Vísir - 31.01.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 31.01.1953, Blaðsíða 7
VISIR Laugardaginn 31. janúar 1953. ■nú>HÍ I THQMAS B. C8STAIH: | Ei má sköpum renna 91 Götudrengur hljóp til og ætlaði að hirða pyngjuna, en Frank varð fyrri til. „Eg verð að fá hana,“ sagði hann. „Eg ætla að eiga hana til minningar um þetta kvöld.“ Liðsforingi kom út úr leikhúsinu og kallaði skipun til varð- lðsins. Þau biðu nú ekki boðanna og fóru að hlaupa og varð Gabri- elle að lyfta pilsunum allhátt, til þess að geta fylgt eftii- þeim félögum sínum. „Það er ekki mikill vúðingarbragur á lokaþættinum,“ sagði hún móð. Þau voru svo heppin að ná í leiguvagn í næstu hliðargötu. ,,Hvert?“ spurði ekillinn og lét smella í keyrinu. „Til Fauborg St. Honoré,“ sagði Gabrielle. Hún hneig niður í aftursætið milli þeirra. . „Eg vil gjarnan, að þið báðir komið þangað, til þess að kynn- ast nokkrum vnum mínum.“ „Við erum reiðubúnir að fylgja yður hvert sem vera skal,“ sagði Wilson. „Mér þykir vænt um, að við komumst undan,“ sagði hún og var nú auðheyrt, að henni hafði létt, „því að eg vildi ógjarn- an að þið yrðuð fyrir óþægindum mín vegna — kannske verða fyrir alvarlegum afleiðingum gerða minna.“ Eftir nokkra þögn bætti hún við: „Ykkur finnst sjálfsagt, að eg hafi hegðað mér mjög heimsku- lega.“ „Heimskulega, en af mikilli hugprýði, og eg verð að segja, að eg dáist að yður.“ „Þú hefir kannske gert þér það Ijóst, Gaby, að það er Sir Róbert Wilson hershöfðingja, sem þú getur þakkað það, að þú slappst.“ Gabrielle leit upp á hinn hávaxna hermann. „Eg var ekki í neinum vafa um, að það var hinn frægi hers- höfðingi ykkar. Þú hefir áður sagt mér, Frank, að han-n leggi áherzlu á, að vera þar sem þörfin er mest og hættan. Hve heppin eg var, að þið skylduð báðir vera þama í kvöld.“ „Við skulum vona, að áframhald verði á heppninni,11 sagði Wilson, „Það er allt á iði þarna kringum leikhúsið. Eg gæti bezt tríiað, að okkur yrði veitt eftirför.“ Hann gaf ökumanni skipun um að aka hraðara, en ekki varð af því, að þeim væri veitt eftirför. Gabrielle vafði þéttara að sér skikkjunni, eins og hún gerði sér nú fyrst grein fyrir hve blaut hún var. „Þú hefur víst verið hissa á að sjá mig aftur í París, Frank,“ sagði hún. „Eg vildi ekki koma. Mig langaði ekki til þess að sjá borgina á valdi fjandmanna keisarans.“ „Þú hefur hér ekki langa viðdvöl,“ sagði Frank. „Líklega ekki,“ svaraði hún. „Þetta er einkennileg borg. Fólkið er öðruvísi en það áður var. Harðlundað, beiskt — ó- hamingjusamt. Mér finnst næstum, að París hafi glatað sál sinni. Eg fer á brott þegar — og kem aldrei aftur.“ „Það getur orðið erfitt fyrir yður, kæra frú, að komast héð- an,“ sagði Wilson. „En eg hygg, að eg tali fyrir munn okkar beggja, mín og vinar míns, Franks Ellery, að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur yður til aðstoðar.“ Frank þrýsti hönd hennar og hann minntist með miklu þakk- EGGERT CLAESSEN GtJSTAF A. SVEINSSON hœstaréttarlögmenn Templarasundi 5, (Þórshamar) Allskonar lögfræðistörf. Fasteignasala. óskast til leigu. -Franska Sendiráðið, sími 7622. meS IvölöSdam mamisjéttum telœar upp í dag. ástjslr S., Ssimlaugsson Si Co. Álagstakmörkun dagana 1. til 8. febrúar frá kl. 10,45 til 12,30: Sunnudag 1. febr...... 3. hverfi. Mánudag 2. febr........ 4. og 1. hverfi. Þriðudag 3. febr....... 5. og 2. hverfi Miðvikudag 4. febr..... 1. og 3. hverfi, Fimmtudag 5. febr...... 2. og 4. hverfi Föstudag 6. febr....... 3. og 5. hverfi. Laugardag 7. febr...... 4. og 1. hverfi, Álagstakmörkun að kvöldi frá kl. 18,15 til 19,15: Sunnudag 1. febr..... Engin. Mánudag 2. febr........ 2. hverfi. Þriðjudag 3. febr...... 3. hverfi. Miðvikudag 4. febr..... 4. hverfi. Fimmtudag 5. febr...... 5. hverfi. Föstudag 6. febr...... 1. hverfi. Laugardag 7. febr..... . 2. hverfi. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN. Íaraeinalir verklakar Skrifstofan í Reykjavík er flutt á Skólavörðustíg 3 Sími 82450 (2 línur) Skrifstofan er opin kl. 9—3 (laugardaga 9—12) Útborgun reikninga fer aðeins fram á föstudögum kl. 1—3. • Sameinaöir verhtahar Fasteipagjöld Gjalddagi fasteagnagjalda til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1953 er 1. febrúar. Húsagjöld, lóðagjöld og leiga eftir íbúðarhúsalóðir er irmheimt með 200% álagi, samkv. lögum nr. 29, 4. febr. 1952, sbr. samþykkt bæjarstjórnar 29. desembér 1952. Vatnsskattur óbreyttur. Gjaldseðlar hafa verið sendir til eigenda og for- ráðamanna gjaldskyldi-a eigna, en reynslan er jafnan sú, að allmargir seðlar koma ekki í hendur réttum að- ilum, einkum reikningar um gjöld af óliyggðum lóð- um, og er eigendum bent á að gera skrifstofu bæjar- gjaldkera aðvart, hafi þeim eklti borizt gjaldseðlar. Gjaldendur i Vogum, Langholti, Laugarási og þar í grennd, er bent á, að greiða fasteignagjöldin til Uti- bús Landsbankans, Langholtsvegi 43. Opið virka daga kl. 10—12 og 4—7. Laugardaga kl. 10—12 og 1—3 e.h. Reykjavílt, 29. janúar 1953. Hvar eru skipin? Éimskip: Brúarfoss íór frá Hull í gærmorgun til Rvk. Dettifoss er í Rvk. Goðafoss fór frá Bremen í fyrrad. til Wis- mar, Gdynia og Álaborgar. Gullfoss fer frá K.höfn í dag til Leith og Rvk. Lagarfoss fór frá Rvk. í gærkvöld til Vest- mannaeýja, Hamborgar, Rott- erdam og Antwerpen. Reýkja- foss fer frá Rvk. í kvöld til Rotterdam og Hamborgar. Sel- foss fór frá Liverpool 26. jan. til Hamborgar. Tröllafoss er í New York. Skip S.Í.S.: Hvassafell fór frá Stettin í fyrrakvöld áleiðis til íslands með kol. Arnarfell var væntanlegt til Norðfjarðar í gærkvöld með timbur. Jökul- fell fór frá New York 24. þ. m. áleiðis til Rvk. Jöklar h.f.: Vatnajökull fór frá Rvk. 26. þ. m. Drangajökull er í Rvk. Ríkisskip: Hekla er í Rvík og fer þaðan á þriðjudaginn austur um land í hringferð. Esja er í Reykjavík. Herðubreið fer frá Reykjavík á mánudag- inn til Húnaflóa-, Skagjafjarð- ar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er norðanlands. Helgi Helgason fer frá Reykjavík á mánudag- inn til Snæfellsneshafna, Stykkishólms og Flateyjar. MARGT Á SAMA STAÐ Skíðabuxur Skíðahúíur Skíðavettlingar Skíðasokkar Anorakkar Skiðapeysur GEYSIR H.F. Fatadeiidin. Þorskanet Hrognkelsanet nýkomin. GEYSIR H.F. V eiðarf ær adeildin. lldýrar vörur Léreft 140 cm. á 13,40 pr. m. í Léreft 80 cm. á 8,45 pr. m. Sirs margir litir á 7,50 pr. m. Rayon-kjólaefni í mörgum ' ’ í'itúm á 12,40 pr. m. Rayon-musseline-kjólaefni, margir litir með rósabekk á 24,60 pr. m. Smáköflótt taft á 12,80 pr. m. — Auk þess úrval af ein- litu og sanséruðu tafti frá 27,50 og munið svo hið góða úrval af leikhús- og sam- kvæmisefnum. — Ódýra ullargarnið kemur á mánu- dag. = V'érvL SSOBLL Bankastr. 11. — Sími 3359.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.