Vísir - 02.02.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 02.02.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 2. fébrúáir 1952 VtSIB •'..I:.; ..„. I,, THOMAS 6. COSTAIN: Ei má sköpum renna. m læti og næstum. hrærður orðanna: ist — til hinztu stundar". 6. „hvemig sem allt velk- Það var sem geta má fremur ömurleikabragur en hitt á öllu í Faubourg St. Honoré, þar sem Bonaparte-aðalsmennirnir höfðu sezt að. I mörgum húsum sáust engin Ijós og virtust mannlaus, en sæist einhver á ferli leit sá hinn sami flóttalega í kringum sig. Þá var ekki komin til sögunnar nein veruleg hrörnun á húsum þarna, því að það var svo skammt um liðið síðan er aðalsmennirnir höfðu verið sviftir fé sínu og eignum. En þeir, sem þarna voru, bjuggu við fátækt og auðmýkt, sem þeir áttu enn verr með að þola. Þau námu staðar við framhlið húss nokkurs. Gabrielle hvísl- aði: „Eigandinn fór til Bandaríkjanna, eftir fyrsta valdaafsalið og var svo heppinn að koma ekki aftur. Það er Englendingur, sem nú leigir það, — Michael Bruce að nafni. Þið þekkið hann kannske?“ „Eg þekki hann,“ sagði Sir Robert og leit upp í gluggana, sem ramgerir hlerar voru fyrir. „Virðist allrúmgott fyrir pip- arsvein, en Bruce hefur alltaf haft gaman af áð hafa margt gesta í kringum sig. Það lítur ekki út fyrir, að hann sé heima.“ „Það verða gestir hérna í kvöld,“ fullyrti Gabrielle. „Eg bað ykkur að koma í þeim tilgangi, að hitta einn þeirra. Sá gestur er kona.“ „Eg ætti annars að vara ykkur við — því er nefnilega svo varið, að allir gestirnir, sem hér koma eru úr þeirri fylk- ingu á vettvangi stjórnmálanna, sem í ónáð er.“ „Eg finn það á mér, að eg verð hér eins og heima hjá mér,“ sagði Sir Robert Wilson. „Það hefur þann kost, að boðið verður skemmtilegra.“ Barið var að dyrum og brátt komu þrír menn til dyra — allir klæddir einkennisbúningum, og gekk einn þeirra við tré- fót. Allir báru þeir minnispeninga fyrir vasklega. framgöngu. Einn þeirra hneigði sig mjög virðulega fyrir Gabrielle: „Yðar auðmjúkur þjónn, frú.“ „Mín er æran, höfuðsmaður. Það er langt síðan við höfum hittzt.“ Hún sagði ekki hver voru nöfn gesta sinna, en leiddi þá að mjúkum legubekk í einu horninu. „Patronne höfuðsmaður er einn þeirra fáu, sem barist hefur í öllum herferðum síðan í her- ferðinni til Ítalíu. Þess vegna er hann dálitið hrokafullur." „Fouché hefur ekki hreinsað eins vel til og hann sjálfur hef- ur haldið,“ sagði Sir Robert. Það var einkennilegt um að litast í þessu herbergi. Þarna ægði í rauninni öllu saman. Þarna var stórt píanó, sverð og önnur vopn, harpa, mikið af landabréfum, borð, búið til kvöld- verðar. Veggir voru blátt áfram þaktir stríðsmálverkum: Napoleon við Arcole-brúna, Napoleon við pýramídana. o. s. frv. Og ýmsir gripir voru þarna, sem auðsjáanlega höfðu verið teknir til minja í mörgum herferðum. Hermennirnir þrír fóru að ræða sín í milli, en Frank hvíslaði að Gabrielle og dró hana lítið eitt til hliðar: „Af hverju hefurðu forðast áð láta mig neittum þig vita alla þessa mánuði?“ Hún svaraði lágt og án þess að líta upp: „Stolt, — ef til vill. Eða kannske það sem þið Englendingar kallið fair play — heiðarlegan leik. Mér fannst rétt og sann- gjarnt að þú fengir góðan tíma til þess að komast að niðurstöðu um vissa hluti.“ „En þú hefur átt við erfiðleika að stríða — vafalaust oft verið í mikilli hættu stödd. Samkvæmt gamla samkomulaginu bar þér að gera mér aðvart.“ Þá brosti hún um leið og hún leit upp: „Jæja, gamli riddarinn minn áhyggjufulli, í þetta skipti kemstu kannske að raun um, að þér verður vandi á höndum mín vegna. Eg Verð þér kannske erfið núna — enn erfiðari en fyrr.“ „Gaby,“ hvíslaði hann æstur. „Eg á engin orð til þess að lýsa því hversu hamingjusamur eg er nú.“ „Jafnvel þótt —“ sagði hún og lyfti brúnum, — „eg hefi nefnilega fylgst með öllu —“ Dyrnar opnuðust aftur og inn kom mjög fögur kona, og gekk hún á milli tveggja manna í einkennisbúningum. Hún var svo ljós á hár, að næstum mátti segja, að hár hennar væri silfur- litt, og augun, undir furðulega dökkum brúpum, skær og fjör- leg. Það virtist næstum óhugsandi, að hún hefði verið í skémmtiboði á þessu kvöldi, en þó var hún með skrípahatt á höfði og hélt á litlu búri, sem í voru tvír hvítar mýs. „Það hlýtur að vera La Bellilote,“ hvíslaði Gabrielle. Frank horfði á hina ljóshærðu konu af miklum áhuga. Dulrænar frásagnir „Hertu þig, ma5ur!“ Pauline Faures, sem almennt var kölluð Le Bellilote, hafði komið mjög við sögu í herferðinni til Egyptalands. Hún hafði farið þangað, í trássi við bann manns síns, sem var liðsforingi, sem ekki _var kominn hátt upp í metorðastigann, og vakið á sér mikla athygli Napoleons. Hann hafði orðið svo ástfanginn í henni, að hann hafði þegar sent mann hennar til Frakklands í skyndi. Efnt var til miðdegisveizlu og þar hellti Napoleon ó- vart kaffi á kjól hennar. Fyrir bragðið varð hún að „skreppa upp“ og lék Napoleon þar hlutverk herbergisþernu — svo gekk allt sinn gamla gang sem vanalega í kvennamálum hans, nema að hann skeytti ekkert um hana, er hann fór aftur til Frakk- lands. En hún kom til Frakklands á eftir honum og var enn ástfangin í honum. La Bellilote stóð í gættinni nokkur andartök og starði á Gabrielíe. Því næst gekk hún yfir gólfið og settist andspænis henni. Hún var svartklædd. Hún krosslagði fæturna og hirti 1 lítt um þótt hinn granni ökli hennar kæmi vel í ljós og sagði hásri röddu: „Greifafrú de Vitrelle, býst eg við! Við áttum þá eftir að hittast — og báðar sorgarklæddar. Kannske af sömu ástæðu? Það þætti mér gaman að vita, greifafrú!“ „Komdu hingað Pauline," sagði Patronne höfuðsmaður. þarf að tala við þig.“ „Seinna, Jacques,“ sagði hin fyrrverandi ástmey Napoleons, sem ýtt hafði verið til hliðar, og vildi ekki una því, að hún fengi ekki að segja það, sem henni bjó í brjósti. „Eg vildi mega tala við greifafrúna fyrst. Mér hefur ekki fyrr veizt sá mikli heiður.“ „Það gleður mig að kynnast yður, Mme Faures,“ sagði Gabri- elle, „eg hefi oft heyrt um yður talað.“ „Já, einmitt það,“ sagði hún og hækkaði röddina, „og eg hefi heyrt talsvert um yður. Eg held annars, að það sé tími til kom- inn, að eg kynnist þeirri, sem tók við af mér.“ Patronne höfuðsmaður gekk til hennar, tók þéttingsfast í handlegg hennar og sagði: „Þetta dugar ekki, þú hefur drukkið, Pauline. Nú sezt þú út í horn og steinþegir.“ „Eg segi það, sem mér sýnist,“ sagði hún, en samt stóð hún á fætur, en riðaði dálitið. „Þér eruð fagrar,“ sagði hún við Gabrielle, „en ekkert fallegri en eg var. Þér hefðuð átt að heyra hvað keisarinn sagði —“ Það var auðséð, að það var farið að svífa meira á Paúilne, enda vel heitt þarna. Hún stóð kyrr í margar mínútúr og með hnyklaðar brúnir og mjög hugsi, eins og hún væri að Fram eða vestur frá Njarð- víkurdal eru smádalir ýmsiiv þar á meðal Urðardalur, utan við tíýrfjöll. Er stundum farið þvert yfir hann úr Héraði til Borgarfjarðar, innan við Njarðvík, og er kallað að fara Vatnsskarð. — Einu sinni fór Magnús, sonur síra Jóns Brynj- úlfssonar að Eiðum (1785—■ 1801), föðurbróðir Jóns fræði- manns í Njarðvík, Sigurðsson- ar, Vatnsskarðsveg um vetur, Hann kom fyrri hluta dags of- an í Urðardal ög var kyrrt veð- ur. Þá Leyrði hann sagt á eftir sér „Flýttu þér, maður!“ —— Hann lítur við, en sér engan. og heldur svo áfram jafnri ferð og hyggur sér hafa misheyzt. En þegar hann kemur upp í - miðja austurhlíðina heyrir hann kallað hátt „Geturðu ekkí flýtt þér, maður?“ — Þá sann- færðist hann um, að hann hafí heyrt rétt og getur þó engan, séð, en glæðir nú ganginn, enda: sér hann að syrtir í loftL Mið- ar honum fljótt upp á brúnina. En þá heyrir hann grenjað allra hæst, með kvíða og þó grimmd röddinni: „O, ætlarðu ekki að flýta þér, maður?“ — Þá brá Magnús við og hljóp £ sprettinum yfir fjallið og ofan að Jökulsá. En þá var brostinn á bráðófær norðangadds bylur. I— Magnús var lasinn í hálfan Eg J mánuð eftir hlaupin. Hann bjó að Jökulsá og Hofströnd og var merkur bóndi. Synir hans voru Þorsteinn hreppstjóri í Höfn, Eyjólfur að Una-Ósi og Jón. - (ísl. þjóðs. S. S.). „Unnu sig áframu kringum hnöttinn. París (AP). — Sex ungir stúdentar eru nýkomnir lieim eftir að hafa „unnið sig áfram‘6 umhverfis jörðina. Hafði hver um 80 kr. í vas- anum, er förin hófst. Þeir fóru, um 24 lönd, 56,000 km. leið, og unnu fyrir sér á leiðinni —- héldu fyrirlestra, sungu, unnu sem blaðamenn og jafnvel sena kafarar. gunou$h. — TARZAN — hóf hann á loft sem v .'i i ham , í hina fangana, sem hrukku undan. krafta Tarzans koma og undrúðust, verður gatnan að sjá þig í hringleika» stórlega. húsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.