Vísir - 20.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 20.01.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 20. janúar 1953, VlSIR Nú reynir á þolrifin Hvað veiztu um Bandai Spurningar, sem fjölskyldan hefur gaman af að glíma við. í dag eru tímamót í sögu Bandaríkjanna, því að nýr for- ■ seti — Dwight D. Eisenhower — tekur við völdum. Allir vita, að hann var hershöfðingi til skamms tíma, en það er margt í sambandi við forsetakjörið og embættið, sem mönnum er ekki eins Ijóst. Vísir birtir hér 20 spurningar varðandi þetta efni, sem menn geta haft gaman af að spreyta sig á eða nota til þess að Iáta fram fara þekkingarraun meðal kunningjanna. 1. Hversu Iangt er kjörtímabil Bandaríkjaforseta? a) 7 ár? b) 4 ár? c) 3 ár? 2. Má knýja hann frá em- bætti áður en kjörtímabilið er á enda? a) Já, ef vantraust er sam- þykkt á hann í öldunga- deildinni. b) Ef hann, án leyfis þings- ins, fer úr landi. c) Aðeins að undangengnum dómi Landsdóms. 3. Hver er afstaða yfirmanns landvarna Bandaríkjanna til forsetans? a) Hann er yfirmaður for- setans á ófriðartímum. b) Hann er undirmaður for- setans. e) Forsetinn er sjálfur æösá maður landvarnanna. 4. Hvaða skilyrði almenn verða menn að uppfylla til þess að geta orðið forseti Bandaríkj- anna? a) Að vera yfir fertugt og hafa tekið þátt í þingstörf- um í 12 ár. þ) Að vera fæddur í Banda- ríkjunum, a.m.k. 35 ára, og hafa búið í 14 ár sam- fleytt í heimaríki sínu. e) Að vera lögráða og hafa aldrei orðið gjaldþrota. 5. Vegna kosningafyrirkomu- lagsins getur það komið fyrir að sá verði kjörinn forseti, sem ekki fær flest atkvæði. Þetta kom m. a. fyrir a) Lincoln og Wilson. b) Polk og Taft. c) Buchanan og Taylor. 6. Hvar býr himi nýkjörni forseti eftir - embættistökuna? a) í Hvíta húsinu. b) í Capitol. c) í Blair House. 7. George Washington skóp þá venju, að forseti sæti aldrci nema tvö kjörtímabil. Hafa all- ir Bandaríkjaforsetar fylgt hemii? a) John Adams, eftirmaður Washingtons, braut hana. b) Hún hefur aldrei verið brotin. c) F. D. Roosevelt braut hana með samþykki þjóð- arinnar. 8. Stjórnarskrá sú, sem forset- inn er kjörinn eftir, var samin á eftirfarandi stað og tíma: a) Philadelphia 1787. b) Richmond 1861. c) Boston 1773. 9. f stjórnarskrá Bandaríkj- anna eru ákvæði um konur og kosingarrétt. Hvað stendur þar? a) Að konur skuli aldrei hafa kosningarrétt í Bandaríkj- unum. b) Að konur hafi kosningar- rétt frá 21 árs aldri. c) Að einungis konur, fædd- ar í Bandaríkjunum, hafi' kosningarrétt. 10. Hvor aðilinn er f jölmennari í Bandaríkjunum, karlar eða konur? a) Konur. b) Karlar. c) Nokkurn veginn jafn- margir. 11. Á svæðum, sem teljast til Bandaríkjanna eru kunnir stað- ir þar sem menn hafa ekki kosningarrétt. Það er í a) blökkumannahverfi New York. b) höfuðborginni Washing- ton. c) Alaska og á Hawaii. 12. Hvað hét fyrsti forseti Bandaríkjanna? a) George Washington. b) Thomas Jefferson. c) Stonewall Jackson. 13. í borgarastyrjöldinni voru tveir forsetar í landinu. Hvað hét forseti Suðurríkjanna? a) Appomattox Sumter. b) Robert E. Lee. c) Jefferson Davis. 14. Það er ekki með öllu hættulaust að vera forseji Bandaríkjanna. Þrír voru myrt- ir á embættistíma sínum. Var það einhver þessaraa? a) Lincoln. b) Garfield. c) McKinley. 15. Eisenhower var frægur hershöfðingi áður en hann varð forseti. Var líkt ástatt um þessa forseta? a) Grant. b) Washington. c) Woodrow Wilson. 16. Um leið og forsetinn er kjörinn, er og kjörinn vara- forseti. Hver er núverandi varaforseti: a) Acheson. b) Nixon. c) Tom Connally. 17. Varaforsetinn, sem kjörinn var með F. D. Roosevelt 1944, hét a) A1 Smith. b) Robert Taft. c) Harry S. Truman. 18. Skírnarnafn Stevensons, mótframbjóðanda Eisenliowers, er Adlai. Það er a) bibliusögulegt. b) mexíkanskt c) indíánskt. 19. Forsetinn, sem tekur við í dag heitir Dwight D. Eisen- hower. Hvað táknar skamm- a) Donaldson. b) Duranty. c) Davíd. 20. Hversu gamall er Eisen- hower forseti? a) 57 ára. b) 62 ára. c) 69 ára. íkjai forseta? Mitt • svar Svar 2. aðila Svar 3. aðila i 1 1 2 2 2 3 3 3 4 4 4 5 5 5 6 6 6 7 7 7 8 8 8 9 9 9 10 10 10 11 11 11 12 12 12 13 13 13 14 14 14 15 15 15 16 16 16 * ] -3 17 17 18 18 18 19 19 19 20 20 20 Tala réttra svara Tala réttra svara Tala réttra svara ORÐSENDING • Félagsmenn hinnar sameiginlegu útgáíu Þjóðvinafélagsins og Menningarsjóðs fengu alls árin 1940—1951 63 bækur fyrii 266 kr. í ár fá þeir 5 bækur, samtals 614 bls., iyrir a&eins 55 kr. Þetta sýnir, að út- gáfan hefur boðið og býður enn einstæð hlunnindi um bókakaup. Meðal félagsbók- anna eru almanök Þjóðvinafélagsins, ís- lenzk úrvalsrit, m. a. Alþingirímurnar, ís- lenzk fornrit, erlend skáldrit og hinar myndskreyttu landafræðibækur, „Lönd og lýðir". —■ Bókaútgáfan á nú við fjárhags- erfiðleika að etja, bæði vegna hinnar miklu dýrtíðar og hins lága félagsgjalds aú og undanfarin ár. — Félagsmenn, sem enn hafa eklci tekið félagsbækumar 1952 og greitt árgjaldið, eru því bér með vin- samlegast beðnir að gera það sem allra lyrst. * ATHUGIÐ! Bækur eru nú almennt dýrar. lafnframt er fjárhagur margra þrengri en áður. Á slíkum tímum er sérstök ástæða fyrir alla lesfúsa íslendinga að notfæra sér þau kostakjör, sem þessi útgáfa býð- ur. Bókaútgáfa Menníngarsjóðs og Þjóðvinafélagsíns. •q-os ‘3-6i ‘b-8t ‘3-ii ‘q-9i ‘q §o B-et ‘d So q ‘ú-£i ‘o-gx ‘E-2I . ‘q-Il ‘E-oi ‘q-6 ‘-8 ‘a-l ‘e-9 ‘u-s ‘q-f- ‘d-£ Vi 'qX :-ioas Látið mála að vetrinum Góðir fagmenn. Vönduð vinna. SÆMUNUR SIGURÐSSON málarameistari Miðiúni 24. Simi 6328. wwwwwwwwwwvw Vesturhöfnin SpariS yður tíma »g ómak — biðjið Sjóblíðina rið Grandagarð fyrir smáauglýsingar yðar 4 VW. Skynsamlegra að dreifa málningarvinnu á allt árið. Oft hagkvæmara a5 fáta mála ínsian húss ad vetriivum. Vísi hefur borizt eftirfar- andi frá Málarameistarafélagi Reykjavíkur: Veturinn hefur verið í mörg ár mesti óvinur málarastéttar- innar, vegna þeirrar ósann- gjörnu og' gömlu hjátrúar, að ekki sé hægt að mála nema þegar sól er hæst á lofti. Það sem mála má, Að undantekinni utanhúss- málun og í sumum tilfellum málun á gluggum að innan, er hægt að mála innanhúss: Stofur — eldhús — böð — ganga — skrifstofur — verksmiðjur — vörugeymslur — húsgögn — skilti o. m. fl, Þetta má alveg eins mála á vetarmánuðum og í allflestum tilfellum bæði betra og bagkvæmara. Mest sumarmánuðina. Það er staðreynd, að megnió af vinnu málara er framkvæmd frá vori til hausts, sem orsakar skort á vinnuafli á þessu tíma- bili og því oftast erfitt að full- uægja eftirspurninni. Enda þ-r «t málarinn sé allur af vilja gerður til að gera viðskiptamenn sina ánægða er það honum oft um megn á þessu anntímabili. Gt‘ verður þetta til þess, að málar- anum verður á að lof a meiru, en hann getur efnt, og vinnan látin bíða næsta vors. Hagkvæmara að vetrinum. Til þess að forðast slík óþæg- indi, er hægt að láta mála eins mikið og mögulegt er að vetrin- um, og það er álit vort, að innanhússmálun að vetrinum sé hagkvæmari, og í mörgum til- fellum til hagræðis. í því sam- bandi má benda á, að þá getur málarinn verið á vinnustað alla vinnudaga frá því verkið hefst og þar til því er að fullu lokið, án íhlaupa í önnur verk. Hann hefur betri tíma til að leggja þekkingu sína og alúð fram. Og því allir möguleikar á, að verkið verði betur unnið og framkvæmt á skemmri tíma. Til athugunar. Vegna framanritaðs vill mál- arastéttin vinsamlegast fara þess á Ieit við alla þá aðila, sem þurfa að láta mála eignir sínar, en hafa hugsað sér að bíða með það til vorsins, að þeir athugi hvort ekki væri að öllu jöfnu heppilegra að láta fram- kvæma það nú. Með því stuðlið þér að því, að vinna málara verði jafnari allt árið, og forð- ið eignum yðar frá skemmdum. Málning eykur hreinlæti og fegrar íverustaði manna! i guli og siifur lin ii.f. \Vitaatio S. Allsk. papplrspokati KVmÆþankar. í vikunni sem leið bárust þær fregnir út um heiminn á hinum góðkunnu öldum ljósvakans, að danska herskipið „Havörnen“, sem setið hefir á grynningum við England um sex vikna bil, hafi nú losnað af þeim hvim- leiða stað, og fljóti nú sem fyrr með frítt lið. Fyldgi það fregn- inni, að skipherrann og nokkrir menn hans hefðu ekki yfirgefið skipið allan þenna tíma, að hætti nútíma sjógarpa. Máj nærri geta, að fagnaðarkliður j hafi farið um mannskapinn ý hinni fög'ru borg við Eyrar- í sund við þessi tíðindi, og þykja menn hafa heimt Hafnar-; menn. úr helju, eða því sem næst. ❖ Eg í’akst á vikútgáfu Poli- tiken í sama mund og þessi tíðindi bárust hingað til lands. Þetta var frá jólavik- unni. Var þar m. a. sagt frá Haferninum, sem sæti svo ein- mana á grynningum sínum við England, einmitt þegar jóla- gæsir og aðrir foglar hverfa sem Ijúflegast niður í Ianda skipverja. Blaðið gat þó fært Iesendum sínum þau fagnaðar- tíðindi, að vist sjóliðanna :á Haferninum- væri ekki. dauf- legri en svo, að þeim hefði ver- ið send úr landi ölföng og búð- ingur til jólanna, og sýnast þeir strandmenn ekki svo aumkun- ar verðir, sem fá öl og búðing í skip sitt, þar sem það lemst á grynningum. ♦ En í sambandi við fregn- ina um Haförninn og far- sæl endalok þess máls, þótti það einna markverðast, að menn skyldi hafast við í skip- inu allan þenna tíma, enda er bersýnilegt, að skipherra Haf- arnarins hefir haft dæmi Carl- sens skipstjóra í huga, en að- staða hins síðamefnda mun þó hafa verið nokkru erfiðari, þar sem skip hans rak undan sjó og vindi, og maðurinn í bráð- um lífsháska. Lengra nær sú samlíking ekki. ♦ Þess var heldur hvergii getið, að Carlsen skip- stjóra hafi verið sent öl og búð- ingur, meðan á volkinu stóð. Sem sagt: Afrek skipherrans á „Havörnen“ er tæpast sam- bærilegt við tiltæki Carlsenst á „Flying Enterprise“, þó a<5 hinn fyrrnefndi hafi nú öðlast nokkra frægð, og fregnum af honum v-erið útvarpað um heinx allan. Frægð getur verið mei5 ýmsu mótiji eins og;aIkúnna er, og eihú simú varð maður fræg- ur fyrir að sitja í nokkrar vik- ur uppi á flaggstöng. — ThJS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.