Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 5
[MiívilíiidagiiiO 28., janúar '1953. r,i. utfr'■' .j-«» VÍSIB Það er gott að vera þar sem menn eru vmir vma smna. Þess vegna hefir dvöl mín hér orðið styttri en ég hefi óskað. Viötal við John Greenway semliherra. „Eig á erfitt með að gera upp á milli beirra 12 landa, sem eg hefi starfað í, meðan eg hefi verið í utanríkisþjónustu Breta, en þó fer ekki -hjá því, að flestar minningar sé tengdar við fyrsta landið, sem maður er sendur til, og eg starfaði fyrst á ítalíu.“ Þetta sagði Mr. John Dee Greenway, sendiherra Breta, sem hér hefur verið undanfarin tvö ár, þegar Vísir átti tal við hann í fyrradag í tilefni af því, að hann er á förum héðan. Mr. Greenway hefur, eins og þegar segir, starfað í 12 lönd- um, allt frá Panama í Mið- Ameríku til Kína, og kunnað vel.við sig hvarvetna, því að hann er einn þeirra man-na, sem er fljótur að tengjast vina- bondúm, enda sjálfur alúðlegur og skemmitlegur í allri fram- komu. Hann hefur verið starfs- maður útanríkisþjónustunnar brezku í 32 ár, og verið víð- förull á þeim tíma, því að hann hefur lieimsótt fleiri lönd en þau, gem hann he'fur starfað í. í>að varj hrein tilviljun,. að hánn hóf starf sitt á Ítalíu, og segir hann skemmtilega sögu af því. • ,,Eg var sendur þangað, af því að eg fékk svo góða eink- unn í ítölsku, er eg gekk undir próf hjá utanríkisþjónustunni,“ segir hann. „Svo vildi til, að prófdómarinn var einmitt ítölskukennarinn minn frá Ox- ford, og hann var nýlega geng- inn í hjónaband. Prófið fór þannig, að hann varði að heita má öllum tímanum til þess að hrósa konu sinni, en eg þurfti ekki að segja nema já á réttum stöðum. Fyrir það fékk eg beztu einkunn.“ Ferðaðist víða um Rússland. „Þér voruð einnig um tíma í Rússlandi, var það ekki?“ spyr tíðindamaðurinn. „Jú, eg var þar 1931—32, rétt áður en Metro-Vickers- réttarhöldin hófust, en þau voru undanfari hreingerninganna miklu, sem síðar var efnt til. Um þær mundir var margfalt betra að vera í’Rússlandi en síðar varð. Útlendingar gátu ferðast um landið, þótt yfir- völdin væru ekki hrifin af slík- um ferðalögum. Eg komst til dæmis alla leið austur að kín- versku landamærunum, fór um Kákasus og Don-dalinn. — Þá þorðu landsmenn líka að tala við utlendinga, ep nú er öldin önnur í því efni.“ Omar Khayyam er 3ja flokks. „Mér er sagt, a|i þóp .hsi'ið: eúinig' verið í Perlíú óg "táiih persnésku?'1 ; ;x / „Það er sennilega of djúpi tékið í árinni, að' ég géti tálað persnesku, en eg gat gert mig skiljanlegah á þeirri: tungu, cr ég var í Téheran á strxðsárun- unV. Annúrs 'vár" anrfríki oí mikið. til þess a'ð hægt væri áð heiga sig því að læra málið. En Persar eru einstök þjóð. Þótt fæstir kunni áð lesa óg skrifa, kunna allir ljóð góðskáldáiina utan að og hafa þau á hrað- bergi.“ ; ; • ' „Omar Kkayyam til dæmis?“ „Þótt hann sé mest dáður í vestrænum löndum, telja Pérs- ar hann aðeins þriðja flokks skáld. En honum var þó ekki , Fot; ThdmséR John D. Greenway. alls varnað að þeirra dómi, því að þeir álíta hann ágætan st jörnuf ræðing! “ Hefur fengið 35 punda lax. „Og hér hafið þér unað yður vel —- við laxveiðar og því um líkt?“ „Já, mér hefur meira að segja lánazt að veiðá 35 punda lax — í Hrútafjarðará í fyrra, en mér hefur aldrei tekizt að komast í Laxá í Þingeyjarsýslu, þótt mig hafi blóðlangað þangað. Þegar eg kem hingað næst, verða lax- veiðarnar ekki útundan." „Er 35 punda lax ekki smá- seiði til samanburðar við fiska þá, sem menn við vestan við Panama, þar sem þér voruð einu sinni?“ „Jú, að vísu, því að þar er hægt að fá allt að því 1100 punda fiska — 't.d. sverðfiska, sem veiddir eru í sjó. En slíkar veiðar eru ekki list eða íþrótt eins og laxveiðarnar. Þær veita manni aðeins spenning um stund.“ Hcilsan ræður. „Og nú eruð þér á förum liéð- an — hvert?“ „Eg veit ekki, hvað eg tek mér fyrir hendur, en fyrSt fer eg til kunningjafólks míns í Kenya — vonandi þó ekki til héraða Mau-Mau-manna. Þar ■verð eg mér til hressingar fyrst, því að eg þaff að.ná mér eftir lungnafaólgu, sem eg féltk á s.L ári! Herrhár végnáíiefúr Ifekúir minn einnig ráðið 'tííét frá áð verá þriðja veturiún hér. Eg •óskaði þess vegfiá eftir því við yfirboðara mína að verða flutt- úr í hlýrra loftslag, en var beð- inn um að vera um kyrrt þar til síðar á árinu. En af því að heils- an er aleiga mín, ákvað eg að segja starfi mínu lausu. Þetta er ástæðan fyrir brottför minni.“ Hættulegasti misskilningurinn. „Við getum ekki skilið svo, að ekki sé minnzt á land- hélgina." ,-,Nei, satt er þáð,- og geri eg þó ráð fyrir, að íslendingar viti nú mæta vel, hverjum augum brezk stjórnarvöld líta á það mál. Mér þykir það mjög leitt, að aldagamalt vinfengi þjóða okkar skuli hafa kólnað af þessum sökum, og það er ósk mín og von, að fljótlega verði fundin lausn, sem allir geti vel við unað. Hættulegasti misskilning- urinn meðal Breta hefur liinsvegar verið sá, að flest- ir brezkir fiskimenn héldu fyrst, að íslenzkir togarar mættu veiða í nýju land- helginni, en nú munu þeir sárafáir, sem vita ckki hið sanna í því efni. Annars hafa blöð beggja oft- ast ritað um málið af víðsýni og sanngirni, og þess vegna ætti það einnig að gera lausn deilunnar auðveldari." Framtíðarfyrirætlanir. „Og hvað hyggist þér taka yður fyrir hendur, þegar út fyr- ir landsteinana kemur?“ „Það er alveg óráðið. Eg hefði haft áhuga fyrir því að gefa mig að stjórnmálum heima, að vinna eitthvað þarf- legt fyrir óbreytt alþýðufólk, en eg er of gamall til þess, því að íhaldsflokkurinn vill unga menn, og svo fylg'ir þingsefu margvíslegur kostnaður, sem •ekki er hægt að kljúfa, ef menn hafa ekki annað en þingfarar- kaupið eitt. En hvað sem eg geri og hvert sem eg fer, mun eg þó alltaf hugsa með hlj'jum hug til ís- lands, þar sem fólkið er blátt áfram og menn eru vinir vina sinna.' Slíkum mönnum er gott að kynnast, og' þess vegna hef- ur vist mín hér orðið mun skemmri en eg hefði óskað.“ E-ll-R vekur gremju Skota. London (AP). — Skotar vilja eltki — eins og kunnugt er — kalla Elisabetu drottningu annað en Elisabetu 1. Þeif segja; að hin fyrri drottning með því nafni hafi ekki verið drottning þeiira, og að Elísabet 2. sé því hin fyrsta norðan landamæranna. Og mótmælin koma fram í ýmsum myndum, m.a. í því, að spellvirki hafa verið framin í póstkassa í Edinborg, sem á er letrað E-II-R. Á póstkassa þenna heíur verið roðið tjöru, hanm hefur verið máiaður gul- Unvlit, og sþí’engj-u koiriiS fýirir í lionum tvisvar. Eh póststjórn- in-setur hann ævinlega upp áftur að viðgerð lokinni. Stofnun voruskiptafélagsins og sjónarmið storkaupmanna. Út af samþykktum á fundi Sambands smásöluverzlana þánn 23, þ. m„ sem birtar hafa verið í blöðum og útvarpi, vill Félag ísl. stórkaupmanna taka fram eftirfarandi: Þegar rætt var um stofnun væntanlegs félags til að frarn- kvæma vöruskipti var í upp- hafi gert ráð fyrir að einn að- ili kæmi fram fyrir hönd verzl- unarstéttarinnar, við stofnun íslenzka vöruskiptafélagsins, til móts við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og S.Í.S. Geng- ið var út frá að Verzlunaráð íslands yrði slíkur aðili, en því var hafnað af Félagi ísl. iðn- rekenda og Sambandi smásölu- verzlana. Vildu þessir aðilar, að þeir yrðu sjálfir, ásamt Fé- lagi ísl. stórkaupmanna, einir stofnaðilar, en að önnur samtök kæmu þar ekki til greina. Nú höfðu allmörg samtök innan verzlunarstéttainnar ræðst við um stofnun féalgisns og voru sum þeirra stórir innflutnings- aðilar í sambandi við vöruskipt- in. Félag ísl. stórkaupmanna gat ekki fallizt á, að þessi sam- tök yrðu útilokuð, því þá hefði þessum innflutningsaðilum verið gert lægra undir höfði en Félagi ísl. iðnrekenda og Sambandi smásöluverzlana. Við þetta bætist, að Félag isl. iðnrekenda og Samband smá- söluverzlana vildu ekki fallast á tillögur til samþykkta fyrir félagið, sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, S.Í.S., Félag ísl. stórkaupmanna og' aðrir aðilar gátu fallizt á, en lögðu á síð- asta viðræðufundinum fram al- gerlega nýjar samþykktir fyrir félagið, sem voru þess eðlis, að það hefði orðið' sem næst óstarfhæft, ef þær hefðu náð fram að ganga. , Þegar hér var komið var sýnilegt, að stofnun félagisns mundi dragast úr hófi fram, ef áframhald yrði á frekari umræðum við Félag ísl. iðn- rekenda og Samband smásölu- verzlana, en þær höfðu þá þeg- ar' staðið svo vikum skipti. Hinsvegar var nauðsynlegt, að félagið yrði stofnað þá þegar vegna þess að ganga þurfti frá vörukaupum frá Austur-Þjóð- verjum skv. samningi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna við þá og var lögð á það áherzla af hálfu annara, sem hér • áttu hlut að máli, Sölumiðstöðar hraðfrystihúsanna og Samb. ísl., samvinnufélaga, að gengið yrði sem skjótast frá stofnun félagsins. Varð það því úr að þessir aðilar ásamt Félagi ísl. stórkaupmanna stofhuðu félag- ið. í þessu sambandi er rétt að leggja á það ríka áherzlu, að enda þótt Félag' ísl. stórkaup- manna hafi gerzt hér stofnaðili hafa meðlimir þess engan for- gangsrétt til þessara viðskipta fram yfir aðra innflytjendur, enda er fyrirgreiðsla íslenzka vöruskiptafélagsins s.f. opin öllum innflytjendum. Félag ísl. stórkaupmanna vill að sem víðtækust samvinna verði um þessi viðskipti, úr því þau eru nauðsynleg og vill fyrir sitt leyti styðja að því að svo verði. Ilvaft er XÝTT / ktíkntifhdalieifttiHuttt ? Allir kannast vil Shirley Temple, sem eitt sinn var fræg- ust „barnastjarna" í heimi. Hún var þegar orðin heimsfræg fjögurra ára gömul, en nýlega vakti það athygli, er hún tók fjögurra ára dóttur sína úr I Honeywell barnaskóla í Mary- land, vegna þess, að hún hafði iverið látin koma fram í jóla- ' leikriti skólabarna. Kvaðst ‘ Shirley Temple ekki vilja hafa það', að vakin væri athygli á barninu með sliku. Öðru vísi mér áður bár, sögðu sumir. ★ William N. Conroy, lög- regluþjónn í Hollywood, kærði leikarann Robert Cumniings fyrir} að ;hafa reýrtt að aká bifrfeið sinni á sig, er hann ætalði að birta honum stefnu. Skýring Cummings var þessi: „Eg liélt, að hann ætlaði að fá rithönd mína.“ ★ Marilyn Monroe heitir kvik- myndadís í Hollywood, sem þykir betur vaxin en flestar stallsystur hennar. Hún mun fyrst hafa orðið i'ræg vegna myndar, sém tekiri vár af hénni nakinni, og notuð á daga- töium. Þessi niynd hefur síð,an vérið' sétt á vatnsglös,' ösk’u- bakka o. s. frv., og nú vill ung- frú Monroe höfða mál til þess að banna slíka notkun mynd- arinnar. Segir hún, að sér líði svipað því, sem væri hún að klæða sig fyrir opnum dyrum, er hún sjái þessa mynd af sér. ★ Þeir, sem muna þöglu myndirnar, minnast vafa- laust Bustér Keatons, mannsins, sem var hiægileg- astur allva, en stökk aldrei bros sjálfum. Hann ætlar nú að koma fram í fyrsta skipti á leiksviði á Broadway í New Tfork í músik-gaman- leik, sem nefnist „Saddie and Go“. Nýléga fékk kvikmyndadís- in Lana Turner skilnað í þriðja sinn, að þessu sinni var það Henry ' J. Topping, forríkur maður, sem „féll fyrir borð“. Þau höfðu verið gift í 4 ár og 7 mánuði, sem þótti allgott. Lana lék við hvern sinn fing- ur, er skilnaðurinn var um garð genginn, og kvaðst ekki ■ hafa í hyggju fleiri hjónabönd. Hún tjáðí fréttamönnum, að hún váeri fjarska ánægð með framfærslueyrinn frá herra, Toþping, annars myndi. .úún ékkVláta svo vel yfir' sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.