Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 19.01.1953, Blaðsíða 8
jLÆKNAR OG LYF JABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúð Iðunnar, sími 7911. G WIS IR LJÓSATÍMI bifreiða 15,40 til 9,35. Flóð er næst í Reykjavík kl. 20.25. Mánudagiim 19. janúar 1953 Skautalandsmótið háð á Akureyri í byrjun febrúar. Skí5afélagi& hefur ráðið einn færasta skautahSaupara heims til að kenna hér á námskeiði. Viku a£ febrúar verður Ski'Si landsmótið háð á Akureyri, ef veður og skautafæri Ieyfa. Mótið hefur verið ákveðið dagana 7.—8. febrúar og verða það væntanlega annaðhvart Skautafélag Akureyrar eða í- þróttabandalag Akureyrar sem standa fyrir mótinu. Enn er allt í óvissu um það hver þátttaka í því verði og hvaðan, en a. m. k. má búast við þátttöku bæði Reykvíkinga og Akureyringa. Reykvíkingar hafa svo til ekkert getað æft skautahlaup í vetur. Þáð var aðeins örfáa daga í haust sem skautasvell kom á Tjörnina, en þiðnaði von bráðar aftur. Nokkru fyrir áramót var gerð tilraun tilþess að sprauta vatni, á íþróttavöllinn í því skyni að mynda á honum skautasvell. En sú tilraun mistókst vegna hláku sem gerði strax á eftir. Samt mun verða reynt að sprauta vatni aftur á völlinn strax og talið er að það hafi þýðingu. Nú er von á frægum norskum skautamanni og kennara hing- að til lands seint í þessum mán- uði. Maður þessi er Reiðar Lieklev, fyrrverandi Noregs- meistari og einn af færustu mönnum heims í skautahlaupi. Reiðar Lieklev mun dvelja hér á Iandi nokkurn tíma og kenna á námskeiði, sem skauta- félagið efnir til. Kennsla hans fer að einhverju leyti fram bráðlega. Frumskilyrði til þess að af námskeiðinu geti orðið, er að sjálfsögðu það að veður haldizt sæmilegt og að skautafæri verði. Reykjavíkurmeistaramótið hefur enn ekki verið ákveðið, enda verður það ekki gert fyrr en séð verður hvernig rætist úr með skautasvell. Sjúkraflugvélin veðurteppt nokkra daga. Björn Pálsson flugmaður flaug fyrra mánudag austur á Iand, en táfðist dögum saman veðurs vegna, og kom ekki aft- ur fyrr en s. I. laugardag. Flutti hann Axel Helgason lögreglumann til Fáskrúðs- fjarðar en varð svo veður- tepptur á Reyðarfirði og Ak- ureyri. Þar tafðist hann og vegna þess, að ekki var fáanleg þar smurningsolíutegund, sem hann þurfti með. Fór hann suð- ur með flugvél Flugfél. íslands s. 1. föstudag, en sótti svo flug- vélina á laugardag. er shrítjS Nýjasta íþróttin er að glíma innan um úldinn fisk. Biissai’ lýsa íþróhnm vestaia haís. Það er víst teljandi, sem Rúss- um finnst tíl fyrirmyndar hjá vcstræ.num þjóðum, og þó er allt amerískt vitanlega Iang- verst. Þeir eru mjög andvigir ýms- um amerískum íþrótturn svo sem „beizbol“, sem þeir kalla, en það er knattleikur, sem er þjóðaríþrótt þar vestra Hafa þeir Iengi hamazt gegn íþrótt þessari, en upp á síðkasiið hafa þeir beint skeytum sínum frek- ar gegn „fútbal“, en amerískur „fútbol“ er leikinn bæði með höndum og fótum, og þykir nokkuð hroítalegur Icikur á köflum. Segir helzta íþróttafclað Rússa, að „fútbol“ amerískra menta- og háskóla sé eitt aðal- tæki stjórnarvaldanna til þess að ala upp í amerískri æsku kynþáttahatur og aðrar slíkar hvatir. Blaðið segir enníremur, að leikvellir skólanns sé mið- stöð allskonar sviksemi gagn- vart áhorfendum, auk þes' sem áður er getið. „Fútbol“ gerir æskumenn að andlegum og líkamlegum krypplingum, segir blaðið (Soviet Sport). „Þess vegna er þessi íþrótt iðkuð svo mjög á leikvöllum amerískra háskóla og menntaskóla. — Stúdenta- íþróttir í Bandaríkjunum eru iðkaðar til þess að amerískur æskulýður þjálfist í hernaðar- listum.“ Svo væri líka komið, að sögn Soviet Sport, að helztu skólum Bandaríkjanna væri stjórnað af fyrrverandi hers- höfðingjum og flotafoj ingjum, sem væru að breýta þeim í „skóla til að mennta hermenn framtíðarinnar fyrir árásar- stríð.“ í þessu skyni væru menn sem óðast að skrumskæla íþróttirnar með því a'J finna upp nýjar, eins og „kapphlaup á fjórum fótum“, „kapphlaup aftur á bak“ og „glímu í gryfju; sem full er af úldnum fiski." Já, það er munur að hafa herskóla, sem eru ekkert 'þiat! Dómkirkjuloftið notað til safnað- arstarfa? Á aðalsafnaðarfuntli Dóm- kiikjusafnaðarins í gær var m. a. samþykkt að láta athuga, hvort unnt sé að koma fyrir húsakynnum fyrir safnaðar- starfið á Dómkirkjuloftinu. Gefið var yfirlit um reikn- inga safnaðarins og minnzt á útgáfu Safnaðarblaðsins, sem kemur út annan hvern mánuð. Prestar safnaðarins annast rit- stjórniná, en blaðið flytur al- mennar fréttir af safnaðarstarf- inu, greinar o. fl. Brýn þörf er talin á húsnæði fyrir safnaðarstarfið, og í því sambandi verður nú látin fram fara athugun á kirkjuloftinu. Þar er rúmgott og að ýmsu leyti vel til slíks fallið. En vandinn verður að koma fyrir viðun- andi stiga þar upp. Þá var skorað á bæjarstjórn að úthluta söfnuðinum lóð und- ir prestssetur á svæði safnað-’ arins. Formaður safnaðarnefndar er Þorsteinn Scheving Thorsteins- son lyfsali. Kópur náðist út og fer í slipp. Vélbáturinn Kópur frá Siglu- firði, sem strandaði s.l. fimmtu- dag á vestanverðu Siglunesi, náðist út á laugardag. Var það báturinn Stígandi frá Siglufirði, sem náði Kóp á flot og dró hann inn til Siglu- fjarðar. Hafði vél bátsins þá að mestu verið tekin úr honum til þess að létta hann og hann síðan hlaðinn tunnum vegna leka, sem kominn var að bátnum. Kópur liggur nú bundinn við bryggju á Siglufirði og mun tekinn í slipp, þegar rúm verður þar fyrir hann. Á Siglufirði var hávaða rok í morgun með hvössum byljum. Bátar eru ekki á sjó. Ofsóknirnar í A.- Evrópu brei&ast út til Búlgaríu. Komið upp um samsærl tii að steypa stjórniimi. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. I gær bárust nýjar fregnir um ofsóknir í löndunum austan járntjalds — bæði frá Ráð- stjórnarríkjunum sjálfum, þar sem tveir embættismenn hafa verið liandteknir, og frá Búl- garíu, þar sem upp hefir kom- izt um samsæri til að steypa stjórninni með vopnavaldi. Annar hinna rússnesku em- bættismanna er starfsmaður í ráðuneyti því, sem málmiðn- aðurinn heyrir undir, og er honum m. a. gefið að sök að horfið hafi mikilvægt skjal úr vörzlu hans. Hinn maðurinn er prófessor í sögu, og er honum gefið að sök að hafa haldið fyr- irlestra fjandsamlega í garð Ráðst j órnarríkj anna. Tassfréttastofan heldur áfram að birta ásakanir á hendur vestrænu þjóðunum og veitist einkum að Bandaríkjamönnum, sém eru sakaðir um að hafa sent „heilan her njósnara“ til landanna í Austur-Evrópu. — Blöðin kyrja sama sönginn. Byitingarundirbúningur í Búlgaríu. Útvarpið í Sofia hefir til- kynnt, að það hafi verið ör- yggislögregla landsins, sem kom upp um samsærið, en sam- særismenn eru sagðir hafa ver- ið á launum hjá bandarísku leyniþjónustunni og fengið fyrirskipanir frá einni stöð hennar í Tyrklandi. Birt voru nöfn 10 samsærismanna og skýrt frá því, að réttarhöldin yfir þeim byrjuðu þegar í dag. Jafnframt birta búlgörsku blöðin harðar árásir í garð iðn- aðarframleiðenda og verka- Fylgismenn Haniibals gerast nú uggantli um hag sinn. ISiðn ósigiii* í flokksfélaginii laés*. Þótt Hannibal hafi unnið sig-1 nafntoguðum hershöfðingja(?) ur á sínum tíma, er hann var j — og reri einkúm í menn utan kjörinn formaður Alþýðuflokks | af landi, þar sem þeir voru síð- ins, er baráttunni innan flokks-| ur hnútum kunnugir í stjórn- ins engan veginn lokið. i málalífinu. Varð það til þess, Fyrir nokkru var haldinn að-j að hann lilaut kosningu með alfundur í Alþýðuflokksfélagí; naumum meirihluta. En hér Reykjavíkur, og hugði Hanni- i sannaðíst eins og oft áður, að bal vitanlega, að hann mundi' skamma stund verður hönd hafa sigur þar, eins og á flokks' höggi fegin, því að Hannibal þinginu, en þar fór á annan veg. j var ekki búinn að vera formað- Hann beið algeran ósigur við| ur flokksins um tveggja mán- stjórnarkjör í félaginu, og fórujaða skeið, þegar hann beið ósig- vinstri menn hina verstu lirak- j ur, sem vekur mikla athygli. för á fundinúm. Haraldur Guðj Eru nú menn þeir, sem kom- mundsson, sem hafði afþakkað j ust í flokksstjórnina með hon- þann heiður að vera með honum í miðstjórh flokksins, var kjör- jun forrnaður félagsins, og err jað róðurinn gétur orðið erfiður um, ekki alveg eins upplits- djarfir og íyrst, því að þeir sjá, viristfi rnerin Hannibals áhrifa- lausii í stjócn félagsins. Hannibál undirbjÖ kjör ’ sitt í. flokksformannssæti af mik- illi kostgæfni — eins og sæmir fyrir þá. Óttast þeir, að ferill hins nýja Hannibals verði lík- ur' sigúi-göngu riáfna ibáhs forð- um. manna fyrir lélegar vörur á innanlandsmarkaðinum, og eru ásakanir þessar taldar fyrir- boði ofsókna á þessu sviði. Ofsóknirnar, sem verða æ víðtækari, bera því vitni, að felmtur hefir gripið valdhafana í Kreml. Um leið og allt bendir til sívaxandi matvælaskorts og fátæktar í leppríkjunum verð- ur að finna æ fleiri fórnardýr, sem hægt er að skella skuldrnni á, og gripið til fordæmisins frá tíð nazistanna, að ala á Gyð- ingahatri. Talar það sínu máli um líðan fólksins, þar sem kommúnistar eru öllu ráð- andi, að frá Austur-Þýzlca- landi til Vestur-Berlínar einnar komu 117.000 flótta- men árið sem leið til 15. þ. m. — Yfirprestur Gyðinga í Bret- landi ávarpaði í gær 2y2 millj. Gyðinga, sem taldir eru eiga heima í löndunum austan jám- tjlds og menn nú óttast um. Lýsti hann sorg þeirri og kvíða, sem gripið hefði Gyðinga hvar- vetna vegna hinna nýju of- sókna. Eftir allar ógnirnar, sem þeir hefðu búið við af völdum nazista, hefðu þeir búizt við, að þeir þyrftu ekki slíku að kvíða framar, enda hefðu kommúnistar talað fagurlega um frið og réttlæti, en nú væri í ljós komið, að ekkert væri á orðum þeirra að byggja. Bað hann Gyðinga Austur-Evrópu eigi missa móðinn og herða sig í mótlætinu. Ræðunni var út- varpað á 24 tungumálum. Flogið yfir pólskt land? Pólska stjórnin hefir sent Bandaríkjastjórn nýja orðsend- ingu og endurtekið ásökun um, að bandarísk flugvél hafi flog- ið inn yfir pólskt land 4. nóv. sl., og tveir njósnarar og hermdarverkamenn svifið til jarðar í fallhlífum. — Tals- maður Bandaríkjanna lýsti yf- ir því á sínum tíma, að augljóst væri að hér væri urn falsásök- un að ræða. ©g slysumi. Tokyo (AP). — Bílum fjölgar nú óðum í Japan með aukiniú velmegun, svo sem vaxandi slysfarir bera með sér. * Á árinu sem leið biðu alls 394 Tokyobúar bana í bílslys- uni, en 6177 manns slösuðust meira og minna. Alls urðu 11,215 slys á árinu — voru um. 7500 árið 1951. París (AP). — Frönsk könn- unarsveit ; hefur Jbrðið: mikið manntjón í bardaga í Mið-Indo- kína. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.