Vísir - 31.01.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1953, Blaðsíða 4
m . ■ «?. : risiE Laugardaginn 31. janúar 1953. WfiSIlR DAGBLAÐ í ’’ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. I Skrifstofur ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Áttræð á morgun: Hólmfríður Ámadóttir, Slysavarnir. Slysavarnafélag íslands er nú byrjað annan aldarfjórðunginn á starfsævi sinni og hefur ferill þess verið giftudrjúgur þau tuttugu og fimm ár, er það hefur þjónað mannúðarhugsjón þeirri, sem er grundvöllur þess og undirstaða. Hinn fámenni hópur, sem stofnaði félagið fyrir 25 árum hefur stækkað svo fljótt, að engan mun hafa grunað, hversu ör sá vöxtur yrði. Fimmti hver Iandsmaður er nú innan vébanda Slysavarnafélags- ins, og hjálparstöðvar þess af ýmsu tagi, er senn orðnar hundrað. Mörgum hundruðum mannslífa hefur verið bjargað með tækjum þeim, sem félagíð hefur aflað til landsins og dreift um alla fjórðunga þess. Þar að auki hefur félagið veitt ómetan- lega aðstoð við óteljandi tækifæri, þegar menn hafa verið í nauðum á sjó eða landi. Mun það ekki ofsagt, að hver lands- maður sé í þakkarskuld við Slysavarnafélagið fyrir þjónustu þess við einhvern ættingja eða vin á þessu tiltölulega stutta starfsskeiði þess. Og eru þá ekki taldir þeir menn útlendir, sem notið hafa góðs af s.aifsemi félagsins, og eiga því líf og öryggi að þakka. í rauninni er það aíls ekki einkennilegt, að Slysavarnafé- lagið skuli hafa vaxið svo ört og mikið, sem reynd ber vitni. Lega landsins gerir það að vérkum, að við eigum meira undir j sjónum en nokkur önnur þjóð, og íslendingar eru þannig skapi farnir, að þeir geta ekki horft upp á það aðgerðalausir, að Ægir heimti skatt sinn úr hópi sona þeirra, án þess að spyrna við fót- um og reyna að gera honum skattheimtuna sem örðugasta. Af þeim sökum hlaut Slysavarnafélagið að eflast, því að hér átti hver einstaklingur hlut að máli. í upphafi var hlutverk Slysavarnafélagsins fyrst og fremst við sjávarsíðuna, þar sem hætturnar voru mestar og manntjónið því einnig. En á þeim aldarfjórðungi, sem félagið hefur. starfað, hafa breytingar í þjóðlífinu orðið svo miklar, að félagið hefur orðið að hasla sér stærri völl en áður, og gert það með glöðu geði. Það er reiðubúið til þjónustu, hvar sem er og hvað sem um er að ræða. Enginn fer bónleiður til búðar, sem leitar til' Slysavarnafélagsins. En þótt Slysavarnafélagið nái nú til alls landsins, til þess að hjálpa og bjarga mönnum, sem yfir vofir limlesting eðá dauði, þurfum við enn frekari slysavarnir, en þær eru ekki af því tagi, að það verði hlutverk þess félags, sem hér hefur verið gert að umræðuefni að nokkru. Slysavarnir þær, sem hér um ræðir, eru að bjarga sem flestum einstaklingum — ungum sem göml- um, konum sem körlum — frá að hljóta örkuml eða dauða af völdum áfengisins. Slíkra slysavarna er nú vissulega þörf hér á landi, en þær aðgerðir, sem reyndar hafa verið, geta ekki kallazt annað en kák eitt. Ástæðan er sú, að forustu vantar í þessu efni, og ætti það þó ekki að vera. Hér á landi er til Góð- templararegla, sem er fjölmenn og voldug, þegar hún tekur á. Hún á að hafa forustuna í þessu efni. Að vísu mun forvígismenn templara líta svo á, að ríkinu beri að sjá um þessar „slysavarnir", þar sem það selji mönnum slysa- valdinn, áfengið, og hagnist af, en það er röríg afstaða. Þegar templarar sjá, að ríkið heldur að sér hþndum, eiga þeir að ganga fram fýrir skjöldú og taka til sihná ráða. Þeir eiga ekki að miða starf sitt við fundahöld í stúkum sínum, heldur eiga þeir að fara út á meðál fjöldans ög berjast þar. Það er hirín rétti vettvangur, og á honum munu þeir eiga vísan stuðniríg allra góðra manna, hvár í ílokki sem þeír standa. ilíi.' dC Utanríkisráðherra Breta — Anthony Eden — hefur skýrt frá því fyrir nokkru á fundi í Neðri málstofu brezka þingsins, að Rretastjórn hafi gengið frá tillögum varðandi landhelgis- deiluna og löndunarbannið, og afhent þær sendiherra íslands í London. Af fregnum, sem borizt hafa af fundi þessum, verður ekki ráðið, í hverju tillögur Breta sé fólgnar, en væntanlega er brezka stjórnin þó búin að gera sé grein fyrir því, að ekki er sama, hverskonar tillögur eru lagðar fyrir íslendinga. Aðgerðir íslenzku ríkisstjórnarinnar hafa í öllu verið löglegar, en brezkir þegnar hafa Verður þvt fróðlegt að sjá',' hverníg þessar tillögur eru, þótt það spái var.t góðu, að sendiherrann þótti ékki taka því að síma efni þeirrg^l ríkisstjórnarinnar. _ ! cV .íki" f v." kA5' kennslnkoita. Á morgun, sunnudag l. febr- aðallega við Columbiaháskól úar, verður merkiskonan Hólm-1 ánn í New York. Árið 1922 kom fríður Árnadóttir áttræð að hún aftur til íslands og stund- I aldri. Hún er fædd 1. febrúar-aði eftir það tímakennslu í Reykjavík, meðan heilsan íeyfði, en síðustu árin hefur hún búið við vanheilsu nokkra, oftast verið rúmliggjandi og er enn að mestu. Hólmfríður hefur alltaf verið og er hugsjónakona, sem er ekkert mannlegt óviðlcomandi. Hefur hún því látið sig mörg góð mál skipta og á ýmsum sviðum látið til sín taka — á sinn hógværa og prúðmannlega hátt. Hún tók um skeið þátt í félagsskap góðtemplara, og í Guðspekifélaginu hefur hún starfað, lengi og vel. Minnist eg í því sambandi sérstaklega -fyrirlestra, er hún flutti við og við í húsi félagsins, ýmist þýdda eða frumsamda. Hafði hún sér- kennilegan ræðustíl, talaði hægt og rólega og fór sér að engu óðslega. Röddin var skír en mjúk. Um skeið var Hólm- fríður ritstjóri fréttablaða inn- an Guðspekifélagsins og einnig vann hún ágætt starf í sam- bandi við bókasafn þess. — Gaf hún sér tíma til gjörhygli og vandvirkni, og var því far- sælh starfsmaður og traustur. Hólmfríður mun að eðlis- fari vera trúhneigð kona (,,religiös“), en frjálslynd í bezta lagi. Guðspekin boðar bræðralag á öilum sviðum, éinnig á trúmálasviðinu, og heldur því fram, að menn eigi að geta verið góðir vinir, þó að skoðanir séu skiptar. Þetta ótakmarkaða umburðarlyndi Guðspekinnar mun hafa átt vel við skapgerð Hólmfríðar, en jafnframt — og ekki síður — mun hún hafa kunnað að meta 1073 á Kálfstöðum í Hjalta- dal í Skagafirði. Foreldrar hennar voru þau Árni hrepps- stjóri Ásgrímsson og kona hans Margrét Þorfinnsdóttir. Hólm- fríðm- gekk á kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði (2 vetur) og var síðan við nám í Reykjavík. Lagði hún svo stund á kennslustörf; var t. d. 5 ár við Kvennaskólann á Akureyri. Fór hún því næst til Danmerk- ur og stundaði í 3 ár nám við Kennaraháskóla í Kaupmanna- höfn og við Askov-Iýðháskóla. Eftir það hvarf hún heim tií ís- lands og stundaði kennslustörf á Akureyri og ísafirði, bæði við barna- og unglingaskóla. Árið 1910 fluttist hún til Reykjavíkur og stóð þar fyrir síðdegisskóla fyrir ungar stúlk- ur í 7 vetur. Var sá skóli fjöl- sóttur mjög. En 1917 fór Hólm- fríður til Ameríku og dvaldi þar í 5 ár við nám og kennslu, þá uppörvun og hvatningu, sem einlægir sannleiksleitendur geta fengið á vegum Guðspek- innar. Og þó að Hólmfríður sé fasprúð og viðmótsþýð, býr hún yfir sterkum vilja, og mundi engum veitast létt að sveigja þann vilja til hlýðni við annað en það, sem hún teldi sjálf rétt og gott. Eins og vikið var að, hefur Hólmfríðúr nokkuð fengist við ritstörf. Fyrir nokkrum árum þýddi hún úr ensku bók, er hún nefndi „Baha-Ulla og nýi tíminn“. Fjallar sú bók um trúarhöfundinn Baha-Ulla og kenningár hans, sem að víðsýni og göfgi minna mjög á Guð- spekina. Einnig hefur hún þýtt ævisögu Helen Keller. En það hefur farið svo um Hólmfríði, eins og allt of marga aðra, að hún hefur mjög orðið að fórna skapandi hæfileikum fyrir þreytandi brauðstrit, einkum hin síðari árin. Er því ekki að furða, þó að hún hafi stundum kennt nokkurs lúa, bæði lík- amlegs og andlegs, en ekki, veit eg þó til, að hún hafi gert mikið að því að kvarta um kjör sín, enda mun hún þögul um hagi sína, eins og tiginni konu sæmir. Það, sem höfundi þessarar stuttu afmælisgreinar hefur alltaf fundist einkenna Hólm- fríði Árnadóttur, er hefðar- konubragur, sem er alveg ó- háður ytri aðstæðum, tízku og tildursiðum. í þessu stutta afmælisspjalli er sjálfsagt eitthvað vansagt, enda ekki hirt um að afla vit- neskju um allt, sem á daga af- mælisbarnsins hefur drifið. Hitt var aðal tilgangurinn að minna á þessi, tímamót í lífi Hólmfríðar, og munu margir af nemendum hennar og mjög margir aðrir hugsa hlýtt til hennar, er hún fyllir nú átt- unda tug ævi sinnar. Gretar Fells. BGBGMÁL ♦ Bindindismaður hefir ritað Bergmáli eftirfarandi bréf: — „Nú er mikið rætt og ritað um áfengi og áfengsbann, eftir að dómsmálaráðherra gaf út fyr- irskipun sína um lögin um héraðabönn (sem er þó víst rangnefni) skyldu koma til framkvæmda. Til hvers er drukkið? Neyzlu áfengis er eflaust hægt að réttlæta, innan vissra takmarka. Sumt fólk drekkur af því að því finnst það fínt, sumt til þess. að verða fullt eða að minnsta kosti að „fiima á sér“; sumt af því að því finnst það vera. mejri menn með því að drekka, og enn aðrir að- eins af því að aðrir dreléka. Áfengisneyzla er mikið böl, þar sem áfengis pr, neyft íóhófi. Hefir jafnvel -ypúð; unt ,,það deilt hvort áfengj eða ir hafi leitt meira böl jjrfij- mannkynið. Áfengi .hpfirffaiflrei inn fyrii*.' minar varir komið og á vonandi .ekki eftir.að kom- • ast þár.ihtt fyrir- og veit .eg þyí ^kk-iywliyjehúgy hin.,: margd.úðu. ahrif. áfengis eru. , I.íina vegar finnst mér engin ástseða til-að meina^þeittl, :scm: háfa ánægju. af því að drekka, að gera það, svo framarlega sem þeir verða sér eða öðrum ekki til skamm- ar. — Sjúkdómur og ofstæki. Drykkjuskapur á háu stigi (ofdrykkja) er aðeins sjúk- dómur, sem engin bót fæst ráð- in á með skrifum ofstækisfullra bindindismanna. Sjúklingar, sem haldnir eru þessum sjúk- dómi, eiga hvergi heima ann- arsstaðar en í sjúkrahúsum, sem er ætluð þeim sérstak- lega og þar sem, þeir geta verið undir eftirliti sérfróðs læknis, eins og til dæmis berklasjúklingar. Að mínu á- liti er mjög misráðið að loka útsölum Áfengisverzlunarinn- ar, ef samþykkt verður við al- menna atkvæðagreiðslu. Eg heldi,.að það hljóti að vera til 'heppijegri og vænlegri ráðstaf- anir til að draga úr neyzlu á- fengis en að loka „Ríkinu“. ís- lendingar og aðrar þjóðir, sem reynt hafa áfengisbann (en mér. sSdlst ,gð lpkúnirí iúfnist á viíi það) haía þá reynslu, að áfengisrieyzla hefir. sízt minnk- Það er svo freistandi. Það er eins og menn freistist alltaf helzt til að gera það, sem þeir mega ekki og því reyna þeir að neyta annarra bragða, aðallega með því að brugga eða þá að drekka allskonar ó- þverra, sem áfengi er í, og hef- ir það ekki betri áhrif en að drekka vín af stút. Annars er eg éngan veginrí að mæla á- fengisneýzlu bót en tel þó að þær aðferðir, sem til stendur að gera, séu ekki spor í rétta átt og mundi því greiða at- kvæði gegn héraðsbanni hér í Reykjavík." — Gamah væri að fá áð heyra fleiri raddir og skoð aríii’. — kr. að. - anonosjiom’. sg >; q<r Nr. 354. Þrífðu forkinn þrítennta, þrjú mörbjúgu einnig þai-, og með lensu úppgötva ár þá Svartidauði var. í,iiíf i 'iv-rí ■;■'-1'*ÁS; •'• ■-■ ‘úlh Svar við gátu nr<. 353:- . Egg. fin., miii.lin jt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.