Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn; 14. janúar 1953. VISIR ■■■■■■■■■ ■■«■■■■■■■■ ■UHUUUMMI THOMAS B. COSTAIN: i Ei má sköpum renna. «■■■■■■■■■■■■■■■■« 78 línunni. Eg kom því ekki einn til Parísar — en það kastaðist í kekki milli mín og stúlkunnar í gær, og eg býst víð, að hún verði dálítið erfið,“ „Heimtar peninga, vitanlega?“ „Já, það er nú það — og svo ætlar hún til Lundúna aftur.“ „Hefur hún í hótunum?“ „Nei, svo bölvað er það ekki, en eg verð eitthvað fyrir hana að gera, og eg get ekki hætt á, að Mary frétti neitt, edns og ástatt er.“ „Það virðist ekki vera um neinn vanda að ræða, úr því svo er. Greiddu henni féð og sendu hana heim.“ „Fari i heitasta, Frank,“ sagði Carr og ygldii sig, ,,en hún er fjandi hvassyrt og eg vildi helzt komast hjá því. Ef eg fer til hennar kemst allt í háa loft, við förum að rííast, og ekki að vita hvaga afleiðingar það hefur. Svo gæti dottið í mig, að tæma vasa mína og segja: „Hérna er aleigan, taktu það og farðu svo.“ En þegar eg fékk miðann frá þér og vissi, að þú varst kominn, sagði eg við sjálfan mig: „Frank — hann er maðurinn“!“ „Mér þykir vænt um hve mikið traust þú berð til mín, Carr, en annars þakka eg þér fyrir go'tt boð. Eg held, að þetta sé mál, sem þú verður að annast sjálfur.“ „Svona, svona bróðir sæll,“ sagði Carr með hægð. Hann var kominn í skyrtuna og var að byrja að hypja upp um sig bux- urnar. „Þú verður að hjálpa mér, Frank. Sannleikurinn er sá, að hún vill hvorki heyra mig né sjá. Eg fengi ekki að tala við hana. Og eg get ekki látið hana fara til London í því hugar- ástandi, sem hún er í. Guð einn veit upp á hverju hún gæti fund- ið.“ _____ „Eg vil vitanlega ekki, að þetta bitni á Mary,“ sagði Frank, þótt honum væri þvért um geð, að hafa nokkur afskipti af mál- inu. „Ef þessi gleðimær vill ekki við þig tala, verð eg víst að miðla málum.“ „Eg vissi, að eg mundi geta reitt mig á þig,“ sagði Carr, „en vertu nú ekki of fljótur að álykta. Þetta er1 ekki nein gleðimær —bara frjálslynd stúlka, sem eg komst í kynni við.“ „Þú þefðir átt að hugleiða hvernig ástatt er fyrir Mary,“ sagði Frank. „Æ, blessaður, við skulum ekki vera að ræða um Mary. Eg hefi verið fyrirmyndar eiginmaður, finnst mér, — og þessar fáu vikur í París — um þær gerir hvorki til né frá, ef hún fær aldrei neitt um þetta að vita.“ „Gott og vel, Carr. Tilgangslaust um þetta að ræða. En þú verður þá að sætta þig við mínar gerðir í málinu." ’ „Þú þarft ekki að viðhafa neina ofrausn. Þú hefur gott við- skiptavit. Notaðu það. Já, þú gætir jafnvel tekið við henni sjálf- ur —“ En nú kom Tinker með morgunverðinn, svo að Frank gafst ekki tækifæri til að svara honum sem verðugt var, en Carr fór að háma í sig og lét dæluna ganga: „Heyrðu mi, Frank, hefurðu heyrt, að frænka Gaby er orðin vellauðug?“ 1 : i „Já, eg hitti hana sem snöggvast í gærkvöldi. Hertoginn bauð mér á dansleikinn?“ i : „Gerði hann það? Furðulegt —“ Carr varð undrandi á svip og ekki allskostar ánægður yfir þessum höfðmgsskap hertogans. „Jæja, þú hefur séð hana! Fallegasti kjúklingur, ha? Eg ætlaði varla að trúa minum eigin augum." :;|....j ;,^í „Margot er mjög fögur stúlka.“ „Við erum hjartanlega sammála, í fyrsti skipti á ævinni. Allra laglegasta trippi. Væri eg í þínum sporum, Frank' mundi eg, — sjáðu til, eg dansaði við hana, tvisvár — og í bæði skiptin talaði hún um þig og ekkert annað. Gleymdu ekki viðskiptahliðinni. Eg er hér í viðskiptaerindum. Við erum að stofna viðskipta- fyrirtæki til þess að taka við amerískum veðrbréfum og reka viðskipti þar, setja á stofn skipafélag o. s. frv. Við þurfum fjár- magn — og hún er — sem sagt — vellauðug.“ „Hana mun vart skorta fé —“ „Vart skorta fé, ha, ha, nei það er nú eitthvað anna. Veiztu hvað um er að ræða, maðurinn minn, „svart fílabein“ — og skipti eru tyggð Damel kong og Mungo Cattee, — hagnaður- inn verður gífurlegur.“ „Þrælasala,“ sagði Frank sem steini lostinn. „Veit Margot um þetta?“ „Nei, nei, herra trúr. Hefurðu glatað þeirri litlu vitglóru, sem þú hafðir? Nei, við förum ekki að fræða hana á því. En farðu til hennar og fáðu hana á okliar band.“ *,Eg hefi miklu meiri áhuga fyrir að frétta hjá þér af Gabrielle.“ „Mér hefh' verið sagt„ að hún sé hérna,“ sagði hann kæru- leysislega, „en eg hefi ekkl séð hana. Engimi virðist vita neitt um hana með vissu.“ Hann þagnaði og bætti svo við með áherzlu: „Blessaður, reyndu að gleyma henni, — hún hagar sér eins og bjálfi. Hvaða vit er í að gala hátt um aðdáun sína á‘Napo- leon, þegar allir vita, að hann á sér ekkii viðreisnarvon lengur. Og þetta verður til þess að allir leggja trúnað á, að hún hafi lagst með honum. Og eiginmaður hennar og bróðir lenda í vand- ræðum ekki síður en hún sjálf. Það hefir hún fyrir þrákelknina og heimskuna. Mér er sagt, að þeir séu í Brússel og í öngum sínum yfir framkomu hennar.“ „Og hvað á hún að hafa gert?“ „Hamingjan góða, veiztu það ekki? París hefur ekki urn ann- að talað. Hún kom til hans, Napoleons meina eg, jafnvel eftir að allt var orðið vonlaust með hann. Gæti nokkur önnur mann- eskja hafa hagað sér eins brjálæðislega? Og svo byrjar hún deilur og þras við gamla aðalinn — á báða bóga. Sneri baki við Talleyrand. Var hvassyrt í margra eyru um konunginn og d’Angoulemo hertogaynju. í stuttu máli hefir hún hagað sér svo, að valdhafarnir eru komnir á fremsta hlunn með að setja ahnna í klefa í sama fangelsi og Ney hershöfðingi er í haldi í. Og hvaða örlög heldurðu þá, að bíði hennar?“ Frank var orðinn allheitur og hafði setið mjög á sér: „Allt, sem þú hefur sagt, styrkir mig í þeirri trú, að hún sé hugdjörf kona, sem ekki hvikar frá sannfæringu sinni, hvað sem á dynur eða við blasir. Margot var alveg eins hugdjörf og sönn — en þær voru á öndverðum meið. Það er ekki frekar hægt að álasa Gabrielle fyrir að halda tryggð við keisarann, en fyrir tryggð Margot og hollustu í garð Bourbonanna.“ Caradoc varð svarafátt, en mælti eftir nokkra umhugsun: „En, fari í helvíti, Margot var réttu megin. Það var sönn hollusta. Og eg botna ekkert í hve hrifinn þú getur verið af framkomu Gaby.“ geowaffiMewwMwsea Skylmingafélag Reykjavíkur byrjar æfingar sínar aftur í kvöld kl. 7—9 í Miðbæjar- skólanum og verða æfingar framvegis á miðvikudögum kl. 7—9; — Nýir meðlimir velkomnir. Þjálfari Egill Halldórsson. Dulrænav frásagnir Hfannahvarfið. Einhvem tíma á 18. öldinnR bjó sá maður á Bakka í Ketil— dölurn er Einar hét og var~ Bjarnason. Einu sinni rétt fyrir - jólin fer hann með þremur öðr- um mönnum á bát inn á Bíldu- dal. Þegar þeir ætla að leggja. af stað út eftir, versnar útlitið svo, að kaupmaðurinn ræður' þeim frá að fara, en þeir fara eigi að síður. Skömmu eftir að : þeir eru farnir gerir svo mikið: vonzkuveður, að sjór þótti ó— fær smábátum. Einar og rnenr hans komu ekki fram. Þá var farið að leita þeirra og fannst báturinn, sem þeir voru á, sett— ur upp í flæðarmáli í Mölvík fyrir innan Svarthamra. Þar~ var hann vel skorðaður með rúgmjölstunnu undir annari. síðunni, og í honum voru árar~ og annáð lauslegt sem vera áttL - En þessir fjórir menn, sem, voru á bátnum, hafa aldrei, komið fram, hvorki lífs né liðn- ir. Það var hald manna, að þeiir hafi lent bátnum í Mölvíkinni,. af því að þeir hafi ekki komizt • á honum lengra út eftir. Þar ~ hafi þeir sett hann upp og geng— ið frá honum með þeim um- merkjum, sem hann fannst með. Síðan hafi þeir ætlað að fara gangandi heim til sín, en farizt í Hvestuvaðlinum. Lík- þeirra hafi annaðhvort festst £: sandkviku í vaðlinum, eða vað- allinn hafi spýtt þeim út £' f jörð. — Einar Bjarnason þessi-, sem hér getur um, var langafi. Bjarna Bjarnasonar, er bjó síð— ast í Auðahrídal og andaðist á Bíldudak 28. des. 1925, 83 ára gamall. (Eftir sögn Guðjóns Árnasonar í Austmannsdal í des. 1929. Honum hafði sagt Barni Bjarnason sá, sem getið var um. (Vestf. sagnirj. EGGERT CLAESSEN GtJSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn Templarasundi 5, (Þórshamar) Aliskonar lögfræðistörf. Fasteignasala. I œ. Suncu^. — TARZAN - nzi Tarzan lagðist upp í strauminn og togaði hraustlega í, og nú náði Val- thar aftur til að fóta sig. á Í2ÍÞeÍr VOru báðir komnir upp arbakkaeHj þairkáði Voítíiar Tarzan enn einu sinni fyrir hjálpina. En Volthar ‘ vár a 'sánclölhm, veittist erfítt að fóta sig á botninur :. Þegar Tarzan sá, að hann var að missa fótfestu, greip hann til reips- bar uni sig miðjan, og fieygSi því til hans. Lykkjan fór yfir höfuð Volthars.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.