Vísir - 30.01.1953, Side 8

Vísir - 30.01.1953, Side 8
LÆKNAR O G LYFJABtJÐIR Vanti yður lækni kl. 1,8—8, þá hringiS í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apoteki, sími 1330. wisim LJÓSATÍMI bifreiða er frá 16,25 til 8,55. Flóð er næst í Reykjavík kl. 18,00. Föstudaginn 30. janúar 1953. Brutu riíSu í verzluninni og fóru út um gluggann. Bílstjórar liaiidsömtiHiB ineiiiBÍiBa. í nótt barst lögreglunni til- Jfeynning um, að hávaði og drykkjuíæti væru í Húsgagna- verzl. við Laugaveg 57 og var hún beðin um að koma þangað og skakka leikin. Þegar lögregluna bar að, voru tveir bifreiðastjórar bun- ir að handsama tvo ofurölva menn fyrir utan verzlunina og voru það sömu mennirnir, sem áður höfðu slegizt inni í búð- inni. Eftir að háfa lent í handa- lögmáli þar inrij nokkra sturid, 'tók annar þeirra sófaborð, íleýgði því af afli á gluggarúðú verzlunárinnar, svo að hún mölbrotnaði, en sjálfir fóru þeir svo út um gluggann á eftir. Lögreglan flutti báða menn- ,ina I fangageymsluna og hýsti þá þar í nótt. í gærkveldi var hringt til lög- xeglunnar úr húsi einu vestur á Melum og henni tilkynnt að bak við húsið væri ölvaður maður, sem myndi vera meidd- ur. Maðurimi var á staðnum þegar að var komið, en hann mun hafa átt heima í umræddu húsi. Af. einhverjum ástæðum hafði hann samt brotið rúðu í húsinu og skorizt við það illa á hendi. Lögreglan flutti mann- inn á slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum hans, en síð- an var hann fluttur heim trl aðstandenda hans. Vitað er um að tveir menn, sennilega stúdentar, komu inn í húsgagnavérzlunina á Lauga- vegi 57 rétt áður en rúðan var brotin, sem getur um að ofan. Rannsóknarlögreglan óskar eftir að þessir tveir menn geí’i sig fram við hana þegar í stað. 4. umferð skák- þingsins lokið. Fjórða umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld í gær- kveídi. Þar vann Lárus Johnsen Háuk Sveinsson, Ingi R. Jó- hannsson vann Ólaf Einarsson, Þórður Þórðarson vann Ingi- mund Guðmundsson og Þórir Ölafsson vann Gunnar Ólafs- son. Biðskákir verða tefldar í kvÖld, en fimmta umferð á sunnudaginn. Starfsemi fyrir lömunarveikt fólk hafin í Elliheimilinu. Rússar lýsa einræöi á smáeyju undan strönd Nova Scotia. Ibúttrnir eru alBs 40 — ein- mngis sauðkindur. Literáturnaya Gazeta, bók- menntatímárit í Moskvu, gat nýlega þeirrar óbægilegu stað- reyndar, áð hugsjónir íbúa „furstadæmisins Ytri-Baldón- íu“ samrímist ekki „siðferði- legum lögmálum mannkyns- ins“. Svo virðist sem þetta hug- arangur tímaritsins sé ástÉeðu- laust. Það er að vísu satt, að þeir 40 eyjarskeggjar, sem þarna eru, búa ekki við venju- legt þjóðskipualg, en ástæðuna fyrir því ætti jafnvel L. Gazeta að taka til greina. Hún er nefni- lega sú, að lífsverur þær,. sem þar.na hafasl við, eru eingöngu búpeningur — sauðmeinlausar sauðkindur. f spaugi fann gárungi einn upp á því að nefna eyjuna furstadæmi, en Moskvutímarit- ið lítur alvarlegum augum á tilveru þessa sjálfstæða ríkis. Blaðið fullyrðir, að eyjan sé gróðrarstía „ofríkis“ og stjórn- að af „miskunnarlausum harð- stjóra". Eyland þetta er 30 ekrur að stærð og liggur í Atlantshafi — skammt undan ströndum Nova Scotia. Engin mannvera hefur húið þar unc.;;.fárin .100 ár. — Eyjap er hrjó.-'.;u.j svo að segja gróðurlaus, að undanteknum grasblettum þeim, þar sem sauðféð er á beit. En sjórinn umhverfis morar af túnfiski. Árið 1949 keypti eyjuna lög- fræðingur einn í Washington, Russel M. Arundel að nafni, en uppáhaldsíþrótt hans eru tún- fiskveiðar. Mæltist hann til, að héðan af gengi eyjan undir nafninu „furstadæmið Ytri Baldonia". Kóngur í ríki sínu. Arundel skipaði sjálfan sig fyrsta „konung eyjarskeggja, og samþykkti „frelsisyfirlýs- ingu“ þeirra. Veiðimönnum er í heimsókn kæmu, hét hann að sleppa við stjórnmálaumræður, og stríðsskraf. Og þar eð hon- um var kunnugt um þann veik- leika allra veiðimanna, að ýkja frásagnir af aflabrögðum, gaf hann gestunum heimild til að láta leiðast í þessa freistni, og til að hrósa og gorta af sjálfum sér og veiðiafrekum sínum. — Ennfremur veitti hann þeim fullan rétt til þess að sofa á daginn og vaka á nóttunni. — Gestimir skyldu útnefndir annað hvort „sækóngar“ eða „aðmírálaf“. Arundel lagði Framhald á 4. síðu 30 jazzleikarar á tönleikum. Hver verður vinsælasti jazzleikarinn 1952 ? Á þriðjudag gengst Jazzklúbb- ur íslands fyrir hljómleikum í Austurbæjarbíó, og verður þá kjörinn vinsælasti jazzleikari ársins 1952. Hafa Jazzklúbbsmenn mjög vandað til hljómleika þessara, og geta má þess, að aldrei hafa jafnmargir jazzleikarar komið fram á einum og sömu hljóm- leikum hérlendis, eða samtals um 30. Þarna koma þessar hljóm- sveitir fram: Björns R. Einars- sonar, alls 13 manns, Kristjáns Kristjánssonar, Kvartett Gunn- ars Ormslevs, Dixielandhljóm- sveit Þórarins Óskarssonar, en auk þess syngur Haukur Morth- ens með aðstoð Kvartetts Ey- þórs Þorlákssonar. Hverjum aðgöngumiða að hljómleikunum fylgir atkvæða- seðill, og verða greidd atkvæði um vinsælasta jazzleikara árs- ins 1952. Fer verðlaunaafhend- ing fram á hljómleikunum. Erlendur sérirceðingnr stariar þar um úrs biL Stúkan Septíma heldur fund í kvöld á venjuleg- um stað klukkan 8,30. Erindi verður flutt en einnig mun góðs félaga verða minnzt. Mega félagar taka með sér .gesti. Fyrir skömmu er hafin á Elliheimilinu starfsemi til hjálp ar lömunarveikú fólki. Hefur tíðindamáður frá blað- inu átt viðtal við forstöðumann- inn, Gísla Sigurbjörnsson, um þessa stárfsemi, óg ungfrú Cunze; þýzkan sérfræðing, sem hingað. er nýlega komin til árs dvalar við þau störf. er að ofan greinir. ' Elliheimilið . hefur nýlega fengið ný ,tæki til lækninganna. Notaðar verða sömu aðferðir og prófessor. dr. Lampert nötar í sjúkrahúsi sínu í Þýzkalandi, en þangað sækja lömunarsjúk- lingar viða að . úr Þýzkalandi ,og mörgum öðrum löndum, jafnvel. úr öðrum heimsálfum. Árangur af lcomu dr. Lampcrts. Að þessi starfsemi er hafin, er árangui* af viðræðum þeirra G. S. og dr. Lamperts, er hann var hér á vegum stofnunarinn- ar s. 1. haust. Var þegar, meðan df. Lampert dvaldist hér, haf- izt handa um lækningar og tvö börn tekin til meðferðar, sam- kvæmt beiðni lækria og að- standenda barnanna. Annáðist þau aðallega ungfrú Stein, sem er þýzk, en hún hefur starfað alllengi hjá Grund, og haft nudd að aðalstarfi. Er ungfrú Cunze kom, voru þau falin um- sjá hennár, og hefur hún nú nokkra sjúklinga til meðferðar, börn og fullorðna, auk þess sem hún að sjálfsögðu sinnir einnig gamla fólkinu. ítalir vilja ekki taka við af- brotamönnum vestan um haf. Þeár vilja ekki fleiri „Lucky Luciano“. Róm (AP). — ítalska stjórn- in tekur því ekki með þökkum eða þögninná, er Baridaríkin vilja skila aftur ýmsum ftöl- um, er búið hafa vestan hafs undanfarið og sumir lengi. Bandaríkin gera nefnilega gangskör að þvi um þessar mundir að gera ýmsa þá menn landræka, sem gerzt hafa brot- legir við landslög, en auk ann- arra brota hafa þeir komizt inn í landið á laun eða undir fölsku yfirskini, hafa gefið rangar upplýsiingar um sig. Meðal þeirra, sem þar koma til greina, eru þekktustu bófar landsins, svo sem Frank Cost- ello, Giuseppe Adonis og Tommaso Luchese, en þá á alla að svipta amerískum borg- ararétti. En eins og þegar er sagt, láta ítölsk stjórnarvöld ekki í ljós neina ánægju yfir þessu, og einn talsmannanna þeirra hefur látið svo um mælt, að Ítalía óski ekki eftir öðrum „Lucky“ Luciano, en. hann var einn alræmdasti afbrotamaður vestan hafs, er A1 Capone var úr sögunni. Var hann gerður landrækur árið 1946 og sendur til ftalíu, er hann hafði setið af sér þriðjung 30 ára dóms fyrlr hvíta þrælasölu. Luciano hafði aldrei gerzt amerískur borgari. Fá ekki að stíga á land. „Við munum ekki taka við manni, sem er að vísu fæddur hér, en hefur alið mestan hluta ævi sinnar í öðru landi, unz hann er taíinn óþarfur þar,“ sagði talsmaðurinn ennfremur. „Við tökum ekki við slíkum sendingum, rétt eins og þeir kæmu í bögglapósti." 26 Kykyumenn fá dóm. Kenya (AP). — 26 Kykyu menn í Kenya voru í gær dæmd ir í- fangelsi og sektir fyrir að neita að láta ljósmynda sig, en kröfur í þessu efni eru gerðar af öryggisráðstöfunum,. Ungfrú Cunze er ein af stárfs liði dr. Lamperts í sjúkrahúsi hans í Höxter við Hannover, og hefur einnig starfað í Englandi, og kveður dr. Lampert hana einhvern færasta aðstoðarmann sinn. Ungfrú ’Cunze er að sjálf- sögðu sérmenntuð í sinni grein. Sjúklingur fer utan. Dr. Lampert gerði það af éin- stakri góðvild til stofnunarir.n- ar, .sagði .Gísli, að lána henni ungfrú Cunze til eins árs. Væri þetta mikillar þakkar vert, sem og önnur fyrirgreiðsla og að- stoð, sem dr. Lampert hefur veitt. Geta má ög þess, að héð- an hefur farið einn lömunar- sjúklingur, til þess að leita sér bata í stofnun dr. Lamperts. Er sá, sjúklingur fyrir skömmu kominn þangað. . Ungfrú Cunze mun stunda bæði börn og fullorðna, sem að framan getur. Ráfmagnstæki, sem stofnunin hefur nýlega fengið frá Þýzkalandi til lækn-. inganna, er framleidd af Siem- ens félaginu, og hin fullkomn- . ustu sinnar tegundar, og m, a. notuð við að styrkja siappa eða lamaða vöðva. Loftleiðir sýnda Elliheimilinu þá velvild, að flytja þetta tæki ókeypis h.ing- að frá Þýzkalandi. ,,Eg þarf fráleitt að taka íram — er um þetta er rætt," sagði hr. G. S. að lokum, ,,að gairla fólkinu er ekki gleymt, þótt hér sé reynt að hjálpa börnunum. Að sjálfsögðu verður ekltevt sag't. um batahorfur sjúkling- anna, sem teknir hafa verið til meðferðar, og sízt eins og sakir standa. Hér er um tilraun r.ð ræða með aðstoð þeirra, sem sérþekkingu hafa og reynslu, og vonandi verður um einhvern árangur að ræða.“ Til viðbótar ofanrituðu er þess að geta, að fyrir Álþingi var lögð nýlega tillaga til þings- álykturar um „rannsókn á hveraleir, hveragufu og hvera- vatni til lækninga“, ojg birt sem fylgiskjal bréf frá dr. Lampert til heilbrigðismálaráðherra. ■—- Niðurstaða hans varð sú, að hér væri fyrir hendi í ríkum mæli: Heitar uppsprettur, heit leðja, heit gufa og drykkjarlindir, og að sem heilsubótastaðir kæmu helzt til greina Hveragerði og Krýsuvík. Maptts Guéjósisson prestur á Eyrarbakka. Mísgnús Guðjónsson cand. theol Sefur verið kjörinn prest- ur í rarbakkaprestakalli. Ta.iiing atkvæða fór fram í skrilsiofu biskups í gær, og kom í Ijó, , að M. G. hafði fengið 413 aitkv. en hinn umsækjandirm, síra Shann Hlíðar, hlaut 259 átkv 4 kjörskrá voru 829, én 681 i ‘úddi atkvæði. Níu -séðlar vori: ' l’ir. - • Ys -

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.