Vísir - 17.01.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 17.01.1953, Blaðsíða 6
$ —-Strætisvagpáir. Framh. af 1. síðu. er hvergi nærri fullnægjandi og það ber brýna nauðsyn til þess að endurnýja hann að meira eða minna leyti. Sótt hefur verið um leyfi til Fjárhagsráðs fyrir innflutningi á nokkurum nýjum vagngrindum, en þrátt fyrir marg ítrekaðar umsóknir hefur Fjárhagsráð ekki talið sér fært að veita umbeðin leyfi. Er hér þó um allt annað við- horf að ræða en til inn- flutnings á luxusbílum, því að þúsundir manna í úthverfum Reykjavíkur eiga atvinnu sína meira eða minna leyti undir því komna að þeir geti sótt hana með Strætisvögnunum. Útþ.énsla bæjarins er orðin gífurleg o,g vegalengdir miklar. Kvað Eiríkur nauðsyn bera til að fá 6—10 undirvagna til landsins á þessu ári, annars mætti búast við ýmsum erfið- leikuna og óvissu um rekstur vagnanna strax á næsta- vetri. Þörf á fleiri akstursleiðum. Forstjórinn kvað brýna nauð- syn á að fjölga leið.um, ekki sízt milli nýrra hverfa. Meðal þeirra væri áætlunarleið úr miðbæn- um 'Ura Langholt og Klepps- hverfið um Bústaðavegs- o,g Hlíðahverfi og þaðan vestur í bæ. En ýmsar fleiri leiðir eru á döfinni strax og úr rætist með bílakost. Hinsvegar þýðir ekkert að tala um þetta á með- an fleiri og betri vagnar eru ekki fyrir hendi. Ný hraðferð. Þó verður einni nýrri leið. bætt inn í áætlunarkerfi Strætisvagnanna þessa dagana. Það er hraðferð, Austurbær— Vesturbær, og verður þá að verulegu leyti ekið sömu göt- ur og í hraðferðinni Vestur- bær—Austurbær, nema hvað ekið verður í gagnstæða sXi. Sú breyting verður samt gerð á, að. akstur um Stórholt fellur niður, 'en í stað þéss ekið um Hverfisgötu, Laugaveg, Nóatún og þaðnn í Lönguhlíð. Þessi ný- breytni verður til mikilla hags- hóta fyrir fólk sem þarf að komast úr hverfum austurbæj- arins og vestur í bæ, því að nú þarf það ekki að tefjast á Lækjartorgi eða skipta um vagn þar. Auk þessa ætti hin nýja hraðferð, sem verður nr. 17 á áætlun Strætisvagnanna, að létta á Bústaðahverfisvagnin- um, því hér eftir má ætla að Hlíðabúar noti fremur þenna vagn en Búst.aðahyerfis- vagninn, sem oft og einatt hef- ur verið yfirhlaðinn af Hlíða- búum. Strætisvagnaleiðirnar hafa verið 16 að tölu, en nú bætist sú 17. í hópinn með hinni nýju hraðferð. Verður dieselvagninn nýi telsinn til notkunar á þeirri leið. Ekið umhverfis hnöttinn á 8 dögum. Láta mun nærri að vegar- lengd sú sem Strætisvagnarnir aka á hverjum degi sé um 5000 km., en það svarar til þess að þeir ækju frá Reykjavík og suður í.miðja Afríku. Með öðr- íim orðum að 8. hvern dag hafa V í S I R Laugardaginn 17. janúar 1953. þeir ekið vegarlengd jafnlanga og umhverfis hnöttinn við mið- baug. Strætisvagnarnir- verða að borga 110 þúsund kr. fyrir brennsluefni á mánuði, eða hátt á 4. þúsund krónur á dag. Á vegum Strætisvagnanna starfa 110 manns. Um 40000 manns fara dag hvern með strætisvögnunum og brúttotekjurnar af akstrinum nema 9—10 milljónum króna á ári. Hinsvegar nema launa- greiðslur til bílstjóra og ann- ars starfsfólks hátt á 5. millj. kr., enda starfa nú llO.manns á vegum Strætisvagnanna. Rafiýst áætlun á Lækjartorgi. Einhvern næstu daga verður komið upp stórri raflýstri töflu eða skilti á Lækjartorgi, þar sem merktar verða inn allar leiðir Strætisvagnanna á- samt brottfarartíma þeirra af Lækjartorgi. Almenningi til leiðbeiningar skal þess getið, að í flestum vasa- eða minnisbókum, sem gefnar hafa verið út hér í bæn- um um s.l. áramót er skrá um, leiðir strætisvagnanna, brott- farartíma þeirra og heiti gatn- anna, sem þeir aka um. Nýjar framkvæmdir. Að lokum skýrði forstjóri Strætisvagnanna frá því að unnið væri að því öllum áirum að koma upp. geymslu- og verkstæðisbyggingum fyrir strætisvagnanna. Á s.l. hausti var sótt um lóð vestan Reykja- nesbrautar yn norðan Öskju- hlíðar undir slíka byggi.ngu, og ennfremur var s.ótt um fjár- festingarleyfi fyrir henni. — Kvaðst forstjórinn vonast til þess að byrjunarframkvæmdir yrðu hafnar á þessu ári. JSL JF. f/. M. Á morgun: Kl. 10 f. h.: Sunnudagaskólinn. Kl. 10.30 f. h.: Kársnesdeild. Kl. 1.30 e. h.: Y.-D. og V.-D. Kl. 5 e. h.: Unglingadeildin. Kl.. 8.30 e. h.: Samkoma Á?tráð- ur Steindórsson, : cand. theoL, talar. Allir velkomnir. skúhléftfM* kvenbomsur barnagúmmístígvél BEZT AÐ AUGLYSAI VlSl IVtyjar röruM*: Léreft, blátt og bleikt, verð kr. 7,70 pr. metra. Grisjuléreft, 140 cm. breitt, kr. 8,85 pr. metra. Sirs kr. 10,80 pr. metra. Cretonne kr. 10,80 pr. metra. Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co. K.R.-INGAR. MUNIÐ SKEMMTI- FUNDINN í Félagsheimilinu í kvöld ld. 9 fyrir alla K.R.-inga og gesti þeirra, 16 árá og eldri. — Skemmtiatriði Kvikmynda- sýning og dans. Skemmtin. óskessi til leigu fyrir Háteigssókn. Tilboð sendist Vísi fyrir niánudagskvöld merkt: „Háteigssókn - 384“. Snjórinn er kominn! Skíði fyrir börn og fullorðna Skíðastafir Skíðabindingar Skíðaáburður . Skíðaskór Skíðablússur Skíðahúfur Skíðalegghlífar Skíoavettlingar LAUGAVEG 53 SIMI4683 Rafmagnsofnar 5 gerðir og stærðir. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. — Tryggvagötu 23. Sí.mi 81279. ENSKUKENNSLA. Einkatímar — talæfingar. —: Oddný E. 'Sen, Miklubraut 40. Sími 5687. (272 fcennir&r-iSrú JSaufásuegislrm Móð.eliesfur® 0tílare‘7álœfingar®-$i>i/ámga.r-® SUfnabúÍin GARÐUR Garðastræti 2. — Sínd 7299. KARLMANNSREIÐHJOL í óskilum. Uppl. Grettisgötu 5. — (292 ÞRIÐJUDAGINN 13. þ. m. tapaðist silfurhringur með steini. Firmandi vinsamleg- ast hringi í síma 7315. (285 PENINGAVESKI tapaðist sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega geri aðvart í síma 3746. Fundarlaun. (294 TAPAZT hafa gleraugu í ljósri umgjörð, sennilega á Landspítalalóðinni. Finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 3668 eða 6666. (302 FORSTOFUHERBERGI til leigu í Barmahlíð 52.(289 LÍTIÐ herhergi til leigu í miðbænum. Uppl. síma 5279. (298 TIL LEIGU loftherbergi. Uppl. kl. 4-—6 í síma 2912. (301 YMSAR VIÐGERÐIR. — Laginn maður óskar eftir að taka að sér ýmsar viðgerðir á húsum, húsgögnum o. fl. Uppl. í síma 3218. (288 SAUMA úr tillögðum efn- um. Ný tízkublöð. Valgeir Kristjánsson, Bankastræti 14 (Skólavörðustígsmegin). (20 UR OG KLUKKUR. Við- gerðir á úrum og klukkum. Jón Sigmundsson, skart- gripaverzlun, Laugavegi 8. (150 Dr. juris HAFÞÓR GUÐ- MUNDSSON, málaflutnings- skrifstofa: .og lögfrseðileg að- stoð. Laugavegi 27. — Sími 7601. (95 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujái'n og önnur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f., Laugavegi 79. — Sími 5184. FATAVIÐGERÐIN, Ing- ólfsstræti (!, annast allar fátaviðgerðir. — Sími 6269. CHEVROLET, 2i/2 tonna, með vélsturtum, til sölu. •—• Uppl. Öldu, Blesugróf. (290 ÞRÍ5IJÓL til sölu. Laug- arnesyeg 77. (291 BARNAKERRA til sölu, ódýrt. Uppl. í síma 2912, kl. 4—6. VANDAÐUR, ítalskur gít- ar til sölu. — Uppl. í síma 82327. (299 RYKSUGA, góð, en injög ó- dýr, til sölu. Sími 82042. —• ÞRISETTUR klæðaskápur til sölu, mjög ódýrt. Sími 3617.__________________(297 SEM NÝR „Silver Cross“ barnavagn til sölu. Verð kr. 1500. Uppl. Bergstaðastræti 78, kjallara. (296 MOTORHJÓL óskast keypt. Tilboð sendist blað- inu fyrir 20. þ. m., merkt: „Hjól“. (295 TIL SÖLU ó.dýrt notað gólfteppi, 2.70X3.50, og ol- íuofn. — Uppl. í síma 5126. NÝLEG Necchi-saumavél, í hnotuskáp, til sölu með eða án mótors. Uppl. á Baldurs- götu 28. (287 DÍVANAR, allar stærðir, fyrirliggjandi. Húsgagna- verksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 31830. (394 HUSMÆÐUR: Þegar þér kaupið lyftiduft frá oss, þá eruð þér ekki pinungis að efla íslenzkan iðnað, heldur einnig að tryggja- yður ör- uggan árangur af fyrirhöfn yðar. Notið því ávallt „Chemiu lyftiduft", það ó- dýrasta og bezta. — Fæst í hverri búð. Chemia h.f. — KJÓLAR fyrir afgreiðslu- stúlkur, svartir og dökkbláir, verð frá kr. 400. Einnig hvít- ar strengsvuntur og hvítir kappar. — Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 16. — Sími 2744. (200 Hinar heimfrægu Píanóharmonikur Orfeo — Borsini og Artiste ný- nýkomnar, 120 bassa með 5—7 og 10 hljóðskiptingum. Verð frá kr. 3975, með tösku og skóla. — Tökum notaðar hannonikur sem greiðslu upp í nýjar. Höfum einnig mikið úrval af notuðum harmonikum fyrirliggjandi; allar stærðir. Verð frá kr. 650,00. Hjá okkur getið þér valið úr 14 tegundum. — Verð við allra hæf. Send- um gegn póstkröfu. — Verzl. Rín, Njálsgötu 23. Sími 7692. SPEGLAR. Nýkomið gott úrval af slípuðum speglum', innrömmuðum speglum og speglagleri. Ra.mmagerðin h.f. Hafnarstræti' 17. (252- PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). —: Sími 6126. KAUPUM vel með íarin karlmannaföt, saumavélar o. fl. Verzlunin, Gi-ettisgötu 21. Sími 3562. . (465

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.