Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 15.01.1953, Blaðsíða 7
Fimmtuadginn 15. janúar 1953. VISIR w ■•■HHHUHmiUHIIimiHHUHIHUIMUIIUIUIHIUI THOMAS B. COSTAIN: j Ei má sköpum renna. 79 „Þá skaltu ekki leggja á þig frekara cið að reyna að komast í skilning um það,“ sagði Frank. -----Caradoc lét Frank í té upplýsingar um hvar stúlkan, sem farið hafði með honum til Parísar, væri til húsa. Konan, sem þar réði húsum, sagði honum að „unga, enska stúlkan“, væri á förum. En hann þyrfti engar áhyggjur að hafa. Það væru svo margar slíkar til í heiminum, og að því er virtist flestar þeirra i París. Þegar hann barði á dyr á hurð á herbergi á fyrstu hæð var svarað á ensku fyrir innan: ' „Kom inn.“ Hann fór inn og litaðist ur í fremur skuggalegu herbergi. Hann sá fremur grannvaxna stúlku beygja sig yfir tösku, sem lá á borði. ’ f * „Ungfrú Summers, geri eg ráð fyrir?“ Hún rétti úr sér og leit upp, en Frank varð undrandi og sagði áður en hann vissi af: „Guð minn góður!“ Stúlkan var Laura Brakespeare. Hún brosti og svaraði rólega, örugglega: „Eg vissi, að það varst þú, Frank. Eg þekkti göngulagið þitt. Og eg sagði við sjálfa mig: Caradoe hefur sent bróður sinn til mín. Af ástæðum, sem eg mun ekki þurfa að gera grein fyrir, var efst í huga mér að hleypa þér ekki inn.“ „Þú ert þá sú „Miss Summers", sem ferðaðíst með honum hingað frá London?“ „Já, eg er hin mjög svo ósiðsama Jean Summers, sem fór með Ellery lávarði hingað honum til skemmtunar og tilbreytingar í fábreyttu lífi.“ Hún gekk út að glugganum og dró frá gluggatjöldin lítið eitt, til þess að bjartara yrði í herberginu. „Seztu niður, Francis, þar sem þú ert kominn, er margt, sem eg vildi við þig ræða.“ Þau settust — andspaenis hvort öðru. Hami veitti því athygli, að hún leit mjög vel út, og var klædd einkar snoturlegri dragt, músgrárri á lit. Hún horfði á hann alvöruaugum. „Undangengin þrjú ár,“ sagði hún, „hefi eg lifað sem kallað er syndugu líferni. En frá mínum sjónarhóli skoðað hefi eg tekið þá einu stefnu sem um gat verið að ræða, eftir að eg hafði hugs- að málið kalt og rólega.“ „Eg — eg get'ekki almennilega skilið þetta.“ Hún hélt áfram rólega, hitalaust: „Það var skynsamlegt, rökrétt, því að karlmennirnir hafa hagað öllu svo dásamlega í þessum heimi, að eg gat ekki gert mér nokkra von um þægindi, frið, hamingju á annan hátt. Eg hafði orðið margt illt að þola í styrjöldinni á skaganum. Eg kynntist þá fyrst lífinu eir. og það er í miskunnarleysi sínu. Blæju var svipt af öllu — þar voru engar siðvenjur í heiðri hafðar. Gat eg eftir þetta horfið aftur til sama fánýta lífs, að troða einhverjum lærdómi í heimska, illa upp alda og óþekka krakka, án þess nokkurn tíma að geta lifað og hrærst í hinum stóra heimi? Fyrirlitin hafði eg verið, allar eðlilegar tilfinningar bældar niður. Eg gat ekki sælt mig við að vera lengur ein af ambáttum gamla tímans. Og eg tók það í naig, að hverfa ekki aftur til þess lífs. Eg fann smugu til þess að komast burt og eg ákvað að nota mér það, hverjar sem afleiðingamar yrðu.“ „En var það ekki of dýru verði keypt?“ „Hvers vegna?“ svaraði hún. „Hverju hefi eg glatað? Virð- ingu annarra, sem eg í rauninni aldrei naut? Sjálfsvirðingu minni og jafnlyndi? Nei, herra minn.“ Hún þagnaði sem snöggvast og horfði á hann skilningsríkum augum: „Þess gerist engin þörf, Francis, að vera eins á svipinn, eins' og þú þurfir að hafa samvizkubit af einhverju? Þú hefur kann- ske verið að velta því fyrir þér, hvort það hafir verið þú, sem hrazt mér út á „glötunarveginn“, eins og þú mundir kannske orða það? Nú — við erum ekki sammála um „braut syndarinn- ar“, en sleppum því. Það er rétt að eg játi, að eg gaf mig þér á vald þetta kvöld — af öllum hug og hjarta — ósnortin til þess dags, en það, sem eg gerði síðar, gerði eg eftir rólega íhugun og algerlega af frjálsum vilja. Eg' hafði hugrekki til þess að fara þá braut, sem ein gat gert mig frjálsa á þeim tíma, sem framundan var.“ „En er nokkurt öryggi í þeirri framtíð?“ „Eg gæti sagt svo nú,“ sagði hún næstum ögrandi. „Og eg skal játa allt — fyrir þér. Eg hefi haft sex — eigum við að kalla þá „vemdara“. Eg hefi verið alveg hreinskilin við þá., jafnan þegar að því kom að skilja. Og hver um sig hefur fallist á frjáls- lega að leggja mér til fjárhæð nokkrar í gjafarformi — en eg hefi hvei-ju sinni verið ein ráðandi um það, hvenær samvistum skyldi slitið.“ Enn meiri ögrunar kenndi í rödd hennar. „Eg er efnalega sjálfstæð nú. Hneykslar það þig jafnmikið og allt hitt, að heyra mig játa þetta? En eg læt mér á sama standa. Eg hefi náð því marki, sem eg setti mér. Eg þarf ekki að verða auðmýkt heimiliskennslukona það sem eftir er ævinn- ar. Eg þarf ekki að giftast einhverjum vesölum klerki, sem frekar þyrfti hjúkrunarkonu við en eiginkonu. Og nú get eg framkvæmt hinn hluta áforms míns. Þú ert hneykslaður á svip, og kannske ekkert furðulegt við það. Kannske ætti eg ekki að segja þér frá því.“ „Eg vil gjarnan hlusta á þig. Eg hefi samúð með þér í við- leitni þinni að geta lifað fyllra lífi — en þurftirðu að velja þessa leið til þess?“ „Hefðir þú getað stungið upp á nokkurri annarri? Án aðstoðar áhrifamanna — og eg hafði ekki af neinni slíkri aðstoð að segja, — gat eg það ekki. Eg gat því ekki annað gert en valið braut þyrnum stráða, en mér tókst að þræða hana örugglega — og hér er eg nú. Og eg byrja nýtt líf. Eg hefi undirbúið þetta allt — þrauthugsað hvert smáatriði. Eg tek mér nýtt nafn, sem eg get ekki einu sinni sagt þér, — og það verður enginn skuggi á mannorði mínu. Eg verð ekkja, nýkomin frá Bandaríkjunum, og eg mun setjast að í litlum bæ, sem eg' þegar hefi valið, með gnægð meðmælabréfa, sem eru heiðarlega fengin. Eg hefi næg efni til þess að kaupa mér lítið hús og garð og hafa þernu. Eg verð óháð — algerlega óháð — og get sinnt hugðarefnum.“ „Hefurðu í huga að giftast?“ „Nei,“ svaraði hún, og nú kenndi fyrst ákefðar í rödd hennar. „Eg ætla mér að — gerðu- það fyrir mig að hlægja ekki að mér — að gerast rithöfundur — skrifa skáldsögur. Og þótt eg nái ef til vill ekki settur marki mun það veita mér ánægju að fást við þetta.“ Eftir langa þögn sagði Frank: „Mér finnst ekki, að þú hafir gert það, sem rétt vai', Laura, en eg er glaður yfir því, að fyrri hluti áætlunar þinnar tilheyrir liðnum tíma. Eg vona, að þú verðir hamingjusöm og vinnir þér frægð fyrir ritstörf. Okkur vantar rithöfunda, sem eru einarðir og sannir.“ „Þakka þér fyrir, Francis, það gleður mig sannarlega, að eg á samúð þína í þessu. Eg þelíki þig nægilega vel til þess að vita, að þú mælir ekki gegn sannfæringu þinni.“ „Og hvað eigum við að gera við þennan bróður minn?“ Dulrænar frásagnir Dreymt fyrir mannskaða í Dýrafirði. Seinni hluta vetrar árið 1906" höfðu mikil veikindi gengið á heimili Guðjóns Arasonar. bónda í Austmannsdal. Nýlegs hafði verið sent til héraðslækn- isins, sem þá sat á Patreksfirði. En það hafði orðið árangurs- laust, því að læknii'inn var þá suður í Reykjavík í einkaer- indagerðum. Hafði hann fengið lækninn á Dýrafirði, Andrés Fjeldsted, til þess að gegna læknisstörfum fyrir sig í Dala- hreppi, meðan hann væri fyrir sunan. Þessar fréttir var Guð- jón nýlega búinn að fá, þegar hann gengur til hvílu sinnar heima hjá sér kvöldið 6. paríi árið 1906. Getur hann nú eklti sofnað fyrir hluta nætur fyrir áhyggjum og er að ráða með sér að fara norður í Dýrafjörð og sækja lækni handa sjúkling- unum í Austmannsdal. En undir eins og Guðjón sofnar, dreymir hann að hann sé é ferð norður í Dýrafirði. Honuna þykir hann koma að Kirkju- bóli. Það er fremsti bærinn undir Álftamýrarheiði Dýra- fjarðar megin. Þótti honum hér dimmt yfir öllu. Hann hitt— ir bóndann, Guðmund Natans- son, að máli, og biður hann um fylgd yfir ána, sem rennur ofan. Kirkjubólsdal. Guðmundur segir, að piltar sínir séu við slátt niðri á eyrunum, og megi hann biðja þá að visa sér yfir ~ ána. Nú þykist Guðjón halda áfram ferðinni og fær hjálp yfir ána hjá þeim, sem voru við sláttinn á eyrunum. Þegar hann er kominn yfir ána held- ur hann eins og leið liggur ofan undir Sanda. Þar er kirkjustað- ur. Undir eins og Guðmundur sér heim að Söndum, sér hann. mikinn mannfjölda þar í kirkjugarðinum og heldur, að þetta sé kirkjufólk. Nú heldur hann heim undir kirkjugarð- inn. Þá sér hann þilskip nokk- urt á hvolfi í kirkj ugarðinum og standa siglur þess djúpt. Framh. -IADZAM BZZ Þeir félagar hvíldu sjg stupdar- ko'fn, er þeir yprú5kpm'nír ííeil'ir á höldnu yfir ána og skimuðu eí'tir klettunum. , Nú kom .Tarzan auga á stáð, sém eáfei var "'ómögulegt að þeir gætú klifið upp klettavegginn. Hann var snarbrattur og erfitt að ná nokkurs staðar fótfestu, en þeir 'félagar voru nú öllu vanir. Tarzan fór á undan og Volthar , fylgdi fast á eftir. Ferðin sóttist seint, en smám saman nálguðust þeir brúnina. Pegar peir voru komnir upp á brúnina blasti við þeim slétta mikil og eldfjall sem Volthar kánnaðist við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.