Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 19. janúar 1953 VISIS TP THOMAS B. COSTABH: Ei má sköpum renna 81 um Antonie, sem enn væri hjá henni, og litla Jean Biutiste Achille. Og hún þakkaði honum fyrir alla velvild hans í garð litla drengsins. Rétt fyrir klukkan fimm kom sonarsönur greifafrúarinnar, Henri að nafni. Gamla konan talaði þegar til hans í ávítunartón: „Þú kemur seint — eg er viss um, að Margot hefði kosið frek- ar að ræða við þig en þrjár, nöldrandi, skorpnar, gamlar konur.‘‘ Pilturinn var kynntur Fank sem Henri Lestangt, og sá á ein- tak af konungssinnablaðinu Quotidienne upp úr vasanum, á hinum bróderaða jakka hans. „Henri hefur vafalaust góðar og gildar ástæður fyrir, að hann kom ekki fyrr.“ „Eg var í Maison d’Or,“ sagði unglingurinn kæruleysislega. „Eg hélt að eg mundi heyra eitthvað, sem vert væri að heyra. En svo var ekki.“ Hann hélt áfram að stara á Frank. „Það var mjög þreytandi. Eg mun hætta að koma þangað, ef áframhald verður á því, að þarna verði samkomustaður er- lendra liðsforingja. Maður gæti eins farið í Lemblin-kaffistof- una og haft samneyti við Bonaparteskrílinn." „Var ekkert talað um Ney-málið?“ „Ó, sei-sei, jú — jafnvel útlendingainir ræddu um það.“ „Hvað var sagt?“ „Ekkert — ekkert þess virði, að það væri endurtekið.“ „Það hlýtur að hafa verið sagt eitthvað athyglisvert, Henri •— eg vil heyra um það allt saman.“ Þrákelkni hennar virðist koma unotalega við sonarson hénnar. „Það var minnst á Lavalette," sagði hann hikandi og þrálega. „Það er sagt, að hann verði tekimi höndum.“ „Grunaði mig ekki,“ sagði greifafrúin. „Eg vissi, að það mundi vera eitthvað. Hvað heyrðirðu, Henri?“ „Það virðist svo, sem verið sé að undirrita skjölin.“ „Það gleður mig,“ sagði greifafrúin. „Það kemur honum í koll þetta samningamakk á bak við — aha, þetta verður áfall fyrir Bonapartesinna.“ Þar sem Frank vissi, að Lavalette hafði verið vinur fjöl- skyldunnar veitti hann Margot enn meiri athygli en áður. Hún var dálítið litverpari, en hún saumaði stöðugum fingrum. „Það ætti að þurrka út alla Bonaparte-fjölskylduna og alla, sem stóðu í samningamakki við hana,“ sagði hin hefnigjarna, gamla kona. „Þetta sýnir þeim hvað við viljum, Henri — hvað koma skal! — Hvað meira, Henri?“ Hann ygldi sig og svaraði: „Ekkert sérstakt — tveif Englendingar vorú drepnir í ein- vígi í morgun.“ Veggklukka fór allt í einu að slá og smálíkan af Tyrolarkonu í þjóðbúningi skaust fram úr klukkunni. Greifafrúin fór að tína , saman saumadót sitt og sagði, að Henri yrði að.koma með sér til De'Chaúl’s, en hann færðist undan. „Engin miskunn,“ sagði hún. „Margot fer nú út að aka, eins og hennar er vandi, og hefðir þú komið fyrr, hefðir þú sloppið fyrr.“ Þegar Margot stóð upp til þesá að ganga frá saumadóti sínu gerði hann sér Ijóst í fyrsta skipti, að hún var að minnsta kosti þumlungi hærri en Gabrielle. „Eg ætla að aka herra Ellery til hússins, þar sem hann á heima. Við þurfum svo margt að ræða.“ Gömlu konurnar fóru terglega og argar á svip og ekki var Henri blíðlegri. Þjónar í lifrauðum lafajökkum og hvítum bux- um sátu framan og aftan á vagninum. Vagninn var alveg í gamla stílnum, og ólíkur var vagn Margot, sem kom brátt. Þar sem vagntjaldið hafði verið lagt niður gat Frank séð, að sætin voru fóðruð með hvíttu leðri. — Fyrir vagninum voru fjörlegir hestar. Þjónarnir voru látlaust klæddir. — Blanche- fleur frænka kom umvafin miklu kögursjali, og var auðséð, að hún ætlaði sér að vera á verði hvað sem tautaði.......Frank varð var mikillar andúðar konu þessarar, þar sem hún taldi áformum sínum varðandi Margot hættu búna vegna komu hans. Margot benti Frank að setjast hjá sér, og varð þá frænka Blanchefleur óblíð á svip, en ekki skeytti Margot því neinu, og dró upp hvíta sólhlíf, og bað ekilinn aka af stað. „Mér þykir svo gaman að aka,“ sagði hún glaðlega. „Það eru alltaf beztu stundir dagsins, þegar maður er í ökuferð.“ „Er ekki hættulegt enn að eiga vagn í París — mig minnir, að þú segðir eitthvað um það í einu bréfi þínu.“ „Jú, en það er margt breytt síðan það gerðist, Og allt verður öðruvísi nú.“ „Eg heyri talsvert sagt í þá átt. Eg er einhvernveginn ekki öruggur um það. í tuttugu ár hafa menn vanizt öðrum hugsun- um. Það kann að verða ógerlegt, að koma aftur á hinni gömlu skipan.“ „Kannske henni verði ekki komið á alveg óbreyttri," sagði Gamalt og nýtt Gamalt og nýtt bóka á ensku, þýzku og Norðurlandamálum seldar næstu daga á mjög lágu verði. Mörg korapíett tírnarit. ódýrar íslenzkar bækur. Bckamarkaðurrsin Gamalf og nýff Hverfisgötu 34. S0946 RAFORMA Gísli Jóh. Sigurðsson, Vesturgötu 2. MAGNGS thorlagius hæstaréttarlögmaðor Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. GrímsstaiafaolL Leiðin er ekki Iengri en f Sveinsbúö Fálka*|ötu 2 þegar þér þurfið a5 setja smáauglýsingu í Vísi. — Þær hrífa jafnan — smáauglýsingarnar í Vísi. Pappírspokagerðin h.f. b/itastlg 3. AllsJc. pappir. MARGT Á SAMA STAEÞ LAUGAVEG 10 — SlMl 3367 Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaöur. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. BEZT AÐ AUGLYSAI VISl ^v>w-wv%i%i%^v^i\vvvv,A,wiAftAw/vSiW,vvv,«% vvvyvvwywwwwwwwvwvwvwwwvww1 ILI VR. Sfmi 5293 leigir út sali og smærri herbergi fyrir skemmtanir, veizlur og fundahöld. vva«vvvvwvvvyvuvvyyiAAA/vvAAAA/vwvvuv /vvvwvvv%^w%o*^wvv»%vs.%/vw,»ri^wuwwv - - TARZAM H24 Nú spurði Tarzan: „Hve langt er- um yið ,frát_ \ ý , . . , ínu, V'olthar?" „Um tuttúgu mílur'Vsvar- aði Volthar. „Við verðjunj þá að halda þegar af .5tað“, lagði Tarzan á ráðin. Hann sá að óveður var í áðsígi. „Það er hættulegt að fara yfir sléttuna í myrkri“, sagði Volthar. „Veiðiljón gæta hennar um nætur.“ Þegar þeir voru komnir xiiður I dalinn, brast á stormur með steypí~ régni. >Þeir héldu santt^óttfaúðírá'á^ fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.