Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 4
VtSIR Miðvikudaginn 14. janúar 1953. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Carl Ólafs§on, ljósmyndari9 Átökín um áfengið. TTér á landi hefur oft verið öldugangur mikill í áfengismál- unum. Við höfum því að ýmsu leyti meiri „reynslu“ í þessum málum en flestar aðrar þjóðir, sem litlar breytingar hafa gert á meðferð og solu áfengis á síðasta mannsaldri. Ekki verður þó sagt, að þessi reynsla okkar hafi orðið þess valdandi, að áfengismálin séu hér í meira fyrirmyndarhorfi en annars- staðar. Síður en svo. Nú hafa áfengismálin komist hér á nýtt og óþekkt stig við það, að hið nýja áfengislagafrumvarp var svæft á Alþingi. Vildi dómsmálaráðherra ekki una þessari afgreiðslu þingsins með því að hann taldi brýna nauðsyn að koma annari skipun á áfengismálin en nú er. Fyrirskipaði hann síðan að hætt skyldi sölu áfengis í öllum veitingastöðum, þar á meðal Hótel Borg. Ennfremur mælti hann svo fyrir, að lögin um héraðabönn skyldu koma til framkvæmda. Én allar ríkisstjórnir hafa til þessa daufheyrst við öllum kröfum um slíka framkvæmd. Nú getur hvert bæjarfélag á .. tðið með almennri atkvæðagreiðslu hvort vínbúð skuli opin í bænum. Meirihluti atkvæða ræður. Þessar ráðstafanir geta haft mikil áhrif á fjárhagsafkomu ríkissjóðs og hlýtur því þingið að fjalla um það vandamál, sem rm hefur risið vegna þeirrar afgreiðslu er áfengislagafrumvarp- ið fékk í þinginu. Framsóknarflokkurínn réð niðurlögum þess, en hefur vafalaust ekki gert sér grein fyrir afleiðingum aí'- greiðslunnar. Sagt er að fjármálaráðherra hafi þungar áhyggjur af málinu. Auk þess eru nú öllum þingmönnum, sem búa á Hótel Borg, vísað út þaðan frá 15. þ.m. að telja. Ætlar hótelið að loka. Fretzt hefur, að lögð verði tillaga fyrir bæjarstjórnarfund á morgun, um að atkvæðagreiðsla verði látin fram fara í Reykja- vík um lokun vínbúða Áfengisverzlunarinnar. Talið er líklegt að tillagan verði samþykkt og atkvæðagreiðslan muni fara fram í næsta mánuði. Átökin um áfengið halda því áfram og getur margt gerst áður en föst og skynsamleg skipun kemst á þessi mál. Vegna þess að allir flokkar eru í kosningarhug, er ólíklegt að nokkurt samkomulag náist um málið fyrr en eftir kosningar. Skipting sjávaraflans. TÁÍdum saman tíðkaðist það hér á landi að fiskafla væri skipt í ákveðnum hlutföllum milli þeirra sem á bátunum réru. Fékk þá hver sinn hlut eftir því sem aflaðist, mikinn eða lítinn. þetta tíðkast að nokkru leyti enn, þótt gerðar hafi verið marg- víslegar brey.tingar um aflakjörin. En þessar breytingar sem að mörgu léyti eru eðlilegar og eiga rétt á sér, hafa á síðari árum valdið sívaxandi erfiðleikum á því að ná samkomulagi um skiptingu þess hagnaðar sem veið- in gefur af sér. Hefur þetta valdið stöðugum átökum milli sjó- manna og útgerðarmanna og hvað eftir annað valdið stöðvun sjósóknar um nokkurn tíma. Slíkur ágreiningur, af hverju sem hann sprettur, veldur jaínan miklu tjóni fyrir einstak- linga og þjóðina í heild. Bátaútvegurihn er í eðli sínu samvinnufyrirtæki þeirra sem að honum starfa, á þann hátt, að hver ber úr býtum eftir því sem aflast. Vandinn er aðeins að setja reglur um skipting- una, sem allir mega við una, án þess að hallað sé á útgerðar- manninn eða sjómanninn. Ósanngirni á hvora hliðina sem er, hefnir sín í erfiðleikum sem báðum eltU til tjóris. Er því nauð- synlegt að finna sanngjarna leið út úr þessum \ vanda. bað verður að finna leið til að skipta aflariúm á'éðlilegari hátt sýcf að komist verði hjá sifelldum árekstruhi í byrjun hverfaiii'Ver- - líðar. . 1 , : ■ r k í Talsvert er nú raett um bátagjaldeyrinn í sambandi við útgerðjria..- Háfá samriingar staðið yfir um nokkurt skeið milli, fulltrúa ríkisstjÖfnaríririar ög landssambands útvegsmanna ,um framhald þessa skipttlags á þessu ári. Heyrst hefur að útlit sé Tyrir. litlar breytingar verði á skipulaginu-en endanlegir samn- ingar hMá þó ekki tekist enn sem komið er. í dag er Carl Ólafsson ljós- myndari kvaddur hinzti kveðju. Hann varð bráðkvadd- ur að heimili sínu 7. þ. m. Carl Ólafsson var Reykvík- ingur, fæddur 22. des. 1887, sonur hjónanna Guðrúnar Sól- veigar Guðmundsdóttur og Ól- afs Ólafssonar bæjarfulltrúa og dannebrogsmanns í Lækjar- koti. Carl var tvígiftur. Fyrri kona hans var Málfríður Björnsdóttir, nú búsett í Kaup- mannahöfn, og eignuðust þau þrjú börn, Björn, skrifstofu- mann, búsettan hér í Reykja- vík, og tvær dætur, Huldu og Svöfu, báðar giftar og búsett- ar í Kaupmannahöfn. Seinni kona Caris er Anna Guðjóns-1 dóttir. Með henni eignaðist hann eina dóttur, Guðrúnu Helgu, sem er í föðurhúsum.1 Alsystur átti Carl eina, Rag.n- 1 heiði Helgu, sem gift er Jóni Guðmundssyni bifreiðarstjura í Borgamesi. Carl var einn. af elztu og þekktustu ljósmyndurum þessa bæjar. Hann byrjaði mjög ung- ur á námi, eins og þá var títt, og lærði hjá Magnúsi Ólafssyni ljósmyndara. Sveinspróf tók hann árið 1904, þá ekki orðinn 17 ára, og sigldi að því loknu til framhaldsnáms í Noregi og Danmörku. Eftir heimkomuna gerðist hann starfsmaður hjá Birni Pálssyni ljósmyndara á ísafirði, en setur sig skömmu síðar niður í Hafnarfirði. Árið 1911 flytur hann svo stofu sína hingað til Reykjavíkur, hverf- ur aftur tveimur árum síðar til framhaldsnáms í Kaupmanna- höfn, en eftir heimkomuna starfar hann óslitið við Ijós- myndasmíði hér í Reykjavík. Hann átti því um hálfrar aldar starfsferil að baki sér, er hann lézt. Strax á unga aldri tileinkaði Carl sér sérstaka vandvirkni í öllum vinnubrögðum, sem á- vallt hefir haldizt síðan, og munu myndir hans lengi bera þessari vandvirkni vitrii. Hann hafði svo ákveðnar skoðanir um skyldur góðs iðnaðarmanns, að ekki varð 4im þokað, hvað sem í boði var, enda var það einn þáttur skapfestu hans. Á hinn bóginn fylgdist hann vel með öllum nýjungum í sínu fagi, og er þess skemmst að minnast, að fyrir rúmum mán- uði var eg staddur í vinnustofu hans, og sýndi hann mér þá, fullur af áhuga, breytingu á einni vél sinni,. sem hann hafði látið gera í því skyni að nota sér hina nýju tækni í litmynd- um. „Við verðum að fylgjast með tímanum,“ sagði hann, og það hefir hann ábyggilega meint, því hann vildi svo sann- arlega að það bezta nýja og það bezta gamla héldist í hendur. Carl vai- einn hvatamaður að stoínun Ljósmyndarafélags ís- lands árið 1926, og virkur fé- lagi alla tíð, lengst af í stjórn eða varastjórn, og fulltrúi fé- lagsins í iðnráði árum saman. Lög félagsins sarndi hann, og sömuleiðis verkefni til sveins- prófa í' ljósmvndasmíði, og að mestu þær breytingar, sem á þeim hafa orðið síðan, enda var hánn alla tíð formaður próf- nefndar. Mér er óhætt að segja, að bæði ljósmyndarafélagið og stéttin eiga Carli rnikið og heilladrjúgt starf upp að unria, enda leysti hann öll þau störf, sem honum voru falin, ineð samvizkusemi, og hafði lag á að fylgja sínu fram af fullri einurð en þó sérstakri prúð- mennsku. í þakklæti fyrir vel unnin störf var hann gerður heiðursfélagi Ijjósmyndarafé- lags íslands á 25 ára afmæli þess fyrir tæpum tveimur ár- um. ■' Ýmis önnur félagsstörf hafði Carl með höndum, var árum saman virkur félagi góðtempl- arareglunnar, og lengi í stjórn Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda. Eg kynntist Carli fyrst fyrir um 18 árum síðan. En þá at- vikaðist það svo, að eg vann nokkurn hluta af prófsmíði minni á ljósmyndastofu hans, og er mér ávallt ljúft að minn- ast þeirrar fyrstu kynningar. Seinna hlotnaðist mér sú gæfa að kynnast Carli betur, og einnig hinu indæla heimili hans, sem hann með aðstoð konu sinnar Önnu, hafði gert svo vinalegt og hlýtt, og eigum við nokkrir starfsbræður hans, margar ógleymanlega stundir þaðan, sem gott er að eiga, hún var svo afdráttarlaus og hrein. Kona hans og yngsta dóttir, sem enn er í föðurhúsum, á- samt öðrum uppkomnum böm- um hans, eiga nú um sárt að binda við svo snögglegt fráfall eiginmanns og föður. Megi guð styrkja þau í sorginni. G. Ilannesson. nP Nýkomnar perur 300 w., 200 w., 150 w., 100 w., 75 w„ 60 w., 40 w. og 25 watta. Fluorescent perur og margar aðrar gerðir af perum. VÉLA- OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. ♦ BERGMAL ♦ Sl. mánudag var birt í Berg- máli stutt bréf frá föður 12 ára drengs, sem hafði áhyggjur af því, hve illa drengnum gengi að læra að lesa. Nú hefur mér borizt annað bréf, sem kannske gæti orðið .vísbending fyrir föður drengsins. ■ Er bréf- ið svohljóðandj: „Faðir spyr — varðandi 12 ára gamlan son sinn — hvernig standi á að drengurinn getur naumast lært að lesa, þótt hann að öðru leyti virðist hafa eðli- lega greind eftir aldri. Orðblinda. Drengurinn virðist, eftir upp- lýsingum föðurins að dæma, vera .orjðblmc^n. Orðþlinda ep éklii eink...sjáidg£pf ’ og. pi.argvjr, heldur. í danska 'hemmn v-ar þetta rannsakað.. fýrirnokkr- úms aruni, og kom þá í ljós að ekki allfáir hermanna voru orð- blindir og hafði þetta háð þeim mjög við nám, þót't þeim tækist að krafla sig í gegnum skóla. HvaS er hægt að gera? Það sem eðlilégast er að gera, er fyrst og freriist að fara mc:ð drenginn til augnlæknis, og láta athuga hvort ekki sé eitthvað að sjóninni. Sé hún í lagi þá gæti hitt átt sér stað, að þetta slafaði af einhverju ólagi í sarábandi við sjónina, annað hvort meðfæddum eða byrjandi sjúkdómi, t.d. bólgu, sem gæti svo smáversnað með aldrinum, og' er það lækna að athuga það. Ekki skal álasa barninu. ,n: §að er með ölki tilgangsiíiust að áiasa bartrinu.1 samhanrii við t þetta-og -getar haft mjög al vtjrlegar ■: ttfieiðiugar., . Inri , t þetta ástand algerlega óviðráð- anlegt. — Sjálfsagt er aö leita læknis og láta nákvæma ram? • sókn fara fram á • drei’gr.um. Beri það ekki árangur, þýðir ekki að ætla barninu stöðu í lífinu, sem gerir' miklar kröi- ur til lestrargetU." Þannig lýk- Ur bréfi hins athugula lesanda og væri rétt að gefa því gaum, því vera kann að um einhvern augnsjúkdóm sé að ræða og það ætti að athuga fyrst, — kr. - 5 t Gáta dagsins. Nr. 339: livað er fullt á bvoll'i, en tómt á grúfu? Íiré'Cn •■■*''■’ •: uri'SV ' Svar vié gátu iu'. 333: íiiaW-, •.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.