Vísir - 24.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 24.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstoíuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apoteki, sími 1330. ’VÍSIR L J Ó S A TÍMI bifreiða 16,00 til 9.15. Flóð er næst í Reykjavík kl. 01,50 í nótt. Föstudaginn 23. janúar 1953 Smásölukaupmenn vilja fá inn- flutning í sinar hendur. Sanijivkkja á íundí að taka það til rækilegrar atliuguiiar. Smásölukaupmenn efndu til almenns fundar innan séttar sinnar í gærkvöldi og var fundarefnið vöruskiptin við A.-Þýzkaland. Eins og komið hefir fram í greinagerð frá Sambandi smá- söluverzlana, teljá smákaup- menn, að þeir hafi verið rang- indum beittir við stofnun Vöruskiptafélagsins, sem á að annast vöruskiptin. Voru fund- armenn einhuga um, að una ekki þeim málalokum, sem orðið hafa á stofnun félagsins, því að þeír eru ekki með í því, og samþykktu að athuga þann möguleika, að taka í eigin hendur innflutning á þeim vörum, sem kaupmenn annast dreifingu á. Fundurinn samþykkti eftir- farandi tillögu í einu hljóði: „Almennur fundur smásölu- kaupmanna, haldinn í Tjamar- kaffi þ. 23. janúar 1953, vítir harðlega framkomu Fél. ísí. stórkaupmanna í sambandi við stofnun fslenzka vöruskipta- félagsins s.f.. þar sem smásöl- um var tilefnislaust bolað frá stofnþátttöku í vöruskiptafé- laginu. Það er skilyrðislaus krafa smásala, að staðið verði við samkomulag það, um fulla stofnaðild smásala að félaginu, sem gert var á fundi fulltrúa kaupsýslumanna og iðnrekenda þann 4. des. 1952.“ „Almennur fundur smásölu- kaupmanna, haldinn í Tjarnar- kaffi þ. 23. janúar 1953 álítur, að brýna nauðsyn beri til þess að athugaðir verði ýtarlega allir möguleikar á, að smásalar hafi ennþá meiri og almennari afskipti af vöi*uinnflutningi til landsins en verið hefur. Hin furðulega framkoma stórkaup- manna í sambandi við stofnun fslenzka vöruskiptafélagsins s.f., sýnir ljóst, hversu sú nauð- syn er mikil. Fundurinn skorar á stjórnir sérgreinafélaganna og Sam- bands smásöluverzlana að taka til rækilegrar athugunar, hvort ekki sé æskilegt, að hinar ýmsu sérgreinir - smásala stofni til sameiginlegra innkaupa og innflutnings. Um leið og það bætir hag smásala og skapar þeim bein áhrif á vöruval, hlýtur það að stuðla að lækk- uðu vöruverði og heppilegri vöru til hagsbóta fyrir almenn- ing. Fundurinn felur stjórn Sam- bands smásöluverzlana, að rannsaka sérstaklega mögu- leika á samstarfi útflytjenda og smásöluverzlana um vöru- kaup og innflutning frá Aust- ur-Þýzkalandi“. Fimm orustuflugvélar af MIG-gerð voru skotnar niður yfir Kóreu í gær, en 3 a. m. k. laskaðar. Vegna fannfergis og frosta er lítið barizt á landi. Afengissjúklingar í New York yfir 200.000. Karlmenn sex slnnum fleiri en konur. Áfengisbölið er vandamál víðar en hér í Rcykjavík, og er t. d. áætlað, að í New York- borg einní sé a. m. k. 200,000 áfengissjúklingar — eða 40. hver borgarbui. Kostnaðurinn er ekki svo lítill, sem af drykkju þessarra vesalinga Ieiðir, og er áætlað að hið opinbera og’ einstakling- ar verji árlega um 2000 mill- jónum dollara til þess að reyna að hjálpa mönnum þessum. Innifaldar eru 50 milljónir, sem eru launatap áfengissjúkling- anna og um það bil 13 milljónir dollara, sem veitt er fjölskyld- um þeirra, til þess að draga úr sárustu neyðinni. í New York eins og víðar eru skilyrði nær engin til þess að koma sjúklingum af þessu tagi fil hjálpar TTítján sjúkrahus borgarinnar tóku við samtals rúmlega 14,""? sjúklingum á árinu sem leið, en urðu að út- hýsa mörgum, sem voru mjög hjálpar þurfi. En menn eru staðráðnir í því þar vestra, að ekki megi sitja lengur auðum höndum í þess- um efnum, því að svo mikill voði sé hér á ferðum. Eru starf- andi í borginni tvær nefndir, mjög fjölmennar, sem ætla að reyna að hrínda raunhæfum að- gerðum • í framkvæmd, annað hvort á eigin spýtur eða með aðstoð hins opinbera. í gögnum, sem nefndirnar hafa viðað að sér, sést, að karl- menn eru sex sinnum fjöl- mennari í hópi áfengissjúklinga en konur og eru flestir — 85% — á aldrinum 35—55 ára, er. lífsskeið sjúklinganna er talið 12 árum styttra en þeiira, sem neyta ekki víns eða aðeins sára - litið. (Skv. N. Y. Times). Miklar vegabætur á Vesturlandi. Akvegakerfið á Vestfjörðum lengist stór- lega með hverju árinu sem líður. Þannig er ltvenskótízkan í Evrópu í vetur. Uppliáir kven- skór og fóðraðir, ry'ðja sér mjög til rúms. Væri ekki ósennilegt, að þeir ættu vel við hér á landi, a.m.k. á köldum vetruní. Á árinu sem leið var unnið i fyrir nær 41 millj. kr. á sviði 'm- vegamála og brúargerða hér á landi, að því er segir í ársyfir- liti Geirs G. Zoega vegamála- stjóra. Mest var um vegafram- kvæmdir á Austur- og Vestur- landi, enda eðlilegt þar sem þessir tveh' landshlutar hafa orðið hvað afskiptastir um vegabætur.á .undanförnum ár- um og vegakerfið þar víða slitrótt. Kosíð í Þrótti í og á morgun. dag í dag klukkan 2 hófst stjórn- arkosning í Þrótti, félagi vöru- bifreiðastjóra, og eru tveir list- ar í framboði. Sjálfstæðismenn standa að öðrum A-lista, og eru á honum þeir menn, sem stjórnað hafa félaginu undanfarin ár, og haldið vel á málunum, en hindrað skemmdarstarfsemi kommúnista. í formannssæti er Friðleifur Friðriksson eins og undanfarið. Hinn listinn er bor- inn fram af kommúnistum og fleiri, sem hlaupið hafa til liðs við þá að þessu sinni, illu heilli. Sjálfstæðismenn hafa kosn- ingaskrifstofu á Rauðarárstig 1, sími 1647, og ættu fylgis- menn A-listans að hafa sam- band við hana og vinna ötul- lega að því, að sigur íýðræðis- sinna verði eftirminnileg á- minning fyrir andstæðingana. Kosningin stendur til kl. 10 í kvöld og' á morguri frá kl. 1—9. ## ## i nagrennmu. Nú líður senn að síðustu sýn- ingum á „Rekkjunni“, því að Gunnar Eyjólfsson fer bráðlega af landi brott. Hafa farið fram 18 sýningar á þessu bráðskemmtilega leik- riti í Þjóðleikhúsinu og í kvöld verður það sýnt að Hlégaroi í Mosfellssveit. Á morgun muriu verða á því tvær sýningar i j Keflavík. ' bæði ' um eftirmið- j daginn og kvöldið. Síðar er í j ráði að svna það í Véstmanna- i Uxaliryggja- vegur. — Á Vesturlandi má fyrst og frernst geta Uxahryggja- og Lundarreykjadalsvegar, sem mjög var endurbættur fyrst og fremst með hliðsjón af fjár- flutningunum sl. haust. Ér liún nú orðin fljótfarnasta leiðin til Borgarfjarðar og 15 km. styttri en Hvalfjarðarleiðin. Snæfellsnes. Á Snæfellsnesi hefir verið unnið að nýjum vegi yfir Fróð- árheiði, snjóléttari miklu en gamli vegurinn. Er búizt við að vegurinn verði fullgerður á næstu tveim árum. Ýmsar fleiir vegagerðir eru í gangi á Snæfellsnesinu, m. a. fyrir Snæfellsjökul og er búizt við að hann verði fær eftir fá ár. Sömuleiðis er unnið að vegagerð inn fyrir Álftafjörð; Ekki hægt að fljúga vestur í Dali. Björn Pálsson flang í sjúkra- flugvélinni í gær norður í Mý- vatnssveit og sótti þangað sjúkling. Gekk flugið norður að ósk- um og var lent á vatninu hjá Skútustöðum, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Til Reykjavík- ur var komið kl. hálffimm, en þá var dimmt orðið og úrhellis rigning. — Beðið hefur verið um sjúkraflugvélina til Búð- ardals, til þess að sækja sjúk- ling, en árdegis var ekki flug- fært á kafla af leiðinni og því hæpið, að hægt verðið að sækja sjúklinginn í dag. eyjum,- á Akranesi og Selfossi. j 2. umferð skák- þsngsins. lokíð. Onnur umferð Skákþingsins var tefld í gærkveldi. Leikar fóru þannig að Ólafur Einarsson vann Þórð Þórðar- son, Haukur Sveinsson vann Steingrím Guðmundsson óg : Ingimundur Guðmundsson er kominn þar sumarfær vegur, en þarfnast mikilla umbóta. Dalir. Á Vesturlandsvegi er lítils- háttar unnið að vegagerð í Svínadal, en þarf mikilla um- bóta til þess að góður geti tal- izt. Sama er að segja um veg- inn í hlíðunum sunnan Gils- fjarðar, en þar er lakasti kafl- inn á leiðinni til ísafjarðar- djúps. < . Barðastrandar- vegur. — Mikið er um vegabætur í Barðastrandarsýslu og má nú búast við að eftir 3—4 ár verði orðið akfært vestur um alla Barðastrandarsýslu til Pat- reksfjarðar. Þó er talið að jeppafært verði nokkru fyrr. Dýrafjörður. Unnið er að vegarlagningu inn fyrir Dýrafjörð og er búizt við, að henni verði lokið næsta ár. Þar með kemst Þingeyri í beint vegarsamband við ísafjarðar- kaupstað án þess að nota bíl- ferju yfir Dýrafjörð svo sem verið hefir til þessa. Djúpsvegur. Við ísafjarðardjúp er m. a. unnið að vegargerð sem með tímanum er ætlað að ná með- fram Djúpinu sumianverðu, fyrst um sinn til Ögurs. Var í sumar haldið áfram vegargerð fyrir botni ísafjarðar, sem fyr- irhugað er að nái síðan yfir hálsinn í Mjóafjarðarbotn og þaðan út með firði norður að Ögri. Norður Langadalsströndina er bílfært orðið að Ármúla, en í sumar var byggð brú mikil yfir Selá, sem er stærsta vatns- fall á Vestfjörðum. Er gert ráð fyrir áframhaldandi vegi norð- ur yfir Kaldalón á næstunni. Strandir. Á Ströndum var nokkuð unnið, ekki hvað sízt í námunda við Hólmavík. Gerð var brú yfir Staðará í Steingrímsfirði og haldið áfram vegargerð á- leiðis yfir Bjarnarfjarðarháls og má vænta þess, að honuni verði lokið á næstu árum. lóna Í9B* S Jónas Gislason cand. theo;. var ■kjörhin lögmætri kósningu prestur í' Víkurprestakalli. ' A.-kjörskrá: vóiú 427, en 291 greiddi latkvæði,- Jónas hlaut 237. átkvæði, .en 54 seðiai' v.oru auðir. -í - ■ ■ 1 ; vann Gunnar Ólafsson. Jaí'n- tefli gerðu þéir Lárus Johnsen j og Ingi R. Jóhannsson (eftir 14 ! leiki) og Jón Einarsson 'og Jón Pálsson (eftir 12 leiki). Þykja skákir þessor hafa orðið kyn- lega: stuttar. Sama' gegnir og úm úTnferð'þá, séin, eirinig' var tefld í gærkveldi í 1. flokki, en henni :var áð fuliu iokið á þrem stUridaTfjöhðimígúúV. Ný hraðferð SVR. Á morgun hefjast ferðir á nýrri strætisvagnalcið liér í bænum, en það eru hraðfcrðir um Aissturbæ og þaðan vestur í bæ. Áður hefur verið til hrað- ferð á þessari leið í hina áttina, Vesturbær—Aústurbær, og var hún bseði fjölfarin og vinsæl. Þótti hins vegai’ á skorta að ekki var til gagnstæð hraðferð, sem færi fyrst um Austurbæ, en síðan þaðan b . ít vestur í bæ, án viókómu á Lækjartorgi. Ekið vérður áll'a daga 10 mín. fyrir heilan og hálfán tíma frá klukkán 7.10 á i’úmhelg- döguiri. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.