Vísir - 05.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 05.02.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudaglnn 5. febrúar 1953 VlSIR Ýsan og gildi peninganna. Þjóðin komst áður í sæmileg efni með því að ástunda sparaeytni — og hún getur gert það aftur. Það er ekki æfinlega það inargbrotna eða háfleyga, sem vekur hjá oss endurminningar og íhugun á því, sem var og er nú. Ég var staddur í fiskbúð, þar sem sölumaður vigtaði eina ýsu, innanífarna en með haus, og nam verðmæti hennar, með nú- verandi peningagildi, kr. 12.60. Þetta var stór, fullorðin ýsa. Mér flaug þá í hug atvik frá barnæsku minni. Það mun hafa verið árið 1905, að vélbát- ur kom dag nokkurn til Ak- ureyrar með ýsu, sem veiðst hafði á Eyjafirði. Var það allt fullorðin ýsa, en þó dálítið mis- jöfn að stærð, eins og algengt er. Ýsan var tekin og hausuð og slægð, og síðan spyrt saman, tvær og tvær í spyrðu. Var þetta mjög algeng aðferð á þeim tímum, a. m. k. við Eyja- fjörð. Að þessum undirbúningi loknum, var eg settur yfir að selja ýsuna og kostaði bandið 25 aura. Mun þetta hafa verið í fyrsta skipti sem eg fékkst við kaupmennsku. Man eg, að þótt mér þætti heiður að þessu trúnaðarstarfi, var og í mér nokkur ótti hvern- ig þetta myndi takast. Ekki vantaði kaupendur. Kepptust allir við að ná í stærstu bönd- in, eg fekk og ekki við ráðið ofríki kaupenda. Kom þar, að böndin sem eftir voru, reynd- ust sýnu minni, enda þótt öll ýsan væri væn, og brast þá þolinmæði kaupenda. Gerðust menn háværir um okur og önn- ur velvalin orð fuku til að lýsa seljendum. Brast þá fljótlega kjarkur minn og tók eg til bil huudrað sinnum dýrari en hún var 1905. Almennt kaupgjald 1905 mun hafa ver ið 20 aurar á klukkustund í daglaunavinnu. Þetta er ekki neitt merkileg eða skemmtileg saga. Hún sýn- ir, að vísu á Ijósan og einfaldan hátt, þá geysilegu breytingu, sem orðið hefur á verðgildi peninga hér á landi, er veldur margskonar erfiðleikum sem nu er strítt við. Hún sýnir einnig annað, sem ef til vill mætti læra eitthvað af, er að gagni mætti koma. Það er viðhorf manna til peninga nú og þegar sagan gerðist. Yfirleitt eru menn ekki nú að velta vöngum yfir hvað ein eða tvær ýsur kosta eða annað af svipuðu verðgildi. Menn kaupa og greiða án athugasemda, þegar um slíka smámuni er að ræða. Eins og sagan sýnir var þetta með allt öðrum hætti, þegar hún gerðist. Það var talað um á þeim árum „bitamun en ekki fjár“, en líklega hefur fólkinu fundist muna meira á ýsunum, fyrst óánægjualdan reis jafn- hátt og raun bar vitni. Það kemur glögglega fram í sögunni, hve peningarnir voru geysilega verðmætir og einnig, að mikið þurfti að hafa fyrir að afla þeirra. Það er augljóst, að þetta hefur fólkið fundið og hagað sér eftir því. Það vóg og mat hvaða eina, og lét ekki pening frá sér fyrr en það þótt- ist fá fullt verðmæti fyrir hann. Það var þörfin, sem lcnúði fóik- ið til að meta peningana og meta rétt. Og það var orðið svo leikið í þessu, að það sem fótanna, fljótandi í tárum. Flýði ( hafði séð stærri ýsuböndin, eg til föðurbróður míns með , taldi sig ekki fá nægilega mikið fyrir 25 aurana sína, vegna þess að þeirra bönd voru aðeins minni. Þetta myndi vera kallaður smásálarskapur nú á dögum, raunir mínar. Kom hann strax á vettvang. Þögnuðu þá óá- nægjuraddirnar ög ýsan flaug út án frekari tíðinda. Ýsan nú á dögum er þá samkvæmt þessu, um menn dálítið betur, sjá menn fljótlega, að þetta er ekki fé'tt athugað. Þörfin knúði fram þessa nákvæmni, og það var af þessari nákvæmni og annarri hliðstæðri, að menn gátu lifað lífinu á mannsæmandi hátt, þá engu síður en nú. Eða skyldi það vera tilviljun ein, sem olli því, að einmitt á árunum upp úr aldamótunum, byrja hinar raunsæu framfarir i framleiðsluháttum þjóðarinn- ar? Var það ekki á þeim árum, sem ræktun landsins hófst fyrir alvöru? Var það ekki á þessum árum, sem fyrstu togararnir voru keyptir til landsins og reknir með stórkostlegum hagn aði? Eða fyrstu vélbátarnir hófu göngu sína? Og verzlun íands- manna færðist æ meira á inn- lendar hendur og bolaði í burtu erlendum og úreltum verzlun- arháttum? Var það ekki stór- hugur, kjarkur og ráðsnilli þá- iifandi kynslóðar, er hóf fram- farirnar, sem vér búum að enn í dag? Jú vissulega. Og mikið eigum vér þeirri kynslóð að þakka. Nei! Það var ekki tilviljun, sem réð hinu mikla brautryðj- endastarfi aldamótakynslóðar- innar. Það var raunsæi hennar og hyggindi. Hún kunni að meta peninga rétt. Hún sá mismun á ýsunum og hagaði sér í sam- ræmi við það. Hún lét ekki til- viljun ráða gerðum sínum. Hún J hugsaði fyrst, og framkvæmdi 1 svo. Hún sparaði til þess að verða efnuð, og henni tókst það. Ef að vér ættum þeirri velmeg- un að fagna, sem tókst að skapa hér á landi tvo fyrstu áratugi þessarar aldar, þá væru pening- ar vorir ekki eins lítils virði og þeir eru nú. Þá væri ýsan ekki hundraðfalt dýrari nú, en hún var 1905. Og hvað er svo hægt að læra af litlu frásögninni liér að framan? Það, að með sparsemi tólsst að skapa yelmegun hér á landi, og að með sparsemi má það takast enn. 2. 2. ’53. K. K. Flóðin. Frh. af 1. síðu. og franskir herflokkar. í Belgíu hafa allar vegabréfahömlur verið felldar úr gildi, svo að ■flóttafólk frá Hollandi geti komist hindrunarlaust yfir landamærin. — Varpað hefur verið niður matvælum o. fl. úr flugvélum til nauðstadds fólks í Hollandi, sem ekki verð- ur hjálpað með öðru móti eins og sakir standa. Ástralíustjórn hefur sam- þykkt 40,000 stpd. fjárveitingu til líknarstarfa á flóðasvæðinu í Bretlandi, og jafnmikið til hjálpar Hollendingum. Banda- ríski Rauði krossinn hefur sam- þykkt að verja til bráðabirgða 100,000 dollurum til kaupa á ábreiðum, skófatnaði o. s. frv. Safnað er fatnaði o. fl. um öll Bandaríkin og Kanada, og flytja flugfélög mikið af þvi ókeypis. Grikkir hafa ákveðið að senda mikið af þurrkuðum ávöxtum og vínum og ísrael mikið af barnafatnaði. Bandaríkjaherinn í Þýzka- landi hefur undanfarið tekið inn það eða eitthvað því likt. En hugsi! 484 útlendinga af 11 þjóðum. Úr gömlum... Frh. af 4. síðu. meinlega kviðlinga, en allra manna hræddastur var hann við vatnsföll, og hélt sér jafnan bæði í fax og reiða þegar hann reið yfir ár. Einu sinni mætti hann Bjarna skáldi Thoraren- sen á .Oddeyri og vildi vita hvaðan herra amtmanninn bæri að. „Eg kom utanyfir Glerá, og reið hana upp á Björnísku“ sagði Bjarni skáld. „Bölvaður apaköttur", sagði Björn í Lundi. Fjölmenni hlýðir á erindi um ísland í London. Hinn 13. janúar flutti brezkr náttúrufræðingurinn Peter Scott, fyrirlestur í RoyaL Festival Hall í London um rannsóknarleiðangur þann, er hann og félagar hans fórú, ásamt dr. Finni Guðmundssynii á liðnu sumri til íslands, tiL þess að rannsaka lifnaðarháttu heiðagæsarinnar. Hinn mikli samkomusalur, sem tekur yfir 3000 manns í sæti, var þétt- setinn, og stóðu auk þess marg- ir áheyrenda. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum fugla- verndarfélagsins „Severn Wild- fowl Trust“, og ávarpaði for- seti félagsins, hinn kunni hers- höfðingi Alanbrooke lávarður, samkomuna, skýrði starfsemi félagsskapsins, sem stofnaður var árið 1946, og minntist að lokum íslands mjög vinsamlega. Voru síðan leiknir þjóðsöngvar íslands og Bretlands. Fyrirlestur Peters Scotts var mjög fróðlegur og skemmtileg- ur, kryddaður gamansemi á köflum, og skýrði fyrirlesarinn mál sitt á stundum með mynd- um, sem hann dró upp í skyndi. Að lokum var sýnd litkvik- mynd frá leiðangrinum. Sendiherra íslands í London, Agnar Kl. Jónsson, var við- staddur athöfn þessa samkvæmt sérstöku boði félagsins, sem var verndari fundarins. Reykjavík, 4. febrúar 1953. Utanríkisráðuneytið Reykjavík. ýjtfcttabálkur. Til skamms tíma sóttust Sví- I hans og reyndi að kroppa úr a rmjög eftir því að fá norska honum augun. Aðvífandi starfs- skíðastökksmenn til keppni, menn losuðu hlauparann viö enda þóttu þeir allra manna . þenna óvænta „gest“, en Bailey líklegastir til þess að laða á- horfendur að kappmótum. Nú hefur þetta breytzt, ekki vegna þess, að Norðmenn eigi ekki lenti í 9. sæti fyrir bragðið. ★ United Press-fréttastofan , , , . .... , gekkst nýlega fyrir skoðana- lengur beztu skioastokksmenn t .. * , , , . , , ^ konnun meöal evropskra heims, heldur vegna þess, að (r ^ , , ■ TT „ . _ ’ íþrottaritstjora um þao. hver nu er nafn Hallgeirs Brendens , , .. . , ° . hefði veriö bezti knattspyrnu- gongugarps a allra vorum. | v , . tnlro TT iinaour arsms 1952. Ungverjinn ★ i Svíar báru af öðrum Norður- 1 urlandaþjóðum í skíðagöngu i næstu árin eftir stríðið. Nú Meðan skrúðgangan miklá fór ffam' Iijp. EisenhóvVér- b. 20. janúár, kom hreinræktáður kúreki frá Kaliforniu skyndilega ríðandi og „veiddi ‘ forsetann í vað sinn. Honum mistókst fyrst, en í annarri atrennu tókst það — eins og myndin sýnir. liafa metin jafnazt, og má oft ekki milli sjá, hver sigrar, Finni, Norðmaður eða Svíi þeg- ar þreytt er göngukeppni. Sig- ur Hallgeirs Brendens í 18 km. göngunni á Vetrar-Ólympíu- leikunum í fyrra vakti óhcmju athygli, og þessi lágvaxni, en röski sveitapiltur frá Trysil í Austur-Noregi, hefru sýnt, að það var engin tilviljun, að hann sigraði þá. Nýlega keppti hann í Svfþjóð og sigraði með glæsi- brag beztu göngumenn Svía, með Mora-Nissc ksíðakóng í broddi fylkingar. ★ Fleiri íþróttagreinar eru hættulegar en hnefaleikar. Þetta fékk enski hlauparinn Ken Bailey að reyna nýlega. Hann tók þátt í víðavangs- híaupi í Somerset, en þá réðst á hann ugla í skógarjaðri, og læsti klónum í íþróttabúning Puskas sigraði með yfirburðum, fékk þrefalt fleiri atkvæði en næsti keppinautur hans. Paskas hlaut 150 atkvæði, en næstur varð Bretinn Billy Wright. 3. varð Nat Lofthouse, 6. Caj- kovski, Júgóslavíu, 7. Kocksis, Ungverjalandi, 8. Stan Matt- hews, Bretlandi, 9. Walter Ze- man, Austurríki. — Norður- landamenn komu þarna hvergi til greina. ★ Danskur knattspyrnuþjálfari, Frank Petersen að nafni, sem undanfarið hefur starfað hjá félaginu AB, hefur fengið mjög hagstætt tilboð um að koma til Ítalíu og þjálfa þar knatt- spyrnufélagið Novarra. Fær hann 50 þús. danskar krónur strax, en síðan 2000 d. kr. á mánuði og 400 krónur fyrir hvern, unnipn leik, Samningur Petersens við AB er enn ekki útrunninn, en talið er víst, að- hami niuni taka hipu ítalskie tilboði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.