir börnin sjálf. —- Lögreglan fór á ýmsa staði, þar sem kvartað hafði verið undan sleðaferðum barna og talaði um fyrir unglingunum. Tito verður forseti. Belgrad (AP). — Tito mar- skálkur var í dag kjörinn for- seti Jugóslavíu. Stjórnarskrárbreyting var samþykkt í gær þar í 'iandi og það er samkvæmt henni, sem forsetakjörið fór fram. Var Tito síðan í morgun kjörinn forseti landsins af þinginu og hlaut öll atkvæði gegn einu. — Þingið verður í tveimur deildum. Efri deild skipa fulltrúar framleið enda, en neðri deild fulltrúar héraðanna. Fingraför allra karlmanna á Fá- skrúðsfirði og nágrenni tekin. Tilefmð var saelgætisstuldur i Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar Danski myndhöggvarinn Gern Nielsen, sem er annar dönsku listamamianna, er verða þátt- takendur Dana í alþjóðasam- keppni uni bezta minnismerkið um hínn óþekkta politíska fanga. Óvissar söluhorf- ur á sakfiski. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið frá Sölusambandi íslenzkra fisk- framleiðenda verða afskipaðar síðarí hluía þessa mánaðar 1500 Iestir a£ verkuðum fiski til Spánar. Hvaða skip flytja fiskmagn þetta til Spánar er enn óvíst. Fiskur þessi var seldur á fyrra ári og er hér að eins um afskipunaratriði að ræða. Mest- ur hluti þess saltfisks, sem þurrkaður hefur verið, mun vera seldur, en um áramót voru fyrir hendi um 5500 smálestir af óverkuðum saltfiski, þar af seldar um 1500 lestir. Saltfisk- birgðir í landinu eru þvi ekki mjög mikiar, en hinsvegar eru markaðshorfur mjög óvissar, því að miklar saltfiskfcii'gðir eru nú fyrir hendi í sumum markaðsiöndum, aðallega ítallu. Gullfaxi verður fyrir hreyfilbilun. Er. Gullfaxi áíti að fara liéð- an í gærmorgun, og var kominn á loft, kora í Ijós bilun á ein- am hreyfli hans, og var því íent aftur til þess að huga að þessu, Var lent í Keflavík, og þar g.ert við hreyfilinn, en bilunin mun hafa verið smávægileg. Gudíaxi kom síðan hingað aft- ur um kl. 1 í morgun, og átti að fara héðan til Prestvíkur og Hafnar í kvöld í för þá, sem fresta varð í gabr. Gullfaxi er íullskipaður far- þegum, eða 55 samtals. Tveir kostir Þjóðverja. Bom (AP). — Adenauer kanslari flutti ræðu í gær og kvað stjórn sína mundu leggja áherzlu á að hraða fullgildingu varnarsamninganna. Hann kvað Vestur-Þýzka- land ekki eiga nema um tvennt að velja: Aðild að varnarsam- tökum, eða horfast í augu við það, að Bandaríkin hættu af- skiptum af vörnum Vestur- Evrópu, en það tefldi öryggi V.-Þ. í mikla hættu. Eyddu $ 210 millj. í Evrópu. Baiidaríkjameim eyddu meira fé í ferðalög um Evrópu á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en á sama tímabili 1951. Á tímabilinu júní-septem- ber eyddu þeir 210 millj. doll- ara, en á sama tíma á hinu helga ári 1950, sem var metár, eyddu amerískir ferðamenn 190 millj. dollara í sömu löndum. Herriot deildar- forseti enn. París (AP). — Herriot var í gær endurkjörinn forseti full- trúadeiidau franska þjóðþings- ins. Hann var kosinn með ein- földum meirihluta í þriðju um- ferð. — Herriot er einn of for- ystumönnum radikalaflokksins, flokki René-Mayers, hins nýja forsætisráðherra. Hæstiréttur í Aden hefur úr- skurðað, að afhenda skuli Brezk íranska olíufélaginu olíufarm skipsins Rosemary. Sumarmónuðina júlí og ágúst sl. ferðuðust sem næst 7500 manns milli Islands og útlanda. Er þetta ívið hærri farþega- tala en frá sama tíma i fyrra, en þá voru það rösklega 7000 manns sem ferðuðust milli ís- lands og útlanda. f snmar sem leið skiptist fur- þegafjöldinn niður á mánuðina Fyrir skemmstu var framið innbrot í verzlun Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar, en rannsókn þess hefur leitt til þess, að sennilega verða tekin fingraför allra karlmanna á staðnum og nærsveitum. Um þjófnaðinn sjálfan er fátt að segja. Þjófurinn eða þófarn- ir fóru inn um glugga, sem þeir brutu, og höfðu á brott með sér allmikið af sælgæti og sígarett- um, líklega fyrir um 3000 krón- ur. Fingraför fundust á rúðu- brotum, og leiddi það til þess, að Axel Helgason, starfsmaður hjá rannsóknarlögreglunni hér, fór austur til þess að vinna að rannsókn málsins ásamt sýslu- manni, en Axel hefur notið sér- menntunar í lögreglutækni, þar á meðal greiningu fingra- fara. Þegar Vísir átti tal við Guð- laug Eyjólfsson, kaupfélags- stjóra á Fáskrúðsfirði í morgun, tjáði hann blaðinu að rann- sókn málsins stæði þá sem hæst, en í morgun höfðu samtals um 50 manns verið yfirheyrðir vegna innbrots þessa. Guðlaugur Eyjólfsson taldi líklegt, að innbrot þetta yrði skjótlega upplýst, þar eð í ráði er að taka fingraför allra karl- manna á staðnum og í nærsveit- um, en íbúar eru alls um 900 manns. Er því um nokkur hundruð karlmenn að ræða, sem Axel Helgason mun taka fingraför af, og bera síðan sam- in við förin, sem fundust á rúðubrotunum. Það mun frekar fátítt hér- lendis, að svo umfangsmikil fingrafararannsókn fari fram, sem hér um ræðir, en Fáskrúðs. firðingar hafa að sjálfsögðu ekkert á móti því að láta taka. fingraför sín, ef verða mætti til þess, að innbrotið yrði upplýst, en enginn kærir sig um að liggja undir grun, eins og nærri. má geta. þannig, að í júlí-mánuði fóru 1885 manns til útlanda, en 2031 komu frá útlöndum til íslands. í ágúst-mánuði fóru 1864 far- þegar héðan til utlanda, ert 1698 komu í þess stað aftur. Af þeim 7478 manna hópi, sem voru í förum milli út- landa og íslands á þessu ári voru 2946 íslendingar, en 4532 útlendingar. 7500 maeins fóru milli Islands 09 títfanda á 2 mánuiuiti. IWilkil! straumuir noilii larsda i fiílí og ágúst.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.