Vísir - 02.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 02.02.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 2. febrúar 1952. VtSIR lagasöngvara okkar íslendinga nú, og hvers vegna? Hvern teljið (þér bezta dans-' mikilli rödd sem nær yfir ótrú- lega stórt tónsvið. En úr hópi hinna yngri, er Ingibjörg Þor- bergs.sú, sem eg er h'rifnust af, og ekki kæmi mér á óvart, að hugljúfa röddin hennar ætti eftir að afla henni mikilla vin- sælda. Sigríður Th. Jónsdóttir, skrifstofumær: Þegar þessi spurning var borin upp við mig, var eg ekki ............*.. í neinum vafa um svar mitt. Mér finnst þær kröfur, sem eg geri til danslaga- : lf^§, söngvara, bezt uppfylltar af Aifreð Clau- sen. Söngur hans er blátt áfram og tilgerðar-laus. Rödd- in er hljómþýð og þægileg á að heyra. Eg er ekki ein um þessa skoðun, veit um marga er söng hans dá. Og sem einn af að- dáendum hans óska eg ein- dregið eftir að hann láti sem oftast heyra til sín í framtíð- Björn Emilsson, skrifstofumaður: Frá minum bæjardyrum séð er eigi um auðugan garð að gresja 1 þessu sambandi. Því er miður! Hér kemur aldrei fram nokkur, sem reglujega „slær í gegn“. Áf íslenzk- um danslaga- • ~ söngvurum Þykir mér Alfreð Clausén á- heyrilegastur. Rödd hans er mjúk og viðfelldin og einna líklegust til að túlka hin róm- 1 antísku lög, sem danslaga- söngvarar okkar helzt fram- reiða, íslenzku æskufólki til eyrnayndis og fróunar. Alfreð velur sér heldur ekki of erfið viðfangsefni og mættu þar. aðr- ir taka fordæmi. Framkoma Alfreðs er einnig góð og látlaus, og hefur lítt hallazt að hlægilegri eftiröpun erlendi’a „djass-söngvara“. Þar eð þessi fáu orð koma úr penna vesæls leikmanns, er engin ástæða fyrir söngvarann að ofmetnast þeirra vegna. Erla Jónsdóttir, húsmóðir: Af íslenzku dægúrlagásöngv- urunum fellur mér einna bezt að hlusta á Alfreð Clau- sen. Mér virð- ist rödd hans þýð, hreim- fögur og blessúnarlega láúá við alla tilgerð. Hann beitir henni mjög smekk- lega og syngur af næmri til- finhingu um hið viðkvæma efni, sem meirihluti allra dans- lagatexta fjallar um. Eg álít að Hallbjörg Bjarna- dóttir haíi tvímælalaust kom- izt lengst í list sinni af þeim söngkonmn íslenzkum, sem lagt hafá eingöngu stund á þéssa grein 'söngíistar.. ‘ tíúda inun hún gædd óvenju. þrótt- Sigurðiir E. Haraldsson. skrif stof umaður: Enda þótt eg hlusti á ís- lenzka dægurlagasöngvara eft- v ir því sem 11 tækifæri gef- fí ast, eins og f létta músik | og dægurlög ! yfirleitt, og | geðjist mjög fj misjafnlega | að þeim, hefi eg' naumlega gert mér grein fyrir, hvern þeirra eg tel taezt- an. Alfreð Clausen, Haukur Morthens, Sigrún Jónsdóttir og Soffía Karlsdóttir eru öll góð og að mínu áliti beztu.dægur- lagasöngvararnir okkar núna. Og hin hljómþýða og tilgerðar- lausa rödd Alfreds Clausens skipar honum óneitanlega sér- stakan heiðurssess, enda virð- ist mér hann alveg sérstaklega vinsæll. En hvernig stendur annars.á því, hvað við fáum sjaldan að heyra í íslenzkum dægurlaga- söngvurum og danshljómsveit- um í útvarpinu? Flóðin... Frh. af 1. síöu. af völdum sjávargangs í meira en fjórar aldir. Hollenzka stjórnin kemur saman á íund í dag, til þess að ræða horfuvn- ar og margvíslegai' ráðstafanir til bjargar. Þegar hafa tugþúsundir her- manna verið kvaddir til starfa við að styrkja flóðgarða. Lagt hefur verið hald á allar vöru- flutningabifreiðii’ í landinu, til þess að flytja efni til styrktar flóðgörðunúm, en tugir bæja og hundruð þorpa eru enn í stórkostlegri hættu. Sjórinn hef ur flætt upp undir 70 km. inn í landið, og tugþúsundir manna hafa flúið heimili sín. Á ey nokkurri í Scheldeósum drukkn uðu 40 manns, og annarri, eigi langt frá, um 35. í borginni Vlissingen (Flush ing) er allt á floti í vatni og sömu sögu er að segja úr öðr- um hafnarbæjum. I Vlissingen var sums staðar 3 metra djúpt vatn á götunum. í Rotterdam er ástandið líka mjög slæmt, þar sem allt er á floti í sumum hverfum. Tjón í Belgíu og Frakklandi. í Ostende í Belgíu gekk sjór á land éftir að skörð höfðu myndazt i varnárgarða og uðu nökkrir menn, en svipað gerðist í Oalais í Frakklandi og þar í grennd, og varð þar einnig talsvert manntjón, en engar tölur hafa um það borizt enn. yersnandi horfur. 'Eeihústíu f^régmf frá Hoílandi herma, að þyí hafi verið lýst yfi.r af hálfu ríkisstjórnarinnar, að hórfurnar hafi versnað, vegna vaxandi erfiðleika við að fylla í skörð í varnargörðum og treysta þá. Brezkt og bandarískt heviið er á leið til Hollands frá Þýzka- landi til hjálpar. 5 mánaða fangeisi fyrir að stela sætindum. London (AP). — Maður nokkur hefur verið dæmdur í 5 mánaða fangelsi fyrir að stela sætindum, sem voru hálfs ann- ars shillings virði. Dómurinn var svona þungur af því að sakborningurinn, er hafði játað að hafa ætlað börn- um sínum sætindin, er starfs- maður hjá járnbrautunum og dómarinn leit svo á, að slíkir menn yrðu að vera sérstaklega heiðarlegir. Hafði hann stolið úr flutningi. Handknattieiksmeistara- mðtið hófst í gær. Handknattleiksmeistaramót íslands hófst að Hálogalandi í gærkveldi. Áður en keppnin hófst gengu öll liðin sem taka þátt í mótinu 9 talsins, ihn á keppnissviðið, en forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage setti mótið með stuttri ræðu. Að því búnu hófst képpnin og fóru fram tveir leikir í A-deild, fyrst milli Ármanns og Í.R., sem lyktaði með sigri þess fyrrnefnda 19:15, og síðan milli Fram og Vals. Bar Valur sigur úr bítum 19:12. Mótið heldur áfram á mið- vikudaginn kemur með tveim- ur leikjum í A-deild, fyrst milli Víkings og Aftureldingar, en síðan milli Ármanns og Fram. Er þar um að ræða tvísýna og spennandi keppni í báðum til- fellunum. Vél þessi hefur þegar verið tekin í notkun í ölgerðarhúsum, enda er hún hinn fullkomnasia, sem völ er á. Auk þess -un hún þvær flöskurnar vandlega, nær hún einnig miðunum af þeim. (SIP). „Skipstjórinn á Girl Pat“ krefst hárra skaðabóta. Var í fangelsi í 6 mánuði í Venezuela — grunaður um vopnasmygl. Fyrir rúmum tveim árum kom hér út bók eftir enskan ævintýramann — Dad Orsbm ne — sem vakti mikla athygli. Orsborne þessi hafði sigit skipi sínu Girl Pat yfir Atlants- haf með ævintýralegum hætti., og varð frægur íyrir. ísú er hann fyrir skemmstu koroinn heim til Englands írá S-Aniei- íku þar sem hann sat meðal annars lengi í fangeisi í Ver.e- zuela, og þegar hann koru heim, tilkynnti hann, að hann ætlaði að krefjr stjóm Venezuela u*n 40,000 sterlingsþunda skaðabæíur vegna þess að hann hcfði verið látinn sitja að osekju í varðhaldi í samfléýit scx mánuði. Og ekki nóg með það, segir- Orsborne, því að hann segist einnig hafa verið pyntaður, meðan hann var i fangeisinu — sveltur og' barinn auk pcss sem hann hafi verið látinn hanga á hlekkjuðum höndum í 18 sólar- hringa. Orsborne hafði siglt frá Trididad-eyju, en varð að leita hafnar í Venezuela vegna veð- urs, því að skúta hans var lítil. Þar var hann handtekinn, grunaður um að hafa smyglað vopnum til landsins, svo og að hafa hjálpað til þess að koma föngum undan af eyju einni, þar sem stjórnarvöldin geymdu þá. Segist Orsborne hafa neitað hvorttveggja, enria vera alsaklaus, því að hann hefði verið í vísindaleiðangri. Yfirvöldin í Venezuela töku hann þá ekki trúanlegan og höfðu hann í haldi í sex mánuði, og þegar hann losnaði úr fang- elsinu aftur, var bátar nans sokinn og allt, sem í honum hafði verið. 75 manna hljóm- sveit væntanleg. Aðalhljómsveit flughers Bandaríkjanna er væntanleg hingað til bæjarins í byrjutt mánaðar á vegum Tón- listarfélags Reykjavíkur. í sveitinni eru 75 menn, auk 25 söngvara og einsöngv.ara, undir stjórn George S. Howard ofursta, sem talinn er einn fær- asti hljómsveitarstjóri véstah hafs. Hér mun hljómsveitiÁ flytja fjóra hljómleika í Þjóð- leikhúsinu, tvenna fyrir styrkt- arfélaga Tónlistarfélaga, og aðra tvenna fyrir almenning. Viðfangsefnin verða eftir Rossini, Shostakovich, Katsja- túrían, Wagner, Leoncavallo, Gershwin o. fl. í hljómsveitinni eru eingöngu fyrsta flokks hljóðfæraleikarar, og hefur hún leikið í 10 höfuð- borgum í þrem heimsálfum, hvarvetna við mikinn orðstír. Þetta er stærsta hljómsveit, sem nokkru sinni hefur leikið liér, og munu tónlistarvinir mjög fagna komu hennar hingað. — Fyrstu hljómleikarnir verða sunnudaginn 8. febrúar. Þá má geta þess, að 25 manna kórinn, sem með hljómsveitinni er, mun halda sérstaka hljómleika í Hafnarfirði. Sænskukennsla í Háskólanum. Kennsla í sænsku fyrir al- menning hefst aftur mánudag- inn 2. febr. kl. 8 e. h. Nemend- ur, sem ekki eru algerir byrj- endur í sænsku, geta einnig tekið þátt í þessu námskeiði, þó að þeir hafi eklti tekið þátt í námskeiðinu sl. haust. „Fjórburaborg“ Kronach (AP). — Fjórburar fæddust hér í bænum í vikunni sem leið. Þetta er í þriðja skipti á 20 árum, sem fjórburar fæðast hér, og kalla nágrannar bæinn „Fjórburaborg“. (Kronach er I Bajaralandi). Þvær 14.400 flöskur á klst. St.hólmmn. — Sænskt fyrir- tæki---Verkstads AB Mekano — hefur nýlega smíðað vél, sem gétiu' þvégið 14,400 ÍÍÖskur á kliikkustund. Saumanámskeið Heimilisiðnaðai'félags Islands byrjar föstudaginn G. felirúar. Þátltaka lilkynnLsl í kvöld milli kl. 7 og 9 íj Tjarnargötu 10 C. Arnheiður Jónsdóttir. Framtíðaratvinna Vér oskum að ráða ungan mann til sérmenntunar í brunaáhadlufræði (brandteknik). Til greina koma byggingaverkfræðingar, liúsameistarar eða iðnfræðing- ar, scm lokið hafa prófi frá skólum á Norðurlöndum. Umsóknir sendist skrifstofu félagsins, sem einnig veitir nánari upplýsingar. BRUNABÖTAFÉLAG ÍSLANDS. HverfLsgötu 8—10 Reykjavík. T annlækniiiga- stofa Hefi opnað tannlækningastofu rnína á I^augaveg 20 B. Viðtalstími alla virka daga frá Jd. 10—5. Sími 8-2368. _ Valur Egilsson, b'.DÁ . tanídæknir. .■*«■» »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.