Vísir - 26.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 26.01.1953, Blaðsíða 4
TISXB " Mánudaginn 26. janúar 1953. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línurj. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. í „Áttu ekki á öðru völ" Tónninn í Tímanum í garð samstarfsflokks síns er sjaldan mjög vinsamlegur. Ekki skai það lastað, þótt hvor flokk- urinn haldi á sínu og drepi ekki niður hóflegri gagnrýni á fornum andstæðing, meðan samvinnan helzt. Hitt er hlálegra að barma sér yfir því að vera í samstarfinu og þykjast aldrei hafa búist við öðru í því en illu einu. í leiðara Tímans á fimmtudag er- rætt um verzlunarmálin, og heldur aumingjalega. Þar segir svo meðal annars: „Framsóknarmenn gerðu sér aldrei von um að hægt yrði að koma miklum endurbótum á verzlunarmálin í samstarfi við Sjálfstæðismenn. Á öðru samstarfi áttu þeir hins vegar ekki völ eftir að annar hinna svonefndu verkalýðsflokka gerði sig ósamstarfshæfan vegna Moskvu-þjónustu sinnar, en hinn fór í fýlu vegna ósig'- ursins í seinustu kosningum. Framsóknarmenn töldu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þó betra en að láta landið vera stjórnlaust“! Af þessu mætíi s ilja, að allar þær breytiiigar, sem gei’ðar hafa verið á verzlunarmálunum í tíð núverandi stjórnar, væri illa séðar af Framsóknarflokknum og gegn hans vilja. Þessar hreytingar eru meðal annars afnám skömmtunarinnar, frjáls innflutningur ýmissa vara, sérstaklegra landbúnaðai'vara, og aukið frjálsræði í verðlagi. Tíminn segir að Framsóknarmenn hafi aldrei gert sér von um að hægt yrði að koma á miklum endurbótum í samstarfi við Sjálfstæðismenn. Telja þeir þá að þetta séu engar umbætur eða hafa þeir óskað eftir frekari hreytingúm sem Sjálfstæðismenn hafa staðið í móti? Sannleikurinn er sá, að Framsóknarmenn hafa verið fylgj- andi öllum þeim breytingum sem gerðar hafa verið á verzi- unarmálunum og ekki er kunnugt um að þeir hafi borið fram inokkrar aðrar tillögur til bóta, sem Sjálfstæðismenn hafi verið ■á móti og hindrað að gengi fram. Yfirleitt er ekki annað vitan- legt en að gott samkomulag hafi verið milli flokkanna um þær ráðstafanir í verzlunarmálunum, sem gerðar hafa verið. Hvers vegna er þá blað Framsóknarflokksins að lýsá þvi sérstaklega yfir, að flokkurinn hafi aldrei gert sér von um endurbætur á þessum málum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn? Er það að gera sjálft sig að viðundri eða er það að draga dár að íoringjum sínum? Það mun sjálft bezt svara því. Breytingar á verzlunarháttunum hafa verið miklar og til bóta, þótt sumir hafi ekki áttað sig á því enn. Frjálsa verð- lagið hefur orsakað það, að hver verzlunin af annarri auglýsir útsölur þar sem vörur eru seldar fyrir allt að hálfvirði. Þetta fyrirbrigði þekktist ekki í tíu ár, meðan verðlagseftirlitsskrií- finnskan var í algleymingi og svarti markaðurinn blómgaðist. Erlendu ættarnöfnin. TTndanfarin ár hefur fjöldi erlendra ættarnafna tekið sér ból- festu hér á landi. Eru mörg þeirra hin herfilegustu og flest þeirra samrímast á engan hátt íslenzkum málvenjum. í fyrra setti Alþingi það skilyrði fyrir veitingu ríkisborgara- réttar að íslenzk nöfn væri tekin upp í stað þeirra erlendu. Þetta mæltist hvarvetna vel fyrir. Nú er enn rætt um þetta mál á þingi. Lagði menntamála- ráðherra til að fylgt væri þeirri reglu, sem þingið tók upp í fyrra. Einn þingmaður, Gylfi Gíslason, lagði til að útlend- ingarnir fengi að halda ættarnöfnum sínum en tæki sér ís- ienzk fornöfn. Flestum kemur saman um að þetta væri sama og bjóða erlendu ættarnöfnunum heim og eyðileggja þannig hefð og menningu landsmanna í þessum efnum. Nöfnin mundu með þessu móti halda áfram frá einum ættlið til annars. Samkvæmt íslenzkum lögum mega íslenzkir ríkisborgarar •ekki taka sér ættarnöfn. Það væri því einkennilegt mjög ef erlendir menn sem fá ríkisborgararétt, ættu að vera rétthærri í þessum efnum en íslendingar sjálfir. Það væri undirlægju- háttur, sem fáir muiídu geta sætt sig við. Auk þess væri það skemmdarverk gegn málvenju og þjóðerni. Á undanförnum árum hefur löggjafinn ekki athugað það, að lög um manna- nöfn gilda um erlenda menn sem til landsins flytjast. Þar er . beinlínis tekið fram að menn megi ekki bera önnur nöfn en þau sem rétt eru að lögum íslenzkrjai’ fúngu. Þetta'hefur'Verið , þverbrotið. Það væri því hlálegt, að á sama tima og íslend- ingar berjast fyrir, því að halda þjóðerni sínu og hefðbundnum venjum, ætti þerr ' að iílnleiða vénju, sein sundraði- 'öinUrit „snarastæ þættinúm í þjóóerni; þeirrp,: því logmáii sem íslenzic manpg.nöíu.hafa.fylgt •ITá^Iandnámstíð. . . .1. 2500 ára hjúskaparlögum Ind- verja verður kollvarpað. Nú eiga hjén að fá að skiljja, ef þau æskja þess. N. Delhi (AP). — Lagt hefur verið fram á þinginu frumvarp, sem — ef að lögum verður — mun gerbreyta hjúskaparmál- um Indverja. Er hér hvorki meira né minna en um það að ræða, að koll- varpað verður 2500 ára gömlum hjónavígslusiðum Hindúa. en auk þess er í frv. heimild til 8 rannsóknarlefðangrar hér í fyrra. í fyrra voru hér 8 leiöangr- ar erlendra manna, er ferðuð- ust um óbyggðir landsins í rannsóknarskyni, samtals 89 manns. Fréttamenn áttu í gær tal við dr. Björn Jóhannesso.i, framkvæmdastjóra Rannsókn- arráðs ríkisins, og skýrði hann þeim m. a. frá þessu. Allt voru þetta Bretar, nema einn, Svisslendingurinn Oliver Sachs frá Genf, sem vann að bergfræðilegum athugunum á Austfjörðum. — Stærsti hópur- inn var frá Rannsóknarfélagi bi-ezkra skóla, 65 talsins, flest unglingar á aldrinum 16—18 ára, er höfðu bækistöð við Loð- mund. Fengust þeir einkum við landmælingar og veðurat- huganir. íslenzkir fræðimenn aðstoð- uðu suma leiðangursmenn, með al þéirra voi-u þeir Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur, Jón Eyþórsson veðurfræðingur, dr. Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason jarðfræðingur og dr. Finnur Guðmundsson. hjónaskilnaðar, réttur dætra til að taka arf eftir föður sinn og jafnrétti kvenna á sviði eignar- réttarins. Raunar eru fimmtán ár, síð- an fyrsta lagafrumvarp af þessu tagi kom fyrir löggjafar- samkundu Indverja, en rétt- trúaðir Hindúar hafa ævinlega barizt gegn öllum breytingum með oddi og egg. Hefur samning frumvarpsins tekið langan tíma, þar sem almenningsálitið vai- mjög kannað með tilliti til stuðnings alþýðu raanna. Ræddi síðasta þing f-t’umvarpið í full tvö ár við ög við, en það náði þá ekki fram að ganga, þar sem margir fylgismenn Nehrus neituðu að styðja það. Síðan hafa verið gerðar á því ýmsar breytingar, til þess að ganga til móts við hina róttækustu menn í ýmsum efnum og loks var frumvarpið gert að einu af kosningamálum Þjóðþings- flokksins við síðustu kosningar. Til þess að flýta málinu hef- ur frumvai-pið raunverulega verið klofið í marga hluta, og hver lagður fyrir þingið sér- staklega. Fyrst var borið fram írumvarpið um hjúskap og hjúskaparslit. Hingað til hefur borgaralegt hjónaband verið bannað á Indlandi og hjúskap- arslit einnig. Á hvoru tveggja er gerð breyting með frum- varpinu. Flokkur Nehrus hefur örugg- an meiri hluta í báðum deildum þingsins, svo að enginn efi er á þvi, að frumvörpin ná fram að ganga, hvert af öðm. Gc5 kjörsókn við prests- kosningu. í gær fóru fram prestskosn- ingar í Eyrarbakkasókn og varð þátttaka mjög mikil. Á kjörskrá á Eyrarbakka voru 320 og kusu 273, og' á Stokkseyri greiddu 281 atkv. af 350, en óvíst er um fjölda at- kvæða í Gaulverjabæjarsöfn- uði Eins og kunnugt er sóttu tveir um brauðið, þeir síra Jó- hann Hlíðar og Magnús Guð- jónsson cand. theol. Þriggja daga kærufrestur er, eins og venja er um slíkar kosningar, en atkvæði verða væntanlega talin í skrifstofu biskups á fimmtudag. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI V.A.C. Sjóstígvél eru heimskunn fyrír gæði. Eru nú fyrir- liggjandi, fullhá, of- anáhmd og hnéhá. Lárus G. Lúðvígsson Skóverzlun. * BEBGMAL ♦ Bergmál birti fyrir skömmu bréf frá einum lesanda um á- fengismálin og óskaði þá eftir fleirum. f þessu Bergmáli var að nokkru rætt viðhorfið í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Nú hefir Bergmáli borizt ann- að bréf, þar sem sagt er frá ástandinu í Finnlandi þegar bann var í gildi þar, en svo segir í bréfinu: Bann í Finnlandi, í sambandi við skrifin um áfengismálin í Skandjnavíu væri fróðlegt að athuga hvern- ig ástandið var í- Finnlandi meðan Finnar bjuggu við al- gert bann. Árið 1924 lýsir ferðamaðui’ einn ástandinu þannig: „Drykkjuskapur er mikill í Finnlandi, síðan bannlögin gengu í gildi og einkennist einkum af því, að fólkið drekk- ur lakari tegundir en áður og munu margir naumast vita full .skil á því hvað þeir eru að. drekku. Furðulegar blÖBdwr v drukknar. i i í v , ;/;í ’ < •; : ' . í . Mjög 'algengt er .-hið .svs,*,- ' ' " 1 wT3 i’lhrtn nefnda „Eistlandsspritt11, sem hefir 96 prósent styrkleika og ei-u búnar til úr því hinar furðulegustu blöndur og ekki allar sem heilsusamlegastar. „Eistlandsspritt“ er miltið not- aö í kraftpilsner, sem kallaðui er, en sá pilsner er blandaður með „Eistiandssprittinu“ einu. Finnski skerjagarðurinn ger- ir smyglurum létt fyrir enda er nú svo komið að hver og einn getur hringt til vínsala og pantað áfengi. ■ 0 Embættismenn broHeg’ir. í veitingahúsum er líka hægt að fá staup af víni, en vitanlega má ekki skrifa áfengi á reikninginn í bannlandi og hefjast því allir reikningar þeirra, sem neyta áfengis, á orðinu „Flutt“. Jafnvel æðstu embættis- menn virða eklti bannlögin. í veizlu í Borgá, einum mesta menningarbæ Finnlands, hafði borgarstjórinn yfir einhverja undarlega þulu og að h.emii lokínni var „snapsinn“ fram- reiddur.“ Þannig *. lýkur fréfi . b'ipn- Íandsfagaosj ^esh; éh pr&róp.óg; strángþéiðárlégui'.’ triaður. Ts Ástandið yrði verra hér. Ekki þarf að efa, að við myndum verða undir sömu sök- ina seldir og Finnar, ef við ætluðum að framfylgja banni. Eins skrykkjótt og það gekk áður myndi það ganga enn ver nú þar eð leiðimar til þess að afla áfengis eru mun fleiri en áður. Meðal annars myndu margir leita á náðir vamarliðs- ins ef til banns kæmi og yrði slík , áfengisbón íslendingum sízt til sæmdar, enda myndu hljótast af slíku mikil og óeðli- leg sambönd við vamarliðið, sem hvorugum aðilanum yrði til neins góðs. Vilja ekki fleiri taka til máls um þetta? — Kr. Gáta dagsins. Nr. 349. Sá eg fullt hús með hvítar kýr, og rauðaiv kálf leika sér á flórnum. ^vai* Aúð gátu .nr.í346:; ■gg;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.