Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 5
Fimmtuadginn 15. janúar 1953.. VÍSIE Viðræður um löndunarbannið: Hæpið er, að endanleg lauin sé á næstu grösum. Þó má vænta einhverra fregna í þessu efni á næstunni. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra er nýlega kominn heim frá Bretlandi og Frakklandi, þar sem hann ræddi meðal annars löndunarbann brezkra útgerðarmanna á ísfiski ísl. togara. — Fer hér á eftir skýrsla hans um förina. Smásalar og FII mótmæla stofnun vöruskiptafélags. Telja sig sniðgengna, og grundvöll félagsins of þröngan. Eíns og skýrt var frá í út- varpi og blöðum fór eg utan þirðjudaginn 9. f.m. áleiðis til Parísar til þess að mæta þar fyrir hönd íslands á ráðherra- fundum í Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu og Atlantshafs- bandalaginu. Skyldi fyrri fund- urinn, í Efnahagssamvinnu- stofnuninni, hefjast 12. desem- ber en fundur Atlantshafs- bandalagsins 15. desember. Höfuðtilgangur þessarar far- ar var þó sá að ræða við brezku ríkisstjórnina þau vandkvæði, sem skapast höfðu í viðskiptum milli Breta og íslendinga vegna löndunarbannsins, sem brezkir útgerðarmenn höfðu sett á ís- lenzkan togarafisk, og jafn- framt að skýra fyrir þeim þjóð- um, sem standa að Efnahags- samvinnustofnuninni, nauðsyn íslendinga og rétt til þess að færa út landhelgina og áhrif aðgerða Breta á efnahagsaf- lcomu íslendinga. Á leið inni til Parísar ræddi eg málið við utanríkisráðhena Breta, Mr. Eden og ennfremur við fiskimálaráðherrann, Sir Thoinas Dugdale. En mest og oftast ræddi eg þó við Mr. Nutting, aðstoðarutanríkisráð- herra, en hann er ungur og ó- venju geðþekkur maður, sem vafalítið á eftir að koma mikið við sögu brezka heimsveldis- iias. Átti eg við þessa menn ítarlegar viðræður dagana 10. og 11. desember og skýrði málið eins og það horfði við frá sjón- arhóli íslendinga. Viðræður þessar leiddu ekki til niðurstöðu að svo stöddu, sem heldur ekki hafði verið ráð fyrir gert. Sem fyrr greinir hófst fundur Efnahagssam- vinnustofnunarinnar í París föstudaginn 12. desember og stóð hann í 2 daga. Síðari dag- inn, 13. desember, flutti eg þar ræðu um málið. Hefur hún verið birt almenningi á ís- landi. í þeim umræðum, sem fram fóru á eftir, vék eg nokkuð nánar að sjónarmiðum íslend- inga en fram hefur komið í ís- lenzkum blöðum, og lagði eink- um áherzlu á, að hin vestræna samvinna byggðist öll á því, að rétturinn veki ekki fyrir vald- inu, hvorki réttur vestrænna frelsisunnandi þjóða fyrir valdi einræðisríkjanna né réttur hinnar litlu íslenzku þjóðar fyr- ir valdi fámenns en voldugs hóps eiginhagsmunamanna . Bretlandi. Hygg eg ekki ofmælt þótt sagt sé, að margir af forystu- mönnum vestrænna lýðræðis- þjóða hafi fengið nýjan skiln- ing á þörf og rétti íslendinga í þessu máli og talið málstað ís- lendinga sterkan. Að- loknum fundi þessum hófst fundur í Atlantshafs- bandalaginu og stóð hann í 4 daga. Mr, Eden var einnig for- maður brezku nefndarinnar á þeim fundi og gafst mér oft tækifæri til þess að minnast á landhelgismálið við hann einnig þá daga, þó að sjálfsögðu væri þá ekki tími til ítarlegra við- ræðna. Það* varð -að ráði að eg ræddi þetta mál við brezku stjórnina áfram að loknu jólafríinu, og hófust þær Viðræður í London upp úr nýári. Hafa þær verið allítarlegar og tel eg ekki tíma- bært að skýra nánar frá þeim að þessu sinni, að öðru leyti en því, að mér þykir rétt að ís- lendingar viti það, að eg hef sagt brezku stjórninni skýrt og afdráttarlaust að íslendingar muni ekki víkja frá ákvörðun- um sínum nema að undan- gengnum dómi, sem þeir að sjálfsögðu munu lúta, hvort sem hann gengur þeim meira eða minna í hag. Þá þykir mér og rétt og sanngjarnt að eg skýri frá því, að eftir þessar viðræð- ur geri eg mér gleggri grein fyrir þeim örðugleikum, sem brezka stjórnin á við að etja um lausn málsins. Þori eg ekk- ert að fullyrða um hvernig henni tekst að ráða fram úr % þeim, en að mínum dómi er Bretum ekki minni þörf skjótra ákvarðana í þessum efnum en íslendingum. Að lokum vil eg aðeins segja, að eg geri mér vonir um að áður en langt um líður muni frekari fregna að vænta, enda þótt liæpið sé að endanleg lausn málsins sé á næstu grösum. ------*----- Frakkar setja skllyrði fyrir varnarsamtökum. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. René Mayer forsætisráðherra Frakklands hefur endurtekið, að varnarsamningarnir verði bráðlega lagðir fyrir fulltrúa- deildina til fullgildingar. Hann kvað Frakka verða að setja það skilyrði, að engar hömlur yrðu lagðar á það, að þeir gætu sent herafla sinn hvert sem vera skyldi innan Frakkaveldis, og eins mikið lið og þeir teldu nauðsynlegt á hverjum tíma. Enn fremur end- urtók hann„ að frahska stjórnin. teldi nauðsynlegt, að samkomu- lag næðist um. Saarmájið áður en samningarriir væru endan- 'Iégá''stáðfestir.‘ Nýlega hefur verið stofnað hér í bæ Islenzka vöruskipta- félagið s.f., sem cinkum er ætl- að að beita sér fyrir vöruskipt- um við þau lönd, þar sem slíka verzlunarhætti verður að við liafa. Að félagsstof nun þessari standa Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Fél. ísl. stórkaup- manna og Samband ísl. sam- vinnufélaga. Nokkur ágreiningur virðist hafa átt sér stað í sambandi við stofnun þessa nýja félags, þar eð Fél. ísl. iðnrekenda og Samband smásöluverzlana urðu ekki aðilar að hinu nýja fyrir- tæki, og fóru þó fram margir viðræðufundir þessara aðila, áð- ur en það var endanlega stofn- að. Vísi hefur borizt ítarleg grein argerð um þetta mál frá Sam- bandi smásöluverzlana, en rúm- leysis vegna er ekki unnt að birta hana í heild. í skýrslunni kemur hins vegar fram megn óánægja með félagsstofnunina, og telur Samband smásölu- verzlana, að það sé ekki til hagsbóta fyrir almenning, að félagið sé stofnað á svo þröng- LÆKNAR í Sovét-Rússlandi verða sannarlega að fara sér hægt, ef dæma má af síðustu fregnum, sem Tass-fréttastofan rússneska hefur látið frá sér fara um háskalegt samsæri níu lækna, gegn ýmsum hæstráð- endum ríkisins til sjós og lands. Og það er víst enginn öfunds- verður í læknastétt þess lands, sem sóttur er til sjúkrabeðs í Kreml eða á öðrum hærri stöðum. Viðbúið er, að þeim verði fyrr eða síðar gefið það að sök, að þeir hafi viljandi greint sjúkdóminn skakkt og lagt á ráðin um ranga meðferð sjúklingsins, sem hlýtur svo að leiða hann til bana. ❖ Virðist ekki síður vera háskasamlegt að stunaa læknisdóma austur í föður- landi kommúnismans en t. d. 1 herstjórn eða hafa á hendi önn- ur mannaforráð. Enginn veit, hvenær hin alsjáandi leyni- lögregla Stalíns klappar á öxl- ina á lækninum, hershöfðingj- anum, orkuversstjóranum eða öðrum forsvarsmönnum, og segi við þá: „Heyrðu góði: Þú verð- ur að koma út á stöð. Við eigum svolítið vantalað við þig.“ Og mér þykir líka sennilegt, ða yfirheyrslur í Lubjanka-fang- elsinu séu með öðrum og al- varlegri hætti en t.d. hér við Fríkirkjuveginn eða á stöðinni við Pósthússtræti, enda þótt hér ríki svívirðilegt auðvalds- fyrirkomulag, þar sem „verka- lýðsvinir“ sæta hinum herfi- legustu ofsóknum. ♦ Þessi nýja „hreinsun“, sem nú virðist í uppsígl- ingu austur í Rússlandi, er eng- in ný bóla, eins og' alkunna er. Áður hafa mcnh Verið „Írreins- um grundvelli, sem hér hefur átt sér stað. Bæði Samband smásöluverzl- ana og Félag iðnrekenda telja í skýrslunni, að þau hafi mikilla hagsmuni að gæta í slíku vöru- skiptafélagi: S. S. sé bezt kunn- ugt um, hvaða vörur almenn- ingur helzt óski, að fluttar séu til landsins, en FÍI hljóti að gæta þess, að ekki séu að ó- þörfu f luttar inn f ullunnar iðn- aðarvörur, sem framleiddar eru í landinu á samkeppnishæfu verði. í lok skýrslunnar er þess get- ið, að fulltrúar 'FÍI og SS hafi á viðræðufundi mótmælt því, að vöruskiptafélagið skyldi stofnað án vitundar og þátt- töku þessara samtaka. í .stjórn hins nýstofnaða fé- lags- eiga þessir menn sæti: Elías Þorsteinsson og Finnbogi Guðmundsson (frá Sölumið- stöðinni), Karl Þorsteins og Bergur G. Gíslason (Félagi stórkaupmanna) og Helgi Þor- steinsson og Valgarð J. Ólafs- son (frá SÍS). TOfKKHMHMMSm BEZT AÐ AUGLYSAIVISI aðir“ eða afmáðir, eins og al- kunna er, og hefur þetta kom- ið fyrir oftar en tvisvar og oft- ar en þrisvar. Þeir Sinoviev, Kamenev og Radek þóttu nú einu sinni karlar í ki-apinu, að maður tali ekki um Búkarín. En það var klappað á öxliná á þeim, á sínum tíma, á sviyaðan hátt og gert hefur verið við læknana núna, og það stóð ekki á játningunum, enda var spurn- ingameistarinn enginn auli í faginu, Visjinskí sjálfur, nú- verandi ntanríkisráðherra landsins. ♦ Að þessu sinni virðist háskasamlegt að vera læknir, og alveg sérlega á- hættusamt, ef hann er Gyð- ingur. Þá.er voðinn vís. Þirð- viljinn fræðir okkur á því, að þeir hafi verið handbendi bandarísku og brezku leyni- þjónustunnar. Hann efast ekki um það, heldur fullyrðir það. Þess vegna er þess væ!a að vænta, að blaðið hefji un kr- skriftasöfnun eða skeytasend- ingar til Stalíns, ef verða mætti til þess að forða ógæfusömum mönnum frá lífláti. Um sekt þessara manna efast kommún- istar ekki. Og það er meira að segja upplýst, segir blaðið, að Zhdanov, sem allir héldu að hefði dáið eðlilegum dauða, svona til tilbreytni, fyrir fimm árum, lézt af völdum þessara illvirkja. Hvað skyldi annars gerast, ef Læknafélag Rúss- lands tæki upp hjá sér að neita að stunda áhrifamenn rÍKÍsh's, til Jpessað ^i.rra,. ^ig.þeirri. á- byrgð, sem af siiku leiðir? En er Læknafélag Rússlands tiV2 ÞgS. ,er: allt,íinjiiáðrmál.r . . ýi» átökin í Kórcu hefur mikill fjöldi barna orðið munaðarlaus, eða orðið Viðskila við foreldra sína. Ákveðin deild Bandaríkja- hers og margar hjólparstofnanir vinna að því að finna börnum þessu ltæli. Hafa verið byggð heimili fyrir munaðarlaus börn viða í S.-Kórettog sést Charies Á. Isaacs,' liðþjálfi í Bandarikja- her, sém IstefUf nieð' þessí mál að gera, ásamt Kim Yóung, níún- aóarlausum dreng, fyrir utan eitt þeirra, þar sem Kim litli fær hcimili. ““k" KVÖLDjtmkef.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.