Vísir - 16.01.1953, Page 5

Vísir - 16.01.1953, Page 5
Föstudaginn 16. janúar 1953. 5 VÍSIR JDavíð Óiafsson fiskiwnnlastjóri: Fiskveiðarnar. AfEaforögð og afkosna sjávarúFvegsins 1952. Það eru engin ný sannindi, þó frá því sé skýrt, að afkoma sjávarútvegsins hafi verið erfið árið sem leið. Slík hafa verið eftirmæli allmargra undanfar- inna ára þó í misjafnlega rík- um mæli hafi verið. Tvennt er það, sem einkum hefur valdið þessum erfiðleikum, stöðugt minnkandi aflafengur á þorsk- veiðum og þó einkum á síld- veiðunum og óheppileg þróun verðlags. Hefur sjávarútvegur- inn hér litlu getað ráðið um bæði þessi atriði en afleiðingin hefur orðið, að atvinnuvegur- inn í heild og þó mest ein grein hans, bátaútvegurinn, hefur æ ofan í æ verið tilneyddur að leita á náðir stjórnarvaldanna um aðstoð í einhverri mynd. Undanfarin tvö ár hefur báta- útveginum verið veitt þessi að- stoð í formi innflutningsfríð- inda og hefði það þó ekki nægt, ef ekki hefði komið til nokkur hækkun á verðlagi sumra út- flutningsafurða sjávarútvegsins á árinu 1952; en þrátt fyrir þá staðreynd höfðu breytingar, m. a. á framleiðslukostnaðinum til hækkunar, leitt til þess, að ó- hjákvæmilegt verður að við- halda (óbreyttu í meginatrið- um) því fyrirkomulagi, sem verið hefur. En jafnvel þó þessi hlið hafi valdið margskonar erfiðleikum þá hefur þó verið um að ræða vandamál, sem unt hefur verið að leysa með skynsamlegum ráðstöfunum af hálfu stjórnar- valdanna í samvinnu við þá aðila, sem hlut eiga að máli. Hin hliðin, sem snýr að sí- fellt minnkandi aflabrögðum er öllu erfiðari viðfangs og sú þróun, sem þar hefur átt sér stað, uggvænleg. Á árunum fyrir styrjöldina var tekið að bera á því, að því er snerti verðmætari fiskteg- undir svo sem flatfisk og ýsu, að stofnarnir þyldu ekki þá veiði, sem á þá var lögð. Frið- un sú, sem fiskimiðin fengu á styrjaldarárunum, þegar ís- lenzku fiskiskipin voru því nær hin einu, sem stunduðu veiðar við landið, kom fljótlega fram í batnandi aflabrögðum. Sú þróun hélt enn áfram fyrstu árin eftir styrjöldina enda leið nokkur tími áður en styrjaldar- þjóðunum tækist að búa fiski- skip sín til veiða á nýjan leik en flest þeirra höfðu verið tek- in til hernaðarnotkunar. En þetta stóð ekki lengi. • Gömlu skipin voru búin til veiða ,á nýjan leilt og ný og enn full- komnari skip byggð í viðbót og afköst fiskiflota þeirra þjóða, sem helzt sækja til fanga á ís- landsmið, jukust stórlega. Síð- ustu alþjóðlegar skýrslur um fiskafla, þar sem sýnd er skipting aflans á veiðisvæði sýna, að á árinu, 1948. fer ,að gæta fyrir' alvöru hinnar auknu sóknar erlendra fiskiskipa á ís- landsmið. . Frá • styrjaldarárun- um eru ekki til neinar öruggar upplýsingar um veiðar útlend- inga hér við land en það er þó vitað, að einungis fá skip stund- uðu þær veiðar og aflamagnið, sem þau fengu var aðeins lítill hluti af heildaraflanum á mið- unum við landið. Þegar að styrjöldinni lokinni jókst veiði erlendu fiskiskipanna við land- ið og á árinu 1948, en það er síðasta árið, sem upplýsingar eru til um, tvöfaldaðist afla- magn þeirra borið saman við árið næst á undan. Þó var lítið búið að byggja af hinum nýju og stórvirku fiskiskipum á þeim tíma og má því ugglaust gera ráð fyrir mjög mikilli aukningu á árunum, sem liðin eru síðan. Enda hefur stöðugt verið að síga á ógæfuhliðina allt frá ár- inu 1948, hvað aflabrögð snert- ir.. Að vísu má benda á ein- stök fiskimið, sem á vissum tímum hafi gefið sæmilegan og stundum allgóðan afla, en yfir- leitt hefur þróunin verið sú, að aflabrögðum hefur hrakað ár frá ári og einkum ef tillit er tekið til þess, að sífellt meiri fyrirhöfn og kostnaður er lágð- ur í að ná aflanum, bæði með stærri bátum, lengri sókn á miðin og fullkomnari og dýr- ari veiðarfærum. Það var því ekki óeðlilegt, að vélbátaútgerðin liti með nokkrum ugg fram á vetrarver - tíðina, sem hófst með árinu 1952. Enda fór svo, að þrátt fyrir ágæt aflabrögð á vissum svæðum svo sem t.d. við Vest- mannaeyjar, þá sýndi heildar- myndin enn áframhald hinnar óheillavænlegu þróunar rýrn- andi afla. Á þetta einkum við um hin þýðingarmiklu fiskimio í og umhverfis Faxaflóa. Góða: gæftir á vetrarvertíðinni gátu þó bætt lítillega úr, þannig að aflamagnið í heild varð ekki minna en áður, en sé tekinn meðalafli í hverri sjóferð þá verður útkoman sú, að hann fór enn lækkandi. Enda þótt togararnir séu ekki eins staðbundnir við veiðarnar og vélbátarnir og geti betur hagað veiðiskap sínum meira eftir aflabrögðum á hinum ýmsu fiskimiðum, hefur þó hin vaxandi fiskþurrð undanfarin ár einnig komið hart niður á þeim. Hafa þeir orðið að leita til f jarlægra fiskimiða og aldrei hefur það orðið eins mikið og á árinu 1952. Hafa hin auðugu fiskimið við Vestur-Grænland orðið fyrir valinu enda er fiskgengd þar mikil á vissum tímum árs. Á því eru þó margvíslegir erfiðleikar, eins og nú er háttað, fyrir tog- arana að sækja á þessi mið vegna langs tíma, sem fer ; siglingar fram og aftur og erfiðra aðstæðna við veiðarnar. Þegar litið er á þá. þrópn, sem Hér hefur verið lýst verður ljós hin brýna nauðsyn þeirra ráðstafana,, er gerðar voru með hinum riýjum. reglum; km frið- unarsvæði sem gengu í gildi 15. maí s.l. Hér var sem sé um að ræða algera nauðvörn, sem þó byggðist á öruggum rétti að alþjóðalögum. Var framkvæmd þessa máls mjög vel undirbúin af stjórnarvöldunum og í þeim átökum, sem orðið hafa á al- þjóðlegum vettvangi og enn er ekki séð fyrir endann á, hefur verið haldið á málinu af íslands hálfu af mikilli festu. En þessar ráðstafanir komu einnig hart niður á vissum þýð- ingarmiklum greinum sjávarút- vegs okkar, þ. e. togurunum, togbátunum og dragnótabátun- um, þar sem allar slíkar veiðar voru að sjálfsögðu bannaðar innan hinnar nýju friðunarlínu. Togararnir urðu af allstórum veiðisvæðum, sem áður hafa gefið þeim góða veiði á vissum tíma og verða nú að leita meir á dýpri mið en áður. Veldur þetta að sjálfsögðu vissum erf- iðleikum fyrir þessa útgerð. Um allmörg undanfarin ár hafa'vélbátar af ýmsum stærð- um, allt frá hinum stærstu niður í 30—40 rúmlesta báta, stundað veiðar með botnvörpu. Mest hafa-þessar veiðar verið' stundaðar við suðurströndina og í og við Faxaflóa, en einnig við vestur- og norðurströndina. Hafa þessar veiðar yfirleitt ver- ið stundaðar á grunnmiðum eða alveg upp undir þriggja mílna landhelgislínuna, enda tak- markar stærð bátanna mjög möguleika þeirra til að sækja á djúpmið með botnvörpu. Með hinni nýju friðunarlínu hverfa því nær öll veiðisvæði togbát- anna inn fyrir hana og má því gera ráð fyrir, að mjög dragi úr ' þessum veiðum eða þær hverfi að mestu úr sögunni. Er hér urn að ræða yfir 100 báta, sem þessar veiðar hafa stundað skemmri eða lengri tíma á hverju ári. Munu flestir þessara báta nú verða gerðir út á línu- eða þorsknetjaveiðar. Þá eru loks dragnótabátarnir, en dragnótaveiðar hafa stundað yfir 150 bátar undanfarin ár flestir undir 30 rúmlestum. — Heíur verið leyfilegt að stunda þær veiðar innan landhelgi 6 mánuði á ári hverju á tímabil- inu 1. júní til 30. nóv. Hafa dragnótaveiðarnar byggst á þessari opnum landhelginnar og má telja, að með því hún er nú úr sögunni, sé ekki unt að stunda þær veiðar framvegis á sama hátt og hingað til. Fyriv þá báta, sem dragnótaveiðarnar hafa stundað, eru erfiðleikarnir sennilega mestir af friðuninni. Hér er aðallega um að ræöa hina smærri báta, eins og áðui segir, þ.e. báta undir 30 rúm- lestum. Margir þeirra eru gamlir orðnir með lélegar vélar og því illa samkeppnisfærir til annai'a veiða svo sem línuveiða, einkum ef langsótt er á miðin. Verður þó óhjákvæmilegt fyrir þessa báta að taka upp aði’ar •veiðiaðferðir.. . . • í viðbót við það, sem hér hefur vei’ið sagt um togveið- arnar> og j dragnótavoiðarnar er að,,sjálfsÖgðu rétt að benda á, að megintilgangur friðunarinn- ar er sá, að fiskmagnið aukiet og komi því til góða þeim skip- um, sem stunda veiðar utan friðunai'línunnar þ.e. fyrst og fremst togurunum og einnig að sjálfsögðu öllum þeim bátum, sem veiðar stunda á grunn- miðum. Enn eitt atriði er það, sem er þýðingai'mikið í sambandi við hina auknu friðun og bannið við dragnótaveiðunum, en það er tjónið, sem skapast af því að geta ekki veitt flatfiskinn. Hér er um að ræða hinar verðmæt- ustu fisktegundir, sem hingað til hafa nær eingöngu verið veiddar í botnvörpu og drag- nót og mest í hið síðarnefnda veiðarfæri á gi'unnmiðum. Afl- inn af þessum fiski hefur ár- lega numið um eða yfir 3000 smál. og hefur meginhluti hans verið frystur til útflutnings. Er hér um að í’æða eftirsóttar fisk- tegundir, einkum á hinum brezka markaði, en það hefur oft beinlínis verið skilyrði fyrir sölu á þorski á þann mai’kað, að flatfiskur væri afgreiddur jafnframt. Ber nú nauðsyn til þess, að fundnar verði aðrar að- ferðir til veiða á þessum dýr- mætu fisktegundum. Á nokkr- um stöðum hafa net verið not- uð við flatfiskveiðar en að áliti kunnugra mun ekki mega gera ráð fyi’ir, að sú veiðiaðfex’ð geti átt við nema á takmörkuðum svæðum. Hér verður því eitt- hvað annað að koma til. Þorskveiðarnar. Til loka nóvembermánaðar nam afli af öðrum fiski eix síld um 285 þús. smál. (miðað við slægðan fisk með haus) og var það um 10 þús. smál. meira en á sama tíma ársins 1951 og 45 þús. smál. meiri en 1950. Af þessum afla kom á land á vetrarvertíðinni þ.e. á tímabil- inu janúar—maí 175 þús. smál. Var hér um að ræða allmikla aukningu frá fyrra ári en þá var aflamagnið á sama tíma- bili 147 þús. smál. Kom hér þrennt til, sem orsakaði þessa aukningu þrátt fyrir lélegan afla víða. Gæftir voru ýfirleitt mjög góðar og var því unnt að stunda sjó af miklu kappi og róðrafjöldi mikill. Vertíðin í Vestmannaeyjum var mjög góð, einkum netjaveiðin og kom þar íxrikill afli á land. Síðari hluta vertíðarinnar hófu togararixir notkun flotvörpunnar og jók það allverulega aflafeng þeirra. Að lokinni vetrarvertíðinni voru eins og áður lítið stund- aðar þorskveiðar á vélbátum, þar sem þeir hugðu yfirleitt á síldveið'ar um sumarið og haustið. Nokkrir togaranna stunduðu veiðar fyrir fi’ysti- húsin en fyrir þá, sem veiðar ætluðu að stunda í salt var lítil aflavon á heimamiðum. — Fóru fyrstu togararnir á Græn- landsmið þegar að lokinni vetrai'vertíðinni og jókst sókn þeirra á þau mið eftir því, sem leið á sumarið. Alls fóru 29 togarar til veiða á Grænlands- mið en veiðifei'ðirnar voi'u alls 71. Mun láta nærrir að afla- magn það, sem togararnir sóttu á þessi mið hafi numið um 40 þús. smál. en það er nær 14 % af heilda-faflamagninu öðru en síld, um 26% af heildarafla tog- aramra og 20% af þeim þorsk- afla, sem' aflaðist á íslenzk skip á árinu 1952 fram til loka nóvember. Má glögglega sjá á þessu hverja þýðingu Græn- landsmiðin höfðu fyrir togar- ana á árinu. Sé aflanum skipt milli togara og báta kemur í ljós, að láta mun nærri, að afli togaranna hafi orðið 154 þús. smál., en afli bátanna 131 þús. smál. Þýðingai'mestu fisktegund- irnar, sem veiddust á þorsk- veiðunum voru auk þorsksins, karfi, ufsi, ýsa og steinbítur. Kemur þetta fram í eftirfar- andi yfii'liti, sem sýnir magn hinna einstöku fisktegunda í þús. smál. miðað við nóvem- berlok hvort árið: 1952 1951 j Þorskur . . 200 144 |Karfi . . 35 27 , Ufsi . . 24 12 , Ýsa . . 9 13 í Steinbítur 8 6: Keila 3 1 Langa . 3 2 Flatfiskur allsk.. . 3 5 Ósundui’liðað . . . 1 65 285 275 Þoi'skui'inn einn er því að’ þessu sinni um 70% af aflanum og nær 40% meiri en árið áður. Má segja, að hér sé ekki um að í-æða æskilega þi’óun. Of mikil einhæfni í fisktegundum þeim, sem veiðast gerir sölu fisksins erfiðari og einmitt þoi'skurinn. hefur oft undanfarið reynzt erfiður í sölu. Næstur þorskinum kom karf- inn, sem þó var aðeins 12.3% af aflanum. Tölurnar geía til kynna, að karfaaflinn hafi ver- ið nokkru meiri en árið áður en svo var ekki. Sá karfi, sem hér er talinn fór nær allur til frystingar ef frá er tekið það magn, sem flutt var ísað á þýzkan markað. Á árinu 1951 hinsvegar lönduðu togararnir 65 þús. smál. af fiski í fisk- mjölsverksmiðjur og var meg- inhluti þess karfi. Karfaaflinn var því sennilega meira en tvisvar sinnum meiri á fyi’ra ári en nú. Hér er m.a. að finna skýringuna á hinu mikla þorsk- magni. Togararnir stunduðu nú ekki veiðar fyrir fiskmjöls- verksmiðjurnar en í stað þess fyrir frystihúsin og þó einkum veiðar í salt. Var því eðlilegt, að þorsksins gætti meir en áður. Ufsinn var nú um helmingi meii'i en árið áður og 8.4% af aflamagninu. Stafar aukning I hans af sömu ástæðu og sagt , var um þorskinn. Um ýsuna gegnir öðru máli. j Er ýsuaflinn yfir 30% minni en árið áður. Kemur hér gi’eini- lega í ljós hver áhrif dragnóta- veiðibannið hefur haft á veiði Skrifstofa Sambands smásöluverzlana flytur Þdag á Laugaveg 22. Símanúmerið verjður 82390. (Skrifið hjá yður númerið). 1 1 H. 'iM) i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.