Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 28.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYFJABtJÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apoteki, sími 1330. L J Ó S A T í M I bifreiða er frá 16,25 til 8,55. Flóð er næst í Reykjavík kl. 16,50. Miðvikudaginn 28. janúar 1953. Ábiirðai'verltsiiiið jaia: Steypuvinnu lokið við fjögur verksmiðjuhús. Gengið frá undirlagi fyrir vélar. Framkvæmdum við Áburðar- verksmiðjuna miðar sæmilega, enda þótt verkið hafi tafizt verulega við verkfállið í s. 1. mánuði. Vísir átti í morgun tal við Hjálmar Finnsson, fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar, og innti hann eftir fregnum af þessu mikla mannvirki. Steypuvinnu er lokið við fjórar verksmiðjubyggingar, og er nú unnið að því að ganga frá undirlagi fjmir vélarnar. Er því verki sums staðar langt komið. Um 40 manns vinna við þennan þátt framkvæmdanna, og miðar verkinu vei, enda unnið kapp- samlega. Verkfallið í desember tafði verulega framkvæmdir, en víst má telja, að hefði það ekki skollið á, væri nú þegar farið að setja niður vélar. Þá er veríð að slá upp mótum fyrir fimmta húsið, skrifstofu- byggingu. Sjötta húsinu, verk- stæðisbyggingu, var lokið í júní s. 1., en þar hefur farið fram trésmíðavinna, en í framtíðinni eiga að fara fram vélaviðgerðir þar, en auk þess verða þar geymdir varahlutar verksmiðj- unnar, — Enn hefur ékki verið byrjað á að reisa áburðar- geymslur. Talsvert af vélum hefir bor- izt til landsins, en heita má, að eitthvað komi með hverju skipi, en þær koma úr ýmsum áttum: Frá Bandaríkjunum, Frakk- landi, Sviss, Ítalíu, Þýzkalandi, Belgíu, Bretlandi og Norður- löndum. Á þessu stigi málsins kváð Hjálmar Finnsson óvarlegt að segja neitt um, hvenær verkinu ljúki, en þyí miðar vel áfram, eins og fyrr greinir. Björgunarbáturinn fannst aftur. Togarinn Röðull fann björg- unarbát á reki á siglingaleið frá Látrabjargi fyrir Jökul sl. sunnudag. Báturinn reyndist vera af vélbátnum Heiðrúnu, sem missti hann á Iaugardagskvöld, er hann var að veiðum djúpt undan Jökli, en Heiðrún ér útilegubátur. Sæmilegt veður var um daginn, en undir kvöld- ið skall á stormur. Ekkert varð að vélbátnum sjálfum, né held- ur sakaði neinn af áhöfn hans. Röðull tólc björgunarbátinn upp og fór með hann til Hafn- arfjarðar. — Báturinn var ó- skemmdur. Harðtsr af sér! Sydney (AP). — Hæsta brú í Ástralíu — 185 fet á hæð — er yfir höfnina hér. í síðustu viku vildi það slys til, að hálffertugur maður féll af brúnni. Synti hann hjálpar- laust í land og hafði aðeins inarizt við fallið. margt er sisritió Svisslendingar biðja Englendinga um snjó. Þa5 er ekki nóg fannkoma í St. Moritz. Þegar talið berst að Sviss, lcoma sennilega upp í Iiugann myndir af svimháum fjöllum með bröttum hlíðum, sem eru ákjósanlegustu skíðaslóðir. En sannleikurinn er þó sá, að sums staðar í Sviss kvarta menn sáran undan því, að þeir hafi alls ekkí nægilega mikinn snjó. Þannig hefur það til dæmis komi'j fyrir, að yfirvöld- in í einum þekktasta vetrar- skemmtistað landsins •— St. Morítz — hafa beðið enskan prófessor að koma sem allra fyrst aftur og „gera shjó“. Englendingui' þessi heitir dr. Jack H. Schulmann og starfar við háskólann í Cambridge, —- Hann var urn jólin í St. Moritz, og skemmti scr víst vel, en þó var sá galli, að það var harla , lítið um snjó þar á staðnum. . En Schuima.: i kunni ráð við því, því að han.i sprautaði sér- stakri' siíl'u, jcöö’öndu upp í loftið, og — viti menn — rétt á eftir fór að snjóa svo að um munáði. Snjóaði látlaust í 12 stundir yfir stórt svæði — eða álíka stórt og Austur-Anglíu i Bretlandi — varð þar glatt á hjalla. En utan þess svæðis kom ekki snjókorn úr lofti. Þegar Schulmann var kom- inn heim, barst honum bréf frá St. Moritz-mönnum, þar sem þeir báðu hann blessaðan að koma strax aftur og leika bragð sitt á ný, því að þeir þyrftu á meiri snjó að halda. Slys eru nefnilega tíð í skíðalöndunum umhverfis St. Moritz, vegna þess að snjór þarf að vera um þrjú fet á dýpt, til þess að allar torfærur hverfi og ekki sé hætta á beinbrotum, þótt menn detti. í enskum blöðum er gert ráð fyrir, að Schulmán skreppi til Sviss bráðlega til þess að búa til snjó. Fjárlög afgreidd. Ern greiðsluhalla- laus. Fjárlög ársins 1953 voru af- greidd í gærkveldi, en sam- kvæmt þeim er gert ráð fyrir tekjum, er nema 423.6 millj. króna, en gjöld hafa verið á- ætluð 422 millj., og tekjuaf- gangur því 1.6 millj. kr. Fjölmargar breytingartillög- höfðu verið bornar fram við frumvarpi, en allar tillögur fjárveitinganefndar og fjármála ráðherra voru samþykktar, svo og nokkrar frá þingmönnum. Verður nokkurra þeirra getið héi’. Samþykkt var að verja al!t að 5 millj. kr. til þess að stýðja atyinnulífið í landinu, þar 'sem erfiðleikar steðja helzt að. Rík- isisstjórnin ábyrgist lán vegna togaraútgerðar í 5 kaupstóðum landsins, allt að 500 þús. kr. fyrir hvert skip. Styrkur til Leikfélags - Reykjavíkur var hækkaður úr 30 í 50. þús. kr. Hér eftir mun þriggja manna nefnd annást úthlutun lista- mannastyrkja í stað fjögurra, svo sem verið hefur. Ríkisstjórninni er heimilt að aðstoða Loftleiðir með ríkisá- byrgð við kaup á nýtízku milli- landaflugvél, er kosti allt að 10 millj. ki'óna. Flugfélagi ís- lands sé einnig veitt slík ábyrgð ríkissjóðs, til að taka allt að 14 millj. króna lán til þess að kaupa millilandaflugvél og aðra til flutninga innanlands. Ætti ekki að hitta Norðmenn til keppni í Færeyjum? Þeir verða þar á ferð í vor. Norskir ungmennafélagar í Bergen hyggja á Færeyjaför í sumar, og hafa í bví skýni tek- ið m.s. Brand V á Ieigu, en það skip hefur komið hingað með ferðamenn, eins og menn muna. Það ef íþróttafélagið Gular, sem stofnar til fararinnar, og með í henni verða handknaU- leiksflokkur og fimleikaflokk- ur, hvórttvéggja stúlkui’. Fer hópurinn til Hjaltlands, Fær- ej'ja og Orkneyja í júníbyrjun í sumar. Væri e.t.v. athugandi, að ís- lenzkir ungmennafélgar héldu til móts við frændui' okkar, og i þreyttu við þá handknattleik og aðrar íþróttir á þessum sögu slóðum. Til gamans skal því bætt við þessa fregn, að Lárus Saló- morísson lögreglumaður hefur fengið bréf frá Ludvik Jerdal, formanni Bondaungdomslaget og Véstmannalaget í Bergen, og miklum forustumanni ung- mennahreyfingarinnar ve.stan fjalls í Noregi, þar sem hann biður að heilsa íslenzkum vin- um og kunningjum. Hann heíur komið hingað nokkrum sinnu og fær ekki nógsamlega romað viðtökurnar hér. Lúdvik Jerdal sat um fjög- ur-ra ára bil i fangabúðum naz- ista, en skrifaði síðan bækur urh dvöl sína, m.a. í „Heim- landet dreg“ og „Vi ga oss ikke“. Íslendíngar eiga hauk í horni í Bergen þar sem Jerdal „Aumingja Hanna“ sýnd 16 sinnum. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Leikfélag Akureyrar hefur nú lokið sýningum á gaman- leiknum Aumingja Hanna, er hafa verið óvenju vel sóttar. Leikritið var sýnt alls 16 sinnum við hinar ágætustu und- irtektir. Næsta viðfangsefni fé- lagsins verður sjónleikurinn Dómar, eftir Andrés Þormar. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. — Karl. Drangur enn stöðvaður. Frá fréttaritara Vísis, — Akureyri i morgun. V.b. Drangur heldur enn kyrru fyrir vegna sjómanna- verkfallsins, sem ekki er leyst á Akureyri. Vélbátur þessi er eini bát- urinn, sem stöðvazt hefur vegna verkfallsins, en hann hefur haldið uppi ferðum milli Akureyrar, Ólafsfjafðar, Siglu- fjarðar og Sauðárkróks. Útvegsmenn hafa boðið sjó- mannafélaginu að semja upp á sömu kjör og gert var í Reykjavík og Hafnarfirði, en því var hafnað. — Karl. Lögreglumaðurimi snéri faflinu við. London (AP). — Lögreglu- maður varð 4 Kykyumönnum að bana í gær. Þetta gerðist í norðurhluta Kenya. Tveir hvítir lögreglu- menn handtóku þessa menn, sem voru grunaðir um að hafa myrt brezk hjón og son þeirra. — Á leið til fangelsisins réðust þeir á lögreglumennina og höfðu þá undir, en annar slapp úr greipum þeirra, og skaut þá til bana. Vílja nií semja við Austurríki. Mý srðsending Rússa var&andi samninga. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Ráðsfjórnin hefur sent Vest- urveldunum nýjar orðsendingar varðandi friðarsamninga við Austurríki. Kveðst hún fús til þess að taka þátt í nýjum samkomu- lagsumleitunum, ef vissum skil- vrðum verði fullnægt, svo sem að Vesturveldin afturkalli til- lögur sínar frá í marz um stutta friðarsamninga við Austurríki, en þeim hafnaði hún eftir marga mánaða umhugsun. Þær tillögur voru fram bornar t.il þess að hraða málinu, en áður voru samkomulagsumleitanir farnar út um þúfur, eftir að fulltrúar Rússa höfðu eyðilagt allar samkomulagsumleitanir með málþófi, á hundruðum funda. — Vesturveldin munu vilja tryggja það fyrirfram, ef samkomulagsumleitanir verða teknar upp af nýju, að árangur náist. llretar mestir Eins og menn vita, hafa þokur verið með afbrigðum tíðar við strendur V.-Evrópu undanfarið. Vegna þokunnar gerðist það einu sinni, að 300 lesta þýzkt veiðiskip — Marienburg frá Bremerhaven varð fyrir ásiglingu. Við það kastaðist síldar- farmur þýzka skipsins út í bakborðshlið, svo að það varð ósjálfbjarga og rak á land hjá Ðieppe. Síðar tókst að rétta skipið og ná því á flot. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Þriðjungur þess kaupskipa- stóls, sem nú er í smíðum í hinum frjálsa heimi, er byggð- ur í brezkum skipasmíðastöðv- um. Engar upplýsingar eru látn- ar í té um skipasmíðar í Ráð- stjórnarríkjunum, Kína og Pól- landi. Telst slíkt til hinna mörgu og miklu leyndarmála kommúnista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.