Vísir - 24.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 24.01.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 24. janúar 1953 VISIB V nw>ununinjUHauaHHni«nuu»uuHM>HiiiHMnai THðMAS B. C8STAIN: | Ei má sköpum renna. I 85 fresta burtförinni. Þetta var að morgni og veður fagurt og sól skin varpaði gliti á turnspírur og húsaþök borgarinnar. Hann fann a,llt í einu til þess, að hann langaði ekkert til að fara strax. —- Hann hugsaði um það, sem gerzt hafði kvöldið áður. Hann hafði komið til þess að kveðja Margot, — enn í mikilli óvissu um tilfinningar sínar. Hún hafði búið sig þannig, að auðséð var, að hún vildi klæðast eins og hún vissi að honum var geðfellt, á þessari kveðjustund. Hún var klædd fjólubláum kvöldkjól, sem náði nærri til gólfs, prýddum blómum og Amadir-bróder- verki. Þau gengu út á svalirnar, en það var komirin svali í loftið, og hún smeygði sér í Wellington-jakka utan yfir. „Þeir hata hertogamr, Frakkarnir, en samt bera allir lof á hann og þeir láta jafnvel flíkur bera heiti hans.“ ,,Við vorum svo skelfilega fátæk í London,“ sagði Margot, „það var alltaf erfitt að safna saman upp í húsaleiguna og fyrir mat. Samt hefi eg alltaf litið á Lundúnaborg sem heimili mitt.“ Eftir langa þögn spurði hann: „Hefirðu nokkurntíma hugleitt hvort þú vildir setjast þar að aftur?“ Eftir enn lengri þögn svaraði Margot: „Eg' hefi hugsað mikið um framtíðina. Auðvitað á eg heima hér. Og eg get ekki komizt hjá því, að koma fram við hirðina, en eg get komið svo fyrir málum mínum, að eg þurfi ekki alltaf að vera í París, Skrifstofur skipafélagsins verða í Lon- don eoa Marseille. Er tímar líða verður London kannske aðal- miðstöðin.“ Er Frank svaraði engu bætti. hún við: „Pabbi hafði áform um að flytja baðmull til N,ew Orleans og vinna úr henni í verksmiðjum. Ef til vill væri hentugra að vinna baðmullina í Englandi. Þar kváðu vera komnar til sög- unar nýjar vélar.“ „Radcliff-vefstóllinn.“ „Já, eg er þessum málum ekki vel kunn, en það er augljóst, að þið munuð hafa betri áðstöðu í Englandi til þess að vinna efni úr baðmull en við hérna í Frakklandi. Mundi því ekki vera hyggilegra að flytja baðmullina til lands þíns og vinna úr henni þar?“ „Það mundi verða að greiða framleiðslutoll af hinni unnn vöru áður en leyft yrði að flytja hana til meginlandsins til sölu, en vel má vera að lægri framleiðslukostnaður meira en bætti það upp.“ Hann mælti þetta alvarlegur á svip, en nú leit hann allt í einu á hana brosandi og mælti: „Þú verður að afsaka mig, 'Margot, en mér finnst þetta alveg furðulegt. Hér ert þú, ung, fögur, og — París við fætur þér — og eg hefi fylgst vel með og er viss um, að það væri of lítið sagt með því að endurtaka það, sem oft er sagt um ungár, fagrar konur, „hún hefir biðil á hverjum fingri“, því að eg er viss um, að þeir eru að minnsta kosti 14, sem renna mjög hýrum augum til þín, og ltoma hingað eins oft og þú vilt leyfa þeim það — og samt virðist þú hafa meiri áhuga fyrir kaupskipum baðmull, verksmiðjum og vefstóluin — „En, Frank — eg verð að hugsa um framtíðina," sagði hún í mótmælahreim. „Eg verð að taka mikla ábyrgð á mínar herð- ar. — Firinst þér ókvenlegt að taká sér slík viðfangsefni?“ „AHs ékki,“ flýttí hann sér að segja. „Það var undrun, sem knúði fram orð mín, en mér var engin gagnrýni í hug. Þú ert yndisleg, fullkomin, liggur mér við að segja — og sá þráasti allra af fyrrnefndum 14 mundi vafalaust skrifa undir það.“ „Þú átt við Henry?“ „Eg á við hann. Hann er vafalaust þeirra efnilegastur — og gamla frænka Blanchefleur virðist stöðugt hafa hann undir verndarvæng sínmn og vissulega væri það að hennar skapi, ef —“ „Eg held, að mér geðjist betur að honum en nokkrum hinna. Hann er viðfeldinn, þegar maður fer að kynnast honum. En hvernig heldurðu, að honum mundi verða við, ef farið væri að ræða við hann um kaupskap, baðmull, verksmiðjur — og vef- stóla!“ „Hann mundi hlaupa í hendingskasti yfir í Maison d’Or og biðja um vænt staup af koníaki,“ sagði Frank og hló. „Ef til vill,“ sagði Margot og hló líka. „En hann er annars enginn græningi — hann hefir hyggindi, sem í hag koma. Amma hans lætur hann ekki hafa úr miklu að spila, en hann hefir aldrei komið sér í skuldir.“ Frank horfði á hana rannsakandi augum, en mjög hlýlega,' er hann mælti: „Hann virðist hafa allt til að bera, til þess að gegna með prýði því hlutverki að vera „maður drottningarinnar“.“ En Margot brá við þessi orð hans. „Eg ætlaði alls ekki að tala í þessum dúr í kvöld, Frank. Eg sé, að það, sem eg hefi sagt veldur því, að þú ert að fá skakka hugmynd um mig. Eg hefi ekki meiri áhuga fyrir viðskiptum en öðru. Þú mátt ekki draga skakkar ályktanir af orðum mín- um. Eg er miklu hamingjusamari þegar þú segir, að eg sé fög- ur, en þegar þú hælir mér fyrir viðskiptahyggindi.“ Kannske hefði hann átt að gera gangskör að því á þessari stundu, að segja henni hug sinn allan. Hann var næstum viss um, að hún bjóst við að hann myndi gera það. En orðin, sem ósjálfrátt höfðu komið yfir varir hans um „mann drottningar- innar“, komu aftur og aftur fram í huga hans. Vildi hann sjálf- ur verða „maður drottningarinnar“? Hún hafði talað svo ein- arðlega og ákveðið um að halda taumunum í eigin hendi. Um eigur sínar hafði hún sagt: Þær eru og skulu verða mínar. Um- hugsunar var þörf um allt þetta. Þess vegna hafði hann ekki sagt neitt, þótt París lægi við fætur þeirra umvafin mánaskini. Það glitraði á húsaþökin og Margot, hin fagra mær, var um- vafin fölri birtu, sem hefði átt að hefja hana upp yfir allt hvers- dagslegt, sem „þörf var að hugsa um.“------- — Sir Róbert sat í lesstofu Galignani og las í fréttablaði. — Frank veittLþví þegar athygli, að það var Tablet, sem hann var að lesa. „Northumberland er lagt af stað til St. Helenu með Napó- leon sem „farþega“,“ sagði hann. Svar Franks bar mikilli óþolinmæði vitni. „Já, Sir Róbert, en hvað segirðu mér um Gabrielle?“ „Já — Gabrielle —“ „Veiztu hvar hún er?“ spurði hann af miklum ákafa. „Eg-veit, að hún dvelst hjá vinum eigi langt frá París, en meira veit eg ekki. En það var ekki það, sem eg ætlaði að tala um við þig. Síðan eg sendi þér orðsendinguna hefir dálítið mjög einkennilegt gerzt — einhverjir menn brutust inn í íbúðina, þar sem þeir voru, eiginmaður hennar og bróðir, — það mátti ekki tæpara standa, að lögi-eglunni tækist að bjarga þeim. Hefði hún kornið mínútu síðar væru þeir ekki í lifenda tölu.“ , ,Konungssinnar? “ „Nei, og það er það, sem er furðulegt við þetta. Lögreglan heldur því fi'am, að þeir hafi verið Bonapartesinnar en það stað- festir það, sem eg áður hugði. Eiginmaðurinn slapp ekki eins vel og bróðii'inn. Honum var hent yfir svalir og meiddist hann í fallinu?“ „Mikið?“ „Ef til vill ekki. Hann var fluttur í sjúkrahús beinbrotinn — en mun ná sér. Bróðirmn varð ekki fyrir neinum meiðslum. Hann var að hræi'a eggjaköku, er þeir þustu inn, og varð ekki Dulrænav! frásagnir Síra Jón Ásgeirsson á Rafns—- eyri, sem fæddur var að Holti w. Önundarfh'ði 1804, „var einr. þeirra manna, sem sá frá sér ~ lengi-a en náttúrlegt var“. Eru um það margar sagnir. Birtast • hér tvær þeirra: „Þa'ð er þá ekki lítið“. Einu sinni að vetrarlagi fer." viimukona nokkur á Rafnseyrí:. út úr bæ, og sér þá, að síra Jón. er að ganga um í kirkjugarðin- um, og heyrði, að haim er að tauta eitthvað fyrir munni sér, Gengur hún þá nær og heyrir. . aÍ5 hann segir: „Það er þá ekki lítið. Þeir eru ekki færri en. fjórtán“. — Voi'ið eftir gekk: skæð landfarsótt í sókninni og . dóu úr henni fjórtán manns, sem allir voru jarðaðir í Rafn- ■ eyr arkirk j ugar ði. Þúsundir vita að gœfan fylgiP" hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti Margar gerðir fyrirliggjandi. MARGT Á SAMA STAI> LAUGAVEG 10 SlMI 3367 Renniiásar allar stærðir. — Leggingar gylltar Tjull-blúndur Skrauttölur Teygjutvinni Hörtvinni hvítur, svartur Kven-ullarbuxur Rautt Jersey-efni Stífur Cjíascjoujlú l laócjoujbaóin Freyjugötu 1, sími 2902. Sumucfkjé. - TARZAN 1328 Þegar Tarzan ilæddist. í áttipíi. að_ . glugganum, sem-var upplýsí'ur, 1.. ! elding og lýsti upp allt sv; ði \ Vprðúrinn sá.hann saÁ&t^i4|^,pg.j,| ;J i.itárzan, sem var í eðL 4rxU ýaré’áE, En #jaiopnuðust-margar áýí og út barði Tjunibú, sem berémálaði . hugðist fyrst að forða sér á flótta, um þær þustu vopnaðir varðmenn, kastalanum og varaði aðra idð hætt unni' s’-“7 .7;,ii'’'vVsri ' því hann þekkti ekki hallarbúa. i > : V.' -Ci' , ;. 'v’a sem komu fljótlega í veg fyrir flótta. ... ;• ■ ' %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.