Vísir - 30.01.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 30.01.1953, Blaðsíða 2
VÍSIR ' Föstudaginn 30. janúar 1953. Hitt og þetta ÞaS er ekki hægt að vænta l»ess, að ástandið í heiminum batni, fyrr en einstaklingarnir hafa tekið stakkaskiptum. Láttu ekki daginn í gær nota «f mikið af tíma þínum í dag. • Konungar höfðu þann sið fyrr meir, að hafa fífl við hirð sína til að skemmta sér og hirð sinni. Lávarðurinn af Udney hafði við hirð sína mjög frægt fífl, sem orðlagt ■ var fyrir fyndni og orðfimi. Hann hét Jamie Fleeman og eru margar sögur af honum sagðar. Einn gárunginn tók Jamie tali, vissi vel hver hann var, en þóttist ekki þekkja hann og spurði: „Hver ert þú?“ „Eg 'er fífl lávarðarins af Udney. Hvers fífl ert þú?“ • Innrauðir geislar hafa þegar verið notaðir við bökun og ým- iskonar ’þurrkun. Og nú hefir verið reistur ljósturn einn i mikill í Mílanó og er 'það gert í tilrauna skyni. Turninn send- ir ekki frá sér Ijós, en innrauða geisla, sem eiga að hita Santa Maria della Grazia-ldrkjuna. Þrjár plötur eru efst á Ijós- turninum og senda þær niður hina heitu rauðu geisla. Er í ráði að taka svona hitun upp í dómkirkjunni í Mílanó og ef það gefst vel, í mörgum stórum kirkjum á Ítalíu. En það er al- kunnugt að ítalskar kirkjur eru mjög kaldar. • Málarinn var að sýna landa sínum málverk, sem hann hafði til sölu og sagði hreykinn: '„Ameríkumaður hefir boðið mér þrjú þúsund mörk fyrir þessa mynd.“ Landi hans svaraði: „Ekki vildi eg gefa meira fyrir hana en fimmtíu mörk.“ Málarinn: „Jæja, blessaður taktu hana þá. Eg held maður þurfi ekki að selja öll meist- araverk sín til útlanda.“ BÆJAR / rétti r Föstudagur, 30. janúar, — 30. dagur árs- ins. Rafmagnsskömmtun á morgun, laugardag, kl. 10.45—12.30 í II. og IV. hverfi. Ennfremur kl. 18.15—19, í V. hverfi. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Lúk. 8, 26—39. Rekur út illa anda. Landsmálafélagið Vörður efnir til kvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld. Þar flytja ræður Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins og Birgir Kjaran, formaður Varðar. Vel hefír verið vandað til skemmti- skrárinnar að ræðunum lokn- um, en síðan verður stíginn dans. Fundur um áfengismál var haldinn í Borgarnesi sl. sunnudag að tilhlutun stúkunn- ar Borg. Guðmundur G. Haga- lín rithöfundur flutti fram- söguræðu af hálfu stórstúk- unnar, en 10 manns tóku til máls, auk hans. Á fundinum var samþykkt tillaga, þar sem lýst var yfir því, að fundurinn væri mótfallinn bruggun áfengs öls í landinu og að veittar verði undanþágur til vínveitinga. Lýst var ánægju yfir gildis- töku laga um héraðabönn. „Freyr“, búnaðarblað, 2. tbl. þessa árs, er nýkominn út. Einar Ey- fells ritar greinina Hvenær er tímabært fyrir bóndann að kaupa traktor? Þá er viðtal við Jón Þorbergsson á Laxamýri, en Gísli Brynjólfsson á þarna greinina Milli hrauns og hlíða. Margar myndir eru í ritinu, fréttir og sitthvað um búnað- armál. eða sveitarfélag fyrir slikt hús.“ samþykkir Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka þirðjud. 3. febr. n. k. kl. 10—12 f. h. í síma 2781. Ný reglugerð gekk í gildi 15. f. m. um gjaldeyri ferðafólks í Þýzka- landi. Frá þeim degi mega út- lendingar hafa með sér allt að 200 mörk auk erlends gjaldeyr- is og ferðatékka, en úr landi mega þeir hafa með sér allt að 200 mörk, auk ferðatékka og erlends gjaldeyris, sem til- j kynntur hefir verið við komu; til landsins. Keglur þessar ná aðeins til ferðamanna, sem fara til stuttrar dvalar til Þýzka- lands. (Samkvæmt fregn frá sendiráði íslands í Þýzkalandi), Athugasemcl varðandi lóðarúthlutun og smáíbúðir. — Svo sem tekið var fram í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra 14. þ. m., hafði svo um samizt, skömmu eftir að fjárhagsráð var stofnað, að fjárfestingar- leyfi skyldi vera skilyrði fyrir úthlutun lóðar. — Rétt þykir að taka fram, að þetta gildir ekki um smáíbúðir, sem eru undanþegnar ákvæðunum um fjárfestingarleyfi. Eru þau veitt öllum, sem fullnægja skilyrðunum um smáíbúðahús, sem fjárhagsráð setti með aug- lýsingu 10. sept. 1951, en eitt þeirra er, að viðkomandi aðili hafi tryggt sér lóð, sem bæjar-. Cíhu Aíhhí Var.... í Vísi- mátti lesa eftirfarandi í bæjarfréttum hinn 30. janúar 1918: í gær og fyrradag gekk sú fregn um bæinn og sögð vera eftir loftskeyti, að Þjóðverjar hefðu unnið heljarmikinn sigur gegn Bretum og tekið rúman fjórð- ung milljónar fanga. — Það er haft eftir þeim, er geta tekið við loftskeytum, að þessi saga sé uppspuni. Skipin og ísinn. Með naumindum var það að þau sluppu af Austfjörðum Botnia og Lagarfoss. Er fullyrt, að Lagarfoss hefði eigi komizt af sjálfsdáðum. En svo heppi- lega vildi til, að Botnia var byggð að framan eins og ís- brjóttir og ruddi hún veginn. Hafði ísinn, sem hún braut, verið sums . taðar 30 cm. þykk- ur (um hálf alin). Oft urðu skipin að snúa við, áður en þau loksins slupp.u. Hafísinn fyrir Austfjörðum er ,sam- felldur frá Langanesi og suð- ur að Papey út undan Beru- firði. tfrcMc/áta hk !%26 Lárétt: 1 Heyþurrkunar- tæki, 6 á reikningum, 8 ástr- alskur * fugl, 10 innan rifs, 12 úr ull, 13 guð, 14 á rúm, 16 þreytt, 17 ílát, 19 settækja. Lóðrétt: 2 Greiðslubandalag, 3 samlag, 4 hátíð, 5 velta, 7 flanaði. 9 óslétts lands, 11 ó kyrrð, 15 glöð, 16 nestispoka, 18 eldsneyti. Lansn á krossgátu nr. 1825: Lárétt:' 1 byrlaði, 6 bál, 7 RV, 9 sinn, 11 Job, 13 nes, 14 aðkí. 10 ,mý, 17 ern, Í9_,akfáK L.óðrétt: 1 byrjár, 2'RB, ''lat. 4 alin. 5 inr.sýn;, 8 voð, 10 nem, 12 blek, 15 arf, 18 næ. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Antwerpen 26. jan. til Hull og Rvk. Dettifoss er í Rvk. Goða- foss er í Bremen. Gullfoss fer frá K.höfn á morgun til Leith og Rvk. Lagarfoss er í Rvk. Reykjafoss er í Rvík. Selfoss fór frá Liverpool 26. jan. til Hamborgar. Tröllafoss er í New York. Ríkisskip: Hekla er væntan- leg til Rvk. í kvöld að vestan og norðan. Esja kom.til Rvk. í nótt að austan. Herðubreið kom til Rvk. í gærmorgun að austan. Skjaldbreið er í Rvk. Þyrill er á leið vestur og norð- ur. Helgi • Helgason 'fór til Vestm.eyja í gærkvöldi. Bald- ur fór til Búðardals og Hjalla- ness í gærkvöldi. Skip S.Í.S.: Hvassafell er í Stettín. Arnarfell er væntan- legt til Austfjarða í dag með timbur. Jökulfell fór frá New York 24. þ. m. áleiðis til Rvk. H.f. Jöklar: Vatnajökull fór frá Reykjavík áleiðis til Israel 26. þ. m. Drangájökull er vænt- anlegur til Reykjavíkur í fyrra- málið. Útvarpið í kvöld. 17.30 íslenzkukennsla; II. fl. — 18.00 Þýzkukennsla; I. fl. — 18.30 Frönskukennsla. — 19.00 Þingfréttir. — 19.20 Daglegt mál. (Eiríkur Hreinn Finnboga- son cand. mag.). — 20.00 Frétt- ir. —• 20.30 Kvöldvaka Þjóð- ræknisfélags íslendinga: a) Formaður félagsins, Ófeigur Ófeigsson læknir, flytur ávarp. b) Þorkell Jóhannsson prófess- or flytur erindi: íslenzkur kennarastóll í Vesturheimi. c) Jón Sigurbjörnsson leikarí og Sigurður Sigurgeirsson bankaritari lesa upp. d) Síra Sveinn Víkingur flytur erindi. e) Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri segir frá Vestur- íslendingum. f) Ófeigur Ófeigs- son læknir flytm' lokaorð. Enn- fremur tónleikar af plötum. — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 „Maðurinn í brúnu fötunum“, saga eftir Agöthu Christie; IX. (Frú Sigríður Ingimarsdóttir). — 22.35 Dans- og dægurlög (plötur) til kl. 23.00. Kvenréttindafél. íslands heldur afmælisfagnað sinn í kvöld kl. 8.30 í félagsheimili V.R., uppi. NÝK0MIÐ: hvítt léreft 140 cm. breitt á 13,45. 90 cm. breitt á 8,90 mislitt léreft á 7,10 Þurrkuefni á 6,95 Sirs, margar gerðir á 7,50 H. Toft Skólavörðustíg 8. Uxahalasúpa Kraftsúpa Sveppasúpa Tómatsúpa með ísl. leiðarvísir. Veðrið. Fyrir suðaustan land er lægð á hreyfingu austur eftir. Hæð er yfir C-rænlandi, en lægð yfir Labrador á hreyfingu norðaust- ur á bóginn. Horfur: NA-kaldi eða stinningskaldi, bjartviðii og skafréhníngur með köflum. Veðrið kl. 8 í morgun: Rvík N 6, : 7, Stykkishólmur NA 4, Hornbjargsviti NA 3, ~6, Siglunes N 3; ~ 5, Akureyri A 1, ~ 11, Grímsey NNA 5, 6, Grímsstaðir logn, ~ 20, Rauf- arhöfn. NA 5, -t- 6, Dalatangi N 3, 5, Djúpivogur N 3, 5, Vestmaur- jar N 4, -f-4, Þing- vellir NNA 1, 10, Reykjanes- viti NNA o, 8, Keflavíkur- völlur NA 6. -f-' 7. Reykjavík. r r , Reykjávíkus bátay voru yfir- leitt á sjó í gær, þ. e. a. s. þeir, sem b; rjaðir eru róðra. Þrír leggja upp frá Fiskiðjuveri rík- isins, Hagbarður 5 ; . lest, Skíði og Svanur með tæpar 4 lestir. Ásgeir, ffá Ingvari Vilhjálms- syni, fór í fyrSta róðyU’ í gær og var aflinn 3 lestif. Hvíta kom úr útilegu í vikunni og' var með 3 lestir .eftir eina lögn. Hvítá, Björri Jónsson og Rifsnes eru alíipi| útilegáflöíil '&ri þéiiífafu: á veglun Ingvars Vilhjá’msson- ar. ’ Faxaböfg, Sigurður Pétur og Sæfell eru lík'a í útilegu. Marz og Áslaug frá Faxaveri h.f. eru í útilegu. Akranes. Allir bátar voru á sjó og var afli allgóður hjá þeim yfirleitt, 5—7 Vz lest. Akranesbátar lögðu línurnar á venjulegum slóðum, norður frá. í dag eru Akranes- bátar aftur á sjó. Sandgerði. Sandgerðisbátar voru allir á sjó í gær og var afli þeirra mjög sæmilegur ýfirléxtt, eða 4—7 lestir. Hæstir voru Muninn og Faxi með 7 lestir hvor. í dag er gott sjóveður og eru allir bátar á sjó. Grindavík. Aðeins tveir bátar frá Grinda vík voru á sjó í gær, og var afli þeirra lélegur. Von frá' Grenivík fékk Wz lest og Óðinn 3 lestir. Munu báðir bátarnir hafa verið með stuttar línur. í dag eru Grindavíkurbátar á sjó og er þar ágaétt sjóveður. Kellavík. Keflavíkurbátar voru flestir á sjó í gær og var afli þeirrá 4%—6 lestir. Einn bátur, F. 'ykjaröst, er byrjaður með net og var afli bátsins 5 kstir ílróðri ií gfér.. Atanar neta- ’útur mun vera að búa sig'á voiðar. Bátar- eru aftur á sjó í ’lag, en sjóveður er gott. Kuldaúlpur mikið úrval. UerrabúíiH Skólavörðustíg 2, sími 7575. Þurrkaða ifraBimaetid licfur reynst ágætlega Snittubaunir Selleri Gulrætur Púrrur Rauðkál Hvítkál Pcrsille Laukur BI. Súpujurtir fæst í VFRZLi/N SIMI 'tlQb mjög fallegir Sk rauthnappa: og Máin.ieggingar Toft Í .1. ð Skólavörðustíg 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.