Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 4
VISIB Miðvikudágiim. 28: janúár' 1953. WSXXl D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Páisson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ognaröldin í Kína. Kína er það ríki veraldar, sem síðast hefur orðið kommúnism- anum að bráð. Síðan er það lokað land að mestu eins og önnur, sem komizt hafa undir jórnhæl og ógnarstjórn kommún- ista. Engin leið er þó að girða fyrir það með öllu, að menn komist úr landi þar frekar en annars staðar, og fyrir bragðiðj 'er hægt að gera sér allglögga grein fyrir því, sem þar er að gerast. Það ætti að vera hugsandi mönnum nokkur vísbending um hlutskipti þeirra þjóða, sem eru svo ógæfusamar að verða íórnardýr kommúnismans. Skömmu fyrir áramótin var nokkrum kommúnistum og nytsömum sakleysingjum boðið að skreppa til Kína, til þess •að kynnast þar „ástandi og horfum“. Voru ferðalangarnir eðli- lega nokkrar vikur í leiðangri þessum, og þeystu fram og aftur um Kinaveldi. Var ljóst af þeim kílómetrafjölda, sem þeir sögðust hafa farið innan „bambustjaldsins“, að ekkert tóm hefur verið til að 1-"’->nast landi og lýð jafnvel þótt þeir hefðu kunnað kínversku. ' ki stóð þetta þó hinum fróðleiksþyrstu fyrir þrifum, því að við heimkomuna vissu þeir allt, sem þá 'hafði fýst að fræðast um varðandi ríki Mao Tse-tungs og var það ekkert smáræði, sem þeir gátu miðlað almúganum hér. Er skemmst frá því að segja, að allt var í besta lagi austur þar. Þó gætti nokkurs misræmis í frásögnum ferðalanganna um réttarfar Kínaveldis og tilhögun hinna alræmdu réttarhalda,1 ,sem þar fara fram í mynd æsingafunda á strætum og gatna-! mótum. En það var bersýnilegt, að gestunum fannst ekkert að því, þótt stjórnin gerði nokkra andstæðinga sína höfðinu styttrij — síður en svo, það var ekki nema sjálfsagt, til þess að stjórn- •arvöldin gætu starfað hindrunarlaust. Kommúnistum er þó meinilla við það, þegar á það er gizkað, nð trúbræður þeirra í Kína hafi líflátið ekki færri en fimm milljónir landa sinna. Sú tala byggist á upplýsingum, sem kommúnistar gefa sjálfir um hreinsanir sínar meðal allskonar „braskaralýðs", svo og á öðrum fregnum, sem borizt hafa með flóttamönnum og ferðamönnum, er lánazt hefur að komast úr landi. í rauninni finnst kommúnistum' þetta sjálfsagðar að- farir, en eðlilega reyna þeir að kveða allar slíkar fregnir niður, því að það er ekki gott til afspurnar fyrir þá, sem hafa gert friðardúfuna að merki sínu. Hér hcima vilja þeir láta þær skýringar nægja, sem Kína- fararnir gáfu eftir heimkomuna laust fyrir jólin. Þeir ferða- langar eiga að vera hæstiréttur, og aðrir mega ekki taka til máls. Þess vegna hefur það komið illa við rauðliða, að séra Jóhann Hannesson skuli nú kominn heim frá Kína. Vegna langdvalar þar er hann vitanlega miklu fróðari en þeir, er hafa aðeins komið þar fáeinar vikur, og verið dregnir á asna- eyrum til þeirra fáu staða, sem stjórnarvöldin telja óhætt að sýna. Séra Jóhann gizkar á, að kínversk stjórnarvöld og óaldar- lýður sá, sem víða hefur tekið sér lögregluvald í nafni þeirra, hafi myrt 5 milljónir manna. Það lætur því nærri, að hundr- aðasti hver Kínverji hafi látið lífið vegna blessunar komm- únismans. Þessi tala samsvarar því, að 1500 íslendingar féllu fyrir böðulsöxi. Þegar á það er litið, er ekki nema eðlilegt, að rauðliðar hér reyni að gera sem minnst úr upplýsingum sr, Jóhanns og lýsa þær rangar. En vegna viðbragða kommún- ista er full ástæða til að líta svo á,'að ofangreind tala — 5 miiljónir — sé rétt, eða jafnvel of lágt reiknuð. Annar þáttur er framundan. TJn menn skulu ekki ætla, að aftökum sé lokið í Kína, þótt stjórn kommúnista hafi fest sig í sessi með morðum a. m. k. fimm milljóna manna. Það er aðeins fyrsti þátturinn. Eftir- leikurinn verður óvandaðri, en hann hefst áður en varir — með valdabaráttu æðstu manna kommúnista. Það er eins víst ög að nótt fylgi degi, að böðlarnir eiga eftir að úthella blóði fiver annars —- jaínvel á næsta ári ef ekki þessu. í ríki, þar senx einvaldur hefur hrifsað völdin með ofbeldi, sitja allir á svikráðum við hann — elcki síður nánustu aðstoðarmenn hans e'n aðrirý Þfess' vegna éru .fn-einsahir ævínlega nauðsyn í ein- ræðisríkjum.— í Kina. sem annars staðar. Spurningin er að- eins — iætur Mao Tséts-tung talca Ghto En-Lai af lífi eða öittgt? Cig hver tekur-svo þann af lífí, sem. eftir lifir af, þeimjc Á morgun minnist SVFÍ aldar- fjórðungs björgunarstarfs. Hefír bjai*gað 5251 manna eir líís- háska. o*» hefír mi íim 28 |>eis. félaga Einn þarfiegasti félagsskap- ur þessa lands, Slysavarnafé- lag íslands, á aldarfjórðungs afmæli á morgun. Hér verður aðeins rakinn stuttlega aðdragandi að stofn- un félagsins, en það voru Fiski- félag íslands og Skipstjórafé- lagið Aldan, sem boðuðu til op- inbers fundar um skipsströnd og drukknanir við strendur landsins og vamir gegn þeim. Kjörin var á þessum fundi, hinn 8. des. 1927, fimm manna nefnd til þess að undirbúa stofnun björgunarfélags. Þessir menn voru kjönxir Geir Sig- urðsson skipstjóri, Guðm. Björnsson landlæknir, Jón E. Bergsveinsson erindreki, Sig- urjón Á. Ólafsson, form. Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjóri, þáv. formaður Öldunnar. Stofnfundui-mn var svo hald- inn í Bárubúð hinn 29. desem- ber 1928, og var kjörin fyrsta stjórn félagsisn: Guðmundur Björnsson landlæknir, forseti; Magnús Sigurðsson bankastj,, gjaldkeri; Geir Sigurðsson. skipstjóri, ritari. Meðstjórnend- ur: Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri og Sigurjón Á. Ól- afsson, alþm. Hefir Sigurjón át't sæti í stjórninni frá önd- verðu, og verið varaforseti þess undanfarin 12 ár. Fyrsta deildin, sem stofnuð var úti á landi, var Sigurvon í Sandgerði, en nú eru þær sam- tals 195, en félagar S.V.F.Í. 28 þús. að tölu. — Konur hafa tek'ið mikinn og drjúgan þátt í starfi félagsins, eins og al- kunna er, og eru nú starfandi 23 kvennadeildir. Guðmundur Björnson land- læknir, form. undirbúnings- nefndar SVFÍ og fyrsti forseti félagsins. S.V.F.Í. á nú og annast sam- tals 92 björgunarstöðvar víðs vegar á landinu, þar af 51 1. fl. stöð, með línubyssu, líflínu, tildráttartaug. björgunarstól og fleh-i tækjum. Á hðnum aldarfjórðungi hefir S.V.F.Í. forðað úr lífs- háska 5251 manni, en auk þess aðstoðað á ýmsa lund miklu fleiri nauðstadda menn, en ör- yggi hefir aukizt við 'vaxandi starf félagsins. Núverandi stjói-n S.V.F.Í. er þannig skipuð: Forseti Guð- bjai-tm- Ólafsson hafnsögumað- ur, varaforseti; Sigurjón . Á. Ólafsson fyrrv. alþm., gjald- keri; Árni Árnason kaupm., ritari; Friðrik V. Ólafsson skólastj., og meðstjórnendur þau frú Guðrún Jónasson, frú Rannveig Vigfúsdótth- og Ól- afur Þórðarson skipstjóri. Enn- fremur eiga sæti í stjórn., f é- .lagsins fyxií hönd • landsf jórð- únganna. Fýrir Sunrilendinga- fjórðung: Gísli Brynjólfssön prestur. Vestfirðingafjórðung: Þórður Jónsson bóndi. Norð- lendingafjórðung: Júlíus Hav- steen sýslumaður og Austfirð- ingafjórðung: Árni Stefánsson útgerðarm. Jón Oddgeir Jónsson hefir með höndum slysavarnir á landi, en Henry Hálfdánsson er skrifstofustjóri félagsins. Jón Bergsveinsson lét af erindreka- störfum árið 1949 fyrir aldurs sakh’, en Guðmundur G. Pét- urssson er erindreki þess nú. Á morgun verður afmælis félagsins minnzt með sérstakri dagskrá í útvarpinu, en meðal 1 ræðumanna verða forseti ís- lands, biskup, sjávarútvegs- ; málaráðherra og forseti félags- ins. Dregið úr raf- magnsskömmtun ? Ástandið í rafmagnsmálun- um má heita viðunandi nú, að því er Vísi var tjáð í rafmagns- stöðinni við Elliðaár í morgun. Vatnsborð í Elliðavatni er eins hátt og það getur orðið, og hefur orðið að hleypa vatni framhjá stíflunum. Má jafnvel gera ráð fyrir að frekar megi draga úr rafmagnsskömmtun í . bænum áður en langt um líður, ' ef ekki verða mikil frost á t næstunni. Vatnsrennslið í Soginu nem- ur nú um 100 ten.metrum á sekúndu, og þykir það mjög sæmilegt. Lægst komst það nið- ur í 83—84 ten.'m/sek., eihs og Vísir hefur áður sagt frá. London (AP). — Brezku ráð- herrarnir Eden og Butler fara sennilega til Washington livað líður og ræða viðskiptamál við Bandaríkjastjórn. * BERGMÁL ♦ Það hefir verið haft orð á því við Bergmál aö-það sé mjög vinsælt að leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu fari í heimsókn í nágrennið og sýni leikrit, er sérstökum vinsældum hafa átt að fagna meðal leikhúsgesta í Reykjavík. Það hefir alltaf, að mér er tjáð, verið gert ráð fyrir að Þjóðleikhúsið sendi leikflokka og sýni utan Rgykja- víkurj og verður sjálfsagti'ram- vegis,, þar sem hús eru fyrir hendi. Eriðleikum bundið. Það er þó sannarlgga fnikl- um vandkvseðum bundið að sýna viðamikil leikrit við hin ófullkomnari skilyrði, sem eru alls staðar utan Þjóðleildiúss- nis. Sérstaklega er ekki hægt að gera ráð íyrir jafn íburðar- miklum leiktjöldum, en þessar leiksýningar hafa samt mikið gildi fyrir fjöldann allan, sem ekki á þess kost að komast til bæjarins, og geta líka oi'ðið góðar til leiðbeiningar fyrir leikfélflg smástoðaniui. Þe^a' er sem sagt mjög vinsælí og ástæða iil að láta . það. ko.m: 'fram. pi:'.; ö:: Sleðaferðir banxa. Það er ekki nema eðlilegt, að allur fjöldinn af börnum sé á ferð með sleða um þessar ■. mundir, einkum þegar snjór hefir verið af skornum skammti það sem af er yetrinum. Enda er það svo að böm á öllum aldri eru nxeð sleðana sína á götun- unv renna sér alls staðar sem einhver halli er undan fæti. í sambandi við þessar sleðaferðir er alltaf þó nokkur hætta, eink- um þegar börnin koma á fleygiferð íxiður hliðargötu og inn á fjölfarna akvegi. Eg get ekki sagt, að eg sé neitt sér- staklega taugaveiklaður, en oft hefir mér orðið ónotalega inn- anbrjósts, er eg hefi orðið sjón- arvottur að því að bílar hafa orðið að snarhemla vegna þarna á sleðum. Þari' meiri v:-o; x>í \ aðgæzlu. wi Ekki hefir heyrzt um ' nein alvarleg slys, og vonandi verða þau engin. En mér finnst að gjarnan. nxætti; hafa meiri og betri gát á bömurrg og á eg þar ekki.-endilega við tögregiuna, fíekar;- viðu foreldra, að þeir brýni fyrir börnunum að fara varlega og renna sér ekki stjórnlaust niður stíga, sem liggja inn á f jölfama vegi. Þó er það greinilegt að eftir því sem leikvöllum fjölgar í bæn- um er mikið dregið úr hætt- unni hvað við kemur yngstu börnunum, senx láta séi- nægja að alca fram og aftur á þeim. Eg stóð síðla dags á mótum Háteigsvegar og' Rauðarárstígs og horfði á börnin bruna nið- ur Háteigsveginn. Þau námu öll staðar áður en komið var að Rauðarárstígnum, eða stöðvuðu sleðana, en stöku sinum tókst það ekki og brunáö var vfir götuna. Ekkert kom fyrir, en stundum var mjótt á mununum. — kr. Gáta dagsins, Nr. 351. Hver er sá þjóðvegur, sem aldrci hcfir verið farinn nema cinu sinni? Svar við gátu tu’. 356. Skáktafl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.